Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 5
V I S I R . Miðvikudagur 5. ágúst 1970, 5 Einu sinni heimsmet, nú ekki lengur dunskt met Það vakti mikla athygli septemberdag fyrir 15 ár- um, þegar rauðhærður, danskur strákur hljóp glæsilegt 1500 m hlaup á alþjóðlegu móti í Osló — og þegar klukkurnar voru stanzaðar kom í Ijós, að hann hafði sett nýtt heims met, hlaupið á 3:40,8 mín. Þetta var Gunnar Nielsen, sem marga hildi háði við íslenzka hlaupara. I Og nú fyrir nokkrum dögum bætti Tom B. Hansen, einn dönsku iþróttamannanna, sem keppti hér á dögunum í fimm-landa-keppn- inni, hiö danska met Gunnars á vegalengdinni, hljóp á 3:40.6 mín. á móti í Osló og sögufrægt met tilheyrði þar með fortíðinni. Gunnar Nielsen fylgdist með hlaupi Hansens á sjónvarpsskerm- inum og sagði eftir það. — Ágætur tími, en Tom nýttj ekki krafta sína rétt. Hann hefði átt aö sigra í hlaupinu (Norðmaðurinn Ame Kvalheim varð fyrstur). Enda- spretturinn kom of seint — og tíminn þess vegna ekki innan við 3.40 min. Þetta sagði gamli meist- arinn, en eitt er víst, að hinn ungi Tom Hansen á glæsilega framtíð fyrir höndum. Á sama móti voru sett tvö önnur dönsk met. Flemming Kempel hljóp 5000 m á 14:02.4 mín. og Wigmar Petersen 3000 m hindrunarhlaup á 8:54.6 mín. og það er greinilegur skriður á dönskum frjálsiþróttum um þessar mundir, þrátt fyrir von- Umsjón: Hallur Símonarson Og hér er Tom B. Hansen (til vinstri) nýi, danski methafinn I 1500 m hlaupi og horfir upp til Gunnars Nielsen, frægasta og bezta hlaupara, sem Danir hafa átt. brigðin, sem Danir urðu fyrir í I vik en þar stóöu þeir sig mun fimm-Ianda-keppninni hér í Reykja-1 lakar en efni stóöu til. 1 Evrópukeppni kvenna í Austur-Berlín um helgina, er við sögð- um að nokkru frá í gær, setti Solveig Langkilde nýtt danskt met í hástökki — stökk 1,73 metra. Myndin er tekin af henni í met- tilrauninni. 1 kep’pninni settu dönsku stúlkurnar einnig þrjú önn- ur döíisk met — tvö í boðhlaupum og í 100 m grindahlaupi hljóp Annelise Damm Olsen á 13,8 sek. — en hún hefur lengi verið einn fremsti 800 m hlaupari kvenna í Evrópu. FUNDARBOÐ Félagsfundur Flugvirkjafélags íslands verður haldinn að Brautarholti 6, fimmtudaginn 6. ágúst 1970, kl. 17.00. Fundarefni: a. Samningarnir b. Önnur mál. Stjórnin. Evrópumeistararnir og Celtic gerðu iafntefli — en Tottenham sigraði Glasgow Rangers með 2-0 Evrópumeistárar bikarhafa, enska liðið Manch. City !ék i gær við Glasgow Celtic á hin- um risastóra Hampden-Park í Glasgow að viðstöddum miklum fjö-ldá 'áhöt-fenda. LeiknUrh lauk án þess mark væri skorað og be2t) máðíiriHn ( léíKhubi' var'1 Joe Corrigan, markvörður Manch. City, sem varði snilld- arlega í leiknum. Hann er hæsti leikmaðurinn í enskri knattspyrnu — tveir metrar á hæð. Mikill áhugi var á þessum leik, enda mættust þarna þau tvö brezku lið, sem náðu lengst í Evrópukeppninni á sl. keppn- istímabili — en sem kunnugt er komst Celtic i úrslit f keppni meistaraliða, en tapaði nokkuð óvænt fyrir hollenzka liðinu Fejenoord í Milanó. Á sama tíma léku Tottenham og Glasgow Rangers á White Hart Lane í Lundúnum og var það bráðskemmtilegur leikur. Tottenham — með fyrirliöann Alan Mullery i broddi fylkingar — sýndi ágætan leik og sigraöi með 2—0. Bæði mörkin voru skoruð fyrsta hálftima leiksins. Hið fyrra skoraði skozki lands- . liðsmáðufinti/. Afan fvGilzean., ,env hann lék hér á Laugardalsvelli fyrir nokkrum árum með Dundee ásamt Ian Ure og fleiri frægum köppum, en hið síðara Roger Morgan, annar Morgan- tvíburanna, sem Tottenham keypti fyrir 110 þúsund pund frá QPR. Stúlka óskast Viljum ráða vana stúlku í þvottahús. Uppl. eftir kl. 18, ekki í sima. Þvottahúsið Skyrtur og sloppar, Ármúla 38 Hausttízkan í kvenskóm er komin Ný sending frá GABOR kemur í búðina í dag. SKÓVAL Austurstræti 18 — Eymundssonarkjallara. sunna cTHALLORKA _ CPARADÍS c5í JÖRÐ Land hins eilifa sumars. Paradís þeim, sem leita hvíldar og skemmtunar. Mikil riáttúrufegurð. ótakmörkuð sól og hvitar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, italiu og Frakklands. Eigin skrifstofa Sunnu i Palma. með íslenzku starfsfólki. FEftÐASK RIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆTI 7. SlMAR: 16400 12070 travel

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.