Vísir - 26.06.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 26.06.1970, Blaðsíða 9
VÍ&IR . Föstudagur 26. júní 1970. 9 in í kringum 27 þús. kr. á mán uði. Nú gera þeir hins vegar kröfur um aö launin hækki upp í 54 þús kr. á mánuði. Þegar úrslit brezku þingkosn inganna urðu kunn, sá foringi brezkra haifnarverkamanna á- .s-tæííu til að gefa út sérstaka yf ® irlýsingu um það, aö stjórnar- skiptin breyttu engu. Kröfurnar yrðu óbreyttar áfram og verk- fallið yrðj látið skella á 14. júlí, hvort sem íhaldsstjórn eða verkamannaflokksstjórn færi með völd. Þannig heldur þessi brjálæöisleikur áfram. Ríkis- stjórin er ráðalaus, hvort sem Wilson eða Heath fer með völd in og þegar kjörtímabilinu lýk- ur eftir nokkur ár, þá sýna kjósendur vilja sinn í verki með því að fella ríkisstjóm og fá aðra jafnmáttlausa í staöinn. Gegn þessu lögmáli þýðir eng- um aö rísa, allir verða að dansa með í verkfallaþjóðfélagi 20. aldarinnar. 4 uövitað eru ótal fleiri ástæð ur tilgreindar fyrir ósigri Verkamannaflokksins og er ekki hægt að rekja þær allar. En ein er sú sem virðist nokkuð til í, að ólíkur persónuleiki flokks- foringjanna Wilsons og Heaths og hvemig þeir verkuðu á kjós endur, hafi ráðið miklu um úr- slitin. En það fylgir þá með að þeir sem þykjast hafa vit á stjórnmálastarfj hafi misskilið framkomu þeirra á hinn herfi- legasta hátt og ekki skilið, hvernig þessir tveir foringjar verkuöu á hinn almenna kjós- anda. Flestir stjórnmálafréttaritarar brezkra blaða voru sammála um. það í kosningabaráttunni, að Edward Heath stæði sig mjög illa í kosningabaráttunni. Hann virtist vilja hafa sig sem minnst í frammi. Hann forðaðist það að smjaöra fyrir háttvirtum kjós- endum, fór hvergi út á gðtur eða innan um áheyrendaskara til að taka í hendur eða klappa bðmum á bossann. Og ræður hans voru litlausarog lágkúmleg ar, hann fbrðaðist stór loforð eða aö líta nokkum framtíðar- himin rósrauðan. Hann kærði sig ekkert um að koma fram sem neitt ofurmenni eða skör- ungur. Nokkrum dögum fyrir kosningar var því haldið opin- beriega fram, að Heath hefði með kosningaframkomu sinni drepiö síðustu von íhaldsfiokks ins um að vinna. Hann væri sá ómögulegasti og lágkúrulegasti foringi sem flokkurinn hefði nokkurntíma átt. Á þessu byggðu menn hugmyndir sínar um væntanlegt fylgishrun íhaldsflokksins En þetta fór eins og allir vita nú allt öðruvísi og standa menn líka gáttaðir á því, hvað hafi gerzt. Kannski hafði þetta þau áhrif, að ýmsir aðrir fram- bjóðendur ihaldsflokksins komu betur fram, hver í sínum lands- hluta, þeir féllu ekki í skuggann af neinum voldugum leiðtoga. Kannski verkaði þessi fram- koma Heaths einnig traustvekj- andi fyrir kjósenduma, sérstak lega ef menn gerðu samanburð á honum og keppinaut hans Harold Wilson, sem hafði sig miklu meira i frammi. TZ annski átti Harold Wilson sjálfur mestan þátt í eigin falli með framkomu sinni í kosn ingunum, en hún einkenndist af sigurvissu og drýldni. Þannig virðist hann í augum kjósend- anna hafa tekið á sig mynd „gortarans" í brezkum stjóm- málum. Hvenær sem hann minntist á andstæðingana mátti heyra yfirlætistón hans. Hann sló á þá strengi að íhaldsflokkurinn væri nú vonlaus um sigur og Framh. á 10. sfðu. Starfsmatið: Forstjórar niður- saumakonur upp Afgreiöslumenn í vínbúðum fá háar einkunnir fyrir áreynslu. 