Vísir - 11.08.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 11.08.1970, Blaðsíða 7
7 jVlSIR . Þriðjudagur 11. ágúst 1970. □ Augað á Hagatorgi Ungur Melabúi símar: ! „Á torginu fyrir framan Hótel Sögu trónar nú í sumar lista- verk mikið eftir ungan myndlist armann. Þar snýst eitt herjans mikið og alsj^andi auga og skim ar f allar áttir. Mér finnst þetta verk frumlegt og skemmtilegt. Á þetta verk að standa áfram? Ég vona að svo veröi. í upphafi var gert ráð fyrir, að „Augað“ stæði aðeins á torg inu í þrjá eða fjóra mánuði og er listaverkið ekki gert úr efni, sem kallast mætti varanlegt. Við höfum engar spumir haft af því, að þessari áætlun hafi ver i» breytt D Vandi á höndum Jon skrifar: ,3flaumboðin geta gert manni mðchm grikk, þegar þau hafa ekki algengustu varahluti á boð stóíum. í tvo mánuöi hef ég haft grænan miða á framrúðu bösrns míns, enda þótt hann sé í allra bezta lagi. Ástæðan: Um- boðið hefur ekki allan þennan tíma átt svokallaða druilusokka, eða aurhlífar, svo siðsamlegra cwðalag sé notað. Án þessara hiuta fæ ég ekki hinn eftirsótta skoðunarmiða, en sá græni stingur í augun. Hvað á maður ti! bragðs að taka?“ Bilaumboðin eru ekki einu verzlanimar, sem selja vara- •nati i bíla. Viða í borginni eru verzlanir, sem selja hluti í bíla, að visu ekki „originaI“-hlutina, en hluti, sem að gagni mættu koma. E.t.v. eiga þessar verzl- anir líka aurhlífarnar, sem þig hefur vanhagað um svo lengi. □ Öskubílar við stofugluggann Húsmóðir á Langholtsvegi sagði við okkur í símann: ' „Er ekki með einhverju móti hægt að koma í veg fyrir, að öskubílar, steypubílar og aðrir slkir fyrirferðarmiklir bílar séu geymdir inni í íbúðarhverfum á kvöldum og um helgar? Þeir eru plága, þar sem þeim er iagt í þröngum götum, svo að einkabíiar komast þar ekki fyrir. Stundum er þeim lagt al- veg upp á gangstétt, og jafnvel alveg upp við stofugluggann. svo að inni myrkvast algerlega. Og ekki eru þessir fyrirferðar miklu bílar betur geymdir á göt- um, þar sem umferö er meiri. Ilmurinn af öskubilunum er heldur ekki svo yndisiegur að það sé beinlínis heillandi aö hafa þá við stofug!uggann.“ Það er ekki til þess ætlazt, að menn á vinnuvélum aki á þeim heim úr vinnu sinni. Öskubílar og steypubilar sýnist okkur flokkast undir vinnuvélar. — En þessu er kannski ekki strang iega fyigt eftir. □ Fólk og fiugbrautir SG súnar: „Það var heldur ófögur fréttin um manninn, sem nær hafði orðið fyrir flugvél á Rey k j av íku rf 1 u gve 11 i. Ég bý í nágrenni flugvallarins. og verð að segja, að það er mesta furða, að ekki skuli verða slys í sam- bandi við völlinn. Hann er svo til ekkert varinn fyrir umferð, og það er mest virðingu fót- gangandi fyrir flugumferðinni að þakka, að fólk álpast þó ekki meira út á brautimar en það gerir. Þó viil þetta brenna við og grun höf ég um að svipað atvik hafi áður gerzt. Völlinn þarf að girða mun betur. ekki sízt með tilliti til barna, sem gætu í óvitaskap farið inn á brautirnar, og hafa reyndar gert það. Að vísu virðast varðmenn í flugturninum árvakrir, en þaö er ekki nóg, eins og kom í ljós í fyrrakvöid, — mannheld girðing við flugbrautirnar virðist algjör lágmarkskrafa‘ ‘. □ „Að bjóða manni annað eins ...“ „Sælkeri að vestan“ skrifar: „Ég get ekki annað en undrazt sawðarháttinn í þeim, sem hafa gert það að, köllun sinni að út- vega harðfisk á markaðinn. Sem Vestfiröingur get ég varla látið mér til munns fara annað en úrvals steinbít — en sjá, hvergi er annað að fá en ýsu- rikling, sem mér finnst fyrir minn smekk heldur þunn fæða. Ég reyndi í mörgum verzlunum áður en ég hélt í ferðalag út úr bænum. en aHt kom fyrir ekki. Jafnvel vestur á Snæfells- nesi voguðu þeir sér að gauka ýsunni framan í mann .. Vestfirzka harðfisksalan á Grensásvegi 7 tjáði okkur í gær að von væri á sendingu af stein- bítsriklingi