Vísir - 14.08.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 14.08.1970, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur M.'ágúst *970. LESENDUR HAFA ORÐIÐ □ Hotel eða hótel AS skriíar: I „Mikið skelfing kann ég ffla vJ5 ritSiátttnn á nafni nýja hóteisins okkar, Hótel Esju, sem amars virðist mesta þjóöþriifa- fyrrrtæki. Á húsinu stendur Hoteá í staðinn fyrir hótel. Er þetta spamaðaratriðí, eða yfir- □ Góð breyting á getraunavinningnum „Mig langar til þess að lýsa yfir ánaegju minni með skipt- ingu verðlaunanna í knatt spyrnugetraununum. f>að eru á- reiðanlega margir, sem mundu taka undir það með mér. — Þessir auknu möguleikar á því að hreppa vinning verða áreið- anlega til þess að auka vinsæld ir getraunanna, en það gat ver ið gremjulegt að vera kannski annar með jafnmargar réttar á- gizkanir og vinnandmn, en fá ekki krónu fyrir.“ Getraunaspilari. □ Enn um augað á Hagatorgi Annar Melabúi hefur kveðið sér hljóðs um „Augað“, sem staðið hefur á Hagatorgi síðan á listahátíðinni: „Mér er ómögulegt að sjá, hvað „Melabúa", sem skrifaði í Vísi á dögunum, finnst svona skemmtflegt eða faMegt við hrollvekjuna, sem staðið hefur á Hagatorgi. — Sjálfum finnst mér hryllilegt að hugsa til þess, að einihverjir skuli óska þess, að glyrna þessi veréi látin standa áfram. Það er nóg að þurfa að ttmbera svona nokkuð í nokkra mánuöi, þótt ekki þurfi maður aö hafa þerman ófögnuð fyrir augunum árum saman. — 1 guðsbænum takið ekki of mikið mark á því, þótt einhverjum emurn finnst þetta svona fall egt. Við erum áreiðanlega fleiri, sem viijum það burt.“ Annar Melabúi. Tja, svona er misjafn smekk ur mannanna. — En það hefur áður komið fram, að „Augað“ á ekki að standa til frambúðar, og þessi Melabúi getur huggað sig við það, að hann þarf ekki að „umbera“ Iistaverkið mikið lengur. □ Tóbaks- og eldspýtnakaupandi skrifar okkur um viöskipti sín: „Skrítið er þáð, hve verðlag á tóbaki og eldspýtum getur verið misjafnt í verzlunum. — Sumir kaupmenn hækka verðið á vindlingapakkanum, svo að það standi á heilum tug. Og einn kaupmann veit ég um, sem seldi búntið af eldspýtum ekki alis fyrir löngu, þegar skortur var á eldspýtum í verzlunum, á kr. 25.00. Mig langar að fræðast uni jrað, hvort sala á tóbaksvam- ingi og eldspýtum sé háð verð lagsákvæðum.“ Tóbaks- og eldspýtna- kaupandi. Jú, það er hún. Áfengis- og töbaksverzlun rikisins gefur út verðlista yfir vörur, sem kaup- menn selja frá henni, og eru þeir bundnir af þeim verðlista. Til þess-að verðið geti verið það sama um allt land, greiðir ÁTVR flutningskostnaðinn af þessum vamingi. Veitingahús geta þó Iagt á þetta þjónustu- gjaW- Tóbaks- og eldspýtnakaup- andi ætti að snúa sér til verð- lagsstjóra með upplýsingar sín ar og vekja athygli hans á þess wn verzlunarháttum. Slikur verzhmarmáli lieyrir undir verð fagseffirfitið. □ íslenzkar kappreiðar í sjónvarpið „Þeir eiga þakkir skilið i íþróttaþætti sjónvarpsins fyr- ir tilraunir sínar til aukinnar fjölbreytni í þáttúnum eins og á þriðjudaginn. — En í staðinn fyrir veðreiðar í Svíþjóð, finnst mér þeir geta eins vel sýnt okk ur myndir af íslenzkum kapp- reiðum og hestamannamótum. Það hlýtur að vera. gott sjón- varpsefni og liggja vel við hendi að taka þaö. — Reið- mennska er líka fslenzk íþrótt, og Jiað nagira að segja töluvert vinsæl — aö minnsta kosti ekki siður en frjálsar íþróttir." Hestamaður. □ Enga íþróttasíðu! „Hvernig er það með ykkur þarna á Vfsi? Er ekkert að ger- ast hér í kringum okkur, innan lands sem erlendis annað en íþróttaviðburðir? Dag eftir dag jægar ég kaupi blaðið og ætla að fara að lesa eitthvað frétt næmt, þá eru að minnsta kosti tvær og stundum þrjár siður lagðar undir einhver íþrótta- hopp! Þótt ég sjáVfur hafi aíls eng an áhuga á íþróttum og viti þvi næsta Mtið um slíkt, þá hef ég hins vegar ekki getáð komizt hjá því að ffrétta af slaWegri frammistöðu þessara manna sem gefa sig f það að keppa „fyrir hönd þjóðarinnar" við út- lendinga. Og er það kannski frétt ef einhverjir strákar sem hafa gaman af að sparka boltá eða hoppa yfir þverslá i ákveð- inni hæð, láta í minni pokann fyrir erlendum peyjum með svipuð áhugamál? Ég leyfi mér að efast um það. Visir góður. Þið getið a-ldrei birt nægilega mikið fréttaefni, jafnt af innlendum sem erlend- um toga, og ég legg til að þið hættið þessu klóri um íþrótta- skak smádrengja og telpna úr öllum landshornum. Sjálfsagt hafa margir gaman af því að lesa eitthvað um íþróttir, en ég trúi því ekki að fólk lesi um gang einhvers knattspyrnuleiks í Hafnarfiði eða á Langanesi. Íþróttasíðan ætti að skipta um nafn og heita íþróttahornið! Með kveðju og þökk fyrir annars skemmilegt blað „lestrarhestur“. