Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 4. ágúst 1970. Umsjón: Hallur Símonarson Norskir góðir í sundinu Norsk sundfólk stóð sig mjög vel í keppni í Antwerpen í Belgfu flm heigina og bar sigur úr býtum í átta-Ianda-keppni. Alls voru sett fimm norsk met, og norska sundfólkið sigraöi f fiestum grein- um á mótinu eða fimm. Kom J>arna vel fram hin mikla framför Horsks sundfólks. Á laugardag setti Gunn-Kari •Mathisen frá Kirkjunesi met í 200 m bringusundi kvenna á 2:57.4 mín., en þaö nægði þó aöeins í iþriöja sæti í keppninni. Eini sigur Norömanna þann dag var í 1500 m skriösundi en Sverre Kile frá Björg vin náði hinum ágæta tíma 17.15,0 imfn, sem er 16 sek betra en eldra ■metið (næstum tveim mín. betra íen það íslenzka) óg með þessum 'árangri er hann í fremstu röð I iEvrópu. Á sunnudag hélt Sverre Kile á- fram sigurgöngunni og sigraöi 1 .fyrstu grein keppninnar, 400 m skriðsundi á 4:17,6 mín., sem er sekúndu betra en nýsett eldra met ;hans. Þá synti Grethe Mathisen — einnig frá . Kirkjunesi og systii 'Gunn-Kari, 100 m skriðsund á 1:02,5 mín. frábært met. Trine ‘Krogh setti norsk met í 400 m fjór 'sundi, synti á 5:33,8 mín. — en 'eldra met hennar var 5:38,3 mín. Fjórða greinin, sem norska sund- 'fólkið sigraði í þennan dag, var i4x100 m skriðsund kvenna, en þar ‘ varð Wales, sem veitti Noregi harð 'asta keppni, í fjórða sæti. Golf í Eyjum Hér er skemmtileg mynd úr ensku knattspyrnunni, tekin á Highbury-leikvanginum í Lundúnum. Það er Ian Ure, þá sem Arsenal-leikmaður, sem nær knettinum, en hann hafði skotizt fram hjá Brian Kidd, en þeir leika báðir nú hjá Manch. Utd. Hjá markverðinum er Terry Neil, sem nú er orðinn framkvæ mdastjóri — leikmaður hjá Hull City. Fj onr leikir 23 mörk Og þá er knötturinn byrj aður að rúlla aftur á Englandi — ekki þó í deildakeppninni, en hún hefst 15. ágúst — held- ur í Watney-bikamum, en það er ný keppni milli tveggja markhæstu liðanna úr deildunum fjórum, þeirra, sem ekki komust í Evrópukeppni. Og liðin köfnuðu ekki undir nafni sem marka- lið, því 23 mörk voru skoruð í leikjunum fjór- um á laugardaginn. En við skulum nú fyrst líta skoraði fyrsta mark Manch. Utd. á úrslitin: gegn Reading .á 12. mín., þegar Aldershot—S'heff. Utá. .0—-6 'hahtt'skEtllaöi kHðtttnn í mark Fulham —Derby County. 3—5 Peterborough—Hull City 0—4 Reading—Manch. Utd. 2 — 3 Af þessu sést, að liöin úr lægri deildunum, 3. og 4. deild, léku öll á heimavelli — liðin úr 1. deild gegn 3. deildarliðunum — en biðu samt lægri hlut.fyrir hinum stóru. Mestur spenningur var milli Lundúnaliðsins Fulham sem fyr ir örfáum árum lék í 1. deild, og Derby. O’Hara skoraði fyrsta markið fyrir Derby en á nokkr- um mfn. skoraði Fulham þrjú mörk, Earle og Halom (2). Hector lagaði stööuna í 3—2 fyr ir hlé. í s.h. jafnaði Durban, en þar sem um útsláttarkeppni er að ræða, var framlengt. Þá skor- uðu Durban, og O’Hara fyrir Derby, sem leikur gegn Sheff. Utd. í næstu umferð. Poul Edwards, bakvörður, eftir aukaspymu Dunne. Habbin jafnaði við mikinn fögnuð 25 þúsund áhorfenda — en þeir voru um helmingi fleiri en á leiki Readings í 3. deild — og liðið sýndi ágætan leik, en þaö var þó hinn frægi kappi, Bobby Charlton, sem tvívegis skoraði fyrir hlé, og Manch. Utd. hafði yfir 3—1. Strax í byrjun síðari hálfleiks skoraði Denis Law — en hann átti skínandi leik, en meiddist í lokin og fór út af einni mínútu fyrir leikslok — en markið var dæmt af. Og eina markiö í hálfleiknum skor- aði Cummings fyrir Reading. Það nægði Reading ekki, en liöinu er spáð miklum frama í 3. deild í vetur. í liði Reading lék Nicholas Murphy, sonur