Vísir - 19.05.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 19.05.1970, Blaðsíða 8
? VISIR Utgefandi. KeyKjaprent a... Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánssun Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 Afgreiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjórn. Laugavegi 178. Sirni 11660 (5 linur) Askriftargjald Kr. 165.00 ð mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Teflf um traust og vantraust ]\Jenn geta velt væntanlegum borgarstjómarkosning- um fyrir sér á ýmsa vegu. Menn geta fundið í þeim þætti, sem snerta landsmálin. Menn geta líka rætt einstök vandamál borgarinnar sjálfrar, hvernig þau hafa verið leyst og hvernig þau verða leyst, og er slíkur hugsanagangur mun eðlilegri en hinn fyrri. í þessum hugleiðingum koma menn fyrr eða síðar að þeirri staðreynd, að helzta stórmál kosninganna í Reykjavík er dómur kjósenda á verkum Geirs Hall- grímssonar borgarstjóra og á því, hvort hann sé lík- legri en aðrir til að stjórna borginni vel og farsæl- lega í náinni framtíð. „Ég hef nú tvívegis verið kjörinn borgarstjóri með beinum stuðningi Reykvíkinga. Ef slíkur stuðningur er nú ekki fyrir hendi, hlýt ég að líta á það sem van- traust á meirihlutann og vantraust á mig sem borg- arstjóra. Þess vegna er það skylda mín, ef ég virði leikreglur lýðræðisins og ákvörðunarvald kjósenda — og komi slíkt vantraust fram í kosningaúrslitum —, að láta af störfum sem borgarstjóri.“ Þannig lýsti Geir Hallgrímsson í viðtali við Morg- unblaðið á laugardaginn viðhorfi sínu til þessa máls. Hann benti um leið á, að með þessu væri hann ekki að segja, að hann liti einungis á sig sem borgarstjóra fyrir þá, sem hafa kosið hann og ætla að kjósa hann. Benti hann á, að flokkspólitísk sjónarmið hafa ekki ráðið gerðum hans sem borgarstjóra. Hins vegar mundi hann ekki treysta sér til að vera áfram borg- arstjóri án beinnar traustsyfirlýsingar kjósenda. Um það sagði hann: „Borgarstjórastarfið er í senn afar ánægjulegt og erfitt. En það er ekki ánægjulegt og erfiðleikar verða ekki yfirstignir, nema borgarstjórinn, hver sem hann kann að vera, hafi beinan stuðning og traust borgar- búa. Þess vegna segi ég það alveg umbúöalausí, að ég hvorki vil né treysti mér til aö gegna áfram borg- arstjórastörfum eftir vantraust borgarbúa, og ég hef ekki áhuga á scin bcrgarstjóri að standa í flokkspóli- tískum hrossakaupum um hagsmunamál Reykja- víkur.“ Þessi orð eru í samræmi við fyrri yfirlýsingar Geirs. í þessu felst hvorki hroki né stærilæti, heldur einlæg tilraun til að gera kjósendum ljóst fyrirfram, hver viðhorf hans sjálfs eru og um hvað er að tefla í þess- um kosningum, svo að honum verði ekki legið á hálsi á eftir fyrir að hafa leynt borgarbúa viðhorfi sínu. Borgarstjóri kvað það skoðun sína, að kjósendur ættu heimtingu á að vita fyrirfram, hvað gert yrði við at- kvæði þeirra, og að það yrði ekki háð tilviljunum og samningamakki að kosningum loknum. í hinum tvísýnu kosningum, sem nú eru á næsta leiti, er fyrst og fremst teflt um traust og vantraust kjósenda á Geir Hallgrímssyni, í því uppgjöri er mik- ilvægast, að sem flestir borgarbúar láti velferðReykja- víkur ganga fyrir öllu öðru. V í SIR . Þriðjudagur 19. maí 1970. ( / ) llllllllllll ■■■■■■■■■■■■ Umsjón: Haukur Helgason BANDARÍKIN hafa að- hyllzt frjálsa verzlun frá dögum Roosevelts for- seta. Þau hafa notið mik ils ávinnings af þessari stefnu. Tiltölulega ódýr- ir þýzkir fólksvagnar, ítalskir skór og brezk föt, franskur matur og Japanskar vefnaðarvörur eru skeinuhættar bandarískum iðn-, aði. — Frá spunaverksmiðju i Japan. Ætla Bandaríkin að reisa tollmúra? japanskar myndavélar hafa verið í boði á banda ríska markaðnum. Er- lendis hafa Ameríku- menn selt flugvélar, tölv ur og vélar og gos- drykki. Svo augljóst var hagræðið við verzlunar- frelsið, að því óx stöðugt fylgi. Nú hefur allt í einu skipazt veður í lofti. Ár- ið 1970 eru menn farnir að heimta verndartolla. Atvinnurekendur eru í þeim vanda staddir að þeir geta ekki hækkað verð