Vísir - 14.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 14.08.1970, Blaðsíða 9
V í SIR . Föstudagur 14. ágúst 1970. 9 . . . oft má líkja þeim við gangandi apótek“ — segir Óttar Felix um suma þeirra islenzku unglinga, sem koma til Kaupmannahafnar ^ Þær eru margar og margvíslegar atvinnugreinarnar, sem ungu fólki hugkvæmist að taka sér fyrir hendur á þvi tímabili, sem ævintýraþráin er mest. Og ekki veigrar það sér við að snara sér til annarra landa í atvinnuleit, ef út í það fer. Það er meira að segja mún eftirsóknarverðara, ef það væri þá eitthvað. Einna mest er um það, að skólastúlkur sæki um atvinnu erlendis yfir sumartímann og þá, að sögn kunnugra, mest á hótelum og einkaheimilum. Piltarnir kom- ast hins vegar einna helzt að í verksmiðjum og verkstæö- um, þó að þess séu vitanlega dæmi, að þeir vinni önnur störf, eins og t. d. einn íslenzkur hljómlistarmaður fyrrverandi, Óttar Felix Hauksson að nafni, ser.i dvalið hefur á fjórða mánuð í Kaupmannahöfn og vann fyrstu þrjá mánuðina þar við líkgröft í kirkjugarði Kaupmannahafnar. Óttar (lengst t. h.) ræðir við danska hippa á Ráðhústorginu. Brandt varð forsætisráðherra og Walter Scheel utanríkisráðherra. EPtir það fór tónninn austur í Rússlandi strax að breytast verulega. Það var eins og þetta hefði komið þeim á óvart. Líkt og Stalin gat ekki trúað því eftir stríðslok, þegar hann frétti, að Churchilí hefðj beðið ósigur í þingkosningum, eins fór rússn- ensku valdamönnunum nú: þeim varð ekki lengur stætt á því að nein kapitalisk glæpaklíka réði öllu í Þýzkalandi, þegar stjóm- arandsta -jingar, sósfalistar tóku við völdunum. Það var einnig annað sem gerðist, og það er ef til vill það merkiiegasta, að þeir Willy Brandt og Scheel ákváðu að taka upp nýja stjómmálastefnu. Þeir ákváðu að ganga bara hrein skilningslegia að Rússum og leita eftir fullkomnum sættum við þá. Það mætti athuga, hvort ekki væri rétt að stokka upp spilin, hætta að gera NATO og Varsjárbandalag að einhverjum homsteinum í millilandapólitfk- inni sem allt yrði að byggjast á. Þvert á móti skyldi nú aðeins spurt, hvað er gagnlegt fyrir okkur báða, hverjir eru okkar eigin hagsmunir, hvernig getum vdð hjálpaðhvor öðrum og stuðl- að að friði. Síðan þegar við kæmumst að niðurstöðu um þessa hluti, mætti haga hermál- um og öryggismálum eftir því, hvemig samkomulag okkar verður. Nú breytti skyndilega um austur í Rússlandi. Skyndilega hætti hatursáróðurinn gegn Þjóðverjum og er engu líkara en austur í Rússlandi hafi byrjað nýtt trúlofunarstand með skyndi legri útbreiðslu þýzkra menn- ingarstríuma. Rússar hafa gegn- um aldimar jafnan dependerað mjög af Þjóðverjum f öllu menningartilliti og þeir eru þvi aðeins að endurvekja gamla þýzka ást, þegar þeir fjölmenna nú á þýzk b ókme nnta kvöl d, og þýzkar bækur em nú seldar í tugþúsundatali austur tii Rúss- lands. Þýzka er enn tungumál númer 2 næst á eftir rússnesk- unni sem börnin læra þegar f bamaskóla, og síðasta árið hafa Rússar ekkert farið í felur með það, aö þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, elska þeir og hafa þörf fyrir þýzka menn- ingu. Cvo hófust sendiferðimar, Bahr sérlegur ráðunautur Brandts var á stöðugum ferða- iögum austur til Moskvu, Duck- witz var með annan fótinn aust- ur í Varsjá og efnt var til sér- stakra funda milli Wi'llíanna — Brandts og Stophs forsætisráð- herra Austur-Þýzkalands. Fæst- ar af þessum sífelldu ferðum og umræðum og orðsendingum hafa þótt fréttaefni fyrir utan þýzka heiminn, en sjaldan hefur fariö fram þvilík iðjusemi og dugn- aður að kryfja málin til mergjar og hnýta lausa tauma f öllum áttum. Er geysilegt starf sem liggur að baki því, að samkomu- lag héfur nú tekizt. Síðast margra daga persónulegar við- ræður Wálter Scheels við rússn- eskan kollega sinna Andrei Gromyko. Ber hinni núverandi þýzku stjóm vissulega mikiil heiður fyrir það eitt, hve dug- •leg og drffandi hún hefur verið í öllu þessu máli og verður það Kristilega flokknum sem áður hlussaðist á þessu máli jafn- fram tii lítilsvirðingar. Eru hin- ir kristilegu heldur fúlir og af- brýðisamir og sýna málinu furðulegan og iHgjarnan fjand- skap í stjórnarandstöðu sinni. Auðvitað einblína þeir lfka á hættuna, sem er því samfara að gansa svo opið os berskjald að að leik við hið rússneska M-+ bls. 10. JJann hefur nýlega látið af þeim