Vísir - 19.05.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 19.05.1970, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 19. maí 1970. 9 51. skoðanakönnun VISIS: Alítið þér, að nýja leiðakerfi strætisvagnanna sé til bótá? „Hef ekki þorað í stnetó síðan" ■ „Eru ekki allar svona breytingar til bóta? Ann- ars þekki ég ekki þetta nýja leiðakerfi. Ég hef ekki þorað upp í strætó, síðan það var tekið upp.“ — „Ég hef ekki reynt það, þar sem ég ek eigin bíl.“ „Þegar maður er kominn upp í vagninn á annað borð, held ég nú að þetta sé til bóta, en þetta er ósköp erfitt svona í fyrstu.“ ■ „Það get ég ekki ímyndað mér. Ég hef að vísu ekki prófað það, því að ég fékk mér bíl, vegna þess hve ég var orðinn leiður á gamla leiðakerfinu, og þá hét ég því að stíga aldrei upp í þessar galeiður aftur.“ — „Ólíklegt þykir mér nú, að þessir herrar geri nokkuð af viti.“ ■ „Þetta virðist nú vera til bóta á flestum leiðum, en þó ekki öllum. En þeir sníða kannski verstu kantana af þessu.“ — „Jú, þetta er sannarlega til stórbóta, en var ekki vanþörf á. Fyrir mig er þetta allt önnur tilvera.“ — „Ég er nú á eigin bíl, en eftir því, sem ég hef heyrt á öðrum er þetta til stórbóta. Sérstaklega er gott, að endastöðvum hefur verið fjölgað og þær færðar til.“ ■ „Ég held ég gangi áfram, eins og hingað til, þó að ég sé orðin gömul. Ég hef lent í hinum verstu villum í þessum strætisvögnum og finnst það varla svara kostnaði.“ — „Ég er ennþá að reyna að átta mig á þessu, en mér finnst þetta allt standa til bóta, sérstaklega ef þeir þora nú að halda áfram á sömu braut og breyta meiru.“ ■ „Ég er ekki algjörlega ánægður með vagnana hér í Vesturbænum, en ég veit um nokkra, sem hafa komið kvörtunum á framfæri, þannig að ég býst við að þeir geri einhverjar breytingar, þannig að flestir geti vel við unað.“ — „Þetta er ólánsr fyrirkomulag. Ég hef alltaf verið of sein til vinnu, eftir að breytingin átti sér stað.“ Niðurstöður úr skoðanakönnuninni urðu þessar: Já .......5S eða 53% Nei.........16 eða 14% Óákveðnir • . 36 eða 33% Ef aöeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, lítur táflan þannig út: Já.......79% Nei • ...21% Það hefur verið sagt um leiða breytingu strætisvagnanna, að allir þeir sem misstu biöstöð fyrir framan hús nágranna síns hafi verið óánægðir með breyt- inguna, sem gerð var í aprð. — i 51. skoðanakönnun sinni kann aði Vísir aifstöðu almennings í Reykjavík til breytingarinnar og þó að ofangreint hafi ekki verið staðfest með niðuretöðun- um, þá er ekki vist, að það sé svo fjarrj lagi. — Vísir lagði eftirfarandi spurningu fyrir 55 karla og 55 konur í Reykjavík, Kópavogi og Seltjamarnesi: — Álítið þér, að nýja leiðakerfi strætisvagnanna sé til bóta? Eins og við var að búast voru ekki allir algjörlega ánægðir með breytinguna, en það kom hins' vegar á óvart, hve þeir voru fáir, sem voru óánægðir. Niðurstöður könnunarinnar sýndu, að 53% voru ánægð með breytinguna, en aðeins 14% óánægð. 33% stóð á sama um hana, eða höfðu ekki getað myndað sér skoðun, en verulegur hluti þeirra notar ekki almenningsvagna og getur því ekki myndað sér skoðun. Afstöðumunur á milli kynja var engmK. Nákvæmlega sama hlutfallstala var meðal kvenna og karla i öllum hópunum, já- kvæðra, neikvæðra og óákveð inna og það vildi meira að segja svo skemmtilega til að nákvæm lega jafn margar konur og karl ar vom I hverjum hóp. — Það vekur jaifnan athygli 1 skpðana könnunum Vísis, þegar karl- menn eru jafn óáfcveðnir til spurningar eins og konur. Regl- an er, að fconur séu til muna óákveðnari og þá efcfci sízt, þeg ar svona skipulagsspurning er annars vegar. Skýringin núna er trúlega að þessu sinni að mifchi leyti sú, að konur þekkja strætisvagna- ferðir betur en karlar. Heimiiis feðumir t.d. nota heimi'lisbíl- ana meira, en húsmæðurnar taka frekar strætisvagninn, ef þær þunfa að bregða sér bæjar- leið. Einnig hafa þær meiri af- skiptj af bömunum í daglegri önn en unglingar eru meðal traustustu viðskiptavina strætis vagnanna. Strætisvagnamir hafa átt i haröri samkeppni við einkabíl ana í borginni hin seinni ár, en tii marks um það má nefna, að farþegum hefur fækkað á fáum árum úr 18 f 14 milljónir á sama tfrna sem borgin hefur stækkað og fbúum hennar hefur fjölgað. Leiðabreytingin er því gerð með það f huga að bæta samkeppnis aðstöðu strætisvagnanna um leið og leitazt er við að bæta þjónustuna við borgarana. Meginsjónarmið í leiðabreyt- ingunnj hefur verið það, að auka tíðni vagnanna á hinum ein- stöku leiðum og koma upp kerfi þar sem fólk getur skipt um vagna á skiptistöðum án auka gjalds. Með þessu hyggst stjóm SVR flýta ferðum um borgina en sérstök áherzla hefur verið lögð á það. að hafa tíðar ferðir um alla miðborgina og upp all- an Laugaveg til að hvetja menn til að ferðast ekki á eigin bflum millj staða á þessu svæði. Verulegu máli skiptir viö borg ina. að þetta takist, þvf með því að draga úr aukningu um ferðar einkabíla um þetta svæði verður ekkj eins mikil þörf fyrir ný bílastæði og breikkun um- ferðargatna með dýrum og flókn um umiferðarmótum. — Þeirri skoðun hefur jafnvel verið fleygt, að borgaryfirvöld ættu beinlíniis að greiða niður strætis vagnagjöld til að auka notkun almenningsvagna til að spara ofangreinda liöi. — vj— VÍSIE SPYR: Álítið þér, að nýja leiða- kerfi strætisvagnanna se til bóta? Anna Antonsdóttir, nemandi hjá IBM: „Já, það er mjóg þægilegt að geta ferðazt endanna á milli í bænum, líkt og manni gefst kostur á með nýja leiðakerfinu. Erna Antonsdóttir, skrifstofu- stúl'ka hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: „Já, og þá sérstaklega notkun skiptimiða." Ásmundur Karlsson, rafvirki: „Hef ekki hugmynd um það. — Nota aldrej strætisvagna". Jósteinn Kristjánsson, pipulagn inganemi: „Nei. Mér finnst þaö breyting til hins verra. Ég til dæmis á heima f Smáfbúða- hvenfi og þarf að fara krók vest ur í bæ til að komast í „gamla“ miðbæinn og er fyrir bragöið lengur þangaö en áður. Þeir standast heldur aldrei tímaáætl un, eru alltaf á eftir.‘‘ Hörður Héðinsson, matreiðslu- nemj á Hótel Borg: „Já. það er miklu þægilegra og etofaldara að öflu leyti.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.