Vísir - 14.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 14.08.1970, Blaðsíða 8
VlSIR . Föstudagur 14. ágúst 1970. ¥ÍSIR Oígefan li Reykjaprent tif. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas KristjánssoD Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla • Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjór.T Laugavegi 178 Sími 11660 Í5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hf. Haustkosningar gíðan það varð kunnugt, að Jóhann Hafstein for- sætisráðherra hefði látið svo ummælt, að hann vildi ekki útiloka þann möguleika, að kosningar til Al- þingis yrðu í haust, ber það mál mjög oft á góma, þar sem menn hittast. Nú hafa báðir stjórnarflokk- amir ákveðið að héfja með sér formlegar viðræður um þingrof og nýjar kosningar í haust. Niðurstöðu þessara viðræðna mun ekki langt að bíða. Búast flestir við, að hún verði sú, að haustkosningar fari fram og þá líklega í októberlok, nokkrum mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út. Sú hugmynd er raunar ekki ný, að rjúfa þing og efna til kosninga í haust. Marga rekur eflaust tninni til þess, að eftir borgarstjórnarkosningarnar í vor komu strax upp um það háværar raddir í Alþýðu- flokknúm, að slíta stjórnarsamstarfinu, en afleiðing þess hefði að sjálfsögðu orðið þingrof og nýjar kosn- ingar, eins og Hörður Einarsson, formaður Fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna sagði í ræðu sinni á fundi ráðsins h. 10. þ. m. Engin ástæða er til að ætía, að þeir, sem þessar kröfur gerðu í vor, hafi skipt um skoðun síðan, og líklegt er talið, að þeir ráðamenn Alþýðuflokksins, sem þá töldu kosningar ótímabær- ar, muni nú orðnir þeirrar skoðunar, að eðlilegt sé að kjósa í haust. Það er fullvíst, og kom m. a. fram í fyrrnefndri ræðu Harðar Einarssonar, að innan forustuliðs Sjálf- stæðisflokksins er sú skoðun ríkjandi, að rétt sé að efna til kosninga á hausti komanda. Og þar sem ráða- menn beggja stjórnarflokkanna eru þarna að því er öezt verður vitað á sama máli, má gera ráð fyrir að ilkynningin komi bráðlega og undirbúningur átak- inna hefjist. Hann mun raunar vera hafinn hjá sum- im, a. m. k. hefur Þjóðviljinn ekki farið dult með að síðustu dagana, að viðbúnaður væri þegar mik- '1 í þeim herbúðum. Ólíklegt verður að telja að stjómarandstæðingar bregðist illa við ákvörðun um haustkosningar, eins oft og þeir hafa krafizt þingrofs og kosninga síðustu árin. Það var ekki langt liðið frá síðustu.Alþingis- kosningum, þegar þeir fóru að heimta nýjar. Ann- ars er ógerlegt að vita upp á hvaða loddaraskap þeir kunna að finna. Sjálfstæðismenn eiga ekki að þurfa að óttast kosn- ingar. Undir stjórnarforustu flokksins í heilan ára- tug hefur þjóðin lifað mesta velgengnis- og framfara- tímabil sögu sinnar, enda þótt um stund syrti í ál- inn af orsökum, sem engri ríkisstjórn hefði verið unnt að kom? í veg fyrir. En það var jafnvel ekki hvað sízt þá, sem Ijóst varð, hvers samhent ríkisstjórn undir traustri og viturlegri forystu er megnug. Með réttum efnahagsráðstöfunum, sem fyrirfram var vit- að að verða mundu óvinsælar, sumar hverjar, tókst að sigrast á erfiðleikunum og halda í horfinu unz aftur brá til bjartari og betri tíða. Walter Scheel og Andrei Gromyko komust aö merkilegu samkomulagi. etta hefur gerzt svo að segja þegjandi og hljóöalaust. Þaö virðist koma flestum á ó- vart. AHt í einu berast fréttir af því austan frá Moskvu, að Rúss- ar og Vestur-Þjóðverjar ha'fi undirritað griðasáttmála. Fyrstu viöbrögö og umsagnir eru, að þessi atburður muni marka TÍMAMÓT í sögu Evr- ópu, já f sögu alls heimsins. En hitt greinir menn nokkuð á um til hvers þau tímamót muni leiða, hvernig sá heimur morg- undagsins munj verða sem nú er að hefjast. Menn tala um að- ntT-'-k'é byrjáð '•tíýtr'títtfdbil sátfa og 'friöar. Rússar muni nú loksins taka upp einlæga vin- samlega sambúð við Vestur- Evrópu. En ef til vill er samn- ingurinn þá uim leið upphaf þess, að Atlantshafsbandalagið verði leyst upp og Bandaríkja- menn hættj þar meö afskiptum af Evrópu. Þá mun mörgum sortna fyrir augum. -Atlantshafs- bandalagið er mikill burðarás i lífsviðhorfum fjölda mánns, sem kominn er á miðjan aldur. í hug- myndum þeirra kanri nú að líta svo út sem með þessum nýja samningi sé verið að ofurselja Rússum alla Evrópu. Það er hægt að ímynda sér og setja upp hugmyndaK'kingar um hin- ar ótrúlegustu afleiðingar af þessarj samningsgerð, kannski hefur hann í för með sér að Berlínar-vandamáliö verði leyst og allt Þýzkaland sameinað í kapitalistískt rfki með lýðræðis- legri stjóm, sem gerir síðan bandalag við Rússland, er verði voldugasta bandalag