Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 2
„HUN ÆTLAR EKKI AÐ BREYTA MÉR" „Ég kvæntist henni Altavise minni vegna þess aö ég þarfnað- ist innilegs og náins sambands við konuna sem ég elska og sem elskar mig“, sagði Sammy Davies jr. við fréttamenn eftir brúðkaup sitt og Altavise negrakonunnar sem hann hefur nokkuð veriö orð aður við upp á síðkastiö. Altavise Gore er 25 ára ballett- dansari og dansahöfundur, en Sammy er orö'inn 45 ára. Hann sagðist ■ meðal annars hafa kvænzt henni vegna þess að hann vissi, að henni stæði á sama um brokkgengt háttalag sitt er hann dvelur að heiman, sem ku vera oft. „Altavise skildi strax eitt i mínu fari, er viö hittumst fyrst. f>að, að hvemig sem allt veltist, þá verð ég aö vera ég sjálfur — og brúður mín hefur því ekki uppi neinar fyrirætlanir um að breyta mér. Sjáiö til, ég hef nefnilega þegar gert heilmikið sem henn geðjast hreint ekki að“. Fréttamenn spurðu Sammy hvemig þetta þriðja hjónabanc yrði ólikt því númer tvö, þ. e hjónabandi hans og sænsku leik- konunnar May Britt. Sammy hristi höfuðið og sagði: „Ég vi ekki tala um það. Þaö var draum- ur sem mig hefði aldrei átt að dreyma. Þannig skulum við hafa það og ekki tala meira um þaö Það eru nefnilega til þeir hlutir sem mann langar í, en mann ætt ekki að langa í, því að þeir eru ekki það rétta fyrir mann“. ! Draumurinn: May Britt og Sammy 5 árum fyrir Sammy og Altavise Gore i brúðkaupsveizlunni. skikiað þeirra. ! BETRA KAFFI FÍNMALAD JAFNMALAÐ KAFFI O.JOHNSOW & KAABER HF. 4 Judy og Liza dóttir hennar. Liza er mjög leið yfir þessu öllu, > en segist ekki haga getað fengið stjúpföður sinn til að taka af' skarið með jarðarförina. Judy Garland dó fyrir ári — ekki grafin enn — nú á að grafa hana i Hollywood Heilu ári eftir dauöa söngkon- unnar Judy Garland, hefur lík hennar enn ekki verið jarðaö. Mikið fjaðrafok upphófst er frétt- ist um aö eiginmaður hennar hefði ekki hreyft hönd né fót til þess að jarða hina látnu eigin- konu sína, en síðast var Garland gift plötusnúðnum Mickey Deans. Er þriðji ejgiaaja^gr GarJand, Sid Euff frétti af' meðferðinni á líkinvK varð hann reiður og geröi þegar í stað ráðstafanir til að ná líkinu úr kjallara þeim sem það hefur staðið uppi í síöan Judy lézt. Hann ætlar sér síðan að flytja það til Hollywood og láta jarða hana f Minningarkirkju- garöinum þar. „Hún verðskuldar að vera grafin í heiðursgrafreit leikara", sagði Sid Luft við blaða menn „hún var þvílík stjarna f lifanda lífi“. Það var yfirleitt ekki vitað að Garland hefði aldrei verið jörð- uð, og þvf fylltust menn óhug á meðferðinni á lfkinu er frétt þessi spurðist. Ekkill Judy Garland, Mickey Deans, hefur enn enga skýringu gefið á málinu. maður Judy Garland. Þau voru, aðeins gift í nokkra mánuði • áður en hún dó. Örlátur friðarsinni Fyrir fjórum árum átti Mori- hiro Matsuda f Tókíó talsvert fé. Hann stjómaði eöa gaf út ráö- leggingar til manna er vildu stæla vöðva sína með æfingum — eins konar Atlás-kerfi og hann átti þá tveggja hæða hús, hvar hann bjó meö konu sinni og tveimur sonum þeirra. Núna hefur hann eytt hverjum eyri af fé sínu. Matsuda er nefni- lega harður baráttumaður fyrir friði í heiminum og hann hefur eytt öllum peningum sínum og selt húsið sitt til þess að borga með friðarbaráttuna. Af þessari friðarást hans hefur svo það leitt, að konan er farin frá honum með drengina tvo. „Hún varð þreytt á fyrirætlunum mínum“, segir hann, hún segir að ég sé brjál- aður“, sagði Matsuda við frétta- menn AP. Matsuda eyddi 66.000 dollur- um í auglýsingar f The New York Times, The Times í London, Chicago Daily-News og The Chicago Sun-Times, en í auglýs- ingunum skýrði hann fyrirætlanir sínar sem hann sagði að myndu binda enda á Víetnam-striðið og færa heiminum frið. Neðanmáls í auglýsingunum skýrði hann svo fyrir lesendum auglýsinganna hvernig hann kysi- helzt að heimurinn liti út er frið- ur væri kominn á. Hann kaus þá helzt að Víet Cong réði N-Víet- ( nam, en Saigon-stjórnin átti að j ráða S-Víetnam. Þrátt fyrir það að þessi herferð Matsuda hafi verið angursöm og ’ aðeins valdið honum persónuleg^ um vandræðum, þá er hann enn ' kampakátur yfir breytni sinni/ Hann býr núna í leiguherbergi og , leggur fyrir hluta af launum sfn- ) um, sem eru 278 dollarar á mán- » uði fyrir að aka vörubfl, því hann • segir, að dag einn verði hann að ( hefja aöra auglýsingaherferð fyr-., ir friði. „Ég mun halda áfram að • reyna að gera mannkyninu eitt- • hvað gott“. Matsuda segir einnig: „Það er til forn málsháttur sem , segir, að þaö sé heimskt fólk, en • ekki gáfað, sem sé undirrót ailrar > menningar. Ég held að það sé að- | eins mannkyninu til góða, að ég , er orðinn heimskur maður“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.