Vísir - 26.06.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 26.06.1970, Blaðsíða 16
I VISIR Föstudagur 26. júní 1970. Tuttugu og ffjögurru úru heimsfrægur kBjómsveiturstjóri i stuð Previai Ákveðið hefur verið að hinn heimsfrægi ítalski hljómsveitarstj. Uri Segal, komi í stað André Prev- »n og stjórni tónleikum sinfóníu- íljómsveitarinnar í Laugardalshöll imti á morgun. Uri Segal er tal- inn meðal fremstu hljómsveitar- stjóra af yngri kynslóðinni, en hann er aðeins 24 ára gamall. Hann vann hin frægi Mitropout- us verðlaun fyrir hljómsveitar- stjórn á síöasta ári. Undanfarið hef ur hann verið aðstoðarhljómsveitar stjóri Leonard Bernstein við Fíl- harmoníuhljómsveitina í New York, n hann býr nú í London. Uri Segal er væntalegur til landsins j kvöld, en hann fer strax aftur að tónleikunum loknum. Einleikari á tónleikunum verður Vladimir Ask- enasí. — PS Minni aðsókn að Vinnu- skólanum í ár en í fyrra — 800 unglingar i vinnu núna, en 980 i fyrra □ Aðsókn að Vinnu- skólanum hefur ver- ið nokkru minni í ár en í fyrra, samkvæmt upp- lýsingum Ragnars Júlí- ussonar umsjónarmanns Vinnuskólans. Var hægt að sinna öllum umsókn- um, sem bárust á rétt- um tíma, auk þess sem teknir voru nokkrir ungl ingar, sem sjóttu um næstu daga eftir að um- sóknarfrestur var út- runninn. Eru nú um 800 unglingar í vinnu hjá Vinnuskólanum, en í fyrra voru 980 þegar flest var. Þar sem gert var ráð fyrir meiri aðsókn að Vinnuskólanum í ár, hefur enn ekki verið hægt að senda flokk úr Vinnuskólanum upp að Rauðavatni, eins og fyr- irhugað var, en væntanlega verður þó hægt að hefjast handa þar áður en langt um líður. „Aðsóknin í fyrra var svo gíf- t r-' urleg, að við ætluðum að vera við öllu búnir í sumar. En bætt atvinnuástand hefur án efa haft hér mest að segja,“ sagði Ragn- ar. Unglingarnir í Vinnuskólan- um fengu leyifi til að vinna í verk fallinu, þar sem þau eru öll undir 16 ára, og í samráð; við Dagsbrún unnu þau að ýmsum léttum verkefnum á vegum borg arinnar. Starf þeirra felst ann- ars aðallega í ýmiss konar hreinsunarstörfum og einnig vinna þau að léttum garð- yrkjustörfum. Dagurinn er tví- skiptur og vinna unglingarnir ekki nema 4 tíma í ein. Vinn- skólinn hófst í júníbyrjun, en lýkur í semtemberlok, þegar skólar hefjast. — ÞS Tróðu í skráargötin og læstu fólkið úti • Starfsfólk nokkurra verzlana við Lækjargötu og Grettisgötu lenti í mesta basii í gærmorgun, hegar flestar söiuþúðir opnuðu, því að það gat með engu móti opnað verzlanirnar. Q Einhverjir hrekkjalómar höfðu um nóttina troðið eldspýtum og drasli í smekklásskrámar á fjór- um ver^lunum í Lækjargötu og einnig kom í Ijós, að eins hafði verið farið að við nokkrar verzl- anir við Grettisgötu. Lykli varð með engu móti kom ið í skrámar og leit út í fyrstu eins og starfsfólkið þyrfti að brjót ast inn til þess að geta.hafið verzl unarstörfin. En eins og vant er, þegar menn læsast úti, var leitað á náöir lögreglunnar, og tókst að opna búðirnar meö eðlilegu móti, eftir að hreinsað haföi verið úr skránum. —GP Prenfvillupúkínii leysti rafvirkjnverkfallið Prentvillupúkinn brá sér á leik hér á Vísi í gær. Með smábreyt- ingu á forsíðufrétt um samninga við múrara og rafvirkja hjá Reykja víkurborg „leysti“ hann verkfallið hjá öllum rafvirkjum í Reykjavík. Þar sem átti að standa, að samn- ingar hafi tekizt við rafvirkja Reykjavíkurborgar, stóö í þess staö, að samningar hefðu tekizt við rafvirkja í Reykjavík. Laxinn gengur seint í Elliðaárnar — Aðeins 36 laxar komnir upp árnar i morgun Það er öllu blandað saman, látbragðsleik, grímuleik, brúðu- leik, sagði ieikstjórinn Michael Meschke í viðtali við Vísi í morgun, en Ieikflokkur hans hef ur seinni sýningu sína í þjóð- leikhúsinu í kvöld og sýnir Bubba kóng, lítilmennið, sem fær rækilega að finna sætleika valdslns. Fólkið virðist ekki eiga í nein um erfiðleikum meö að meötaka það sem viö förum með á svið inu, sagði Meschke og viðbrögð in komu okkur svo sannarlega á óvart. Marionetteatern, en svo nefn- ist þetta sænska brúðuleikhús, er mjög sérstætt og einstætt i sinni röð í heiminum, þar se.m blandað er saman, leikarar taka við hlutverkum brúöanna. Leik flokkurinn hefur farið um víða veröld og Bubbi kóngur hefur verið sýndur um gjörvalla Evr- ópu viö gífurlegar vinsældir. —JH Laxagengdin í Elliðaámar hefur verið mjög treg. í gær- morgun höfðu aðeins 36 laxar farið upp í ámar, en laxinn byrjaði að ganga fyrstu vikuna í júní. Þá komu tveir laxar sömu nóttina síðan varð hlé nokkra daga og síðustu daga hafa þeir verið að tínast þetta einn og einn. Lítil veiði hefur verið í áhum aö sjálfsögðu. Jónsmessugangan svokallaða virðist ætla að verða seint á ferð inni að þessu sinni, en aö sögn Hjörleifs Hjörleifssonar hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, búast menn við að gangan verðj þeim mun meiri nú eftir helgina eða upp úr mánaðamótum. Þegar megingangan kemur geta gengið allt upp í 1100 laxar í árnar á tveimur nóttum svo sem varö fyrir nokkrum árum. — JH Áhorfendur dönsuðu á sviðinu á frumsýningu á ÓLA Það þykir ekki sérstökum tíö- indum sæta í útlandinu, þó aö á- horfendur takj þátt í leiksýning- um, og má nefna söngleikinn Hár- ið, þar sem áhorfendum er boðið að taka þátt í hóndansi á sviðinu með leikendunum. En það hefur Iíklega ekki gerzt fyrr hér á landi en í fyrrakvöld, þegar popleikurinn ÓLI va'r frumsýndur í Tjarnarbæ, að áliorfendur þyrpjst upp á svið í Ieikslok og taki til að dansa og skemmta sér með leikendunum. 1 sýningunni er ekki formlegt framkall með hneigingum og til- heyrandi, en sýningin endar á hóp- dansi og fylltist sviðið þá á svip- stundu af fólki og dönsuðu áhorf- endur og leikendur þarna góða, 'stund meðan hljómsveitin lék af miklu kappi. Hafði þessi hópdans alls ekki verið ákveöinn fyrir sýn- inguna, hvorki af leikendum né áhorfendum, en báöir höfðu gaman af. Troðfullt hús var á frumsýning- unni svo og í gær, en þá var einnig dansað í lokin. Ákveðið er að hafa aukasýningu í kvöld vegna mikillar aðsóknar. — ÞS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.