og kraftur f heiminum. En það má á hinn bóginn Ifka fmynda sér, að með hinum nýju friðsamlegu sam- skiptum muni bæði Sovétrfkin og Efnahagsbandalag Evrópu eiflast stórkostlega með aukinni iðnaðarframleiðslu, tæknilegri aðstoð, útflutningi og viðskipt- um sfn á milli. Rússar hafa vissulega mikla þönf fyrir þá frábæru tæknilegu þekkingu sem Vestur-Evrópa býr yfir, og Vestur-Evrópa hefur mikla þörf fyrir þann risastóra markað og hin margvíslegu ó- þrjótand; hráefni og raforku, sem hin vfðlendu Sovétríki búa yfir. Það má því vel vera, að með þessum samningi séu þess- ir tveir aöiljar að bianda saman reytum sínum og hagsmunum báðum til eflingar og lífskjara- bóta. j^angt aftur í aldir hefur sam- starf Þýzkalands og Rúss- lands verið mikilvægt hugtak í alþjóðamáfum. Og eitt helzta einkenni þess hefur verið að það var talið beinast gegn þjóð- unum vestast í Evrópu. Frakkar hafa jafnan verið mjög fjand- samlegir slíkri bandalagsmynd- un, vegna þess að slíkt efldi Þjóðverja um of. Sameinað Þýzkaland með Rússland að baki sér hefur verið eins og martröð í augum Frakka og talið ósigran- legt. Englendingar höfðu Ifka alltaf hom f síðu þess, vegna þess að þeir álitu, að Þjóöverj-' ar yrðu allsráðandi f Evrópu. Þeir töldu sér hagfelldast, að Frakkar og Þjóðverjar væru allt- af sem jafnastir, svo ekkert eitt veldi gæti myndazt eða orðiö ailsráðandi á meginlandinu. Það var í slfku samstarfi sem Rússar og Prússar ákváðu forð- um að afnema Pólland og skipta því milli sín. Þaö var einnig í slíku samstarfi, sem . loksins tókst að yfirbuga Napoleon hinn mikla. Það var í slfku sam- starfi — með hinum fræga Rapallo-samningi 1923, sem Rússum og Þjóðverjum, tveimur hinum sigruðu og útskúfuðu þjóðum eftir fyrri heimsstyrjöld- ina tókst að rísa upp til nýrrar alþjóðaviðurkenningar og kom þá sem stundum áður felmtur mifcið á Frafcka. Og það var einnig með slfkum samningi 23. ágúst 1939, sem Hitler öðl- aðist kraft til að ráðast út i nýja heimsstyrjöld. Þá ákváðu þeir sameiginiega Hitler og Stal- in að skipta álfunni á milli sín, færa út landamæri sín og inn- lima eftir eigin höfði mörg þjóð- lönd og víðáttumikil landsvæði. Að sjálfsögðu er ékki um neitt slíkt að ræða í þeim samn- ingi, sem nú var undirritaður i Moskvu 12. ágúst. Með honum er ekki verið aö breyta neinum landamæralínum, eða ákveða innlimun með hemaðarárás og ofbeldi. Þvert á móti er aðalat- riði hans að viðurkenna, treysta og halda fast við núverandi landamæraskipun í Evrópu. Þetta er sem sé, það sem kallað er á alþjóðamáli, samningur um „status quo“, um óbreytt • ástand hvað landamæralínur á- hrærir, en þar með er jafnframt verið að fjarlægja spennu og deiluefni, réttindi viðurkennd og akurinn markaður til að koma á heilbrigðri friðsaml. sambúð, nánurn og víðtækum samskipt- um milli Rússlands og Þýzka- lands. Jþað helfur löngum verið sagt, að Rússland og Þýzkaland hefðu þörf hvort fyrir annað, eins og hjón. En alveg eins og hjónabandiö er ekki alltaf ást- sælt, heldur er barizt og köku- kefli og diskar og föt fá að fljúga, edns befur brostið á 1: harðar rimmur millli þessara tveggja þjóða, þar sem kastað hefur verið ööru og meiru en búsáhölflum, — fallbyssuskot- um, sprengjum og eldflaugunv Það var svo sem ekki um það aO ræöa að það væri mikil ást miffi þessara þjóða eftir síðustu heimsstyrjöld, eftir að 20 milljón : .ir Rússa höfðu látiö lífið í þeira hroðalegasta styrjaldarrekstrt sem þekkzt hefúr, — eiftir að Hitler hafði reynt að framfylgja þeirri stefnu sinni, að Rússum.' skyldi útrýma úr Evrópu Ifkt og, Indíánum í Ameríku. Á sóknar- leið sinni inn austanvert Þýzka. land á síðustu mánuðum stríðs- ins hefndu Rússar svo fyrir með hinum hryllilegustu ofbeldis- verkum, drápu og pyntuðu sak- Iausa borgara og nauðguðu kon-’ um, skutu og brenndu hús í 6- slökkvandi hefndarþorsta. Síðan ríkti um langt skeið hatur milli þessara þjóða. Hvar. vetna í rússneskum bókmennt- um og blöðum hefur Þjóöverj- um síðan verið lýst sem stríðs- glæpalýð, og þegar viðreisn. Vestur-Þýzkalands hófst, átti hún einnig að vera fram- kvæmd af gömlum striðs-: glæpamönnum, kapitalískum, arðræningjum og kúgurum. Rússnesk skopblöð hafa einnig’ átt sinn þátt í aö viðhalda þess-.' ari mynd af glæpahneigð þýzku þjóðarinnar saman við atóm- sprengjur og heimsvaldastefnu' gulgrænna kapitalískra banda- t rískra glæpahershöfðingja 1' Pentagon. |7'n svo urðu umskiptin í þessu, þegar sá merkilegi atburð- ur gerðist að þýzkit jafnaðar- i menn unnu kosningasigur og komust til valda með samstarfi við Frjálslynda flokkinn. Willy

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.