Vísir - 16.05.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 16.05.1970, Blaðsíða 3
TlSÍR . Laugardagur 16. maí 1 970. 3 1 cTMeÓ á nótunum Umsjón: Benedikt Viggóssn- Sjónvarpsþátturinn með „Þrjú á palli“ vakti verðskuldaða athygli. Ljósm. sjónvarpið. ÞRJÚ Á PALLI FÁ GLÆSILEGAR MÓTTÖKUR Sl. þriðjudag birtist söngtrióiö Þrjú á palli £ fyrsta sinn á sjón varpsskerminum. Þetta var í alla staða ákaflega fágaður og heilsteyptur þáttur, tvfmæla- laust með því bezta, sem sjón- varpið hefur látið frá sér fara í þessum dúr. Söngur þremenn inganna var hinn ánægjulegasti á að hlýða, og „pall“ framkoma þeirra afar örugg. Umgjörð þáttarins var ákaf lega smekkleg og viðeigandi, tví mælalaust með beztu sviðs- myndura, sem komið hafa frá Snorra Sveini, þá var lýsingunni beitt á einkar tæknilega sikemmtilegan. hátt >egar Þrjú á palli fluttu nokkur lög úr leik- ritinu „Þið munið hann Jörund" komu þau fram í viðeigandi bún ingum, og jók það mjög á fjöl- breytni þáttarins. Andrés Indr- iðason stjómaði upptökunni. Eins og flestum er kunnugt er söngtríóið Þrjú á palli þáttt. í flutningi „Jörundar" í Iðnó, en höfundurinn, Jónas Ámason, semur alla þá texta, sem þau flytja, bæði þar og á hinum ýmsu skemmtunum, sem þau koma fram á. Nýlega kom sá, er þetta ritar að máli við einn þeirra þremenn inganna og innti hann eftir því hvemig móttökumar væruílðnó — Undirtektirnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, okkur til óblandinnar ánægju, svaraði Troels, maður er vart farinn að melta það ennþá, að þetta skuli vera raunveruleiki. — Hvemig gengur að fá áhorf endur til að syngja með? — Það er afar misjafnt og fer eftir stemmningunni hverju sinni, það kemur alloft fyrir, að heilu starfshóparnir koma á sýn ingarn&r, og þá dunar söngurinn nær undantekningarlaust um all an salinn. — Hvernig £ ósköpunum getið þið einnig annað þvf til viðbót ar að koma fram á árshátfðum og öðru slíku? — Það er nú einmitt það, við önnum þvi ekki nærri öllu og satt að segja var eftirspurnin mörgum sinnum meiri en við bjuggumst við. — Syngið þiö lög úr .Jörundi' á þessum einkaskemmtunum? —• Nei, viö látum plötuna nægja sem kyitningu á því, sem við syngjum á pallinum í Iðnó, á þessum skemmtunum erurn viö með aiveg sér prógram, þaö eru allt þjóðlög og textamir eru samdir af Jónasi Ámasyni. — Kemur söngtrióið til með að lrfa áfram, eftir að sýning- um er endanlega lokið á leikriti Jónasar? — Það höfum viö ekki ákveð iö ennþá, það liggur svo mikill tími og vinna i þessu öllu sam- an að það liggur við, að okkar aðalstarf sé orðið hornreka. En það er engiri ástæða til að taka strax endanlega ákvörðun, „Jör undur“ verður að öllum líkind- um tekinn aftur upp á næsta leikári hjá Leikfélaginu, miðað við þá aðsókn, sem hefur verið hingað til, og samkvæmt samn ingi okkar við SG-hljómplötur mun önnur LP. plata koma út með trfóinu á þessu ári Hræringar i poplifinu Oli Garðars tekur sæti Engilberts / Tiiveru Hvað verður um Júdas? Það virðast ætla að verða ein hverjar hræringar í pop-lífinu með hækkandi sól. Engilbert Jensen er hættur með Tilveru, í staöinn er kominn Ólafur Garö arsson, fyrrverandi Óömaður, þá hafa þeir bætt við orgelleikara, sem ég kann engin deili á, en mér var sagt, að hann ætti að baki mörg ár við Tónlistarskól- ann. Hvað tekur við hjá Engilbert? Fyrir nokkru var byrjað á plötuupptöku meö Tilveru, en þegar breytingar urðu, var eftir að taka upp sönginn, og vegna