Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 2
 KvIKmyncraTiacrsTn r cannes, þessi árlegi stórviðburður i kvik- myndaheiminum, hófst um síð- ustu helgi og eins og venjulega rí'ktj mikil eftirvænting meðal á- hugamanna um kvikmyndir fyrir hátíðina. Þá tjalda kvikmyndaframleiö- endur því^sem þeir eiga til, og margar nýjar myndir gefur þar að lfta f fyrsta sinn á hvíta tjaldinu, en mest er eftirvæntingin eftir niðurstöðu dómnefndarinnar, sem ræður verðlaunaveitingum. Enn hefur lítið frétzt af hátíð- inrii annað, en blaðamönnum mun hafa fundizt fullmikil leynd hvíla hjá sýningara.ðilum yfir þeim myndum, sem þeir ætluðu að leggja fram til kynningar. Eina myndin, sem þeir fengu að glugga í, áður en til aðalkynning- arinnar kom, var bandarfska myndin „M.A.S.H.", sem vakti óskipta hrifningu þeirra. Enda eru framleiðendur myndarinnar bjartsýnir um að hún muni afla híim gullverðlauna hátíðarinnar. „Blóðið flýtur í myndinni, en •það er blóð listarinnar, sem flýt- ur“, segir danskur kvikmynda- gagnrýnandi um myndina. „M.A. S.H. er slíkt blóðbað, að spraut- andi slagæðarnar f „The Wild Bunch“ minna á sakleysislegan leka f eldhúskrana f samanburði. En hún er gamanmynd, og slær Marx-bræðrum alveg við, hvað viðkemur gríni og glensi. Samt er þetta kuldalegt gaman, og spaugsyrðin, sem ollu hlátri á miðri sýningunni, verka ekki Kvikmyndin M.A.S.H. vekur mikla athygli á hátibinni i Cannes — jbo/cor g'ómlu hetjustriðsmyndunum út i myrkur lengur sem glens, þegar myndin er á enda — heldur eins og ís- köld vatnsskvetta.“ Þessi einkennilegi titill mynd- arinnar segir ekki mikið, og dreg ur vissulega ekki að sér athygli manna, eða vekur löngun þeirra til þess að sjá hana. Hann er í framburði einkennilega keimlíkur enska orðinu „smash“, sem þýðir að mölbrjóta, en myndin brýtur aliar hefðir og venjur við fram- leiðslu striðsmynda. Hún er svo alger andstæða viö hina venju- legu her- og hetjudýrkunarvellu, eins og við mátti reyndar búast af leikstjóranum Robert Altman, og líka höfundi kvikmyndahand- ritsins Ring Lardner Jr., sem báð ir eru dyggir fylgismenn blá- kalds raunsæis. Reyndar er titill inn skammstöfun af orðunpm „Mobile Army Surgical Hospital", sem eftir orðanna hljóðan mundi þýðast „Hreyifanlega skurðsjúkra- hús hersins“ en af því má átta sig á því, aö efni myndarinnar fjall ar um læknisstörf á framlínu f styrjöld. En myndin *byrjar þar sem venjulegar hetjustríðssögur enda. Bardögum er lokið. Þó ekki þeim bardögum, sem læknar heyja yifir mannaleifunum, er þyr- ilvængjurnar flytja þeim af víg- stöðvunum. Ólíkt öðrum stríðs- myndum heyrast aðeins tvö skot út alla myndina, og þá eru það aðeins startskot á æfingum langt að baki framlírturinar........ Myndin fjallar um atburöi (skáldaða) í Kóreustyrjöldinni. Fljótt á litið viröist sem sjúkra húsið sé mannaö brjálæðingum eingöngu. 1 skurðaðgerðatjaldinu dýfa læknarnir höndum sínum sýknt og heilagt í blóðtjarnir og innyflaflækjur, á meðan þeir til finningalaust láta sér um munn fara setningar eins og: „Færðu brjóstin á þér frá hjúkrunarkona! Ég sé ekkert fyrir þeim.“ Eöa: „Klóraðu mér á nefinu ungfrú Smith, áður en ég byrja að saga þennan fót af.