Vísir - 08.08.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 08.08.1970, Blaðsíða 16
Laugardagur 8. ágúst 1970. Þegar byrjað að bóka gesti í nýja loftleiðohótelið ÞAÐ er þegar byrjað að bóka gesti í nýju hótelbygginguna Bsm nú er að rísa af grunni við Loftleiðahótelið. En reiknað er með að hótelið verði tekið í notkun næsta vor, nánar til tek ið 1. maí. Að sögn Finnbjarnar Þorvaldssonar, sem hefur um- sjón með byggingarframkvæmd unum af hálfu Loftleiða, hefur verkinu miðað mjög vel að und- anfömu. Þegar er búið að steypa upp tvær hæðir, en þær verða alls fjórar. Það hefur nærri því tek izt að vinna upp þetta tveggja mánaða tap sem varð vegna verkfallsins í vor. í þessu nýja hótelrýmj verða 111 herbergi, fyrir svo utan fundarsali og annað slíkt. Verk takar við bygginguna eru Þórð- ur Þórðarson og Þórður Krist- jánsson. —JH Sakadómam i„bíladeilu" við ríkiB -í . v.. v. æ . a , i i ' t f • Óánægðir með nýju bilareglurnar — Telja kjör sin skert og óhagræði i merkingu embættisbilanna vegna nágrannaumtals Ágreiningur hefur risið upp milli sakadómara og fulltrúa yfirsakadóm ara í Reykjavík og svo fjármálaráðuneytisins vegna nýju reglugerðar- innar um merkingar og notkun bifreiða í þágu opinberra embætta. „Laun okkar eru ekki svo ríf leg að það sé frá þeim drag- andi hlunnindi eins og þau, sem við höfum haft með notkun bif reiða embættisins utan vinnu- tíma — sumir jafnvel um 20 ára skeið,“ sagð; Sverrir Ein- arsson ein-n fulltrúa yfirsaka- dómara. „Einnig lítum við svo á, að framkvæmdavaldið eigi ekki að ráða því, hvemig dómstóllinn vinnur störf sín, en með því að nota merktar bifreiðir til þess að sækja votta eða kveðja fyrir dóminn aðra, sem erindi eiga til hans, teljum við, að f(jlki sé valdið óþarfa óhag- ræði. — Það fer ekki fram hjá nágrönnum þess, ef merkt bif- reið frá sakadómi sækir það heim og gefur fólki tilefnj til þess að gera sér kannski vill- andi hugmyndir um viðkom- andi,‘‘ sagði Sverrir ennfremur. Krefjast sakadómarar sams konar bifreiðastyrkja og láns- fyrirgreiðslu og forstjórar ríkis fyrirtækja njóta samkvæmt nýju reglugerðinni, sem kom til framkvæmda 1. júlí s. 1. ,,Við höfum ráðið okkur lög- fræðing til að reka málið fyrir „Jarðhitinn og björtu næturnar gefa góð skilyrði til framleiðslu gróðurhúsaafurða44 — segir V.A. Hallig, forstöðumaður gróðurhúsa- tilraunastöðvar danska rikisins, sem hefur skoð- að 35 islenzkar gróðrarstöðvar D „Eftir að hafa skoðað 35 ís- lenzkar gróðrarstöðvar verð ég að segja, að þær eru yfirleitt mun betri en ég átti von á, þó að enn . megi bæta mikið. Helztu kostir við framleiðslu gróðurhúsaafurða á ís landi eru að sjálfsögðu jarðhitinn og svo mikil birta yfir sumar- mánuðina,“ — sagði V. A. Haliig, sem undanfarið hefur kannað, á- samt dönskum garðyrkjuprófessor, Asger Klougart og dönskum verk fræðingl. Vilhelm Nielsen, 35 gróð urhús víðs vegar á fslandi. Þeir fluttu allir erindi í gær á ylræktarráðstefnu Sölufélags garö- yrkjumanna. V. A. Hallig er for- stöðumaður gróðurhúsatilrauna- stöðvar danska ríkisins í Virum í Danmörku. Hallig sagði að ekki væri unnt að gera upp á milli gróðrarstöðva í hinum ýmsu lands- hlutum íslands, en alls etu hérum 103 stöðvar. Sagði hann að víða væri ekki nægilegt skipulag á stöðvunum með framtíðarstækkun í huga, en flestar stöðvamar eru minna er 1000 ferm. í gróðurhús- Ui» „Það kom á óvart hversu marg- ir hér hafa tvær uppskerur á tóm „íslenzk gróðurhús betri en ég bjóst við“, segir V. A. Hallig, forstöðumaður. Myndin er tek- in við Norræna húsið í gær, en þar er haldin ylræktarráðstefna Sölufélags garðyrkjumanna. ötum og grænmeti, þar sem slíkt þykir alls ekki borga sig. Yfirleitt er talið hagkvæmara að hirða vel um það sem gróðursett er snemma að vori, þannig að hægt sé að halda sem beztum uppskeruafköst um alveg fram á haust. Á þessi kenning ekki síöur við hér, þar sem sumarið er svo stutt, sagði Hallig. — Ráðstefnan stendur að- eins yfir í