Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 16
Hvar mátjalda og hvar ekki? • Þaö var ekki af illmennsku gert að láta lögregluna vita af tjaldbúðum Frakkanna í Skerja- tirði heldur I þeim tilgangi að þeir i.ettust að á tjaldstæði þar sem öll hreinlætisaðstaða er fyrir hendi, cins og er i Laugardalnum. Einn íbúanna i Skerjafirði kvaðst hafa hringt til lögreglunnar til að Frakk- amir fengju vitneskju um hvar tjalda mætti, en f Skerjafirði mun slíkt bannað. • Ibúar á Reynistað í Skerjafirði mótmæltu því harðlega að hafa „flæmt“ nokkurn mann burtu af staðnum. Sannleikurimi er sá, að Frakkamir tjölduðu ekki i landi Reynistaðar, heldur i landi, sem til- heyrir Reykjavíkurborg. Eins og gefur að skilja er ekki leyfilegt að slá upp tjaldi hvar sem er í borg- ivmi, — það er einungis levft á stöðum þar sem komið hefur verið upp aðstöðu til slfks. í Laugardal hafa borgaryfirvöld komið upp slíkri tjaldaðstöðu, en annars staðar í landi borgarinnar er hvergi gert ráð fyrir, að fólk reisj tjaldbúðir. Öðm máli gegnir svo um lóðareigendur, sem geta auðvitað tjaldað á sinum lóðum, eða leyft gestum sinum það. — — JBP — GP Framleiðsla á vodka og gini getur hafízt hér í haust — einnig athugað með bruggun úr krækiberjum „Vel getur verið að framleiðsla á vodka og gini hefjist hér í haust“, sagði Jón Kjartansson forstjóri ÁTVR Vísi, „og þá er einnig í athugun hvort ekki sé mögulegt að framleiða hér einhver issjóðs af rekstri ÁTVR 917.114 þúsundir króna. Til samanburð- ar má geta þess að 1961 voru tekjurnar 195.648 þúsundir kr. og hefur þessi aupphæð síðan farið stighækkandi fram til 1969. Forstjóri ÁTVR hélt það næst um vafalaust að ÁTVR greiddi hæst landsútsvar alira fyrir tækja hér á landi, en í fyrra nam það 37.005 þúsundum kr. Til gæzluvistarsjóðs (þ. e. til reksturs ýmissa vistheimila rík isins) greiddi ÁTVR 7,5 millj. og tillög til Í.S.Í. og fleiri sam taka námu 12.086 millj. 1969 þömbuðu Islendingar 941 þús. 1 af sterkum drykkjum en 319 þús. 1 af léttum. 1968 drukkum við 906 þús. 1 af sterk um, 312 þús. af léttum. Ef menn undrast þessar háu tölur, þá er vert að minnast þess, að þetta að tiltölu miklum mun minna en drukkið er t.d. á hinum Norð urlöndunum. Danir og Finnar drekka sennilega helmingi meira. Islendingar keyptu áfengi fyr ir 649 millj. 197 þúsund kr. ár- ið 1969 en 1968 fyrir 545 millj. 622 þús. Samtals nam sala ÁTVR á áfengi, tóbaki og iðnaðarvörum árið 1969 1.91.221. kr. (Einn milljarður, hundrað nítíu og ein millj. tvö hundruð tuttugu eitt vín, t.d. líkjöra úr ís- lenzkum berjum — eink um erum við að hugsa um krækiberin.“ Enn sem komið er hefur að- eins verið hugsað um hvernig þetta muni koma út fjárhags- lega, sagði Jón einnig og virð- ist ekkert því til fyrirstöðu þess vegna að framleiðsla izt. Og ÁTVR ætti sannarlega að hafa efni á aö færa út kvíarn- ar, svo góð sem fjárhagsafkom an er. S. 1. ár voru tekjur rík- segir búnaðarmálastjóri • „Það hafa margir bændur haft samband við mig I sum ar og leitað aðstoðar, þar sem þeir hafa verið komnir í peninga þrot vegna ðtíðar og heyleysis. Fyrirsjáanlegt er að niðurskurð ur á fénaði verður mjög mikill í haust, nema tíðarfar í ágúst verði sérlega hagstætt fyrir grassprettuna“, — sagði búnaðarmálastjóri, Hall- dór Pálsson í viðtali við blaöið í morgun. Sagði Halldór að heyfeng- ur vaérj yifirleitt lítill, nema á Suð- austurlandi. Til stórra vandræða horfir með heyfeng á Norðurlandi og Vestfjörðum, þar sem stór svæði eru gereyðilögð af kali. „Ennþá hefur ekki verið ákveðið hvað gert verður til úrbóta, þar sem góð grasspretta í ágúst gæti bjargað einhverju. Það verður reynt að dreifa heyjum innan sýslnanna og alltaf eru einhverjir sem selja hey.