Vísir - 19.05.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 19.05.1970, Blaðsíða 7
VtS'IR . Þriðjudagur 19. ihaí 1970. . cTPÍenmngarmá! Óiaíur Jónsson skrifar um leiklist: Þjóöleikhúsiö: Malcolm litli og barátta hans gegn geldingúnum. Leikrit í þremur þáttúm eftir David Halliwell Þýöandi: Ásthildur Egilson Leikstjóri: Benedikt Árna- son Leikmynd: Birgir Engilbérts T eikrit David Hatliwells um Malcolm iitla og styrjöld hans við geldingana bendir bæói fram og aftur 'í tímann. Ótvirætt bendir. þaö aftur til stjóynmála- hreyfinga þriöja og fjórða ára- tugsins í Evrópu, til listnema nokkurs sem upp var að alast i Vínarborg á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld.. En einnig má segja aö það bendi fram á Viö til stúdentaóeiröa og uppreisna síðustu ára í Evrópu og Amer- íku. Þannig skoöaö fær leikrit- ið pólitíska aukamerkingu, harla íhaldssama, sem er. jafn veruleg fyrir því þótt óþarfi sé aö ætla að hún :sé tilætlun höfundarins. Þáð er bara heim- urinn sem hefur breytzt á þeim fáu árum sem liðin eru síðan leikur hans kom fyrst fram. Ti/Talcalm litii jgerist í smá hóp eða klíku íistnema í þrezk- um smábæ, Huddersfield, á ein- um einasta vikutíma. En á þessu þrönga sviði dregur leik- urinn reyndar mikla sögu sam- an, lýsir í hnotskurn upþhafi og þróun pólitískrar múghreyfing- ar sem .harin skýrir jafnharðan sálfræðilegri skýringu undir- máismanna þeirra sem hreyfing una vek-ja. Eftir þessum haétti eru allir frumdrættir slíkrar sögu furðuiega skýrt dregnir í ieiknúm: upphaf hreyfingar- iAnar í bernskum draumórum og ófuilnægju, þróun hennar með áróðri og sefjun til ógn- arstjórnar og beinha ofbeidis- verka. Þar er' þráður leiksins rofirrn. . Hverjum og einum á- horfanda er auðvelt, enda harla nærtækt, að setja hann í miklu- , staerra mannlegt og félagslegt jfsarjihengi, sjá í honum ímynd langrar 'pólitfskrar . sögu sem enn sér ekkjv aldeilis .fyrir endt' ann á.; .En þðssi 'merking eðá aukamerking leiksins fær giidi, verður veruieg fyrir það hve nærtækur og verulegur annar efniyiður leiksins er, lýsihg ung- mennanna 'úr listskólamyn og andrúmsins þeirra í milli. Leik- urinn um Malcolm litla er ungra manna leikur, og hann er aö mjög veru.legu leyti „léikur‘‘ í hversdagslegri merkmgu þess orðs. Drengirnir i leiknum „leika sér“ að hugmyndum, orö- um og æöi pólitískrar byltingar- hreyfingar, en leikur þeirra er alla tíð á mörkum veruleikans, vits og óvits, og verður reyndar að veruleika, harla nöturiegum, í þvf eina atriði þar sem- ytri heimur brýzt inn tií þei.rratmeö suiikunni Ann, sem' torunn Magnúsdóttir leikur mjög snyrti lega. Misþyrming og nauðgun' hennar er tilfinningalegur há- punktur ieiksins Ðg skiptir sköpum, verður til að færa ,,draum“ eða ,,íeik“ drengjanna ■ niður á jarðneskt og mannlegt svið, tengja saman hin tvö plön hans. gn mestu varðar sem sé aö takist að ieiöa unglingana í leiknum trúveröuglega fyrir sjónir, bæði orð og æði þeirra. Og það virðist mér að takist merkilega vel í Þjóöleikhúsinu: ótvírætt hefur leikhúsiö á síð- ustu árum á aö skipa fjölbreytt- 'um og dugandi hóp ungra leik- ara þó hann notist því satt að segja einkennilega illa frá degi til dags. Það er líka mesti mun- ur að sjá Benedikt Árnason gefa sig að verkefni eins og þessu sem hann skilur og kann tökin á heldur en uppgerð og faisi: „hátíðarsýningar" eins og Marð- ar Valgarðssonar. Hefur verk- efni hans þó engan veginn ver- ið auðvelt úrlausnar. Þó ekki væri annað gerir svið og salur Þjóðleikhússins kröfu til leiks og leikenda um áö fylla sviðið, ná aftur í salinn sem örðugt gæti reynzt aö uppfylla og oröið til að drepa leiknum sjálfum á dreif. Ætla mætti að aliur efni- viður þessarar sýningar, bæði ieikurinn og leikendur, nyti sín til muna betur í minna húsi, á aukasviði slíku sem Þjóðleik- húsið þóttist einu sinni ætla að* reka í Lindarbæ. En þó þetta sé rakið hér er sannleikurinn sá aö aðstaða sýningarinnar í Þjóð- leikhúsinu varö engan veginn til að spilla henni. Þótt hlaup og stökk og önnur umsvif leikenda á sviðinu væru á köflum með mesta móti, eftir hætti Bene- dikts, urðu þau aldrei til að rjúfa ramma sjálfs leikritsins, ' 'en þvert á móti fékk þróttur og fjör hinna ungu ieikara rúm -Vv- . ÍS-b . . s ... ' m •'A ■ " v "V V- : : •■ " : , . - - . váá' ' ■ M ■ £ ■:.;, . - ■ ., ., .. ,.