Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 06.05.1970, Blaðsíða 8
8 V í SIR. Miðvikudagur 6. mai / V. VISIR (Jtgefandi: Reykjaprent (L*. 7 Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjöttssos V Ritstjóri: Jónas Kristjánsson / Fréttastjórí: Jðn Birgir Pétursson \ Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jótaannesson / Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 og 15099 \ Afstr'iiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 í Kltstlórn: Laugavegi 178. Simi 11680 (5 Unur) \ Askriftargjald kr 165.00 ð mánuði innanlands \ i lausasölu kr. 10.00 eintakið / Prentsmiðja Visis — Edda h.f._____________________________ ) Allar reglur brotnar j ()ft hefur verið deilt um embættaveitingar á íslandi, ) en þó minna hin síðustu árin en áður var. Á þessu \ sviði hefur í heild orðið ánægjuleg þróun upp á síð- l\ kastið. Starfsaldur, reynsla, menntun og hæfileikar (( eru þeir mælikvarðar, sem farið er eftir, en pólitískar /• stöðuveitingar eru orðnar fátíðar. / Síðustu árin hefur meira verið deilt um matsatrið- ) in. Mönnum sýnist sitt hverjum um, hvort meta eigi \ meira starfsaldur eða menntun og hvernig eigi að V meta jafn lítt áþreifanlegt atriði sem hæfileika, svo ( að dæmi séu nefnd. Sumum finnst, að starfsaldur ráði / stundum um of, t.d. þegar maður, sem hefur lengi / verið skólastjóri mjög lítils skóla, er tekinn fram yfir ) tnann, sem hefur verið skemur skólastjóri, en yfir \ mun stærri og erfiðari skóla. Um slík atriði er nátt- \V úrlega alltaf hægt að deila. Það finnst seint algild- (( ur mælikvarði á, hvernig skuli meta hina ýmsu þætti, ti sem skipta máli, þegar maður er valinn í embætti. / í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa deilur um emb- ) ættaveitingar ráðherra verið af þessu tagi, deilur um ) matsatriði. Þess vegna kom það eins og reiðarslag, \ þegar Eggert G. Þorsteinsson tryggingaráðherra veitti ( embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins þvert ( ofan í allar reglur um starfsaldur, reynslu, menntun l og hæfileika. Þessi veiting er einstæð í sinni röð í tíð ) núverandi ríkisstjórnar og hefur vakið verðskuldaða ) fordæmingu. \ Að vísu varð fyrir valinu vel látinn og traustur mað- V ur, Sigurður Ingimundarson, sem treystandi er til að ( reka þetta mikla fyrirtæki. En samt var það ekkert / matsatriði, að annar umsækjandi var mun hæfari til ) starfsins, Guðjón Hansen tryggingafræðingur, sem ) tryggingaráð mælti með. Allir nema einn ráðsmanna \ greiddu atkvæði með honum. Hinn eini, sem mælti ( með Sigurði, var Alþýðuflokksmaðurinn, oddamaður ( Alþýðuflokksins í borgarstjórnarkosningunum og l talinn borgarstjóraefni flokksins. Vonandi fá starfs- ) aðferðir hans ekki að njóta sín í borgarstjórn á næsta \ kjörtímabili. V Tryggingaráðsmennirnir fjórir höfðu í huga, að ( Guðjón Hansen er sérstaklega menntaður fyrir þetta /( embætti, en Sigurður ekki. Þeir höfðu einnig í huga, að Guðjón hefur um langan aldur starfað að trygg- )} ingamálum sem tryggingafræðingur stofnunarinnar. \\ Hann hefur því ekki aðeins menntunina, heldur einn- \\ ig starfsaldur og reynslu umfram Sigurð. Þar sem (( störf hans hafa jafnan þótt vera með ágætum, var /( ekki heldur vafi á, að hann hefur hæfileikana umfram ( hinn. Hann var því rétti maðurinn, á hvaða mæli- ) kvarða sem er. \ Með hinni grófu misnotkun veitingavalds síns hef- \ ur Eggert G. Þorsteinsson reist sér og flokki sínum ( ófagran minnisvarða, sem minnir á blómaskeið Fram- (( sóknarflokksins hér fyrr á árum, þegar veitingar af þessu tagi voru daglegt brauð. )/ (Jmsjón: Haukur Helgason Bandarísk langdræg Titan- eldflaug. — Kínverjar hafa nú þegar eldflaugamar en skortir kjarnaoddana. Gagneldflauga- kerfi fullkomnuð vegna geim- skots Kínverja Dr. Chieng var rekinn úr Banda- rikjunum en stýrði siðan eld- flaugagerð Kinverja Geimskot Kínverja fyrir skömmu eykur mjög lík- urnar á því, að bæði Bandaríkin og Sovétrík- in muni nú fullkomna gagneldflaugar sínar það er eldflaugar, sem geta skotið niður aðrar eldflaugar. Þessar varn- areldflaugar, ABM, Anti Ballistic Missiles, hafa verið mjög umdeildar í Bandaríkjunum