Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 2
 I Jackie kemur frá Rhodoseyju með vini sínum, Alex Hadzimic- hailis, arkitekt. Síðan héldu þau saman til afmælisveizlu hennar sem haldin var á Skorpíóseyju. Og þá hefur Jackie Onassis loksins haldið blaðamannafund, og á honum kvaðst hún vera fjúk andi öskuvond yfir þvf hve fólk í heiminum sé orðið ósvífið að vera alitaf að tala um að hún sé óhamingjusöm í hjónabandinu. „Það er algjör della", segir hún, og við Ari höfum alls ekki i hyggju að skilja. Þvert á móti. Hjónaband okkar hefur aldrei ver ið betra. Og Jackie lét ekki nægja að halda blaðamannafund vegna málsins, heldur hefur hún látið meðlimi úr Kennedy-fjöl- skyldunni vitna með sér um á- gæti hjónabands hennar og gríska billjónamæringsins. Jackie segir að Onassis sé alveg sérstaklega góður við börn sín tvö — varla sé hægt að ímynda sér að aðrir menn sem sólin skín á geti verið svo góð ir. Jackie viðurkenndi að vísu á fundinum, að bömunum hefði I byrjun ekki geðjast að Ara gamla einkum hefði Caroline verið sein til aö hænast að honum, en núna væri þetta allt breytt, þvi Ari væri svo yndisleg persóna og ynni stöðugt á. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu Jackie halda slúðursögur um slæmt samkomulag Onassis-hjón anna áfram að ganga og benda höfundar þeirra stöðugt á hve lít ið þau hjón eru saman, virðast eiga fátt sameiginlegt annað en ógrynni fjár. Það er gríski arkitektinn Alex Hadzimichailis sem núna er helzti fylgisveinn Jackie og sést hann með henni á meðfylgjandi mynd. Hjónaband Nýlega kvæntist Greville Wynne fyrrverandibrezkurnjósn ari — sem Sovétmenn fangelsuðu en létu sfðar lausan f skiptum fyrir Gordon Lonsdalc. Hann kvæntist Johanna van Buren, en hún er hollenzk söngkona. □□□□□□□□□□ Að sofa á verðinum John Daly vörður og eftirlits maður við vatnsból New York borgar lenti illa f því um inn. Það birtist nefnilega mynd af honum þar sem hann stein- svaf fram á hendur sínar f vinn unni. Dagblaö eitt í New York tók sig til og sendi ljósmyndara á marga vinnustaði í borginni til ; þess að grennslast fyrir um hvort ; margir svæfu á verðinum. Og ; nú stendur til að reka John Daly, ' þvf vatnsvörður má sko alls ekki 1 sofa, á hans árvekni getur riðið i lff fjölda manns, eða að minnsta > kosti heilsa svo ekki sé dýpra ’ tekið f árinni. i , Málsvöm Daly er sú að hann ■ hafi lagzt fram á hendur sín- ar eins og hann aevinlega geri á ! hverjum morgni, til þess að biðj | ast fyrir. ' Spurningin er þá: Á vatnsvörð i um að haldast þaö uppi að leggj í ast á bæn hvenær sem er — heil • brigði milljóna getur riðið á ár j vekni þeirra! Bóndi frá Brazilíu er að verða þjóðhetja fyrir iækningamátt sinn Hjónabandið gott — orðrómur um yfirvofandi skilnað svæsin lygi Brasilískur bóndi, sem fram- kvæmt hefur .mar^a veihappnaða uppskurði, segi'r' að'löngu daúo- ur þýzkur læknir stýri hendi sinni er hann heldur um skurö hnífinn. Þessi læknir heitir Jose Arigo og er frá Congonhas Campo, og sker aldrei upp með öörum verk færum en sljóum vasahnífum, borðhnífum eða skærum. Þessi tæki sín geymir hann alla jafna f- ‘ryögaðri pjðursuðudós — sótt- hreinsar áídrei neitt. Hann á það til að gefa mönnum fyrirheit um að bráðlega finnist upp lyf sem læknað geti sjúkdóm þeirra. Slíka spádóma gerir hann venjulega skömmu áður en vísindamenn finna upp nýja gerð lyfs. Árið 1964 rannsakaði