9 Helzta mál nýlokins þings Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var afstaðan til starfsmats, sem sérfræð- ingar höfðu gert á vegum þess. Menn höfðu talið, að hin gamla skipan opinberra starfsmanna í launaflokka væri í mörgum tilvikum næsta tilviljanakennd og ó- raunhæf. Oft uppskæru menn meiri laun fyrir störf, sem minna væri í spunnið en mörg, sem verr væru launuð. Sérfræðingarnir gerðu því ýt- arlega könnun á eðli helztu starfa hjá hinum opinbera og gáfu einkunnir fyrir. Er ætl- unin, að þessi drög að starfs- mati verði að nokkru leyti notuð, þegar opinberir starfs- menn semja við vinnuveit- anda sinn í haust. • Eins og vænta mátti mundu ýmsar breytingar verða á skipan í launaflokka, ef til fulls yrði byggt á þess- um drögum. Sumir mundu lækka í launastiganum en aðrir hækka. Miklar deilur spunnust líka á þinginu um verðleika þessarar einkunna- gjafar. Þótti mörgum sem sinn hlutur væri fyrir borð borinn. Bent var á. að matið væri að verulegu leyti byggt á viðtölum við starfsmenn, jafnvel í síma, og væru menn misjafnlega lagnir að gera mikið úr sinum störfum í slikri lýsingu. Sumir þættir væru auk þess of lítið unnir. Hinir óánægðu blíðkaðir Engu síður varð það niður- staða þingsins, að styöjast bæri við þessi drög að starfsmati við samningana í haust, en rík á- herzla lögð á, að tilgreindum skilyrðum yrði fullnægt. Þá verði enn unnið að endurbótum á starfsiýsingum þeim, sem nú liggja fyrir. Skuli þær liggja fyr- ir betur unnar við flokkun í launaflokka í haust. Til að milda hina óánægðu, sem fengiö hafa fremur lágar einkunnir á þessu prófi, skuli enginn færast niður um launa- flokk, þótt starfsmatið yrði not- að í haust. Görnlu starfsmennirn ir haldi sínum hlut óskertum. Að vísu munu sumir sitja eftir, þegar aörir færast upp. Menn fái áfram að titla sig í símaskrá eftir gamla fyrirkomulaginu, þótt starf þeirra lækki um set, og er þaö mörgum mikið hjart- ans mál. Fyrirfram verði samið um, hvaða menntunarkröfur skuli gerðar til hvers starfs um sig. „Hinir vitru menn“ sem starfs matið sömdu, gáfu einkunnir fvrir menntun, starfsþjálfun, frumkvæði, ábyrgð, áreynslu, vinnuskilyrði og loks „tengsl", sem þeir skilgreina þannig: „1 tengslum felast þær kröfur, sem starfið gerir til starfsmanns um tjáningargetu og um samskipti við aðila utan stofnunarinnar og innan“. Ábyrgðin lang- mikilvægust Reynt var að finna einkunnir eöa „vægi“, sem bezt féllu að almennum launamarkaði sam- kvæmt matinu. Fékkst ákveðin vísbending um mat hins al- menna launamarkaðar á hinum ýmsu þáttum starfsins, og var hlutfallið þetta: Menntun 20,8%, starfsþjálfun 17,4% sjálfstæði/ frumkvæöi 19,4%, tengsl 3,7%, ábyrgð 29,7% og áreynsla 9,0%. Það skiptir þvi langmestu um núver.andi röðun í launaflokka, hversu mikla ábyrgð starfsmað- urinn hefur, og menntun starfs- manna gengur næst. Sérfræðing- unum fannst of mikið gert úr ábyrgðinnj íþessumniðurstööum og minnkuðu gildi hennar í sín- um útreikningum. Fyrir þing BSRB nú í vikunni var lagt fram tilraunamat á nokkrum störfum í þjónustu ríkisins. Valin voru 90 störf og einkunnir gefnar fyrir þau. Sam- kvæmt núverandi launaröðun ná þessi störf frá starfi sauma- ir fá 100 og hjúkrunarkonur 75 stig Minnsta ábyrgö bera á þessum lista fjarritarar og að- stoöarmenn í vörugeymslum, eöa aðeins 25 stig. Menntun barnakennara sama og hjúkrunar- kvenna Ætla mætti, aö menntunin væri einna auðveldust viðfangs við útreikninga sem þessa. Um hana varð þó ágreiningur á þingi BSRB. Annars eru efstir á blaöi um menntun prófessorar með 230 í einkunn, en næstir koma þeir veöurstofustjóri, háskóla- menntaðir sérfræðingar og deild arstjóri í Veðurstofu með 227 stig. Lægsta einkunn fyrir menntun, 30 stig, hljóta bréf- beri, saumakona, þvottamaöur, véla- og viðgerðarmaður ríkis- spítala, aðstoðarstúlkur í II. flokkj og aðstoðarmenn í vöru- geymslum. Fulltrúi I í stjórnarráðinu fær aðeins 65 stig fyrir menntun, sem er sama og varöstjóri í Frí- ar 165. ■Menntaskólakennarar 210, gagnfræðaskólakennarar 150, iðnskólakennarar 102 og Fréttastofa útvarpsins. Samkvæmt starfsmatinu ættu frétta- menn útvarps að færast upp um fjóra flokka. konu, sem er í 5. launaflokki, til ríkisskattstjóra, sem er í 28. launaflokki. Ágrelningur um ábyrgð prófessora Sé fyrst vikið að mikilvæg- asta þættinum, ábyrgðinni, þá