Vísir - 08.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 08.08.1970, Blaðsíða 8
8 V I S I R . Laugardagur 8. ágúst 1970. VISIR Otgefan li Reykjaprent tií. Framkvæmdastiórí: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgit Pétursson Ritstjórnarfuiltrili • Valdimai H lóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símai 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178 Sími 11660 (5 línur) Askriftargjaid kt 165.00 á rnánuðt innanlands I lausasölu kt 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hf Gestir með gjaldeyri j Erlendum gestum til íslands fjölgar enn. Þeir voru ( nær tólf þúsund í júlímánuði einum, og eru þá ótaldir / farþegar með skemmtiferðaskipum. Nú hafa meira / en þrjátíu þúsund erlendir ferðamenn sótt ísland ) heim á þessu ári. \ Rúmlega 44 þúsund útlendingar komu til íslands v árið 1969. Þetta var aukning um 3.600 frá fyrra ári ( eða 9%. í þeim tölum eru ekki taldir með þeir sem \ koma með skemmtiferðaskipum, og auðvitað ekki ( þeir fjölmörgu, sem millilenda á Keflavíkurflugvelli. / Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir í þessum / hópi eða nær átján þúsund. Margir þeirra eru þó að- ) eins áfangafarþegar, sem hér dveljast aðeins í fáeina \ sólarhringa og halda síðan áfram ferð sinni. \ Talan í fyrra var sú hæsta á einu ári. Öruggt má ( telja, að árið 1970 verði um verulega aukningu að / ræða. Nú þegar eru erlendir ferðamenn á þessu ári /| orðnir fleiri en var allt árið 1965. /) ísland þarf að verða raunverulegt feröamannaland, )j Margt skortir finn til að svo verði, þótt mikið sé að \ unnið. Forystumenn ferðamála gerðu nýlega á fundi ( sínum gagnmerkar samþykktir, sem munu verða ( hvati til stærri átaka. / Óþarft er að minna á, að hina fámennu íslenzku ) þjóð skortir mjög afl þeirra hluta, er gera skal. ) Óþarft ætti einnig að vera að minna á þær lífskjara- \ bætur, sem gjaldeyristekjur af ferðamönnum geta \ veitt okkur í síauknum mæli. ( Langflestir hinna erlendu gesta koma með flug- vélum. Þar hafa framfarirnar orðið hvað mestar. , Flugferðir hafa orðið ódýrari og fljótari. Með því fær- i ist ísland enn pær umheiminum. íslandsferð fær auk- ið aðdráttarafl í augum útlendinga. Þetta er strax komið í ljós. \ Gengislækkunin geröi það einnig hagkvæmara fyr- [ ir útlendinga að heimsækja ísland. Þar sem verð- / gildi krónunnar minnkaði miðað við aðra gjaldmiðla, ii varð það þeim ódýrara að greiða kostnað við íslands- / dvöl. Gildir þdr hið sama og um annan útflutning. Út- / . flutningur eflist við lækkun gengisins. ) „Túrisminn11 er líka ein „útflutningsgreinin", sem \ skilar okkur mikilvægum gjaldeyri. íslendingurinn, V sem selur erlendum ferðamanni þjónustu fyrir erlend- ( an gjaldeyri, er á sama báti og útgerðarmaðurinn og / sjómaðurinn, er aflar fisksins, sem fluttur er út. / Aðstaða til móttöku ferðamanna hefur og gjör- ) breytzt til batnaðar, íslendingar eru að hrista af sér \ kotungsbúskapinn. Glæst gistihús hafa risið og munu \ rísa á næstunni. (' Vissulega er það mikill fjöldi, er fimmtíu þúsund / útlendingar ferðast á einu ári til lands, sem hefur að- / eins 200 þúsund íbúa. En við eigum stórt land, sem ) býður upp á m.a. svo margt, sem ferðamaðurinn finn- \ ur hvergi annars staðar. \\ Því þarf enn að herða sóknina. (( Fréttamenn í Prag skýra frá því, að vændi blómg ist þar í borg og færist í vöxt. Blað tékknesku verkalýðssamtakanna kvartar yfir þessari ó- heillaþróun. Annars eru kommúnistar vanir að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að þetta „auðvaldsfyrir- bæri“ þekkist í löndum þeirra. Lenín — vændi finnst ekki í forskrift meistarans. Vændi í kommúnistaríkjum Vændi á ekki að vera til í ríkjum kommúnismans samkvæmt kenningum þeirra. Bandaríska tíma ritið Newsweek birtir eftirfarandi boðskap um vændi úr alfræðibók vísindamanna í Tékkó- slóvakíu: „Vændi: þjóð- félagsfyrirbæri, sem er dæmigert fyrir auðvalds skipulagið ... Sósíalism inn hefur bundið enda á skækjulifnað ásamt með félagslegum orsök- um hans.