næstu daga, — góðar fréttir fyrir „Sælkera að vestan“. Bílvelta í Svarfaðar- dal Fólksbifreið frá Akureyrj valt út af þjóðveginum í Svarfaðardal i Oft kemur skin eftir skúr, þaö sannaðist, er þessi mynd var tekin. Annars heitir stúlkan Janis Carol, brezk ísl. að ættemi og er á uppleið sem dægurlagasöngkona. i # Fimm stiga frost t í Aðaldal í fyrrinótt 4 Fimm stiga frost mældist í í fyrrinótt á Staðarhóli í Aðal- / dal og var Jiitinn við frost- \ mark viða á Norðurlandi. Mæl- í ingar hófust á Staöarhóli 1962 Í' og hefur aldrej fyrr mælzt svo mikið frost þar í ágústmánuði. Hins vegar hefur aðeins einn ágústmánuður verið alveg frost- laus á Staðarhóli frá því mæl- ingar hófust þar. Fjögurra stiga frost hefur þrisvar mælzt þar í ágúst, en þá um og eftir miðj- an mánuðinn, samkvæmt upp- lýsingum Öddu Báru Sigfús- dóttur veöurfræöings. — ÞS # Gáfu sjúkrahúsinu vandað sjónvarps- tæki Innan safnaðarins í Kefla- vík stari'ar öflugt félag, Systra- félag Keflavíkur. sem hefur 100 félaga innan vébanda sinna. Ný- lega varð félagið 5 ára og var ákveðið að gefa sjúkrahúsinu í Keflavik nýtt og vandað sjón- varpstæki, en tækið sem fyrir var, var orðið nokkuð hrörlegt og slitið. Systrafélagið hefur ekki setið auðurn höndum þessj 5 ár og hefur safnað stórfé til styrktar kirkjustarfinu með happdrætt- um, basarhaldix og skemmtun- um # Miklar ánnir í milli- landaflugi Flugfé- lagsins Það fer varla á milli mála lengur, að yfirstandandi ár veröur metár í ferðamannaiðn- aðinum. Mikil aukning hefur orð ið á öllum sviðum ferðamála. Erlendir ferðamenn hafa t.d. aldrei verið fleird í millilanda- flugi Flugfél. íslands en í sum- ar, þó að vitað sé að fjölmargir einstaklingar og nokkrir hópar hættu við íslandsferð vegna verkfallamna í júní, að því er Flugfélagið segir í tilkynningu. Aukning fyrstu 6 mánuðina varð 36.7% í farþegaflutningum milli landa eða úr 17.360 far- þegum í fyrra í 23.733 farþega núna. Aukningin varö mest í júní eða um 50%. Þá jukust vöruflutningar um 23.7% og póstflutningar um 37%. Vegna verkfallanna vatð sam- dráttur í innanlandsfluginu um 11%, þ.e. farþegum fækkaði fyrstu sex mánuöina úr 46.838 í 41.765. Fyrir verkfall höfðu innaniandsfarþegaflutningamir verið heldur meiri en á sama tfma í fyrra. H Leiðsaga um landíð Ferðahandbókin er nú komin út ’ áttunda skiptið, mikið auk- in og endurbætt, þannig að varla er um sambærilega bók að ræöa við þær fyrri. Meginefni bókarinnar er yfirgripsmikil lýsing Gísla Guðmundssonar á öllum ökufærum vegum á Is- landi, en þetta mun í fyrsta skiptið, sem slik heildarlýsing hefur verið tekin saman og gefin út. Þarna er nær öliu hald- ið til haga nema lýsingu á heimreiðum til einstakra bæja. Þá er lýsing á bifreiðaslöSum miðhálendisins eftir Sigurjón Rist, sem ei^ þar ailra manna kunnugastur en lýsingu hams fylgir nýtt kort af þessum bif- reiðaslóðum, sem eru sífellt að breytast. Auk þessa er að finna í bók- inni kafla um kauptún og kaup- staði með upplýsingum um hvers konar þjónustu og fyrir- greiðslu, lýsing á gönguferðum um Skaftafeli, upplýsingar um lax. og siglungaveiði, skrá yfir öll sæluhús, listi yffir gömul hús og minjar, íslenzka fugla og frið- un þeiiTa og margt annað. BIFREIÐAEIGENDUR Gúmbnrfinn BÝÐUR YÐUR: Aðstöðu á rúmgóðu, steyptu plani, fyrir stórar og litlar blf- reiðir. / \ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 fyrradag kl. 14.15. Urðu miklar skemmdir á bifreiðinni, rvo að fólk undraðist stórum, þegar að var komið að engan skyldi saka í bif- reiðinni — hvorki ökumann né far- þega hans Talið var líklegast. að ökumaðurinn hefði misst vald á bilmim í lausamöl. — GP OP/Ð Höfum flestar staerðir hjólbarða. „ Skerum munstur í hjólbarða. Fljót og góð afgreiðsla. Gúmbnrðinn Brautarholti 10. — Sími 17984.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.