“ Fyrir aðgerðir, eftir aðgerðir og jafnvel meðan aðgerðir standa yfir eru þessir læknar niðursokkn ir í samræður um kynlíf — og stundum verklegir þátttakendur í þessu uppáhaldsumræðuefni sínu. Þess á milli hvolfa þeir í sig viskíi og kampavíni. En allt þetta skilst mönnum á myndinni, að sé aðeins huliðstjald þeirra, sem þeir draga milli sín og sársaukafulls sannleika stríðs- ins. Aðeins á einu sviðj leyfa þeir skilningarvitunum að sía boð- um kringumstæðurnar inn á vit- und skynseminnar, og það er þegar björgun mannslífs stendur yfir. Mannslíf er þaö eina, sem þess um herlæknum er dýrmætt. Stríðið og allt annað umstang þess er aðeins brjálæði, sem þeir snúa baki við. Með sjálfsöryggi sérfræðingsins, sem veit sig ó- missandi, hirða þeir litið um her- aga og venjur, en gera það eitt, sem þeim sjálfum sýnist. Þeirra vegna má yfirmaðurinn 'gefa fyr- irmæli og setja reglur alveg eins og hann hefur Iöngun til, en þeir taka það mátulega hátíölega. Enda gefur hann allt upp á bát- inn, þegar augu hans opnast fyr- ir því, að þaö, sem hann skrifar með bleki á pappír, vinna hinir í blóði — mannsblóði. Harin dreg ur sig í hlé í tjaldi sínu með hjúkrunarkonu og kampavíns- kassa. Yfirhjúkrunarkonan, ungfrú Houlihan, elur eirinig á draumurn um að halda gamaldags aga á hjúkrunarkvennaliöinu, þar til hún og trúvilltur majór finna hvort annað í munaði kynlífsins. Starfsfólki öllu til óblandinnar skemmtunar berast hljóðin frá þeim samfundi í gegnum hátalara kerfi sjúkradeildarinnar I hvern krók og kima og til hvers manns eyra. Fyrir bragðið fær hún gælu nafnið „Glóðarvarir", og allir agadraumar gufa upp. Þetta sama hátalarakerfi gegn- Læknarnir verða aðhætta í miðju pókerspili, er komið er með særða til MASH, en ekkert virð- ist þvi til fyrirstöðu, að þeir haldi áfram samræðum um uppáhaldsumræðuefnið, kynlífið, með- an hendur þeirra hræra í mannsblóði og innyfla-flækjum. Hanna (Sally Kellerman) dreymir um að reisa aftur við gamla góða heragann meðal læknaliðsins í MASH, en þegar sjálf drottn- ing siðgæðisins stígur þannig niður úr þyrilvængju, er hætt við, að lítið slái á kynþrá soltinna hermannanna. ir miklu hlutverki í myndinni, því að allan tlmann — jafnvel á örlagarikustu augnablikum, undir skurðaðgerðum upp á líf og dauða — glymja I því kaiflar úr meistaraverkum, sem fjalla „um okkar hraustu hermenn ..o.s. frv., en í þessu uinhverfi verkar slík orðanotkun fáránlega hlægi leg. Síðasta tilkynningin sem glymur I hátalarakerfinu í kjöl- far áróðurs um bætt siðgæði o. s. frv. (sem einnig er jafnfárán- Iegt og talið um hraustar hetjur) hljóðar á þá lund, aö næsta dag- skrá til skemmtunar starfsliðinu sé sýning bráðskemmtilegrar gamanmyndar, „M.A.S.H.", þar sem Elliott Gould, Donald Suther land og Sally Kellerman fari með aðalhlutverkin. Með þessu loka- atriði skipa höfundur og leik- stjóri myndinrii á bekk méö öðru fáránlegu, sem þeir sjálfir alla myndina út hafa á svo átakanleg an hátt dregið miskunnarlaust fram í dagsljósið, og tefla vogað ir allri alvöru myndarinnar í hættu i þessum síðasta brandara. Kvikmyndagagnrýnendur allir, sem átt hafa þess kost að sjá þessa mynd, hafa hver af öðrum fallið fyrir henni. Handbragð leikstjóra og handritahöfundar þykir hrein snilld, sem njóti sín vel í ágætisleik Elliott Gould og Donalds Sutherlands. Elliott Gould nýtur engrar frægðar hér, en hefur aflað sér mikils álits í USA fyrir leik sinn í myndinni „Bob & Carol & Ted & Alice“, svo að þar vestra eru menn hætt ir að geta þess, að þar sé um að ræða fyrrverandi eiginmann Bör- bru Streisands. Donald Suther- land er frá Kanada og munu menn minnast hans hér úr kvik- myndinni „The Dirty Dusin." 1 Leikstjórinn Robert Alltman var flugstjórj á sprengjuflugvél í seinni heimsstyrjöldinni, og ku það hafa átt ekki svo lítinn þátt 1 þvi, hve vel honum tekst að gæða myndina raunveruleikablæ og bægja á brott hinum gðmhi hetjutmyndunum manna úr striðs atburðum, og færa viðburðina úr hetjuskýjunum niður á jörðina. 1 M.A.S.H. hafa friðarsinnar öðlazt nýtt og gott vopn í baráttu sinni gegn hervæöingu og striðs- brölti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.