Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 5
126. 'ls- landsmet Guomundar — tryggði honum rétt á Evrópumeistaramótið Ennv einu sinni hefur hinn frábæri sundmaöur, Guðmundur Gíslason, Ármanni, tryggt sér rétt til þess að keppa fyrir fslands hönd á stórmóti — og það þótt lágmarkstími Sund- sambands Islands til þátttöku á Evrópumeistaramótinu í Barce- iona á Spáni, sem fer fram 3.— 13. september næstkomandi — væri talsvert fyrir innan gild- andi íslandsmet, Á úrtökumóti Sundsambands- ins fyrir helgi keppti Guð- mundur í 200 m. fjórsundi og synti á hinum ágæta tíma 2:20.4 mín. — eitt bezta afrek, sem þessi fjölhæfi sundmaður hefur unniö á löngum sundferli sfnum. Lágmarksafrek fyrir Evrópumeistaramótið var 2:21.0 . mín. og hefur Guömundur þvi - upptylit það skilyrði — og hann bætti íslandsmet sitt á , vegalengdinni talsvert, en eldra ■ met hans var 2:21.8 mín. ■ Pött árunum fjölgi hjá GuÖ- mundi — hann hefur nú verið keppandi talsvert á annan ára- tug — verður hann stööugt betri í hinum ýmsu sundgrein- um, og fjölhæfni hans er hreint ötrúlegt. Þetta met hans sannar það bezt — svo og ágæt ís- landsmet sem hann settj i landskeppninni viö fra á íþrótta- , hátiö ÍSÍ á dögunum, en þá , setti hann tvö met og það i sundgreinum 200 m. flugsundi og 100 m. baksundi, þar sem hann átti hvaö beztan árangur fyrir. j Þetta met Guðmundar í 200 m. fjórsundinu er 126. Islands- metiö sem hann setur, og hefur , enginn Islendingur komizt neitt nálægt því aö setja jafnmörg < met — og sennilega er þetta algjört einsdæmi i heiminum, ■ að einn og sami maðurinn setji ' 126 landsmet — og enn virðast Guömundi engin takmörk sett með aó setja ný Isiandsmet. Þaö eina sem viröist geta komiö í ' veg fyrir, að Guðmundur setji met, er aö hann hætti keppni — en vonandi verður það ekki . næstu árin. Hiö unga sundfólk •■ þarfnast hans enn, og hann hef- ur gefiö því óvenjulegt fordæmi á öllum sviöum. Að lokum má geta þess, að . einn annar sundmaður hefur náö iágmarksskilyröum Sundsam- [ bandsins, en það er hinn ágæti bringusundsmaður Leiknir Jónsson. VÍSI R . Þriðjudagur 4. ágúst 1970. Guðmundur Gíslason. Pólverjar komust framúr Finnum á síðustu greinum 1 — og komust ásamt Austur-Þjóðverjum i úrslit Evrópukeppninnar Au s íur-Þýzkaland og Pól- ■ ’ nd tryggðu sér rétt í úr- ; slitum Evrópukeppninn- ; ar í frjálsum íþróttum, sem < fara fram í Stokkhólmi 29. ; og 30. þessa mánaðar, þeg- ’ ar þau skipuðu tvö efstu sætin í undanúrslitum á < Ólympíuleikvanginum í (Helsinki um helgina, en Pólland átti einu keppendurna, sem sigruðu í tveimur greinum. Zenon Nowosz sigraði í stuttu hlaupunum, 100 m. hljóp hann á 10.2 sek. og 200 m. á 21.0 sek. og Henryk Szordykowski, sem sigraði Ame Kvalheim, Noregi, í 1500 m. á laugardag sigraði einnig í 5000 m. hlaupinu. Tímarnir voru 3:41.2 mín. og 14:22.1 og hinn litli byrj- unarhraði í lengra hiaupinu hent- aði honum vel eins fljótur og hann er. Austur-Þjóðverjar sigruðu í átta- greinum af hinum tuttugu, en Pól- verjar í sjö. Svíar sigruðu í tveim- ur. Ricky Bruch sigraði í kringlu- kasti með 62.76 m. og Kenneth Lundmark í hástökki, stökk 2.11 m. Norðurlandamethafinn í 400 m. grindahiaupi, Ari Salin, Finnlandi, sigraöi í þeirrj grein á 50.5 sek., Norðmaðurinn' Sverre Sörnes í 3000 m. hindrunarhlaupi á 8:38.2 mín. og Belginn Reygaert í 800 m. hlaupi á mjög slökum tíma — eftir gönguhraöa fyrri hringinn. 