Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 2
Moneólíti skrifar Gcim-eyrnalokkur Jackic Afmæli frú Onassis Frú Aristoteles Onassis mun hafa haldið upp á sinn fertug- asta og fyrsta afmælisdag í kyrrð og ró heima á Skorpíos- eyju með manni sínum, bömum og fáeinum vildarvinum, svo sem Lee Radziwill systur sinni og manni hennar, Stgnislav Radzi- will. Jackie fékk urmul dýrmætra gjafa og voru gjafimar ailar send ar með þyrlu út til eyjarinnar. Mikla athygli vakti gjöf sem grískur skartgripasali sendi henni. Það var eins konar geim eymalokkur, en gefandinn sagði að þar sem afmælisdag frúarinn ar bæri upp á sama dag og fyrstu geimgöngu mannsins, þá væri eymalokkurinn mjög svo viðéigandi. □□□□□□□□□□ Konur verða kvenlegri Þýzkir fataframleiðendur segja, að afturendinn á þýzkum konum verði stöðugt umfangsmeiri, eft- ir því sem tímar liða. Samband þýzkra framleiðenda lét fara fram víðtækar mæJingar á mjöðm um ongra stúlkna og kom þar fram að konur verði kvenlegri og kvenlegri. Mjaðmir þeirra séu mun breiðari en formæðranna. □□□□□□□□□□ Magabelti hættuleg Kanadísk umferðaryfirvöld hafa látið frá sér fara gréinargerð þar sem mælzt er til að konur klæðist ekki magabeltum meðan oær aka bil. Segir í greinargerö- mni, að magabelti séu þannig fatnaður aö þau séu hættuleg um ferðaröryggi, þvi þau þrengi þann ig að maga eða mitti konunnar að hún reyni ósjálfrátt að rétta úr fótleggjunum til þess að minnka þrýstinginn á magann. Af þeirri hreyfingu leiðir svo, að konan stígur óafvitandi fast- ar á bensíngjöfina og oft gerist það að þetta verður snögglega og bifreiöin taki kipp fram á við. „Veröld Nigels Hunt“ heitir bók ein sem ekki lætur mikið yfir sér og eflaust kemst hún aldrei á lista yfir metsölubæk- ur. Samt sem áður flytur hún fólki um allan heim merkileg tíðindi. Höfundur bókarinnar, Nig el Hunt er mongólíti, og því er hann álitinn vera eins mikill andlegur öryrki og mögulegt er að vera. Nigel, sem er 22 ára gamall, mun vera fyrstur allra mongól- íta til þess að rita bók og það afrek hans hefur komið sérfræð ingum algjörlega á óvart. Mongól- ismi er meðfæddur ágalli og or- sakast af auka krómósómum í blóðfrumunum. Þegar Nigel fædd ist var foreldrum hans, Douglas og Grace Hunt í Edgeware, Eng- landi, sagt að sonur þeirra yrði fáviti alla ævi. En foreldrarn- ir neituðu að hlusta á'raddir sér fræðinga sem ráðlögðu þeim að setja Nigel á hæli fyrir fávita og gleyma honum. „Hefðum við hlustað á sérfræðingana hefðum við farið alveg á mis við þá gleði, sem Nigel hefur fært okkur“, segir faðir hans. „Grace með- höndlaði Nigel alltaf eins og venjulegt barn“, segir Douglas Hunt, „hún kenndi honum að tala, og staíaði ætíð öll orðin fyrir hann og eins og öll önnur börn, þá langaði Nigel til að líkja eft- ir foreldrum sínum. Ég skrifaði á ritvél og því langaði hann til að vélrita. Dag einn sýndi ég hon um hvernig hægt er að þrýsta stafalyklunum niður. Það var allt sem ég kenndi honum í sam- bandi við vélritun og núna get- ur hann vélritað hraðar en ég.“ I 2 ár var Nigel á skóla fyrir vanvita böm, en er foreldrar hans komust að því að þar var honum aðeins kennt aö hann væri ófær um alla skapaða hluti, tóku þau hann þaðsn og leyfðu honum að fylgjast nokkuð með kennslu í skólanum þar sem faö ir hans var skólastjóri. Blaðamaður einn heimsótti Nig el nýlega og átti tal við hann. Er blm. bar að garði var Nigel önnum kafinn við að búa til lítil leikföng sem seld eru fyrir hann í verzlun í nágrenni heimilis hans. Hann sagði „að titill bók- arinnar væri rangur, því móö- ir mín, sem nú er látin, gerði mér þetta mögulegt. Bókin hefði átt að heita „Heimur móðurminn ar“. Hún gerði allt fyrir mig“. Nigel var í sex mánuði að rita bókina og sat hann við í 2 klst. á hverjum degi. „Bókin mín fjall ar um þá hluti sem ég hef gert“. Nigel byrjaði reyndar ekki alveg af sjálfsdáðum á bókinni, heldur var það sálfræðingur og rithöfundur, Eileen Garrett að nafni sem hvatti hann eindregiö til þéssa, eftir að hafa séð sitt- hvað það sem hann fyrr hafði skrifað. Hrapallegur slysadagur varð fyrir viku á helzta nautaats- leikvangi Madrid. Þann dag kom margt áhorfenda til atsins, því auglýst hafði verið að ungir og efnilegir nautabanar myndu koma þarna fram í fyrsta sinn. Allir hafa þeir eflaust vonazt eftir að veröa hetjur dagsins og ef til vill stíga fyrstu spor sín sem E1 Cordobesar framtíðarinnar, en nautaatið krefst sífellt ungra nautabana, nýrra nafna og ný- stárlegra hæfileika. E1 Levantínó, EI Almendro og E1 Cazella voru gráðugir í fé og frægð. Og komist ungur nautabani inn á aðalleikvanginn bók 1 framtíðinni ætlar Nigel sér að skrifa áðra bóK. éti nána Bt hann önnum kafínn víó aS Jssrtt að ie.ika í giíar. alltaf í Madrid er til mikils að keppa, því sigurlaunin eru ekkert smá- ræði. Þeir sem koma fram í fyrsta skipti eru ævinlega látnir hefja atið og þá eiga þeir ævin- lega við sterkustu nautin. Standi þeir sig vfel, eru þeir þegar orðn-, ir frægir og eiga peninga visa. Og fyrir viku horfðu þús- undir manna á hvernig óþreytt. og öflugt naut lagði líf eins ungu nautabananna gjörsamlega í rúst. E1 Levantínó var borinn dauð- særður burt af leikvanginum og settur á spítala. Klukkustund seinna hafði sama nautið gert E1 Almendro sömu skil. Þetta tæki, sem stúlkan styður sig við, vakti mikla athygli á vörusýningunni í Hannover, sem haldin var á dögunum. Siemens fyrirtækið, sem fann upp áhaidið og framieiðir það, fullyrðir að tækið fjórfaldi nýtingu símakapla, því að með aðstoð þess megi afgreiða 10.800 símtöl i einu í gegnum sömu línu. Menn verða fljótir að gera sér í hugarlund mikilvægi þess- arar uppfinningar, ef haft er í huga, að fjöldi símtala í heim- inum eykst árlega um 7%. Símnotendur um heim allan eiga um eina billjón símtöl á dag. En fram til þessa hefur mest verið hægt að afgreiða 2700 símtöl í gegnum eina línu í einu. Mongólítinn Nigel Hunt heldur þarna á bók sinnl, en faðir hans, Douglas Hunt stendur hjá. Nautabanar sigra ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.