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 0 Le-iðrétíing I Vísi í fyrradag urðu okkur á pennaglöp. Siðast í frétt á baksiðu segir að útsölur rhyndu verka sem kjarabót fyrir kaup- menn, ef verðlag væri frjáfet í landinu. Þarna á auðvitað að standa kjarabót fyrir kaupend- ur. Orð þessi voru þannig rangt höfð eftir Sigurði Magnússyni hjá Kaupmannasamtökunum, og biðjuim við hann velvirðingar. 0 Einnig dúxar í bréfaskólanum Á vorin kemur jafnan mikið flóð upplýsinga í blöð og útvarp um skólauppsagnir og ýtarlegar upplýsingar um dúxa (einkunna hæstu menn hvers skóla) f hin- um ýmsu skölum. Einn er sá skóli og hreint ekki sá minnsti, sem gleymist í þessum upptaln- ingum. Það er Bréfaskóli SÍS og ASÍ. Við vissum það t. d. ekki fyrr en þeir í bréfaskólanum hafa einnig sína dúxa. Valgarð- ur Frímann frá Seyðisfirði varð dúxinn á skólaárinu 1969, fékk 10 fvrir bókfærslu. Stigahæstur varð Grétar H. Birgis, Hraunbæ 14. Hann náði 380 stigum í níu námsgreinum. Það er hæsta stigatala nemenda við skólann svo vitað sé. Elzti nemandinn hins vegar var Valdimar Björn Valdimarsson. Hann er 82 ára og stundaöi spænsku. Bréfaskólinn er raunar meö stærstu skólum landsins: Á ár- inu 1969 bættust 873 nýir nem- endur við skólann, en alls nutu 1365 aðilar námsgagna skölans á árinu. 0 41.8% og 59.3% aukning hjá Loftleiðum Mikil aukning hefur orðrð á aflri starfsemi Loftleiða ,í sum- ar, eftir að félagið fékk þotur í sína þjónustu. Loftleiðir fluttu hvorki meira né minna en 105.277 farþega fyrstu sex mán- uði þessa árs og er þaö 41.8% aukning frá fyrra ári. Þrátt fyr- ir verulega mtkið sætaframboð með tilkomu þotanna hefur sæta nýtingin batnað um 4,3 pró- sentustig eða í 69.1%. Enn meiri aukning hefur orð- ið á farþegaflutningum Inter- national Air Bahama. Fyrstu sex mánuði ársins voni flutitir 23.636 farþegar á móti 14.836 á sama tíma í fyrra, þ. e. aukn- ingin varð hvorki meira né minna en 59.3%. Fimm ferðir á viku eru famar á mríli Lux- emborgar og Nassau á Bahama- eyjum. Gúmmístrákur Þessi strákur vakti verö- skuldaða athygli, á skátamóti, sem nýlega var haldið, enda eru þaö ekki allir, sem geta bundið á -sjálfan sig. hnút ,(og senni- lega langar fáa til þess). Þaö er eins og þessi strákur sé úr gúmmíi, han getur látið tærn- ar snúa fram eða aftur að vild hverju sinni og farið í gegnum sjálfan sig aftur á bak og áfrám o. s. frv. o. s. frv. o. s. frv. o. s. frv. o. s. frv. 0 Nýlr sendiherrar Nýskipaðir sendiherrar Grikk- lands og Sambandslýðveldisins Þýzkalands, John A. Sorokos, ambassador, og Karl Rowold, ambassador, afhentu nýlega for- seta íslands trúnaðarbréf sín í skrifstofu forseta i Alþingishús- inu, að viðstöddum utanrfkisráð- herra. Síðdegis þágu sendiherramir heimboð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. 0 Gaf Húsavíkur- kirkju 81 þúsund Gjalfir manna eru sjaldnast mælikvarði á efxxahag þeirra. Þeir eru a.m.k. fáir, sem álíta Fannýju Geirsdöttur í Hring- veri á Tjörnesi efnakonu, en hún gaf Húsavíkdrbirkju 81.000 kr. peningagjöf á dögumim. Þetta er ekki í fyrsta s'kipti, sem Fanný lætur fé af hendi rafena til kirkjunnar. Síðast í fyrra gaf hún kirkjunni nokfera peninga- upphæð. — VJ BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 HJÚLASTILLINGAR M 0 T O.R ST.I L.L IN G A fl L JÓSASTILLINGAR Láf001la i tima. 4 Fljá^^^ örugg þjónusta. I 13-100 V í- x < ' Einstaklingar — Félagasamtök — Fjölbýlishúsaeigendur ÞAU ENDAST V0N ÚR VITI WHLTON-TEPPIN Ég kem heim til yðar með sýnishom og geri yöur ákveðið verðtilboö á stotuna, á herbergin, á stigann, á stlgahúsið og yfirleitt alla smærri os stærri fleti ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ HRINGJA I SÍMA 31283 EN ÞAÐ BORGAR SIG. DANIEL KJARTANSSON Slmi 31283

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.