Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 5
VlSIR. Miðvikudagur 6. maí. 1970. 5 Villandi auglýs- ingar kvikmynda- húsa. ,,Kona“ sagði í simann: „Þeim er ekki viöbjargandi þess um blessuöum mönnum, sem eiga aö stjórna kvikmyndahús- unum okkar og ekkert skrítið þótt þeir séu kannski á hausn- um. Heif ég þá persónulegu skoð. un, að Ktiö mundi ástandiö í fjár málumim iagast, enda þótt öll tevikmyndahús bæjarins væru undanþegin öllum sköttum. — Enda varla von, þar sem þeir sjálfir þekkja ekki einu sinni sína vöru og auglýsa hana þvi á villandi og bökstaflega rang- an hátt. Til dæmis núna er verið aö sýna frábæra mynd i Hafnarbíói eftir franska snilling inn Henri Georges Ciouzot. — Myndin heitir á frönsku „La Prisonniere" og er i flokki með líkum stórmyndum og Fahren- heit 451, er sýnd var í Laugar- ásbíói nýiega. En hvað gerist? E*essi frábæra mynd er þýdd á íslenzku „1 fjötrum kynóra“ og svo er hún auglýst í dagblöðun- um með danskr; pornó-auglýs- ingu. SjáLfsagt gert til að laða pornðfólkið í kvikmyndahúsið, og fyrir bragðið verður engin að sókn að myndinni, vegna þess, að þeir er hafa smekk fyrir slSkar stórmyndir fá rangar og viHandi uppiýsingar. Treysti ég nú kvikmyndagagnrýnendum Maðanna að bæta hér úr.“ 100 ára áætlunin. „Athafnamaður“ hringdi og sagði: „Ég er þakklátur Visis- mönnum fyrir að vekja athygli á framkvæmdamanninum, Sverri Runólfssyni. er kemur hingað heim frá Kalifomíu til að kynna fyrir íslenzkum yfir- völdum nýstárlegar og fljótvirk- ar aðferöir við vegaframkvæmd- ir. Mór er tjáð, að Sverrir hafi verið hér síöan í ágúst i sumar, en lítið fengið að gera, enda varia von, þar sem íslenzk yfir- völd hafa að öllu jöfnu verið lítt hrifin af því, sem landar þeirra hafa fram að færa, enda þótt þeir hafi áratuga reynslu að baki hjá milljónaþjóöum. Sverr ir átti að mínum dómi heldur ekki að kynna sig sem íslend- ing, heldur útlending og er ég þá viss um, að byrjað væri nú þegar á hraðbrautinn; finu norð ur til Akureyrar. Og hefði hann sem útlendingur gefið sig fram strax í ágúst væri hann að öll um líkindum bara búinn með all ar vegaframkvæmdir á landinu. En það er að sjálfsögðu afar óhagstætt fyrir 100 ára vega- framkvæmdaáætlunina, því að hvað eiga þá allir vegaverktak arnir að taka sér fyrir hendur, eða þá allar malar- og steypu- stöðvarnar?‘‘ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Listahátíð i Reykjavik Fyrirhuguð myndlistarsýning á Miklatúni. Tekið verður á móti myndlistarverkum — að undanskildum skúlptúr — í anddyri myndlist- arhússins á Miklatúni, miðvikudaginn 20. maí frá kl. 2—9 e.h. Öllum er heimilt að senda myndlistarverk til sýningarnefndar. Athygli skal vakin á því að verk, sem ekki berast á tilskildum tíma eða eru eldri en 5 ára, koma ekki til greina. Senda skal minnst 3 verk. Félag íslenzkra myndlistarmanna Listahátíð i Reykjavik Námskeið i hússtjórn Fræðsluráð Reykjavíkur efnir til 4 vikna nám- skeiða í hússtjórn fyrir stúlkur, sem lokið hafa barnaprófi. Námskeiðin verða í júní og ágústmánuði. Innritun og upplýsingar í fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, dagana 8. og 11. maí, kl. 13—16. Námskeiðsgjald (efnisgjald) er kr. 1.000, sem greiðist við innritun. Kennd verða undirstöðuatriði í matreiðslu, heimilishagfræði, að leggja á borð og fram- reiða mat, frágangur á þvotti, persónulegt hreinlæti og annað sem lýtur að hússtjórn. Sund daglega. Kennt verður fyrri hluta dags. Fræðslustjórinn í Reykjavík. Gædi í gólfteppi Varía húsgögn. GÓLFTEPPAGERÐIN HF. Suðurlandsbraut 32 . Sími 84570. Tilboð Tilboð óskast í jarðvinnsluframkvæmdir á lóð Fossvogskirkju, til undirbúnings malbik- unar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Kirkju- garða Reykjavíkur, Fossvogi, gegn krónum 3.000,00 skilatryggingu. Tilboðum skal skila föstudaginn, 22. maí 1970 og verða þau opn- uð á skrifstofunni kl. 17 að viðstöddum bjóð- endum. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Reykjavík, 5. maí 1970 Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur. Höfum fyrirliggjandi rafsuðuspenna 225 A við mjög hagstæðu verði.. Uppl. í verzlun vorri Lágmúla 9. Bræðurnir Ormsson hf. Sími 38820. MfúMég hvili , með gleraugum frá Austurstræti 20. Sími 14566. BILASÝMDM© Bf SKAUTAHÖLLINNI 1.-10. MAÍ arqus auglýsingastofa -\r~ OPIN: VIRKA DAGA KL. 17-22, HELGI- DAGA KL. 13.30-22 ■- ..... . _ ^ "i .ii i -.i ii | HAPPDRÆTTI. ! Hver aðgöngumiði gildir j einnig sem happdrættis- miði, hafa því sýningar- gestir möguleika á að vinna nýjan bíl, sem er til sýnis á útisvæði sýningarinnar. :k_ NÝJUSTU GERÐIR fólksbíla, jeppa, vélhjóla, vörubíla, langferðabíla, hjólhýsa, vinnuvéla auk varahluta, sýnt. á 2700 m“ sýningarsvæði. SKOÐIÐ ÞESSA GLÆSILEGU BÍLASÝNINGU í SKAUTA- HÖLLINNI. Iv J\ r~ '■ r- I Ath. Fiugfélag íslands i mun veita afslátt á j fargjöldum innanlands, j til og frá Reykjavík, þeim sem sækja sýninguna utan af landi. FELAG BIFREIÐA- INNFLYTJENDA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.