Vísir - 08.08.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 08.08.1970, Blaðsíða 3
á nótunum V I S I R . Laugardagur 8. ágúst 1970. Gunnar Jökull um brottf'ór sma frá Trúbroti: æJ rr te VAR REKINH — „Afturf'ór hjá Trúbroti, ég átti ekki lengur samleib meb þeim" — „Vib rákum hann aldrei", segir Gunnar Þórbarson Það er ekki hægt að segja annað en að ferill Trúbrots hafi verið i meira lagi viðburðaríkur. Stundum hafa mcítvindar verið strangir, en sætir sigrar hafa einnig verið unnir. Trúbrot hefur fengið verðskuldað lof fyrir flutning sinn, um leið og þeir hafa borið ægishjálm yfir aðrar íslenzkar hljómsveitir. Fyrir rúmu ári var ákveðið að sameina hæf ustu kraftana úr Hljómum og Flowers, sem þá voru á hápunkti vinsælda sinna. Fram á síðustu stund voru þessir útvöldu fimmmenn- ingar nafnlausir, en fólkið gaf hljómsveitinni nöfn sín á milli, en mest var þó talað um „Súper-grúppuna“. í febrúar kom fram sá orðrómur að Shady væri að hætta, ekki tók hún endanlega ákvörð un þá. í maíbyrjun barst það út að Karl Sighvatsson hefði ákveðið að segja skilið við félaga sína í Trúbroti. Laugardaginn 20. júní kom fram hér í þættinum að Shady og Karl myndu kveðja Trúbrot í Glaumbæ daginn eftir. Enn á ný dregur til tíðinda hjá Trúbroti og nú er það trommuleikarinn, Gunnar Jökull Hákonarson, sem telst ekki lengur Trúbrotsmeð- limur. Mér bárust þessi tíðindi strax um helgina og ræddi við þá nafnana Gunnar Jökul Hákonarson og Gunnar Þórðarson um sannleiksgildi þessa orðróms, sem fékk byr undir báða vængi, er Trúbrot lék án Jökuls í Glaumbæ sl. sunnudag og mánudag. í hans stað var kominn Magnús Magnússon, Tatara-tromma ri. Hann lék með þeim á sunnudaginn, en Ari í Roof Tops lék með þeim á sunnudagskvöld. „Ég var rekinn“, sagði Gunn- ar Jökull er ég ræddi við hann, „satt að segja var ég guös lif- andi feginn, ég hefði aftur á móti aldrei farið út í þaö að segja upp sjálfur. Hvers vegna? Ja, þaö er dálítið erfitt aö út- skýra það í stuttu máli, en ég er sannfærður um að þetta hafi ver iö bezta lausnin." — Viltu gera nánari grein fyr ir þvi? „Ég átti ekki lengur samleiö með þeim. Þar fléttast inn í við kvæmt mál sem ég vil ekki skil greina nánar, ég var ekki leng- ur einn af heildinni og slíkt á- stand hlýtur að gera öllum að- ilum erfitt fyrir.“ — Ertu óánægöur með feril Trúbrots? „Ég var upphaflega mjög á- nægður. Við vorum að mörgu leyti brautryðjendur hér heima f flutningi á pop-músík. Stefnan var aö hafa sem mest frá okkur sjálfum hvað varðár útsetningar og allan flutning. Síðan er liöið ár og margar bljómsveitir hafa fetað sig sömu braut og við, þannig að mér fannst tími til kominn að breyta um stíl. Það glædd; heldur á- hugann hjá mér, þegar Gunnar sagði mér að hann ætti um tutt ugu lagabúta og Magnús hefði einnig einhvem efnivið og nú væri meiningin að æfa sem mest frumsamda músík. Ég var mjög hress yfir þessu, þetta var vissu lega breyting til góös, en þegar við fórum að æfa þetta í sl. mán uði virtist hugmyndin gersam lega gufa upp. í staöinn var ein göngu farið út í það að „kóp- era“ erlend lög, án þess að breyta útsetningunum hið minnsta. Þar með var gamla Hljóma-menningin gengin aft- ur og það tald; ég f meira lagi óheppilega þróun og hreina aft urför hjá hljómsveitinni. Þegar mér varð þetta Ijóst, fór áhuginn stöðugt dvínandi, ég var orðinn eins og sjálfvirk trommumask- ína í hljómsveitinni." — Þvi hefur verið haldið fram, að Karl Sighvatsson sé í hljómsveitarhugleiðingum. Hef- urðu áhuga á að stofna hljóm- sveit með