Alþýðublaðið - 23.01.1922, Page 4

Alþýðublaðið - 23.01.1922, Page 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Lí kkistu vinnustof an á Laugaveg 11 annast jarðarfarir að öllu Ieyti fyrir lægra verð en þekst hefir undanfarið. Helgi Helgason, — Slmi 93. Takið eftirj Nú með síðustu skipum hef eg fengíð mikið af allskonar inni skóm: karia, kvenna og barna. Einnig mjög sterk og hlý vetrar- kvenstígvél með láum hælum, svo og barna skófatnað, og er alt selt með mjög láu verði. Ol. Thorateinson, Kirkjustræti 2, (Herkastalanum) H.f. Veralun „Hlíf“ Hvetfisgötu 56 A Tanblámi 15 —18 aura, Stivelsi, ágæt tegund, pk. á 0,65 Stanga- sápa, óvenju ódýr Sólskinssáp- an aiþekta, Sápndnft, sótthreins andi, á 0,30 ptkrainn Pvotta- bretti, rejög sterk. Tanklemmnr o. «>. fi til þrifnaðar og þæginda. Muniðl að aiiaf er bezt og ódýrast gert við gúmmístígvél og annan gúmmfskófatnað, einnig fæst ódýrt RÚmmíiím á Gúmrní vinnustofu Rvíkur, Lacgaveg 76 Notið tækifærið Þennan mánuð sauma eg öll karlmannalöt með mjög lágu verði. Sníð einnig iöt fyrir fólk eítir máli Föt hreinsuð og pressuð. Hvergi ódýrara, fljót afgrelðsla. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. Hverfisgötu 18. — Sími 337. KRANZAR Ofl BLÓH I fást á Brekkuetfo 3 Alþbl. kostar í kr. á mánuði. Tilkynning1. Eg undirritaður flyt til Keflavíkur vörur fyrir 4 aurn pr. kiio og til Hafnarfjarðar fyrir 2 aura pr. kilo. Viðtalst frá 7—9. Brekkust 14 B. Jón Magnússon. Kaupið iLíþýðtiblaöið! Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Öla/ur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. Edgar Rice Burroughsi Tarzan. Clayton var sannur Engleudingur, sem líkja má helst við göfugustu minnismerki sögulegra karlmenna á ótal orustuvöllum — sterkur maður og karlmannlegur — andlega, siðferðislega og líkamlega. Hann var afar hár vexti; augun grá, andlitið reglu- legt og hraustlegt; látbragðið frjálslegt og framkoman öll hin hermannlegasta. Stjórnmálin komu honum til þess, að fá sig fluttan úr hernum 1 nýlendumálaráðuneytið, og því er það að við kynnumst honum ungum 1 þjónustu drotningar- innar þar sem honum er trúað fyrir vandasömu og þýðingarmiklu starfi. Þegar hann fekk þessa skipun var hann bæði hreyk- inn og skelfdur. Honum fanst upphefðin .viðeigandi laun fyrir ósérhlífna og dugandi þjónustu, og hann sá ekki betur en hún væri trappa í stiga, sem leiddi til meiri metorða og frama; en á hinn bóginn voru að- eins þrír mánuðir siðan hann gekk að eiga hæðstvirta jungfrú Alice Rutherford, og það var hugsunin um það, að flytja'með sér þessa yndislegu konu til einver- unnar og skelfinganna 1 Afríku, sem dró kjarkinn úr honum og skelfdi hann. Hennar vegna hefði hann, hafnað skipuninni; en hún vildi það ekki. Heldur hélt því fram að hann féllist á hana og færi auðvitað með hana með sér. Mæður, bræður, systur, frænkur og stórfrænkur komu fil þess að láta í ljósi skoðanir sínar, auðvitað margs- konar, en sagan greinir ekki hverjar þær voru. En eitt er víst, að heiðan maímorgun 1888 lögðu þau john lávarður af Greystoke og lafði Alice af stað frá Ðover út á hinn salta mar, áleiðis til Afríku. Mánuði síðar komu þau til Freetown og leigðu þar Iftið seglskip, Fuwalda, sem átti að flytja þau á ákvöðr unarstaðinn. En þau John lávarður af Greystoke og lafði Alice, kona hans, hurfu hér sjónum og meðvitund manna. Tveimur mánuðum síðar lögðu sex brezk herskip úr höfninni við Freetown og leituðu um suðurhluta Atlants- hafs eftir slóð þeirra, eða litla skipsins, og rekaldið af því fanst því nær strax á St. Helenaey og færði heim- inum heim sanninn um það, að Fuwalda hefði farist með allri áhöfn. Leitin hætti því svo áð segja áður en hún hófst; vonin lifði þó í þreyjandi hjörtum í mörg ár enn. Fuwalda var um liundrað smálestir, og lík skipum þeim, sem tíðum annast strandferðir þar syðra. Skips- hafnirnar voru úrhrök sjómanna — óhengdir morð- ingjar og allra þjóða manndráparar. Fuwalda var engin undantekning frá reglunni. Yfir- mennirnir voru harðstjórar, hatandi og hataðir af skips- höfninni. Skipssjórinn var sæmilegur sjómaður, en hann fór skammarlega með hásetana. Hann þekti eða notaði að minsta kosti ekki nema tvær röksemdir í deilum við þá — járnflein og skammbyssu — enda ekki líklegt að hinn margliti mannsöfnuður, sem hann stýrði skildi annað betur. John Clayton og kona hans urðu því vitni að sllku á þilfarinu á Fuwalda tveimur dögum eftir að lagt var úr höfn, að þeim hafði aldrei dottið í hug, að annað eins gæti gerst, nema í skálasögum af sjónum. Það var um morguninn, annan daginn, að fyrsti hlekkurinn var smlðaður í atburðakeðju þá, sem hafa átti þau áhrif á æfiferil þá ófædds manns, að saga mannkynsins greinir hvergi frá því líku. Tveir sjómenn voru að þvo þilfarið á Fuwalda, stýrimaðurinn var á vöku, og skipstjórinn hafði snuið sér að Clayton og konu hans og var að tala við þaú. Mennirnir gengu aftur á bak um leið og þeir þvoðu þilfarið, og nálguðust mjög þau, sem saman voru að tala, er snéru baki í þá. Þeir komu nær ög nær, unz annar þeirra var kominn rétt að skipstjóranum. Á næsta augnabliki hefði hann farið fram hjá honum, og þessi saga hefði aldrei orðið til. En létt í því snýr spipstjórinn sér við og ætlar að yfirgefa hjónin, en rekur sig á sjómanninn og dettux

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.