Vísir - 26.06.1970, Page 6

Vísir - 26.06.1970, Page 6
VtSIR . FÖstudagur 26. |únl 1970. / Auglýsing Stari' forstöðumanns framkvæmdadeildar Inn- kaupastofnunar ríkisins skv. 23. grein laga um skipan opinberra framkvæmda nr. 63/1970, er auglýst laust til umsóknar. Til starfsins er krafizt tæknilegrar þekkingar, helzt á sviði byggingaverkfræði. Laun greiðast eftir kjarasamningum ríkis- starfsmanna. Umsóknir óskast sendar fjármálaráðuneytinu eigi síðar en 25. júlí n.k. \ FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 25. júní 1970. Auglýsing Ráðuneytið vekur athygli þeirra aðila sem hlut eiga að máli á, að frestur til að skila um- sóknum um tollendurgreiðslur á hráefnum, iðnaðarvélum og timbri sbr. 50. tl. 3. gr. laga nr. 1/1970 um tollskrá o. fl., rennur út 1. júlí n.k. Hafi umsóknin ekki borizt ráðuneytinu fyrir þann tíma fellur endurgreiðsluréttur niður. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 23. júní 1970. Til leigu falleg 3 herb. íbúð á Melunum. Leigist með húsgögn- um, búsáhöldum o. fl. Leigutími 1 ár eöa skemur. Uppl. í síma 26419 eða 13500. íbúöin er nýstandsett. /ili °- Háspennulínur Tilboð óskast í lagningu háspennulínu fyrir Rafmagnsveitur ríkisins. Línur þessar eru víðs vegar um landið og er lagningu þeirra skipt í fjögur sjálfstæð útboð. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 2000,00 króna skilatryggingu fyrir hvern verklið. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SlMI 10140 cyVIenningarmál Þráinn Bertelsson skrifar um listahjííð: Hæfileikar og hrakfarir Cvo sorglega lftiö sem gert hefur veriö til að styöja viö bakið á íslenzkum kvikmynda- gerðarmönnum, er þaö í raun- inni stórmerkilegt, að nokkur maður skuli fást við þessa iðju á grundvelli atvinnumennsku eða hálfatvinnumennsku. Og í rauninni er það út f hött aö skrifa stranga gagnrýni um verk þeirra brautryðjenda, sem við eigum á þessu sviði. Það er öillum mönnum að meinalausu, þótt kvikmynda- gerðarmenn freistist til að sýna ófullburða verk sín opinberlega, en samt gildir ekki einu á hvaða vettvangi það er gert Óneitan- lega er það misráðið af Félagi kvikmyndagerðarmanna að taka þátt í Listahátíð f Reykjavík með því að sýna myndir, sem I bezta falli geta talizt merki- Iega snoturt föndur. Það er lftill greiði við listahátíðina og enn minni greiði við kvikmynda- gerðarmennina sjálfa. í miðvikudagskvöld voru sýnd ar eftirtaldar þrjár myndir i Gamla bfói: Lax I Laxá eftir Ásgeir Long, 16 mm litmynd, 28 mín., Stef úr Þórsmörk eftir Ósvald Knudsen, 16 mm lit- mynd, 10 mfn., og Reykjavik — ung borg á gömlum grunni eftir Gísla Gestsson, 35 mm litmynd, 41 mín. ALFRÆÐASAFN AB. □ Fruman □ Mannslikaminn O Könnun geimsins □ Mannshugurinn O Visindamaöurlnn O Veörlö O Hreysti og sjúkdömar O Starðfræðin O Flugiö O Vöxtur og þroski O Hijóö og hcym O Skipin O Qerviefnin O Reikistjörnurnar O Ljós og sjón O Hjólið O Vatnið O Matur og næring O Lyfin O Orkan D Efnlð Verð kr. 450,00 hvert eint HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Undirritaður óskar eftir að kaupa þær bækur, sem merkt er við hér að ofan. Undirriiaður óskar eftir að kaupa SKÁLDVERK GUÐMUNDAR KAMBANS f 7 bindum. O Gegn staðgreiðslu' kr. 4.340,00. O Gegn afborgunarskilmálum kr. 4.640,00 Nafn ___ Heimili Sondist tll ALMENNA BÓKAFÉLAGSINS, Austurstræli 18 — Reykjavik Sfmar 19707, 18880, 15920 YOKOHAMA HJÖLBARMERKSTOI Sigurjöns Gislasonar Fyrsta mjmdin, Lax í Laxá, fjallaði um ferð nokkurra sænskra laxveiöimanna til ís- lands. Þar var sýnt fólk aö veiða lax; fólk að stíga út úr flugvél- um; fólk að borða; fólk að skoða náttúrufegurð; fólk að stiga upp í flugvélar; fólk f bílum, og svo framvegis, en hvergi gerð til- raun til listrænnar tjáningar eða túlkunar, myndavélin notuö eins og segulband til að skrá athafnir fólksins. Það er kannski ekki mikið hrðs um Ásgeir Long að segja, að þessi