Vísir - 27.04.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 27.04.1970, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Mánudagur 27. apríl 1970. VÍSIR dtgefandi: KeyKiaprem ou». Framkvœmdastióri: Sveinn R. Eyjóltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánssun Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóbannesson Auglýstngar. Aöalstræti 8. Simat 15610. 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Sfmi 11660 Rltstjðrn. Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askríftargjald kr 165.00 ð mánuðl innanlands t lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda huf._____________________ —WHHB'I IHMMNiml im—————————— Vafasöm veiting §aga embættisveitinga á íslandi, síðan landsstjómin varð innlend, er með köflum ljót saga, einkum fram- an af. Persónuleg og pólitísk tengsl réðu oftast meiru en dugnaður, reynsla og hæfileikar, þegar ráðherrar og aðrir valdsmenn völdu menn til mikilvægra starfa. Upphaflega var þetta í samræmi við tíðarandann. Misbeiting á veitingavaldi var þá ekki litin eins alvar- legum augum og nú. Með vaxandi skilningi manna á því, að þess háttar misbeiting er bæði ólýðræðisleg og óhagkvæm, hafa aukizt kröfur almennings um, að hin annarlegu sjón- armið víki. Lengi vel varð þó engin breyting á að- ferðum valdamanna. Framsóknarflokkurinn komst til valda á íslandi aðeins aldarfjórðungi eftir að stjórnin varð innlend. Á valdatíma hans dró ekkert úr annar- legum embættaveitingum, heldur mögnuðust þær þvert á móti. Var þá sagt í háði, að það tæki ráða- menn Framsóknar sárast að geta ekki skipað Sam- vinnuskólamenn í embætti sýslumanna. Hin hægfara þróun til batnaðar er tiltölulega ný- leg. Og verulegur skriður komst ekki á hana fyrr en viðreisnarstjómin tók við völdum fyrir einum áratug. Síðan hafa þá embættaveitingar yfirleitt verið með allt öðrum og betri hætti en áður tíðkaðist. Að sjálf- sögðu hefur almenningsálitið stuðlað mjög að þessari þróun. Ráðamenn þykja ekki lengur geta haldið and- liti sínu, ef þeir gera sig seka um misbeitingu í veit- ingavaldi. Ekki alls fyrir löngu komst sú kenning á kreik, að ekki væri allt með felldu í veitingu sýslumannsemb- ætta. Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra hrakti þessa kenningu með ýtarlegri greinargerð um allar veitingar sínar á þessu sviði. Sýndi greinargerðin, að viðurkenndar reglur höfðu verið látnar ráða vali, ef um tvo eða fleiri umsækjendur var að ræða. Nú hefur lengi verið haft á orði, að skólastjórastöð- ur séu ckki veittar með eðlilegum hætti. Er þvf hald- ið fram, að Alþýðuflokkurinn vinni skipulega að því að byggja upp skóiastjórastétt Alþýðuflokksmanna. Fróðlegt væri, ef Gylfi Þ. Gíslason léti taka saman jafnýtarlega greinargerð um það efni og gerð var um sýslumennina á sínum tíma, svo að menn geti gert sér grein fyrir, hvort gagnrýni þessi á við rök að styðjast. En mál dagsins er veiting embættis forstjóra Trygg- ingastofnunarinnar, sem er alveg einstök í sinni röð, þótt leitað sé tíu ár aftur í tímann. Fjórir af fimm mönnum Tryggingaráðs mæltu með einum umsækj- enda, sem greinilega stóð næstur starfinu, bæði vegna starfsaldurs, menntunar og hæfileika. En Eggert G. Þorsteinsson tók í hans stað annan umsækjanda, Al- þýðuflokksþingmann, er stenzt engan samanburð við tryggingafræðinginn, sem Tryggingaráð mælti með. Þessi grófu afglöp ráðherrans gefa tilefni til að spyrja, hvort Alþýðuflokkurinn reki Framsóknarflokksstefnu í embættaveitingum. t ) i ! ) v ( ) V Fjárlagafrumvarpið nú verður ekki vel séð af byggingamönnum, en fátækir og æskumenn fá nokkuð bætt kjör. ÚT ÚR KREPPUNNI Lifskj'ór manna i Bretlandi eiga að batna nokkuð á árinu Úrslit bæja- og sveitar- stjómakosninga urðu Wilson ekki jafnhag- stæð og hann hafði von- að. Nú dró kjark úr þeim, sem voru með- mæltir júníkosningum í sumar. Kosningar verða naumast fyrr en í haust og ef til vill ekki fyrr en í lok kjörtímabilsins ann að sumar, eftir eitt ár. Wilson er þó kominn í kosningaham. Fjármála- ráðherra hans, Jenkins, hefur nú lagt fram fjár- Iagafrumvarp sitt. Það Iofar ekki miklu um af- léttingu þeirra hömlun- arákvæða, sem lögð hafa verið