fær ríkisskattstjóri þar flest stig, eða 235. Útvarpsstjóri og veöurstofustjóri fá 220 stig og einnig sýslumenn og borgardóm ari. Ágreiningur varð um, hvaða einkunn skyldi gefa prófessor um fyrir ábyrgð. Vildu sumir nefndarmanna gefa 220 stig, en aðrir aðeins 190 stig. Forstöðukona sjúkrahúss fær svo til dæmis 145 stig eða sama og yfirmatráðskona. Fréttamenn útvarps hljóta 130 stig eins og gagnfræöaskólakennarar (sem sumir gáfu þó aðeins 100 stig) og háskólamenntaðir fulltrúar hjá ríkinu. Ekki varð samkomu- lag um ábyrgð barnakennara og gáfu nefndarmenn frá 100 til 130 stigum fyrir hana. Tollverð- bamakennarar 85 eða 90. Til samanburðar má geta þess, að ljósmæöur fá 80 stig, hjúkrunar- konur 87 og sérlærðar hjúkrun- arkonur 102 stig. Mikil áreynsla í vínbúðum Fram kom á þinginu gagnrýni fyrir það, að vanmetin hefði ver ið andleg áreynsla í starfi, en nær eingöngu tekið tillit til lík- amlegrar áreynslu við þessa stigagjöf. Fyrir áreynslu er hæst gefið 75 stig. Þessa einkunn fá fjar- ritarar, talsímakonur og talsíma vörður við útlönd, flugumferðar- stjóri, varðstjóri flugumferðar- stjórnar og sérlæröar hjúkrun- arkonur. Einnig vildu sumir nefndarmanna gefa 75 stig í á- reynslu afgreiðslumönnum í vín- búð, en aðrir mótmæltu því og gáfu 50 stig. Vakti þaö spaug, að afgreiðslumenn f vínbúð skyldu fá sömu stigatölu og sér- lærðar hjúkrunarkonur og tii dæmis meira en ljósmæður, sem fengu 50 stig, en er vafalaust rökrétt að athuguðu máli. Fjölmargar starfsgreinar fengu alls engin stig fyrir áreynslu, svo sem mestu „tignarmennirn- ir“, skattstjóri, sýslumenn og prófessorar, sóknarprestar, verk fræðingar og fulltrúar. Ríkisskattstjóri hæstur á blaði Fyrir „tengsl" var gefiö upp i 60 stig. Þær starfsgreinar, þar sem mest reynir á samskipti við aðra, voru samkvæmt því frétta- störf útvarps, fréttamenn út- varps, sóknarprestar og skóla- stjórar héraðsgagnfræöaskóla. Ríkisskattstjóri hefur lang- mest sjálfstæði og frumkvæði og fær þar 180 stig, en aðrir „stjórar" ýmsir fá þar 155 stig. Ekki er ætlazt til verulegs frum- kvæðis af fjarriturum, bréfber- um, saumakonum og þvotta- mönnum, sem fá þar aðeins 20 í einkunn. Mestrar starfsþjálfunar er svo krafizt af útvarpsstjóra, veður- stofustjóra, ríkisskattstjóra. Á- greiningur varð enn um prófess- orana, og var • starféþjálfun þeirra metin til jafns við bæj- arsímastjórann í Revkjavík 140 — 160 stig. Aöalverkstjórar eru ofarlega á blaði með 140 stig fyrir starfsþjálfun við full af- köst. Loks eru sumum starfsgrein- uM gefin stig fyrir erfið vinnu- skilyrði, mest 20 stig, sem gefin eru lögregluþjónum á Keflavík- urflugvelli. varðstjórum slökkvi- liðs brunavörðum og línumönn um. Fréttamenn upp i:m fjóra flokka Hvaða áhrif mundi svo summ- an af öllu þessu hafa á rööun manna í launaflokka? Ríkisskatt stjóri yrði enn hæstur, fær 805 stig samtals. Sumir nefndar- menn vildu að vísu gefa prófess- orum alls 815 stig, en aðrir að- eins 765 stig. Sýslumenn, sem nú eru í 25. flokki, ná til jafns við borgardómara, sem nú eru í 26. flokki. Forstjórar hjá ríkinu eru nú í 26. flokki enfalla iþessu starfsmati niður fyrir ýmsa í 25. flokki. Sóknarprestar fara upp og ná aöalbókara og deildar- stjóra í Tryggingastofnun, sem nú eru í hærri flokki, og mennta skólakennarar fara langt upp fyrir þá. Eins og forstjórarnir fara skrifstofustjórarnir! halloka. — Fréttamenn útvarps, sem nú eru í 16. flokki, viröast munu fær- ast upp um fjóra flokka. Þeir fara með 530 stig upp fyrir dóm- arafulltrúa, sem nú eru í 23. flokki og háskólamenntaða full- trúa, sem nú eru i 22. flokki. Fulltrúar hrapa um eina fjóra til sex flokka. Af neðri flokkunum er áber- andi, að símsmiðir, fjarritarar, innheimtumenn og saumakonur hækka í flokkum í þessu starfs- mati. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.