Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Miðvikudagur 5. ..^úst ls>/v. 9 Lennart Elmevik er sænskur dósent í norrænum fræðum. Kennir við Uppsalaháskólann — „Þið verðið að vera fljótir að smella af — flugvélin fer frá Keflavík eftir hálftíma“. Sott að vera dósent í Uppsölum — sænskur norrænukennari i heimsókn hér □ Einn þeirra útlendinga er ísland harfa gist síð- ustu daga er Lennart Elmevik, sænskur dósent í norrænu við háskólann í Uppsölum. Við hittum Elmevik í gær, réttum hálftíma áður en hann sté upp í vagn þann er flutti hann til Keflavíkur og mátti hann því naumast vera að því að eyða á okkur sínum dýrmæta tíma — en þó tókst okkur að toga út úr honum nokkur orð yfir samnorrænu kaffi í Norræna húsinu. m sm: — Hvernig þótti þér verzlunarmannahelgin? Sristlnn Gunnarsson, starfsmað ur Hitaveitu Reykjavíkur (18 ára): „Hún var róleg, sallaróleg og ágæt — enda var ég í mak- indum heima.“ Þórir Steingrímsson, lögreglu- maður: „Að vísu var ég aö vinna, en mér þótti hún göö — nema ölvunin að Húsafelli skyggði nokkuö á og verður lík lega til þess, að varla verður þetta kallað bindindismót fram Steingrímur Sigurðsson, blaðam. og listmálari: „Hún var ánægju leg, því að ég var i borginni. — f>aö var fátt fólk í bænum og borgin var vinalegri, og ég naut þess svo vel, að það jaðraði við sumarið mitt í fyrra á Flór- ída.“ Dýri Guömundsson, 18 ára starfsmaður Hitaveitu Reykjav.: „Svona la, la! Svo langt sem hún náði — en þáð var nú ekki lengra en að Glaumbæ. Ólöf Ásgeirsdóttir, verzlunar- mær: „Hún var mér erfið, þvi að ég hef aldrei fyrr verið jafn lengi á leiðinni upp að Húsa- felli — 17 klukkustundir! En bíllinn bilaði nefnilega á leið- inni." — Og hvað er svo Uppsala- dósent að gera á íslandi? „Ég hef verið hér í einn mán- uð og ferðast um landið, því sjáðu til, það er alveg bráðnauðsynlegt fyrir dósent í norrænu að koma til íslands. Hitta íslendinga að málið og fá eitthvert inngrip í lif- andi mál.“ — Hefur það þá tekizt — eig- um viö að tala fslenzku núna? „Fyrir alla muni ekki — en það þýöir ekkert fyrir íslendinga nú orðið að ætla að ræða rikis- leyndarmál i mín eyru, ég skil nðfnilega allt, þó verr gangi að tala“. — Og hverjir hafa helzt kennt þér þína fslenzku? „Ég dvaldi fyrst i stað í Reykja vík, og bjó þá hjá fyrrverandi háskólarektor, Ármanni Snævarr. Síöan bjó ég um tíma hér í Nor- ræna húsinu, eða unz ég komst í ferðalagið. Ég hef farið mikið hér um Suðurland, en einnig komizt norður og austur". — Sænskur norrænudósent ætti nú að kunna sitthvað fyrir sér í íslenzku — fannstu nokkum mun á norölenzkum og sunn- lenzkum framburði? „Ekki hinn minnsta það er ekki mögulegt fyrir mig að heyra hann.“ — Varstu lengi á ferðalagi? „Einn mánuöur er nú ekki langur tími, en ég dvaldi lengst af á Skriðuklaustri hjá Matthíasi Eggertssyni öðlingnum. Þar þótti mér gott að vera — náttúran, ís- lenzk náttúra er svo fögur og hún gagntekur mann gjörsamlega, lfk- ist reyndar Finnmörk. Og ekki setja íslendingar neinn blett á minninguna frá þessu fagra landi. Islendingar eru einhver gestrisn- asta og opnasta þjóð sem ég hef kynnzt" — Engar neikvæðar hliðar? „Ef bær eru einhverjar, þá segi ég ekki orö um þær, því þeim kynntist ég ekki. Mér geðjast einkar ve) að öllu því sem ég sá og heyröj í ferðinni. Mér finnst að þjóðfélagið sjálft sé þó mjög lík og á hinum Norðurlöndun- um. þó vissulega sé þar einhver munur á sem kannski er ekki svo gerlegt að segja frá“. Það er annars stórfurðulegt hve íslendingar eru margir skemmtilegir. Það er svo mikið af „orginölum", hreinum nátt- úrubörnum hér að það er senni- lega hvergi til aö jafna, nema þá helzt