honum? „Það gæti vel farið svo að maður stofnaði hljómsveit, en það yrði ekki með Kalla Ann- ars er allt óráðið um þau mál eins og er. Ég vona bara að Trú broti vegni vel og ég er sann- færður nm að þess; breyting verður til góðs fyrir báða aðila. Þó að ég sé ekki lengur f hljóm sveitinni, þá eru eftir góöir ein- staklingar, og hver sem kemur í staðinn fyrir mig, er ég sann færður um að þeim muni takast mjög vel að skila þeirri músík, sem hljómsveitin hefur verið að æfa að undanförnu, En þaö væri óskandi að Trúbrot verði á ný í fararbroddi í túlkun á pop- músík hér á landi, með sín ar eigin útsetningar og frum- samda músík.“ Þetta viðtal við Gunnar Jökul fór fram á heimil; hans f Álf- heimum í fyrrakvöld. Sarrn kvöld fór sá er þetta ritar upp í sjónvarpshús, en þar var Trú brot að vinna að sjónvarps- þætti. Jón Þór Hannesson var við upptökuborðið, en frammi f stúdfóinu stóðu þeir Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og <■» Gunnar Jökull: „... þar með var gamla Iiljómamenningin gengin aftur....“ (Ljósm. Bragi) Trúbrot eins og hljómsveitin var skipuð I sjónvarpsupptökunni sl. fimmtudag. (Ljósmynd Bjamleifur). , Magnús Kjartansson, en fjóröi maðurinn var Ari Jónsson, hann var hér þó aðeins sem íhlaupa maður, því að sögn Gunnars Þórðarsonar hafur enginn trommuleikari verið ráðinn f staðinn fyrir Gunnar Jökul. Jón Þór kallaði fram til þeirra, og fjórmenningarnir spenntu á sig heyrnartólin því nú var verið að taka upp söng inn, en um leið heyrðu þeir undirleikinn gegnum heyrnartól in. Þetta var fyrsta kvöldið, sem unnið var við þennan sjón varpsþátt, og reyndar var að- eins tekiö upp eitt lag. Jón Þór hafði þau orð, aö hann hefði aldrei verið eins lengi að taka upp eitt einstakt lag. Sjálf myndatakan hefst ekki fyrr en eftir helgina, en þá veröur vænt anlega búið að ákveða hver tek ur sæti „Jökulsins" við tromm urnar. Þegar hlé varð á upptökunni, settumst við inn f hliðarher- bergj og ræddum saman. „Við rákum hann a!drei“, sagði Gunn ar Þórðarson, „ég veit hreint ekki hvaðan hann hefur fengið þá hugmynd." — Hver er þá ykkar skýring á brottför hans úr hljórosveitinni? „Hann heifur stundað æfing- arnar afar illa, og er alls ekki virkur í því, sem við erum aö gera núna. Þar á ofan bætist það, að hann mætti ekki. er við áttum að spila í fyrsta sirn f Revkiavík eftir brevtingarnar, svo við urðum að fá annan 1 staðinn, þaö er erfitt að rök- ræða nokkurn skapaöan hlut við hann, enda var ástandið orðið algerleca óþolandi." „Þú mátt hafa það eftir mér“, sagði Magnús Kjartansson, „að það var fvrst og fremst vegna bess hve hann mætti illa á æf- ingar að við fórum sama og ekk ert út f að æfa músík útsetta af okkur.“ „Ég hringdi í hann sl. mánu- dag“ hélt Gunnar áfram, ,,og sagði að hann þyrfti ekki að koma þá um kvöldið, það yrði aö stööva þessa þróun. ,,Er þaö til frambúöar?" spuröi hann. „Þaö er algerlega undir þér komið“, svaraði ég. „Allt í lagi, þá höfum við það svoleiðis" sagði hann þá og skellti símanum á. „Þannig standa málin, en hann er velkominn f hljómsveit ina, ef hann vill takast á við okkar verkefni af einlægum á- huga, en hann virðist ekkj vilja það. Því voru þessi endalok 6- umflýjanleg. Annars er þetta leiðindamál, og ég vona aö svona nokkuð endurtaki sig ekki.“ Þar með var spjallinu lokið, og piltarn:- fóru aftur inn f upp töku-stúdíóiö. Benedikt Viggósson. Magnús trommuleikari Tat- ara er meðal þeirrasemkoma til greina sem arftaki Gunn ars Jökuls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.