Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 7
VÍSIR. Miðvikudagur 6. maí. 1970. c7í4enningarmál Sigurður Jakobsson skrifar um kvikmyndir: «r.» Að halda á kvikmyndavél A Utaf er gleðiefni aó fá að ~ sjá íslenzkar kvikmyndir i kvikmyndahúsunum, svo sjald- an sem það nú gerist, þó ekki nema fyrir þC' ccik eina að skiíli .vera til íslenaswgar sem gefa sig aó kvikmyndagerð i einhverri mynd. Ósvaldur ICnudsen er sennilega einna þekktastur íslenzkra kvikmynda gecðarmanna og er þótt furðu- legt megi virðast oft álitinn sá eini frambærrlegi. Nú hefur hann safnaó saman fjórum ný- legum kvikmyndum og gert úr eina sýningu í Gamla bíói, og bera þær nöfnin „Heyrið veila á heiðúm hveri", „Ein er upp til fjalla“, „Páll ísólfsson“ og „Með sviga Iævi“. 1 jaó veróur að segjast hreint út að Ósvaldur Knudsen er ekki mikill kvikmyndagerðar- maður, og jafnvel ekki einu sinni amatör í meðallagi góóur, Meft sviga hevi. og liggja til þessa tvær megin- ástæður. í fyrsta lagi virðist hann ekki kunna einföldustu taeknileg undirstöðuatriði kvik- myndagerðar eins og t.d. að aldrei má hreyfa kvikmyndavél á móti hreyfingu myndefnis því þá verður myndin óskýr (í öll- um fjórum myndunum er hreyf- ing myndavélarinnar undantekn- ingarlaust frá hægri til vinstri, sama hver hreyfing myndetfnis- ins er.) í öðru lagi er engin þessara fjögurra mynda fugl eða fiskur efnislega séð, heldur einhvers konar hrærigrautur heimildarmyndar og fræðslu- myndar. Þegar bezt lætur má með góðum vilja greina heim- ildarkafiana frá fraeðsluköfiun- um, en þegar verst lætur er þessu tvenrru sullað saman og hrært i þannig að ógemingur er að fá snefil af viti í samansetn- inguna. Sem dæmi mætti taka „Heyrið vella á heiðum hveri“, þó ekki vegna þess að sú mynd sé dæmigerðari að þessu leyti en hinar, heldur aðeins til þess að hafa einhverja ákveðna for- sendu til að ganga út frá. 1 mið- hluta myndarinnar eru nokkrar fallegar myndir af hirrum ýmsu tegundum hvera sem á íslandi eru, myndir sem eru fallegar fyrst og fremst vegna þess að myndefnið er fagurt, en ekkl ■ vegna þess að Ósvaldur dragi að nokkru leytj fram eða unöir- striki fegurð þess með sérr , stæðri myndatöku, hann stiílir myndavélinni einfalctíega upp fyrir framan hverina og lætur hana síðan suða í nokkrar' sek- úndur — fyrir framan og aftar* þennan að mörgti ieyti sæmi- lega vel gerða kafla er svo prjónað myndum af fólki á vappi í kringum ..hinn hekntíræga Geys; sem nú hefur tekið sér hvfld“ myndum af kófsveittum garðyrkjumönnum í gróðurhús- um, loftmyndum af nitaveitu- borginnj Reykjavík o.s.frv. Vissuiega ætti þetta ekki að vera ámælisvert, öM eru þessi Gylfi Gtöndai skrtfar um sjónvarpið: Úr minnisbók leikstjóra TTimcæöuþátturinn um iist forn- sagna síðastliðinn þriðjudag var gott dæmi um misskilning á eðli og möguleikum sjónvarps. Þeir Óskar Halidórsson, Helgi Skóh Kjartansson og Gunnar Benedi'ktsson höfðu ýmislegt fróðlegt og athyglisvert fram að færa um Islendingásögumar, en þáttur þeirra hefði átt betur heima í útvarpi en sjónvarpi. Þarna vottaði hvergi fyrir rök- raeðum eða skiptum skoðunum, heldur var aðeins spjallað fram og aftur í kynningarskyni um fornsögurnar almennt bygg- ingu þeirra, stil, mannlýsingar og fleira. Til þess að gera slfkt efni áhugavert í sjónvai'pi þarf