■■ . Þórhallur Sigurðsson. Þórhallur Sigurösson, Káko: Waage, Siguröur Skúlason og Þórunn Magnea í hlutverkum sínum. asas ®;e ®0 « « o s «. a •.»••• •»»'® ® ■«'• ••••••••••••••••••••••••< til að njóta sín. Mest á leikur- inn að sjálfsögðu komið undir meðförum aðalhlutverksins,-Mal colms Scrawdyke sem er að heita má órofið á sviöinu alla þá þrjá tíma sem sýningin stendur. Það er að ég hygg til lofs en ekki lasts um sýninguna að bezt naut Þórhaliur Sigurðs- son sín í hlutverkinu þar sem hann naut návista og atfylgis félaga. sinna, Sigurðar Skúlason- ar og Hákonar Waage, á svið- inu. Þar tókst honum raunveru- lega að sýna fram á og gera ljósiifandi, án allra aukalegra til burða, ,,demóniskt“ vald hans, hins „fædda foringja“ sem hvorki getur lifað né þrifizt, er revndar ekki til án fylgismanna. Sama hvert stefnt er: forustan er a-llt. Þórhaliur hefur áður sýnt sig efhilegan ieikara, en er að sönnu alveg óreyndur ennþá. Varia er hægt að áfellast hann þó að hann réði mrklu síður við að iýsa Malcolm einum á svið- inu, „bakhlið“ eða ■ „innra manni“ foringjans, feimni og einmanaleik hans sem er að snú- ast upp í geðviilu — en vera má að einmitt í þessum atriðum hafi Þórhallur goldió hins víða svíðs, notið hlutverksins betur í meira návígi viö áhorfendurna. Hvað sem þessu líður er frum- raun hans í hlutverki Malcoims giæsilega af hendi leyst. Það sem á vantar hlutverkiö er fyrst og fremst til marks um þroska- leiöir leikarans á komandi ár- um. 'IYJalcolm litli er skopleikur um hið alvarlegasta efni. Alv- ara er að s'önnu jafnan nær, eins og jafnan i góðum gaman- leikjum, en það er galsinn sem ræður leiknum og notfærist bezt í meöförum Þjóðleikhúss- ins. Og fleirj en Benedikt Árna son njóta umskiptanna frá há- tíð tii hversdags í ieikhúsinu. Hákon Waage, Iaus úr viðjsm Hvitanesgoðans, hefur áreiöan- lega ekki gert annað betur en hiutverk sitt i þessum leik, hins fædda fylgismanns foringjaps. Og Gislj Alfreðsson gengur í endurnýjun lifdaganna í hlut- verkj „skáldsins“ hinni kátleg- ustu mannlýsingu sem byggist allan timann á raungildum sál- fræðilegum skilningi eins og reyndar önnur hlutverk og leik urinn allur. Hann er fótfesta skopsins, ávísun á verulelkann að baki leiksins. Vera má að þessi mót séu. gleggst í hlutverki Sigurðar Skúlasonar, hinu þakk látasta í leiknum, einfeldnings- ins sem einn hefur til að bera ó- brjálaða skynsemi í hópnum. Auk Gísla er Sigurður líklega reyndastur leikari í höpnum, vaxandj maður með hverju hlutverki en hefur engu gert jafn-góð og leikin skil sém þessu. Þeir hafa báö- ir, Sigurður og Gísli, tiltekin „númer“ eða atriði að „brillj- era“ í og leysa þau.báðir fjarska vel af hendi. En það er hópvinna þeirra allra á sviðinu sem ber uppi ieikinn og af henni stafar gildi sýningarinnar: bendir til þess sem mögulegt er áð vinna í leikhúsinu þegar áhugi, vilji, , metnaður er fyrir hendi. T eiknum var prýðilega vel tfek. ið í leikhúsinu tiltakanlega fáskipuðu. Satt aö segja viröist sýningartíminn þannig valinn að leikhúsið geri sér svo sem enga von um aðsókn að leiknum. Það væri skammarlega fariö ef rétt reyndist. Fyrir minn smékk er Malcolm litli skemmtilegasta og áhugaverðasta leiksýning vetrar ins í Þjóðleikhúsinu, sönnun þess að þar er þrátt. fyrir allt að vaxa upp ung kynslóö sem einhvers er megnug. Það væri bágt ef hún biði lægri hlut í stríði sínu við geldinga sljóleika og venjufestu, aiþýðlega show- stefnu leikhússins. Þvi veitir sannarlega ekki aif atfylgj ungs fólks, nýrri upplyfting eftir sinn ömurlega afmælisvetur. •«»«»< >•••*••••»••••*• ••••••••••••• •••« • • oi>*« ••» • •♦•• |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.