frægur brasilískur skurðlæknir, dr. Ari Lex við ríkissjúkrahúsið í Sao Paulo og práfessor f læknavisind um viö háskólann í Sao Paulo, feril Arigo og fylgdist með hon- um er hann framkvæmdi nokkr- ar vandasamar aðgerðir. „Ég horfði á hann framkvæma þrjár mjög vandasamar aðgerð- ir“, sagði Lex prófessor, „hann skar upp við botnlangabólgu, komst fyrir skemmd í eyra og náði út greftri í auga“. Dr. Lex sagði svo í viðtali við dagblað sem gefið er út í Sao Paulo „að Arigo hefð| framkvæmt alla upp skurðina með hinni mestu prýði og án allar sýnilegrar á- reynslu. „Arigo ætti að rannsaka vísindalega. Ég hef aldrei séð eða heyrt neitt lfkt honum“. Þetta sagði dr. Lex fyrir 6 ár- um, og um daginn hafði argen- tínskt blað samband við hann vegna þessara ummæla hans og spurði hvort hann stæði enn við þessi ummæli. Og hann svaraði: „Hvert orð sem ég sagði er satt“. Arigo sjálfur sagöi við frétta- menn um da'ginn að hann hefði veriö „fátækur bóndi árið 1954 er ég fyrst heyrði rödd hins góða að handan. Fyrst var þetta eins og suð í höfðinu á mér og ég sá hræðilegar sýnir að nóttu til. Og stöðugt sá ég sköllóttan mann umkringdan þoku meö hvit- klædda lækna allt umhverfis sig. Allir læknamir virtust önnum kafnir við uppskurði. Nú, ég fór til læknis og hann sagöi mér að ég skyldi ekki borða neitt áður en ég háttaði á kvöldin, þá myndu ofskynjanir þessar hætta. Ég hætti meira aö segja aö- borða kvöldverð, en samt héldu sýnirn ar áfram. Sköllótti maðurinn byrj aði svo að tala til min á ókunnri tungu sem ég botnaði ekkert í. Og loks eftir þriggja ára stööugt svefnleysi að næturlagi, talaöi sá sköllótti skiljanlega tungu, kynnti hann sig sem dr. Fritz, þýzkan skurðlækni sem drepinn var í fyrri heimsstyrjöldinni. Frá þeirri stundu fann ég lækningakraftinn fara um fingur mér og um allan líkamann. Og þá ákvað ég að athuga hvort minn andiegi leiö- sögumaður gæti ekki aðstoðaö mig við lækningar. Ég fékk mér einföldustu og ódýrustu áhöld og byrjaði að krukka í fólk“. Bráðlega spurðust út fréttir af lækningahæfni Arigo og fólk flykktist að honum. Hann fram kvæmdi hinar vandasömustu að geröir — skar upp við meinum sem læknar höfðu gefið á bátinn og það sem meira er, hann not- aði aldrei nein deyfilyf eður svæf ingameðöl, því fólk kennir aldrei sársauka við aðgerðir hans. Arigo vinnur ætíð í venjulegum föt-. um, brettir aðeins upp ermamar og hreinsar aldrei verkfæri sin. Hann heldur því fram, að þau séu sótthreinsuð fyrir sig með „grænum geisla“ og þurfi hann því engar áhyggjur að hafa. Tvisvar hefur Arigo verið hand tekinn og ákærður fyrir að fást við lækningar án leyfis — það var árið 1958 og 1965 — og í bæði skiptin hefur hann verið lát inn laus fljótlega aftur. 1 fyrra sinnið var hann látinn laus fyrir orð sjálfs forseta Brasilíu, Jusc- elino Kubitschek, sem þá var, en sá forseti var sagöur eiga lækn- ingamætti Arigo líf sitt að launa og hefur Kubitschek aldrei neit- að því. 1965 var Arigo í fangelsi í 7 mánuði, en honum var stungið inn um leið og Kubitschek fór frá. Aðdáendur hans ætluðu vit- lausir að verða og ekki reyndist stætt á því að halda honum inn an veggja. Arigo, lengst til vinstri, situr undir Kristsmynd og tekur á móti foreldr- um með veikt barn. Dr. Ari Lex — prófessorinn sem hefur vottað að Arigo búi yfir furðulegum lækningamætti.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.