meira til en þrjá menn, þótt þeir séu allir fróðir um efnið og kurmi að segja sæmvlega vel frá. Það vantaöi allt myndrænt efni, sem borið gætj uppi hálftíma sjónvarpsþátt. Myndin er aðall ■-jónvarps, en oröið aðeins til fre^ari áherzlu og skýringar. Þessu er of oft snúið við fsjðn- varpinu okkar, eins og iítiHega var drepið á í siðasta spjaHí. J! þessu sambandi væri ekki úr vegi að minnast á Helgi- stundina á sunnudögum. Frá þvi að sjónvarpið tók tfl starfa hafa kierkar landsins skipzt á að pre- dika i 15 mínútur hverju sinni. En sá mikli ijóóur er á því ráði, að fimmtán mínútur geta orðið býsna langar í sjónvarpi þegar sama andlitið er á skerminum allan tímann. Og i augum krakk- anna, sem sitja og biða með ó- þreyju eftir barnatimanum sín- um, er þessi stundarfjörðungur lengr, en eilifðin sjáif. Að minnsta kostj einn prestur hef- ur tekið mið af þessqm aðstæð- um og ævirilega talað beint ti) barnanna, þegar hann hefur feng ið þáttinn til umráða. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert, svo langt sem það nær. En tvf- mælaiaust er nauðsynlegl að gjörbrevta fyrirkomuiagi Helgi- stundarinnar; reyna að túlka guðsorð i myndum eða útbúa þáttinn á einhvem þann hátt, að hann haidj athygli fóiks i fimmt- án mínútur. Á þessum siðustu, verstu og ókristiiegu tímum veit ir vist ekki af, að kirkjan færi sér í nyt tækni áhrifamesta fjöl- miðilsins tii þess að koma boð- skap sínum á framfæri. 4f efnj síðustu viku vakti myndin „Forvitnazt um Fellini“ mesta athygli. íslenzka heitið var ofurlítió villandi. Það gaf tfl kynna, að þarna væri á ferðinni venjulegur fræðsluþátt- ur um Fellini líf hans og starf. En hér var annaö og meira um að ræða. Myndin hét „Minnis- bók Ieikstjóra“ og var gerð af Fellini sjálfum. Rétta nafnið var naufrtynlegt til útskýringar á byggingu myndarinnar og gerð allri. — Fellini lýsti meðal ann- ars snflldariega hugleiðingurn símtm og geðJvrifum um það leyti, sem nýjasta mynd hans. „Satyrieon", var í deiglumti. í þeirri mynd, sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni i Feneyjum i fyrra og hefur vakíð gffurlega athygli og déilur, leit- ast Feliini við að sýna hinn heiðna anda, áður en kristin- dómurinn lagði á okkur skvldu- kvaðir. Hann segir frá hnignun Rómaborgar á dögum Nerós: borginni, þar sem nautnirnar eru teknar fram yfir siðferðið; þar sem vergiarnar konur dansa á götunum án minnstu blýgðun- arsemi, af því að orðið ,,synd“ er enn ekki tii. f siónvarps- myndinni fékkst ófurlitill for- smekkur af óhugnanlegu and- rúmslofti þessarar óvenjulegu myndar: við fengurn að blaða stundarkorn í minnisbók þess leikstjóra, sem mestur listanvað- ur er talinn á sviði kvikmynda nú á dögum. Vonandi gefst tækifæri til að sjá „Satyricon“ í einhverju kvikmyndaJvúsamva hér, áður en of langt um Kður. iforvitnin hef- ur s-armarlega verið vakin. fyrirbær; tengd hverunum á einhvem hátt; en gallinn er bara sá að Ósvald brestur hæfileika tH að tjá terigslin með kvik- myndavélinni. Hann sýnir að- eins yfirborð hlutanna og fær srvo einhvern dáindismann eins og forseta jaröfræöiprófessor eða fuglafræðing til þess að skyggnast undir yfirborðið og segia áhorfendum hvernig hlut- imir eru innbyrðis tengdir. Það verður sem sagt að skýra út, og þá um leið afsaka, hvað kvikmyndarinn er að