þess, hvernig málin standa núna er ólíklegt að sú upptaka veröi notuö. Óvfst er, hvaö Berti tekur sér fyrir hendur, en skæðar tungur segja að hann hafi fullan hug á að komast í hljómsveit sem er á Gauks og Magga Ingimars-lín- unni. Reyndar stóð til á sínum tíma að hann færi að spila rheð hljómsveit Magnúsar á Röðli. Sterkar líkur eru tij, aö Magn ús Kjartansson yfirgefi Júdas og taki sæti Kalla viö orgelið í Trú broti. Ef svo verður, mun það að öllum líkindum verða bana- mein Júdasar og það veröur ekki annað sagt en þetta séu meinleg og kaldhæðnisleg örlög sem vefast nú um Júdas, er þeir voru loks að rétta úr kútnum og tók að hilla undir bjarta daga og brosandi umboðsmenn. Fyrsta plata hljómsveitarinn- ar er væntanleg alveg á næst- unni, svo notaö sé útjaskað og meiningarlaust orðatiltæki, og nýr og afar efnilegur söngvari átti að koma inn í hljómsveit- ina innan tíðar, sá hinn sami og söng „Let it be“ á konsert 1 Há skólabíói. Þetta var það, sem ég átti við, er ég minntist á Öli Garðars hættur við að selja trommusettið. bjarta daga, en það er vart hægt að lá Magnúsi þaö, þótt hann taki þá ákvörðun að helga krafta sína Trúbroti. í lesendadálki Vísis sl. fimmtu dag var sagt að sjónvarpsþáttur Óðmanna yröi ekki endurtekinn, en eitthvað er þetta málum blandið, því þegar er búið að endurtaka umræddan þátt. SAM-koma i Glaumbæ sl. þribjudag: Mánar og Tatarar athyglisverðastir Hin mánaðarlega SAM-koma var haldin í Glaumbæ sl. þriöju dag, en slfkar skemmtanir eru orðnar ánægjulegur og fastur lið ur í reykvísku skemmtanalífi. Þær hljómsveitir, sem fengu beztu möttökurnar voru Mánar Mánum er mikill styrkur að Ragnari. og Tatarar, og verður ekki ann- að sagt en að þaö hafi verið verðskuldað. Töturum var skot- ið upp i sviðsljósið með SG- rakettu, en ekki virðist það eldsneyti hafa stuðlað að sam heldni innan hljómsveitarinnar enda hafa tfðar mannabreyting ar orðið hjá þessari annars á- gætu hljómsveit. Það, sem þeir létu frá sér fara f Glaumbæ, lof ar svo sannarlega góðu. Mánar eru frá Selfossi og hafa þeir að mestu leyti látið sér nægja að skemmta á heima vígstöðvum. Nýlega urðu manna skipti við trommumar og nú er það Ragnar fyrrverandi Dúmbó- liði, sem handleikur „kjuðana" hjá Mánum. Flutningur hljómsveitarinnar var virkilega góður, áberandi var samleikur bassa- og trommu leikarans, og er enginn vafi á því að Mánum er mikill styrk ur að Ragnari f hljómsveitinni. Upphafslagið var eftir þá sjálfa og á svo sannarlega rétt á sér á plötu. Mods skiluöu sínum hluta mjög þokkalega Janish C. Walk er söng með þeim nokkur lög og tókst það virkilega vel. — Flestir kannast þó við hana undir nafninu Carol, hún er gam Janish, söngur hennar fékk góðar móttökur. alkunnug í „bransanum", þó lít- ið hafi heyrzt frá henni nú í seinni tíð, en það verður ekki annað sagt en hún hafi fengið ánægjulegt „come back“ f sviðs ljósinu í Glaumbæ. Bæði blues og djass var á boð stólum, Gunnar Ormslev og fl. léku uppi, en Magnus Eirfksson og co. opnuðu samkomuna niðri en báðum þessum atriðum missti ég af. Gestur kvöldsins var vísnasöngvarinn Sturla Más son. Flutningur hans fór fyrir ofan garö og neðan hjá mér, en hann fékk afar góðar undirtekt ir svo einhverjir hafa heyrt, um hvað hann var að syngja. Björgvin Gíslason „Náttúru- barn“ og Áskell „Combó“ Más- son léku saman á sítar og töfl- ur. Litla ánægju hafði ég af flutningi þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.