“ Ósamrýmanlegt kommúnisma Hugmyndafræðingar komm- únista eru harðorðir um vændið. Þeir telja það eðlilega ósam- rýmanlegt fræði sinni, að konur lifi af því að selja bliðu sína. Slíkt sé eitt hið versta dæmi um auðvaldsskipulag, spottið af fá- tækt og misrétti. Margir munu vera þeim sammála þessum efn- um. Hins vegar breyta menn ekki alltaf samkvæmt boðorðunum. Oft hefur frétzt af villtum veizl- um valdha'fa í kommúnistarikj- um, þar sem raunverulegar vændiskonur hafa lagt sinn skerf fram. Islenzkir ferðamenn hafa sagt sögur af „leigubíla- mellum‘‘ f Moskvu. Virðist þeim, að vændiskonur i komm- únistaríkjum séu að vísu fáséð- ari en í vestrænum rfkjum, en hins vegar lifi þær þeim mun betur í krafti minna framboðs. Elzta starfsgrein heims heldur sínu Newsweek segir frá því, að ferðalangar í Prag hafi ekkj átt í vandkvæðum meö að finna „sex til sölu“ Einkum hafi stúlkur lagt lag sitt við þá, er höfðu „harðan" gjaldmiðil, doll- ara og vesturmörk. Sem elzta stanfsgrein heimsins hafi vænd- ið staðið af sér hvers kyns þjóð- félagsbreytingar. Mikil „breidd“ sé í vændinu f Tékkóslóvakíu. Vændiskonur nái allt frá þeim, er taka 30 krónur íslenzkar, til gleðikvenna með 5000 kr. á klukkustund, innifalið viskí. Á vörusýning unni í Bmo og Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni séu vænd- iskonur fastur liður. Vikurit tékknesku alþýðusam- takanna kvartar sáran yfir þessarj þróun. „Nýja vændið^, segir þar, „hefur færzt til Vændi í Prag. 1IIIIIIII1BF ISIIIIBiHllE Umsjón: Haukur Helgasor millistéttarinnar". Margar vændiskonur ganga um glæsilegum klæðum, og eru kal' aðar ,,Tuzex-stúlkur“, af þvi a' þær geta keypt lúxusvörur Tuzex-ríkisverzlununum fyrir erlendan gjaldmiöil og selt þæ á allt að áttföldu verði á svört um markaði. T-stúlkur, er sagt hafa meiri tekjur á einni nót.t' en verkamaður á mánuði. Tnnfæddir „frekari“ Japanskir fjármálamenn n.ióta vinsælda á þessum ntarkaði, en þeir hafa streymt til Prag að undanfömu. Útlendingar eru að sjálfsögðu yifirleitt vinsælli en innfæddir. Þeir hafa meiri pen- inga og minni tíma. Minni hætta er á „alvarlegu'* sambandi sem vændiskonumar vilja forðast. Haft er eftir þeim, að vandræð- in með Tékkana séu þau, að þeir þykist „eiga“ stúlkuna og þeir líti ekki á skipti þeirra eins og „hreinan bisness“ eins og útlendingar geri. Fréttaritari Newsweek í Vín, Kenneth Huszar, ræddi við T- stúlkuna Masha. Hún segist hafa byrjað feril sinn þannig, að hún hafi vanið komur slna til Hótel Alcron. Þar hafi verið margt vestrænna manna, og henni hafi þótt gaman að vera innan um þá. Þó hafi henni leiðzt að þurfa að drekka kaffi, þegar þeir drukku viskí. Auk þess áttu margir þeirra tékkn- eskar vinstúlkur. „Hvers vegna ekki ég,“ hugsaði Masha og hún tók að gefa sig að vest- rænum mönnum. Upp úr þvf spratt svo núverandi „staflf** hennar. Aðeins 75 fá dóm á ári Þá nefnir fréttaritarinn afet- urklúbbinn Lucerna. Þar varð hann vitni að innrás lögregl- unnar, sem „hreinsaði til“. Nafnskírteini stúlknanna voru athuguð. Stjómvöld Iáta þó vændið afskiptalaust að mestu og „líta í hina áttina" eins og gerist í borgum Vestur-Evrópu. Að meðaltali hafa aðeins 75 vændiskonur hlotið dóm á ári, sem sýnir, að vægilega er tekið á slíkum brotum. Sumt bendir til þess, að stjórnvöld hyggist herða á baráttu sinni gegn þessu „auðvaldsfyrirbæri". Óveniuleg viðurkenning Vændinu hefur aldrei verið útrýmt f kommúnistaríkjum, hvað sem fræðikenningar segja. Það er hins vegar fátítt að vandamálið sé viðurkennt á 'iann hátt, sem tékkneska erkalýðsblaðið gerir. Á öllum ~ímum og við öll kerfi hefur •'ændið haslað sér völl. (Raunar tenda margir Islendingar á sér- 'töðu okkar í þeim efnum, iversu raunveruleg sem sú sérstaða er. ef kannað er til trunns). Til þess að uppræta vændið mun þurfa meira en lagaboð og vfirlýsingar stjórn- valda. Kommúnisminn ætti líka aö vera annað og meira, en það hefur hann ekki reynzL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.