gera. En þetta er akkúrat ekki hlutverk kvikmyndarinnar, hún er sjá'lf- stætt tjáningartæki sem getur, ef réttur maður heldur á, tjáð aiia skapaða hluti fullt eins vei og í mörgum tilfellum betur en hið talaða orð. Kvikmyndin þarf á engan hátt að byggja á öðrum tjáningarmeðulum en sjálfri sér til þess að koma skilaboðum á framfæri. Það ætti enginn mað- ur að taka sér kvikmyndavél í hönd með það fyrir augum að gera mynd fyrir almennan markaö án þess að gera sér það ljóst að hann er með apparat í höndunum sem gerir honum kieift, hafi hann hæfileika til, aö tjá sig án þess að leita á náð- ir annarra tjáningarmeðala. En svona einföldum hlut virðist Ós- valdur ekki hafa gert sér grein fyrir þrátt fyrir áratuga starf við kvikmyndagerð. „IJeyrið velia á heiðum hveri“ er eins og fyrr getur þvi miður ekkert einsdæmj hvað þessu viðvíkur, hinar myndirnar eru undir sömu sökina seldar. I myndinni um rjúpuna fáum við að sjá nær- og fjarmyndir aif rjúpum í ýmsum stellingum og hlusta á Þorsteir, ó. Stephen- sén iesa upp riúpnakvæði Jðnas- ar og Finn fugiafræðing lesa upp úr dýrafræðinni sinn fróð- ieiksmola eins og rjúpan sé hænsnfugi og skipti um lit eftir árstíðum. I myndinni um Pái fsölfsson fáum við að sjá Pál Ósvaldur Knudsen ganga, Pál spila á orgei, Pál stjóma kór, Pái borða, Pál tala við vini sína, Pál taka við ísólfs- skála o.s.frv. En Ósvaidur virðist. ekk; treysta kvikmynd sinni til þess að tjá þessa ein- földu hluti, heldur er enginn ö- merkilegri maður en sjálfur for- setinn fenginn til þess að segja áhorfendum hvaö Páll er að gera í það og það skiptiö, þó flestum þeim sem séð hafa þessi atferii ætti að vera nokkurn veg. inn ijóst hvernjg mannverur ganga og borða og hvað er yfir- höfuð að gerast. Ósvaldi virðist meira aö segja um megn að segja ævisögu Páls skipulega, t.d. sýn- ir hann Pál snemma í myndinni í brunarústum fyrri Isólfsskál- ans og svo stuttu síöar skýtur skálinn upp kollinum óbrunn- inn með öiiu eftir því sem bezt verður séð. Undarleg er sú árátta að enda sérhverja mynd með þvi að sýna stuttar svipmyndir úr myndirtni eins og til að rifja upp í stuttu máli um hvað var fjaliað. Slfkar aðferðir eru afsakanlegar og sjálfsagðar i kennslustundum í skóla, en ekki veröur séð hvaða tiigangi þær þjóna myndum af þessu tagj þar sem þær Ieggja aðeins áherzlu á og endurtaka ömurleikann. Ýmsum kann aö finnast hér hart að orði kveöið um þennan afkastamesta kvik- myndageröarmann Islendinga, en annars er várla kostur. Það er ekki unnt að finna eitt ein- asta bitastætt atriði í þessum fjórum kvikmyndum jafnvel þö leitað væri með logandi ljósi, og því engum greiði gerður, allra sízt höfundi. með þvi að hæla þvi slæma einungis vegtta þess að það er íslenzkt. íslenzk- ir kvikmyndagerðarmenn, þð aldnir séu, verða að gera sér grein fyrir því aö fólk fellur ekki lengur í stafi við það eitt aö sjá Islendinga og þjóöleg ís- lenzk fyrirbæri á kvikmynd, sjá latidann hreyfast á tjaldinu og tala alveg eins og um útlending væri að ræða. Nú á dögum verð- ur að gera meiri kröfur til ís- lenzkra kvikmyndagerðarmanna en þær einar að þeir geti haldið á kvikmyndavél án þess að missa hana aö öðrum kosti eignumst við aldrei frambasri- lega listamenn á þessu svið). rafcasa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.