og marg ir talið, að efling þeirra mundi spilla fyrir hugs-. anlegum sáttum stór- veldanna. Nú bætist sú röksemd við hjá stuðn- ingsmönnum, að Kínverj ar séu miklu hættulegri en Rússar og fremur lík legir til að beita eldflaug um sínum er þeir hafa þær. Gula hættan — Rússneskur áróður gegn Kínverjum. Geta skotið yfir Kyrrahaf. Kínverjar skutu fvrir rúmri viku á loft fyrsta gervihnetti sín um. Hann vó um 180 kfló og fór einn hring um jöröu á 114 minútum. Þungi hnattarins gaf til kynna, að Kínverjar heföu yfir að ráða eldflaugum sem gætu skotið kjamorkusprengjum yfir Kyrrahafið og til Bandaríkj anna. Sérfræðingar í Bandarfkj- unum segja þó, að nokkur ár muni væntanlega tíða, áður en Kínverjar ráði yfir kjamaoddum sem hæfi til slíks. Bandaríkja- menn eru þó mjög áhyggjufullir vegna þessa tækniafreks Kín- verja. „Austrið er rautt“. Þann boð- skap flutti gervihnötturinn f út varpssendingum til jarðar. Kfn- verskir borgarar hlýddu á lof og prís um Mao formann, sem nú í fyrsta sinn barst þeim utan úr geimnum. Menningarbyitingin tafði fyrir Þó var það frekar undrunar- efni vestrænum athugendum, að Dr. Chieng — tuttugu ár í Bandaríkjunum. þessi atburður skyldi ekki ger- ast fyrr. Það var fyrir fimm ár- um, að gervihnettir Bandaríkj- anna ljósmvnduðu stöðvar Kín- verja í hinu afskekkta Sinkiang- héraði, þar sem verið var að smíða stórar eldflaugar. Á þeim forsendum spáðu sérfræðingar þá, að Kínverjar mundu senda á loft sitt fyrsta gervitungl árið 1967. Talið er, að ólgan vegna menningarbyltingarinnar þar í landi hafi líka valdiö töfum á þessu sviði. Átta kassar Frumkvöðull þessa áfanga er til nefndur doktor Chieng Hsu- eh-shen, 58 ára, sem menntaöur var f Bandaríkjunum. Þótti hann hið merkasta vísindamannsefni í Bandaríkjunum og var þar í tuttugu ár stúdent og kennari við háskóla. Var hann loks flutt ur nauðugur úr landi árið 1950 sem „óæskilegur“. Hafði doktor- inn reynt að senda átta kassa meö vísindalegum skjölum ti! Rauða-Kína. Bandaríkjamenn sendu hann því til síns föður- lands og súpa af því seyðið í dag. Maðurinn sem tekið hafði doktorspróf við tækniháskólann i Mitchigan, MIT, og unnið við eldflaugar Bandarfkjamamna í seinni heimsstyrjöNdinni, fór : nauðugur til Kína og hatfði upp , frá því forgöngu að uppbygg- i ingu hinna kinversku geim- j flauga. Hafi 50 Iangdrægar eldflaugar Nú segja sérfróðir menn, að þess sé að vænta að Rauða-Kína hafi svo sem fimmtíu langdræg ar eldflaugar og tilheyraendi kjamaodda eftir um fimm ár. Þarf þá ekki að fjölyrða um það aukna afl, sem Kfna verður í heimsmálunum. Stjóm Nixons mun sennilega fá aukinn stuön- ing við áætlanir sínar um vam areldflaugar í framhaldi af þessu stökki Kínverjanna. Það minnkar einnig mikið líkumar á því, að Bandaríkin og Sovét- ríkin nái einhverju grundvallar- samkomulagi um afvopnun f svonefndum SALT-viðræðum. Varla munu Rússar og Banda- ríkjamenn vilja eyðileggja birgð ir sínar af kjamorkuvopnum, á sama tíma og Kínverjar, sem hatast svo mjög við þá báða, efla kjarnorkuvfgbúnað sinn. — Þvert á móti er þess að vænta að bæði stórveldin brynji sig af kappi gegn þessum nýja háska. Þingmenn vilji varnareldflaugar. Einn bandarískur diplómat segir: „í meira en þrjú ár höf- um við talað um vamareldflaug ar, og margir þingmenn og vís indamenn hafa skopazt aö þess um hugmyndum. En hvers mun bandaríska þjóðin nú vænta frá ríkisstjórn sinni, þegar Kínverj- ar hafa sýnt, að þeir geta skotið á loft gervitungli og hafa greini- lega innan tíðar hæfni til að skjóta langdrægri eldfláug með kjarnaoddi? Án alls efa mun þingið nú biðja um ABM vamar eldflaugar." Væntanlega er Sovétmönn- um nú svipað innanbrjósts. Hernaðarveldið Kína líínverjar eru snauð þjóð og hafa lengi verið á barmi hungurs ins. Mao formanni hefur tekizt með einræðisskipulagi sínu að beita afli þessara 700 milljóna inn á þær brautir, er hann hefur kosið. Stefnumark hans hefur alltaf verið að Kína yrði hern- aðarveldi, sem ekki Ivti forsjá annarra. Þessu marki hefur Mao veriö að ná smám saman. Með geim skotinu nú hafa enn orðið tíma mót i sögu stórveldisins Kína.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.