Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 13
fíSIR . Þriðjudagur 4. ágúst 1970. 13; Þ. ÞORC IRfMSSON & CO I SALA - AFGREIÐSLA SUÐURLANDSBRALn 6 Iffi. FERÐAFÓLK! Bjóðmn yöur 1. fl. gistingu og greiðasölu í vistlegum húsakynnum á sanngjömu veröi. HOTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI 96-12600 MGMéghvili _ nted gleraugum frá Austurstræti 20. Sími 14566. HALLTEX LOFTPLÖTUR 40x40 cm %“ þykkar. Ný gerð, hagstætt verð. Hannes Þorsteinsson, heildverzlun. Hallveigarstíg 10. Símar 24455—24459 Hann fékk ekkj heldur peninga til náms heiman að, þeir komu frá samtökum Gyðinga í borginni, sem höfðu boðið honum náms- styrk, eftir að hann hafði lokið venjulegu skólanámi og vakið athygli á sér fyrir óvenjulega góða frammistöðu. Þegar hann heföi lokið háskólanámi og fengið fasta stöðu, bar honum að greiða þenn an námsstyrk aftur að vissum hluta. Stærðfræðiprófessor hans við háskólann í Vilna hafði taliö hann gáfaðastan allra þeirra nem enda, sem hann haföi haft undir höndum. Við háskólann í Bonn j í Þýzkalandi, þar sem hann nam um eins árs skeið, naut hann mikils álits fyrir frábæra hæfi- ' Ieika sína og við þennan háskóla var sömu sögu að segja. Að hann mættj þar tiltölulega sjaldan í kennslustundum kom fyrst og fremst af því að hann vann af miklu kappi að doktorsritgerö sinni, en öll líkindi virtust til, að hann gæti lokið henni á ári í stað tveggja ára, sem yfirleitt þurfti til undirbúnings doktors- gráðunni. Að því afreki loknu beið hans prófessorsstaða við háskólann. Hann mundi því ekki snúa aftur heim til Vilna, sennilega ekki heldur til Póllands, en dveljast þa-r. sem hann var kominn; það sem eftir væri ævinnar hér á þess um srað, þar sem hann hafði í rauninni þegar búið um sig. Og gæti hann því við komið, mundi hann aldrei flytjast á brott úr híbýlum frú Lange. „Elsku stóri drengurinn minn, hve heitt þrái ég þaö ekki að mega vefja þig örmum . . .“ Hann langaði mest til að lesa öll bréfin og um leiö titraði hann af ótta við það að komið yrði að sér. Einmitt þegar sú hugsun leitaði á hann enn einu sinni, heyrði ha-nn fótatak úti á gangstéttinni og varð litið út um gluggann. Hann þekkj það á skugganum, að það var Michel, sem nálgaðist útidymar. Þetta varð með svo óvæntum og skyndilegum hætti, og hann var svo gersamlega lamaður, að hann gat ekki með neinu móti gert sér grein fyrir hvort þeim rúmenska hefði orðið litið inn um gluggann, þegar hann gekk hjá. Honum fannst sem hann hlyti að hafa gert það, slíkt hlytj ein- ungis að vera eðlilegt og ósjálf- rátt viðbragð, en hann hafði ekki tíma til að hugleiða það nánar. Hann vissi sig standa að því leyti betur að vígi að það var myrkara inni í herberginu en úii fyrir og að það sást þvf ekki eins vel inn um knipplingatjöldin og út um þau, en þar fyrir var ekki aö synja fyrir það andlit hans kynnj að hafa skorið sig úr rökkr ■ II inu inni, sökum þess hve fölt það var. Titrandi höndum lagðj hann bréfin afur ofan í skúffuna og lok aði henni eins hljóðlega og hon- um var unnt. Michel stóö enn úti á dyra- þrepinu, ósýnilegur frá honum, og leitaði í vösum sínum að úti- dyralyklinum. Elie Haföi ekkj tíma til að kom ast inn í eldhúsið, öftir að hann hafði lokað herbergisdyrunum á eftir sér, svo að hann tók skref fram ganginn að útidyrunum og dró hurðina frá stöfum í sömu svifum og Michel var að singa lyklinum í skrána. Það leyndi sér ekki að Michel kom þetta mjög á óvart, en Elie stamaði: „Bankaðir þú á hurðina?" „Nei . . „Mér heyrðist þaö . . .“ Kannski var Miohel svona undr andi vegna þess hve Pólverjinn var vandræðalegur. Elie hafði aldrei verið þess umkominn að dylja tilfinningar sínar. Hann fann hvernig hann roðnaði upp í hársrætur. og það varö til þess að hann fór að stama. „Ég . . . ég er aleinn heima í húsinu . . .“ tautaði hann og tók stefnuna inn í eldhúsið. Hánn heyrði að sá rúmenski gekk inn í herbergið, en heyrði hann samt ekkj loka á eftir sér dyrunum. Þegar hann var kominn inn í eldhúsið aftur og setsdur við borðið, tók hann blýantinn og lét sem hann væri að vinna, enda þótt hendur hans titraðu enn og hann fyndi ákafan seðaslátt viö gagnaugun. Vegna fátsins, sem enn var á honum, varð faann þess ekki var þegar eldhússdymar voru opnaðar,- og hrökk því viS þegar hann heyrði rödd Michels fyrir aftan sig. „Er ég að trufla þig?“ Hann blimskakkáði á hann aug unum. Rúmeninn virtist ekki neitt gramur. Þvert á móti virtist það vera hann, sem var áhyggju- fullur. Kannski hafði hann opnað öskjurnar með tyrkneska saelgæt inu, eða þá að hann hafði opnað skúffuna. „Má ég staldra við héma hjá þér andartak. Ég veit að þú ert önnum kafinn við störf þín. en Það var alls ekki ólíklegt að það heifði verið af ásetningi, að hann kom fyrr heim en venju- lega, vitandi það, að frú Lange mundi ekki vera heima. Hann var vandræðalegur á svip inn, þegar hann tók sér sæti hin um megin við borðið á stól Lou- ise. „Þú hefur dvalizt héma svo lengi . . •“ Elie var smám saman að ná aftur valdi yfir tilfinningum sín- urn, og roðinn að hverfa ú; vöng um hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.