Alþýðublaðið - 24.01.1922, Side 1

Alþýðublaðið - 24.01.1922, Side 1
Alþýðublaðið OeflO flt af AlþýÖaflokknnra 1922 Þriðjudaginn 24. janúar 19. tölublað ióssneiki irengurma* Kosningarskrifstofa Honum verður batnað eftir hálfan mánuð! Alþýðuflokksins er opin daglega frá kl. 10 árdegis í Alþýðuhúsinu. Með „Botníu* bárust fréttir af TÚ3sneska drengnum, Friedmann, ióstursyni Ólafs Friðrikssonar. Eins og sagt hefir verið frá hér i bhðinu, var hann fluttur á spí- tala þegar hann kom til Dan- merkur, Eyrarsundsspitala í Khöfn, sem þó ekki er farsóttaspitali, eins og Guðm. Hannesson reyndi að telja fólki trú um hér um daginn, heldur aðallega fyrir berklasjúka, enda er trakóma berkiasjúkdómur Á augum. í bréfi tii ritstjóra þessa blaðs, írá Chr. Christensen, ritstjóra dag- blaðsins Arbejder-bladet, dags. 12. jan., er sagt að Friedmann muni 1tftir 3 vikur vera batnað svo, að tngin sýkingarhætta stafi af hon• um. Segist Christensen ritstjóri hafa fundið danska dómsmálaráð- herrann upp á það, að drengnum yrði ekki visað úr landi þar, þeg- ar hann væri orðinn heilbrigður, en hann hafi svarað, að hann gæti ekki gefið neitt fuilnaðar- svar, fyr en hann væri búinn áð sjá yfirlýsingu frá islenzku stjórn inni um það, hvort hún bannaði honum landvist hér, þrátt fyrir það að hann væri heilbrigður. Segist Christensen hafa fundið sendiherrann islenzka upp á þetta, og hann lofað að spyrjast fyrir hjá ísleazku stjórnmni. Verður gaman að : j á hvort landsstjórnin hér treystist til þess að halda áfram að ofsækja þenna föður- lausa rússneska dreng. Jafnaðarmannafélagsfnndnr verður A miðvikudagskvöld uppi í Bárunni ki. 8 Menn og konur fúr verklýðsfélögunum velkomin á fundinn. Kosningln. Eg kom fyrir stuttu siðan til aldraðra hjóna. Taiið barst að næstu bæjarstjórnarkosningum; eg sagði eitthvað á þá leið, hversu stórkostlegur hann yrði sá sigur er Alþýðuflohkurinn ætti visan; svo maðurinn segir, dapur (bragði, að ekki séu það nú allir, sem guð hafi úthlutað svo góðum Iifskjör- um, að menn hafi leyfi til að kjóaa, hvað þá ef að meira væri. En hvflíkur voða misskilningur er i þessu, það sætir undrun. Það eru ekki æðri verur, heldur réttneíndir „peninga púkar*, sem kúga hina vinnandi menn, og eru snikjudýr þessa bæjar. Það er eitt, sem auðvaldið er aðgætið með, það er, ef einhver neyðiit til að fá fé frá bænum sér til stýrktar, vegna slysa eða atviqnuleysis eða ómegðar, þá er íjandinn ánægður, og iiðið Iætur ekki standa á sér með að strika út af kjörskrá nafn hvers þess, er svo óheppina verður, að þurfa styrk. Eu það virðist stundum vilja verða dálitið önnur útkoman, þegar það vill til, að einhver af heildsalaliðinu veltur im hrygg eða fer á hausinn, sem það er kallað. Meðbræðrum þelrra, aura skrilnum, finst ekki liggja svo mjög á, að þeir vilja gjarnan lofa sin um, að vinna gegu hinum vinn- andi mönnum, sem þeir enn þá hafa tækifæri ti), að ræna vinnu sinai. Alþýðumenn og koaur, bæði þið, sem koiningarrétt hafið og þið hin, sem eruð rænd kosning- arréttinum, sameinist gegn auð valdsþýinu, og vinnið öll ötullega fyrir þessar kosningar, og gætið þess vandlega, að enginn af alþýðu- mönnum, sem þégar ekki eru svíftir réttindum, liðist að ganga ekki til kosninga, gegn kúgurum hins vinnandi lýðs. Sameinumst gegn „óvættum* verkalýðsins, sýnum á kjördegi, að við viljum ekki hafa hvitliða- foringja i bæjarstjórn, eins og þá Björn eða Jónatan Þorsteinsson, sem eftir kenningum foringja síns, tukthúsvarðarins, viija koma axar skaftasveitum á föst laun. Allir eittl Inn í bæjarstjórnina með Alþýðufulitrúana. Burt með auðvald- og axarskafta foringjana. R. Saga ir ðagtega lijinn. Guðrún Guðmundsdóttir sagði mér þetta dæmi, mörg svipuð sagðist hún þekkja: „Eg sat inni f herberginu minu mcð prjónana mfna. Ktukkan var um átta, þá var barið að dyrum. Gesturinn var úr næsta húsi, :Og þekti eg hann í sjón. Hann sagði að erindi sitt væri að vita hvort eg ekki gæti gert sér þann greiða að vera hjá börnum sfnum og konu, sem hann sagði að lægi á sæng Sjálfur sagðist hann nú vera búinn að vera stvmnulaus um nokkurt skeið, en nú væri komið vöruskip, sem hann hefði von um að fá vinnu við. En sökum áður taldra ástæðna gæti hann ekki farið nema þvf að eins að hann gæti fengið einhvern til þess að vera heima, Eg lofaðí strax að verða við' þessari ósk og spurði

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.