40 þúsund áhorfendur horföu á keppnina á sunnudag, sem fór fram í bezta veðri, og var þá mjög púað á'Juha Væætæinen, Norðurlanda- methafann í 10 km., þegar hann kom síðastur í mark í 5000 m. hlaupinu, áhorfendum til skammar. því hann fékk slæman magakrampa og tókst mjög kvalinn aö ijúka hlaupinu. Norðmenn voru aöeins tveimur stigum á eftir Svíum eftir fyrri daginn — en á sunnudag urðu norsku keppendurnir sjö sinnum í síðasta sætinu og var þá ekki von að vel færi. GullaltlarliB Skagamanna sigraði Selfyssinga létt i lengi vel veittu Flnnar Pól- ■verjum harða keppni um ,annað sætið — en Þjóð- t verjarnir voru alltaf örugg- , ir. Þeir hlutu 99 stig, Pól- verjar 92, Finnar 81, Svíar *64, NorÖmenn 38 og Belg- ar, sem ráku Iestina, hlutu ; 36 stig. Bezta árangrmam — af mörgum ^góðum — náði austur-þýzki heims- methafinn í stangarstökki, Wblf- ,gang Nordwig, en hann stökk 5.35 m. eftir harða keppni við Sviann Kjeil Isaksson, sem stökk 10 sm. . lægra. Annars voru það Þjóðverj- amir, sem- settu mestan svip á •keppnina. Manfred Stolle kastaði spjótinu 87.50 m. og úm fjórum metrum lengra en finnski heims- .methafinn Jorma Kinnunen. Joerg ■Ðrehmei stökk 16.80 m. í þrístökki, Hartmut Briesenick varppði kúlu ■20.36 m. og Reinhard Theimer kast- aöi sleggju 69.80 m. og voru í sér- flokki. Héraössambandið Skarphéöinn I hélt upp á sextiu ára afmæli sitt I með fjölbreyttri afmælishátíð á j Laugarvatni utn verzlúnarmanna- • helgina, og er talið, að um sex þús- und manns hafi sótt hátiðina. Meðal keppenda í frjálsum íþrótt um voru nokkrir af beztu frjáls- íþróttamönnum okkar, en samt sem áður var árangur lélegur. — Helzt má nefna, að Guömundur Jónsson, Selfossi stökk 6,80 metra í iangstökki — Sigríöur Jónsdóttir, Selfossi, hljóp 100 m á 13,0 sek. og Þuríóur Jónsdóttir, Selfossi, stökk 5,10 metra í lang- stökki. Þá var glímukeppni og bar Sigurður Steindörsson sigur úr být um. Einna mesta athygli vakti knatt spyrnuleikur milli „Gullaldar- liös Akurnesinga“, sem að vísu var styrkt yngri leikmönnum, og 2. deildar-ljós Selfoss, sem er i öðru sæti í deildinni. Akurnesing- ar höföu mikla yfirburði í leikn- um og léku vöm Selfyssinga oft grátt. Úrslit urðu 3 — 1 fyrir „gull aldarliöiö“ og skoraöi Halldór Sig úrbjörnsson (Donni) óvenju glæsi- legt mark í leiknum — en hin tvö skoraði Matthías Hallgrímsson, nú- verandi landsliðsmaður. Einvígi Vestur- og Austur-Evrópu Úrslitin í Evrópukeppni í frjáls- um iþróttum i Stokkhólmi siðast í iþessum mánuði verða nokkurs •konar einvígi milli austurs og vest- 'urs — því þrjú lönd frá Vestur- jEvrópu, Vestur-Þýzkaland, Frakk- ,land og Ítalía mæta þar þremur úrá Austur-Evrópu, Sovétrikjunum, ■ PóIIandi og Austur-Þýzkalandi. Matthías hjálpaði gömlu köppunum gegn Selfyssingúm. hlaupi á 20,9 sek. Ðionisi, Italíu í stangarstökki, stökk 5,10 m. Landi hans Gentile í þrístökki og stökk 16.72 m. Jumek Tékk. sigr- aði í kringlukasti með 62.68 m. og Aresea, Ítalíu, í 5000 m ■ hlaupi á 14:16,8 mín. og Sigraði þar j hinn fræga Norpoth, VÞ. ísland í Ólympíukeppni I riðlinum í undanúrslitum í Sarajevo í Júgóslavíu um helgir.c tryggðu Vestur-Þjóöverjar sér fyrsta sætiö, hlutu 92 st. Ualir urðu í öðru sæti með 82,5 st, og kom það talsvert á óvart, að þeir •skyldu veröa á undan .Tékkum, sem hlutu 76 st. Ungverjar urðu í fjörða sæti meö 65,5 st. þá Júgó- slavar með 58 st., og Búlgarar i ráku lestina, hlutu 40 stig. Árangur í keppninni varð heldur lakari en í hinum tveimur riðlunum, en þó var ýmislegt gott. Reibert, VÞ sigraði í 400 m grinda hlaupi á 50,4 sek. Sjelev, Búlgariu í 3000 ni hindrunarhlaupi á 8:29,4 min. Eigenherr, VÞ i 20C metra íslendingar munu taka þátt í knattspymukeppni næstu Ólympíuleika að því er Albert Guðmundsson, formaður KSÍ, tjáði blað inu í gær. Ólympiuleikarn* ir verða í Munchen í Þýzka landi 1972 og mun undan- keppni í riðlum fyrir knatt- spyrnukeppnina hefjast á næsta ári — og verður spennandi að viía með hvaða þjóðum ísland lend- ir í riðlunum. KSÍ hefur lengi haft hug á því að taka þátt í þessari keppni og eftir ágætan árangur ís- lenzka landsliðsins í sumar og einnig 1969 hefur stiórn sambandsins ákveðjð að íilkynna þátttöku íslands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.