tvo daga, gær og í dag, og kvaðst Hallig fara aftur til Danmerkur á sunnudag. — ÞS okkur og má búast við þvi, að við munum fylgja því fast eft- ir,“ sagði fulltrúinn. Þrír dómaranna í Sakadómi Reykjavíkur hafa nú tekið sér sumarfrí og eins einn eða tveir fulltrúar, og er því nokkur mannekla hjá embættinu, þvi að eftir eru aðeins tveir dóm- arar starfandi, yfirsakadómari (sem stendur utan við þennan ágreining) og einn sakadómari. „Við höfum átt nokkrar um- ræður saman um þetta mál, en við teljum ekki, að starfsmenn sakadóms hafi átt skýlausan rétt til notkunar þessara bif- reiða utan vinnutíma,“ sagöi Gísli Blöndal, hagsýslustjóri hjá fjármálaráðuneytinu. „Það hef- ur þó viögengizt undanfarin ár meðan reglur um notkun rik- isbilfreiða voru í endurskoðun." „Þessar umræður hafa ekki leitt til lausnar, þótt við höfum boðizt til þess að ganga til móts við þá — án þess' að sam- þykkja kröifur þeirra að fullu — en þeir hafa ekki viljaö una því boði.“ „Hagsýslustofnunin telur þetta réttilega og löglega að farið, og ég býst við því að það verði látið við það sitja. Okkur er þó ljóst, að starfsmenn sakadóms telja þetta mikla skerðingu á sínum kjörum, en það hefur ekki verið reynt ennþá til þraut ar að ná sáttum, og málið er ennþá á byrjunarstigi,“ sagði Ólafur Walter, deildarstjóri hjá dómsmálaráðuneytimr. — GP „íslenzkur markaður44 græðir á útlendingum „íslenzkur markaður“ nefnist fyr irtækj .eitt, nýstofnað, sem Vísir hefir áður skýrt nokkuð frá og í dag opnar það fyrirtæki verzlun eina, stóra og glæsilega (gólfflöt- ur 600 ferm.) á Keflavíkurfiug- velli. Húsnæði verzlunarinnar er hið áklósanlegasta og staösett rétt við fríhöfnina í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Þar er til sölu fjölbreytt úrval vara af íslenzk- um toga, vefnaðarvörur frá Ála- fossi og Heimilisiðnaðarfélaginu. Keramikvörur frá Gliti hf. og mat- vörur frá Osta- og smjörsölunni og Sláturfélagi Suðurlands, svo eitthvað sé nefnt. ^ í þessa verzlun viö flugvöllinn kemur daglega mikill fjöldi fólks. farþegar Loftleiða á flugleiðum fé- lagsins yfir Atlantshafið og reynd ar einnig fjöldi manna sem ferð- ast með öðrum flugfélögum og er m->- bls. 5 MANNFJ0LDI I HERJÓLFSDAL — F.l. flaug 10 ferðir i gær • Og þá er það þjóðhátíðin — þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum auð vitaö. Engu er líkara en þessi þjóð- hátíð í Eyjum sé að verða þjóðhátið allra landsmanna, ef marka á af fólksstraumnum þangað, umsvif- um eyjaskeggja sjálfra og umræð um manna á milli á götuhomum. Það er fþróttafélagið Þór í Eyj- um sem annast undirbúning hátíð arinnar að þessu sinni og eflaust hefur sú undirbúningsvinna veriö umfangsmikil, því það verður ef að líkum lætur mikil örtröð I Herj ólfsdal, þar sem hátíðin fer fram að vanda. Núna eru íbúar í Vestmannaeyj um 5074 talsins, samkvæmt upp- ■®lýsingum Hagstofu íslands, og er ekki að efa það að allir þessir 5074 skeggjar munu taka þátt í hátiðinni og meirihluti þeirraflyt- ur búferlum inn í Herjólfsdal með- an á hátíðinni stendur. Héðan úr Reykjavík fer fjöldi manns til hátíðarinnar. í morgun var á 2. þúsund manns komið þang að og átti Flugfélagið þá eftir að fljúga a. m. k. 10—12 ferðir milli lands og eyja. Það eru Fokker Friendship vélar F.í. sem eru i förum á þjóðhátíð og var i dag flogið eftir því sem þörf gerðist. A. m. k. voru 10 ferð ir ráðgerðar en á hádegi höfðu ver ið farnar fimm — ekki var þó fullskipað í allar vélarnar. — GG Þessir kappar voru á leið á þjóðhátíðina í Eyjum í gær. Þeir stóðu og biðu eftir að fiugvéiin hæfi sig á loft, og voru að vonum eftirvæntingarfullir, þar eð.' þetta var í fyrsta sinn sem þelr fóru á þjóðhátíð — utan einn. Piitarnir eru allir úr Reykjavík og heita, talið frá vinstri: Gunnar Ást- valdsson, Öskar Tryggvason og Lúðvík Finns son. Þeir kváðust ekki hafa hinar minnstu áhyggj ur af drykkjuskap þar í Eyjum yfir helgina. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.