“ „Þola bændur á þessum svæðum fleiri sumur sem þetta?“ „Bændur þola allt manna bezt og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. En það er fullvíst, að margir hefðu þegar gefizt upp, ef ekki væri hægt að útvega hag- kvæm lán. Svo bjargar fóðurbætis- gjöfin mjög miklu, en eigi að síður er fyrirsjáanlegt að mðurskurður á fé verður mjög mikill á þessum svæðum í haust,“ sagði búnaðar- I málastjóri. Túnin við bæi, sem eru í eyöi, hjáípa mörgum í vetur, en þau eru slegin og heyin seld. Á Bjargarstöðum í Mosfelissveit er ekki búið, en túnið nýtt, enda grasspretta þar góð eins og víðar hér á Suðvesturiandinu. Þeir geta geymt 33500 litra af Draghálsi 2. hjá ÁTVR. Þessi mynd er tekin í nýja húsinu að Byrjað að kvikmynda „Krist- rúnu í Hamravík" um 17 ágúst • Saga Guðmundar Hagalín, „Kristrún í Hamravík“, sem Baldvin Halldórsson hefur gert sjónvarpshandrit að, verð- ur kvikmynduð vestur í Arnar- firði og Dýrafirði í sumar. Hlluti myndarinnar verður tekinn hér í stúdíói sjónvarpsins í Reykja- vík, en takan hefst fyrir vestan upp úr miðjum þessum mánuði. Tage Ammendrup, sem er stjómandi tökunnar, sagði blaðinu í morgun, að fjórir leikarar yrðu í myndinni, en leikstjóri er Baldvin Halldórsson. Sigríður Hagalín leik- ur Kristrúnu í Hamravík, Jón Sig- urbjömsson leikur hreppstjórann. Jón Gunnarsson leikur Fal, og Ingunn Jensdóttir leikur Anitu. | Allmargir sjónvarpsstarfsmenn fara Kvaðst Tage hafa farið vestur á vestur þegar takan hefst. Gert er firði í sumar og kannað aðstæður, ráð fyrir aö myndin verði á annan og yrði að miklu leyti hægt að kvik klukkutíma, en endanleg lengd mynda í húsum sem þama eru. | hennar er ekki ákveðin. — ÞS Færeyingar panta áfengi héðan 30 farast í flugslysi 30 týndu lifi, þegar Fokker Friendship-vél frá flugfélagi Pakist- an hrapaði í morgun strax eftir flugtak. Þetta gerðist í Vestur- Pakistan. Flugvélin hrapaöi til jarðar um átján kílóiuetrum frá flugvellinum. • Færeyingar hafa enga brenni vínsútsölu í iandi sínu og fá því aðeins að kaupa brenni- vín, að þeir hafi staðið í skilum með skatta sína. Svo virðist sem Færeyingar hafi staðið sig vel með að borga skattana upp á síökastið, því talsvert hefir borizt af póst- kröfupöntunum hingað til Á- fengisverzlunarinnar. Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR sagði Vísi í gær að stöð ugt drægi úr því að áfengi væri pantað með póstkröfu hér innan lands og kæmi til aukinn fjöldi áfengisútsala í kaupstöðum úti um land, en hins vegar hefðu Færeyingar nýlega orðið til aö viðhalda þessari verzlun hér. Kvaðst Jón ekki vera ýkja hrif inn af þeim viðskiptum, þó auð vitað væru öll viðskipti góð. Vonazt er til að með tilkomu hins nýja vélakosts verði hægt að flytja eitthvað út af íslenzku brennivíni og ákavíti — og hver veit nema krækiberjalíkjörinn nýi, giniö og vodkað verði vin- sælt erlendis, ef bruggun hefst hérlendis á þessum tegunum. —GG „Allt útlit fyrir mjög mikla fækkun á fénaði í haust“ I iP' t. , I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.