í Noröur-Noregi eða Norður-Svíþjóð, Lapplandi. Og þó held ég að það sé alls ekki sambærilegt. Ég veit það reynd- ar með vissu, að margir Svíar og Norðmenn sem ég þekki og eru íslandsvinir, meta landið og íbúana mikið fyrir það hve hér er margt og mikið eins og sprottið undan hæðum og drög- um í náttúrunni." — Er þetta ekki að hvertfa? „Ég veit ekki — tel það samt líklegt — samt sem áður held ég að það beri talsvert á þess- um íslenzku „orginölum" hér í Reykjavík þó eðlilega séu þeir helzt f afskekktarj byggðar- lögum. — Það er einangrunin sem þannig verður til þess að vemda eðli mannanna sem við hana búa“. Háskólamenn í heyskap. — Og þú ætlar þá kannski að koma aftur hingað? „Auövitað ég kem strax næsta sumar og þá ætla ég að vera miklu lengur. Það er nefnilega eldgömul venja meðal dósenta í norrænu við Uppsalaháskól- ann, að vera eitt sumar á Is- landi og vinna að bústörfum. Mér finnst þetta mjög skemmti- leg venja og ætla vissulega ekki að veröa til að brjóta hana“. — Geturðu svo fært stúdent- um þínum einhver tíðindi af ís- landi? „Auðvitað hef ég haft gagn a'f ferðinni og ég vona að það endurspeglist í kennslu minni. Ég tók annars heilmikið af mynd um, kvikmyndum og ljósmynd- um. Fór á suma af þessum þekktu stöðum úr bókmenhtun- um: Þingvelli og Borg á Mýr- um". — Er einhver áhugi að ráði meðal sænskra stúdepta á nor- rænum fræðum? „Hann er vissulega að aukast mikið, en hins vegar kunna þeir ekkj mikið fyrir sér greyin þegar f háskólann kemur. Þeir læra ákaflega lítið í menntaskó! unum í norrænu — lesa kannski nokkrar fomsögur, og þá bara í sænskri þýðingu. Málið þekkja þeir ekki neitt, sem kannski er skiljanlegt". Skemmtilegir stúdentar. — Hvað hefurðu um stúdenta að segja? Eru þeir uppreisnar- gjamir hjá ykkur í Uppsölum, eða eru þeir þægir eins og ís- lenzkir? „Ég kann mjög vel við sænska stúdenta — þeir hafa stórum batnað á síðustu ámm með því að tekið var upp nýtt fyrirkomu- lag í sænskum menntaskólum. Ég ætla ekki að útskýra hvemig það fyrirkomulag er, þaö get ég ekki. en það kemur þannig út í háskólunum, að ég held, að stúdentar kunna kannski ekki eins mikið og þeir sem stúdentar voru eftir gamla fyrirkomulag- inu en þeir eru miklum mun opnari. Spyrja margfalt meira og Kennslan er lifandi. Það eru sjáltfstæðir menn í þekkingarleit. Menn sem kunna að læra. Og jafnframt bví sem þá verður fyrirhafnarmeira að vera dósent, þá em slík vinnubrögð marg- falt skemmtilegri". íslendingafélag. — Eru margir íslendingar í Uppsölum? „Ég veit ekki, ég verð ekki svo mikið var við þá, þ.e.a.s. stúdentana, en ég er ritari fé- lagsskapar sem kallast íslands- félagið. Það félag var stofnaö eftir fyrirlestur sem Einar Ól- afur Sveinsson prófessor flutti þar í Uppsölum árið 1949 og fjallaði fyrirlesturinn um Njálu. Strax eftir þann fund var félag- ið stofnað, og nú eru í því 400 manns. Við gefum út ársrit og höldum fimdi tvisvar á ári“. — Er gott að vera dósent í Svíþjóð? „Já já - ekki get ég sagt annað. Launin em kannski ekki neitt mjög há miðaö við aöra starfshópa, en hins vegar em allar aðstæður mjög góðar. Við kennum til dæmis ekki nema 75 tíma á ári — þannig að nægur tími gefst til rannsókna og vís- indastarfa — enda til þess ætl- azt að maður skili einhverju á því sviði“. — Og hvemig kennið þiö svo norrænuna — með því aö lesa Vísi? „Já til dæmis, það er reyndar íslenzkur lektor sem kennir nú- tíma íslenzku, en við kennum svo bókmenntir og textarann- sóknir innlendu kennararnir. Jú — ég býst við aö íslenzki lekt- orinn láti sína stúdenta lesa dagblöðin — og þá auðvitað Vísi“. — GG. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.