á Breta vegna bághorins efnahags- ástands síðustu árin, en boðar þó eitthvað bjartari framtíð. Neytendum haldið niðri Árlö 1964 kom Verkamanna- flokkurinn til valda eftir langa setu á bekkjum stiómarandstöð- unnar. Þá var þjóðarframleiðsla á mann um 110 þúsund íslenzk- ar krónur, en hefur aukizt í 145 þúsund krónur á mann á ári. Um tveir þriöju þessarar aukningar hafa þó verið upp- étnir af veröbólgunni. Neytand- anum hefur verið haldið niðri. Raunveruieg neyzla á mann hefur aöeins aukizt um V2 — 1% á ári síðan 1964. Benda íhalds- menn á, að á valdatíma þeírra jókst þessi neyzla um 2V2% á mann á ári. Áhrifamikið st^V Aðalorsök þessa aöhalds i Bretlandj er lítill baevöxtur á þessum tíma. I fyrstu reyndi stjómin að verja gengi sterlings- pundsins, en varð að gefast upp við það árið 1967. Gengislækk- unin rýrðj neyzluna. Á síðasta ári komu hins vegar kostir hennar fram er greiðslujöfnuð- urinn tók áhrifamikiö stökk upp á við. í stað gífurlegs halla varð hann hagstæður. Framleiðsluöfl- unum ha'fði verið beint til út- flutnings. í hópi efstu í verðhækktinum Þrátt fyrir hvers konar höml- unaraðgerðir og bindingar hef- ur stjómin ekki getað beizlað verðbólguna. Verðlag hefur hækkað um nærri 25% á valda- skeiði Verkamannaflokksins. Bretar eru í hópi þeirra efstu í Evrópu í verðhækkunum á þess- um tíma. Skoðanakannanir sýna, að tveir af hverjum þremur Bret- um telja verðbólguna vera erf- iðasta viðfangsefni stjórnarinn- ar og mestu skipta; að við hana veröj ráðið. Einn aðalþátturinn í verð- hækkunum eru tilraunir stjórn- arinnar til að leggja á óbeina skatta í vaxandi mæli, sem er svipuð þróun og gerzt hefur annars staðar. Söluskattur hefur hækkað mikið, einkum á áfengi, bjór tóbaki og bensíni. Vega- skattar hafa hækkað. Skattar vaxandi hlutfall Skattar hafa einnig hækkað mikið almennt og eru nú miklum mun meiri hluti aif þjóðartekj- unum en áður var. Árið 1964 fóru dm þriðjungur af þjóðar- tekium Breta í skatta, en nú er þetta hlutfall komið í 44%. Veruiegur hluti af þessum auknu sköttum er til kominn vegna aukinna trygginga. Þannig hafa emkatekjurnar hækkað uni 40%, sé ekki tekið tillit til verðhækkana, en greiðslur trygginganna hafa aukizt um heil 75%. Áfengi 7% — tóbak 6% af tekjunum Nærri helmingur af hverju sterlingspundi fer til nauð- synja matar og íbúðaruúsnæðis hita o" eldsneytis ljósa og fatn- aðat. Menn verja nú aðeins minni hluta af tekjum sínum til matarkaupa en áður var, og Bretar borða meira grænmeti og Umsjón: Haukur Helgason Jenkins, fjármálaráöherra. — Heldur meira svigrúm. egg. Vaknandi áhuga hefur gætt á niðursuöuvörum. Húsnæðið tekur til sín svip- aðan hlut og var. Menn eyddu hins vegar miklu meira í ljós og hita. — Síðasta ár dró mjög úr bílakaupum og áfengiskaupum Enn hefur áfengið þó heil 7% af öllum tekjum manna að meðal tali. Og svo kemur tóbakið með 6%. Utkoman er sú, aö menn eyða meiru í áfengi og tóbak samanlagt en í húsnæöi. Sparnaðurinn hefur nokkuö haldið í horfj nú við verðbólg- una. Fiestir Vestur-Evrópubúar spara meira en Bretar að meðal- tali. Fyrir fimm árum voru þjóöartekjur á mann svipáðar í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi, én nú hafa Þjóðveriarnir skotið Bretum ref fyrir rass. Á sama tíma eru laun betri í Bretlandi en í löndum EBE, fyr- ir utan Vestur-Þýzkalands, sé miðað viö tímakaupið hrátt. Brezkir verkamenn greiða hins vegar hærri skatta. Þá er matur mun ódýrari í Bretlandi en í löndum EBE, en bifreiðar og heimilistæki ti'l dæmis yfirleitt dýrari. Brezkir verkamenn vinna færri stundir en flestir. Aðeins Vest- ur-Þjóðverjar eru hér aftur fremstir ef svo má segja. Ef fátækur, þá Bretland bezt Sumir segja, að reglan sé þessi: Ef þú ert fátækur, þá líð- ur þér betur í Bretlandi en öðr- um löndum. Aftur á móti er líkleura, að þú sért fátækur ef þú ert Breti, en værir þú borg- ari í öðru ríki Vestur-Evrópu. Fjárlagafrumvarpið nú boðar aukningu neyzlunnar á þessu og næsta ári i krafti bættrar stöðu Breta í viðskiptum við útlönd. Þaö bætir aö því leytl hag Wilsons og stjömar hans og ætti að gera kjósendur ánægðari með stjómarfarið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.