mynd hans sé skömm- inni skárri en fyrstu myndir hans, en því miður er varla hægt að taka sterkar til orða. Tónlistin við þessa mynd eins og svo margar íslenzkar myndir var eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson, og hefur honum oft tekizt betur upp. Prógrammúsík eða effektamúsik hefur nú a. m. k. í bili sungið sitt sfðasta í kvikmyndum, og f stað henn- ar er reynt að notast við ein- hvem lagstúf eða tema, sem túlkað gæti þá stemmningu sem ríkir í ailri myndinni — ef myndin er þá svo vel gerð að um einhverja stemmningu sé að ræða. Þórsmerkurmynd Ósvalds var blessunarlega stutt, og saman- stóð eins og nafnið gefur til kynna af fallegum landslags- myndum úr Mörkinni, og þar að auki voru nokkur snotur atriði af fuglum við hreiður. 1 upphafi myndar var til- kynnt, að Jóhannes úr Kötlum ætlaði að lesa ljóð sitt um Þórs- mörk, svo að allir biðu i ofvæni eftir að Jóhannes tæki til máls, sem hann gerði ekki fyrr en á síðustu mínútunni, þegar mynda vélinnj var stillt uppfyrirframan hann meðan hann hespaöi af stuttu ljóöi. Mikil voru þau von- brigði, þvi að þðtt það væri að sínu leyti gaman að fylgjast með fettum og brettum Jóhannesar, hefði verið meira gaman, ef Ós- valdur hefði gert einhverja til- raun til að yfirfæra þetta ljóð í annað listform, og auka þann- ig við það. Síðasta myndin var Reykja- víkurmynd Gísla Gestssonar, gerð fyrir peninga Reykvíkinga. Þar voru vonbrigðin sárust. Þar stóð mest til, og þar voru efnin mest, svo að það var ekki ósann- gjamt að búast við einhverju. Og kannski hefur þetta einmitt verið það, sem eyðilagði mynd- ina fyrir Gísla, því að hann hef- ur greinilega verið staðráðinn í þvi að Iáta þá, sem styrktu myndina fjárhagslega, hafa nóg fyrir peningana sína. Hann dröslar kvikmyndavél- inni um allar trissur til að sýna allar hliðar borgarlífsins, og text inn með myndinni er svo langur og útflúraður, að það er eins og að standa undir fossi að hlusta á hann, jafnvel þótt Ró- bert Amfinnsson gerj sitt bezta til að koma honum til skila á rólegan og yfirvegaðan hátt. Tónlistin fer myndinni iHa. Hún nær engum heildaráhrifum frekar en myndin sjálf, sem er fremur byggð upp sem einstök atriði en ein heild. _ Tæknilega séð er myndin ekki fullkomin. Myndataka er oft á- gæt, þótt sifelld beiting aðdritt- arlinsu sé þreytandi, ems og sumar brellur, sem kvikmynda- gerðarmenn virðast hrlfast af, samanber þá ofurást, sem Ás- geir Long hefur á „double ex- posure'*. p’ins og sagt var í upphafi er það út í hött að skrifa stranga gagnrýni um verk þess- ara brautryðjenda, sem maður á fyrst og fremst að vera þakk- látur. Þessar voðalegu myndir, sem þeir sýndu í Gamla biói gefa ekki til kynna, að íslenzkir kvikmyndagerðarmenn séu minni hæfileikum búnir en kvik- myndagerðarmenn annarra þjóða. Þessar hrakfarir peirra sýna aðeins, að nauðsynlegt er að skapa þeim einhvem grund- völl til að vinna að list smni eða iðju. Þegar grundvöllurinn er kominn má gagnrýnin hefjast Skrifstofa Landsvirkjunar Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, verður lokuð í dag, föstudaginn 26. júní, vegna ferðalags starfsfólks. Reykjavík, 26. júní 1970 LANDSVIRKJUN Blaðamaður—Aukastarf Blaöamaöur við eitt af útbreiddustu dagblöðum borg- arinnar óskar eftir aukavinnu, sem hann gæti unnið sem sjálfstæöast, ýmist í heimavinnu eða úti um „hvippinn og hvappinn", gjarnan hvort tveggja. — Þýöingar, viðtöl, greinar um innlenda og erlenda menn og málefni kemur allt til greina. Vanur ýmiss konar ritstörfum. Vandvirkni. Samvizku- semi. Hæfni til ofannefndra starfa og fleiri skyldra góö. Vel menntaður. Starf hjá smekkvísum bóka- eða tímaritaútgefanda kemur og til greina. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á augl. Vísis fyrir 5. júlí nk., merkt: „Blaðamaður — 1144“. ' \ V V'» V \ ■' Í'W

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.