vegna samkeppn- innar við erlendar vörur. — Kostnaður eykst sífellt. Verka- lýðsfélög hafa áhyggjur yfir vax andi atvinnuleysi. Einnig þau Mills, aðalhvatamaður tollmúranna. Sato, forsætisráðherra Japans. hallast nú að tollvernd, til þess að framleiðslan innanlands vaxi og - atvinna aukist. Sú hefur sums staðar orðið reyndin, að bandarísk fyrirtæki hafa eflt starfsemi sína í öðrum löndum á kostnað starfseminnar innan- lands. Þannig hafa Bandaríkja- menn reist 200 rafmagnsfyrir- tæki í Mexíkó en þessi iðngrein hefur dregizt saman í Banda- ríkjunum sjálfum. Saumavéla- framleiðandinn Singer hefur fækkaö starfsfólki úr 10 þúsund í tvö þúsund. .. u ..•...••• , , Innf lutningshömlur Nixons Kvartanir atvinnurekenda og verkalýðsfélaga bergmála í þing inu. Þar liggja fyrir heil 200 frumvörp um hinílutningshöml- ur af ýmsu tagi. Nú í vikunni munu hefjast umræður í þing- nefnd um frumvarp Nixons for- seta um viðskipti. Þar styður Nixon frjálsa verzlun sem meg instefnu en leggur til auknar hömlur á innflutningi ‘ sumra vara og aukna vernd fyrir bandarísk fyrirtæki, sem eiga um sárt að binda vegna sam- keppni utan frá. Helzta viðfangsefni þing- manna mun væntanlega verða, hvort setja skuli kvóta á inn- flutning á japanskri vefnaðar- vöru. Það er heitt 1 kolunum i því máli, bæði I Japan og Bandaríkjunum, og er þetta á- samt deilunum um eyjuna Okin awa hið versta mál í skiptum bjóðanna. Wilbur Mills hinn voldugi öldungadeildarmaður, hefur lagt til, að innflutningur á vefnaðarv. verði skorinn nið- Ur um 30% frá síðasta ári. Hið sama verði gert um innflutning á skófatnaði. 1 fyrra var halli á viðskiptum Bandartkjamanna við Japan, er nam um 130 milljöröum króna. Innflutningskvótar munu gera bandariskum iðnaðj kleift aö hækka verðlag, það er fá hagn að á kostnað neytandans. f forsetakosningunum 1968 lofuðu Nixon og Hubert Hump- hrey tollvernd, sem mundi halda í skefjum innflutning; á ullarvörum. Janan er haftaríki Japanir gætu vafalaust saett sig við að missa nokkum mark- að fyrir vefnaðarvöru, en þeir óttast að setji Bandaríkjamenn kvóta á hana, þá sé rudd braut in fyrir sams konar hömlur á öðrum innlflutningi. Bandarísk ur iðnaður mundi í vaxandi mæli krefjast verndar ef einu sinni sé lagt inn á þá braut. — Hins vegar eiga Japanr örðugt um vik í röksemdafærslunni. — Japan er nefnilega sjálft meira með innflutningshömlur en nokkurt annað iðnaðarríki í heiminum. Það hefur einmitt byggt upp iðnað sinn á bak við tollmúra, er í byrjun var varið sem nauðsyn, þegar verið var að reisa iðngreinar frá grunni. Stefna Japana hefur hins vegar ekk; breytzt samfara þróun iðn , aðarins. Japan hefur 108 inn- flutningskvóta sem flestir verða að teljast ólöglegir sam- kvæmt GATT-samkomulaginu. Japönum er aufc þess iila við er lent fjármagn í landi sínu, þótt þeir hafi verið frjálslyndari I þeim efnum síðustu ár. Bandaríkin og önnur ríki hafa lagt hart að Japönum að hverfa. frá þessari haftapólitík. Setji Bandaríkin sjálf nú hömlur á innflutning frá Japan, munu þau að sjálfsögðu eiga miklu örðugra um vik að telja Japani á breytta stefnu. Því gætu bandarískar hömlur reynzt Bandaríkjunum sjálfum meiri þrándur í götu en Japönum. Með því munu Bandaríkin auk þess bera ábyrgðina á því að snúa við þróuninni í átt til auk is verzlunarfrelsis í heimsvið- skiptum. Þó er mikil hætta á því að haftastefnan eigj miklu fylgi að fagna i bandaríska þinginu þetta kosningaár. Þingmenn vilja gjarnan gefa iðnaðinum „jóla- gjöf“ og iðnrekendur knýja á. Skiptir íslendinga miklu Þessi áhugi Bandaríkjamanna á innflutningshömlum er ekki ó- viðkomandj íslendingum. Við eigum mikil og góð viðskipti á bandarískum mörkuðum. Eins og að framan var sagt. getur enginn vitað, hvar Bandaríkin munu nema staðar, ef þau einu sinni leggja inn á nýja braut i viðskiptastefnunni. Verður þá vissulega hagstætt fyrir ísland að vera orðiö aðili að frfverzlunaisamtökum Evr- ópu og beina viðskiptum i vax- andi mæli á Eyrópumarkað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.