Jimmy Murphy, sem lengi var hægri hönd Matt, Busby hjá Manch. Utd. og stjómaöi liðinu eftir Munchen-slysið. Hinn imgi Murphy fór til Reading i sumar, en hann hefur leikið í varaliði Manch. Utd. í nokkur ár, en ekki tekizt að komast þar lengra. Fyrir aðdáendur Manch. Utd. er rétt að gefa upp liðið, en það var þannig skipað: Stepney, Edwards, Ure, Sadler, Dunne — Crerand og Bobby Charlton — Morgan. Law, Kidd og Best. — Fitz Patrich kom inn á í stað Law Liðin úr 4. deild höfðu lítið að segja í 2. deildarliðin. Sheff. Utd skoraði sex mörk gegn Aldershot — og Hull (Wag- staffe og Chilton 2 hvor) fjög- ur gegn Peterborough. Hinn kunni fyrirliði Arsenal og for- maður félags brezkra atvinnu- knattspymumanna írinn Terry Neil er nú orðinn framkvæmda- stjóri og leikmaður hjá Hull. Reiknað er með, að Bobby Charlton taki við formennsku í félagi knattspymumannanna. j í 1 í < 4 \ i $ j Meistaramót Golfklúbbs Vest- .mannaeyja var haldið 22.-25. júlí ’s.l. og voru þátttakendur 27. Orslit urðu þessi: Meistanaflokkur: Högg: Atli Aðalsteinsson 293 Hallgrímur Júlíusson 297 Ársæll Sveinsson 302 Fjögur landsmet voru sett í fyrstu greininni! og Ólymp'iumeisfarinn stbkk 17.25 m i k>ristbkki 1. flokkur: Högg: - Ársæll Lárusson 316 Ragnar Guðmundsson 319 Sveinn Þórarinsson 327 (2. flokkur: Högg: Einar Þorsteinsson 364 Magnús H. Magnússon 374 Tryggvi Marteinsson 375 Kvennaflokkur: Högg: Jakobína Guðlaugsdóttir 356 Ágústa Guðmundsdóttir 419 Sigurbjörg Guðnadóttir 444 Frakkland og Sovétrikin háðu hörkukeppni í riölinum í Evrópu- keppninni i frjálsum íþróttum í Ziirich um helgina og hlutu sömu ’stigatölu, 97 stig hvort land, og komast því í úrslit f Stokkhólmi. I Bretland varð i hriðia sæti meö 168 stig. Snánn hlaut 60 stig, /iss 55 og Rúmenia 42. Keppnin byrjaði mjög glæsi- léga og í fyrstu grein, 110 metra grindahlaupi, vora sett fjögur Iandsmet, en það var einmitt á þessari braut, ef ég man rétt, sem Martin Lauer setti heimsmet i greininni 1960, hljóp á 13,2 sek., sem enn stendur. Sigurvegari nú varð franskur hlaupari á 13,3 sek., en Hemery, ólympíumeistarinn frægi frá Englandi, varð annar á 13,4 sek. Og 1 mörgum öðrum greinum náðist frábær árangur. Sanyjev, Sovétríkjunum, stökk 17,25 metra í þrístökki, ótrúlegt afrek og að- eins árangur hans á ólympíuleikun um í Mexíkó betri. Hinn nýi sprett hlaupari Rússa, Boshov, sigraði í 100 m hlaupi á 10,3 sek, en meidd ist í 200 m hlaupi og varð síðastur. Þar sigraði Frakkinn Fenoil á 20,5 og Reynolds, Bretlandi, varð annar á 20,7 sek. Það kom á óvart hvað Bretum gekk illa í keppninni, sigr- uðu ekki í einu einasta hlaupi, en hins vegar óvænt í spjótkasti. Þar var sett enskt met og ólympíu- meistarinn Lusis frá Sovétríkjun- um varð annar. Sökum þrengsla i blaðinu í dag verður nánar sagt frá keppninni á morgun. Jafnaði ] heimsmet j í Evrópukeppni kvenna f frjáls- i um iþróttum um helgina jaftiaði j Renata Meissner frá Austur-Þýzka- \ landi heimsmetið í 100 m. hlaupi i! kvenna hljóp á 11.0 sek. og hún j náði einnig frábærum tíma i 200 m. hlaupi á 22.7 sek. í Keppt var í þremur riðlum og* verður úrslitakeppnin i Búdapest') síðar í þessum mánuði. 1 riðlinum < í Austur-Berlín varð Austur- i Þýzkaland efst með 84 stig, þá , Bretland 73, Holland 58, Frakk- land 55 og síðan komu langt á eft- ir Danmörk með 34 st., Finnland 32 og Noregur 28. í öðrum riðli sigraði Vestur- Þýzkaland með 74 stigum. Ung- verjaland hlaut 52, Búlgaria 48, Júgóslavía 32 og Belgía 21.1 þriðja riðlinum, þar sem m. a. Sovétríkin kepptu, er blaðinu ékki kunnugt um úrslit

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.