starfa, og er blaða- maður Vísis hitti hann í síðustu viku á fömum vegi í Kaup- mannahöfn, varð það að ráöi, að setzt yrði inn á nálægan mat- sölustað og Óttar uppfræddi blaðamann um hið fskyggilega vandamál, ffknilyfjaneyzluna í kóngsins Kaupmannahöfn. Við höfum vart komiö okkur fyrir með djúpsteiktu fiskflökin okkar, sem við ætluöum að snæða á meðan á viðtalinu stæði — en að borðinu okkar hafði undið sér ræfilslegur rindill og muldrað eitthvað flóttalega f eyra Óttars. — Hann var að bjóða okkur LSD til sölu, þessi, sagði Óttar til skýringar, þegar hann hafði bandað þeim flóttalega fyrirlit- lega frá sér. — Ert þú kannski gamall við- skiptavinur hans, eða hvað... ? — Nei, nei, nei, biddu fyrir þér, maður. Ég hef aldrei séð þennan náunga áður, svaraði Óttar snöggt og hristi höfuöiö ákaft. Þessi matsölustaöur er Óttar Felix Hauksson, fyrr- um pophljómlistarmaður og burðarkarl hjá Hljómum frá Fróni, síðar líkgrafari í Kaup- mannahöfn. Nú atvinnulaus, en á góða von með að komast' að sem burðarkarl á Kast- rupflugvelli. bara mikið sóttur af eiturlyfja- bröskurum, og þeir halda til við borðin þarna innst hægra meg- in. Þessi Arabi, sem þú sérð þarna viö borðið í horninu, er t. d. einhver umsvifamesti eit- urlyfjasali, sem ég hef heyrt getið um í sambandi við eitur- lyfjasölu hér í borginni. Ég leit í þá átt, sem Óttar benti og sá þá ákaflega snyrti- legan Araba, sem bæði var vel klipptur og snyrtilega til fara og virtist ekki hafa neitt mis- jafnt á samvizkunni, þar sem hann sat og ræddi fjörlega við unga stúlku. Hefði Óttar.. ekki sagt mér frá kaupmennsku hans heifði mér aldrei getað komið til hugar, að þessi maöur væri eit- urlyfjasali, Þvert á móti hefði ég gizkað á, að þarna væri öllu heldur leikfangasáli á ferðinni. Eins átti ég erfitt með að trúa því, að matsölustaðurinn, sem ég var staddur á, væri ein af miðstöövum fíknilyfjaneytenda, því staöurinn er með eindæm- um bjartur og hreinlegur, og öll þjónusta og aöbúnaður tölu- vert betri en maður á að venj- ast hér heima á Fróni. — Það var revndar meira um eiturlyfjabrask hérna fyrst eftir að staðurinn var opnaður. Þá voru krakkarnir hreinlega svo bíræfnir að blanda sér hash í pípu svo allir sáu. En loks fór lögreglan að leggja liðið f ein- elti og eftir að hún hafði hand- tekið nokkrum sinnum menn hér með mikið magn af hashi undir höndum fór fljótlega að draga úr aðsókn eiturlyfjabrask-y aranna hingaö. En eins og þú hefur nú þegar komizt að raun um. eru þeir þó ekki með öllu horfnir héðan, bætti Óttar við og hámaði í sig fiskinn. — Borðar þú hér oft? spurði ég varfæmislega. — Já, mjög oft, svaraði Óttar hiklaust. En það kemur til af því, að hér er ódýrast að éta, miðað við hina matsölustaðina hérna í miðborginni. — Er hash dýrt? — Ef þú ert nógu fjáður, mundir þú ekki segja það. En atvinnulausir hippar eiga líklega f nógu miklu basli með að snapa saman þær sjö til átta krónur danskar, sem grammið kostar. En eitt gramm dugir þeim í eina pípu og gefur sæmilegt „kikk“. Svo hækkar gangverð hashins auðvitað og fellur f takt við framboðið á því, og oft fer það langt upp fyrir tfkallinn, ef sendingamar hafa klikkað og lítið er til af birgðum f borg- inni. Það mætti t. d. segja mér, að þaö setji töluvert feitt strik í reikninginn. að lögreglan góm- aði tvo af stærstu kaupmönn- unum f faginu f fyrradag, er þeir voru á leið inn í borgina með hash fyrir um tólf til þrett- án milljónir íslenzkra króna, fal- ið í bílum sínum. — Hvert er þitt álit á eitur- lyfjaneyzlu? — Ja, hvað skal segja ... ? sagði Óttar og stangaði hugs- andi úr tönnunum. Það er svo sem til í dæminu, að eiturlyf hjálpi neytendunum til að ein- angra sig frá umheiminum og kafa á djúp síns innri manns, og komast til botns i persónu- leika sínum og allt það. En ég er nú þeirrar skoöunar, að það sé fremur óekta aö nota hjálp- artæki til slíks. Ég sjálfur not- aði mér þá þrjá mánuöi, sem ég vann f kirkjugarðinum til þeirra stúderinga, án hashins, því þar gafst mér ákaflega gott næði til að hugleiða málin á meðan ég vann í einrúmi við að grafa Dani. — Hvaða skilning heldur þú, að íslenzk ungmenni leggi í eit- urlyfjaneyzlu? — Þau hafa hreint engan skilning á þeim málum, því þau eiga ekki við þá brjálæöingu að stríða, sem er svo yfirhyrm- andi í st.órborgunum erlendis, þar sem allt ætlar um koll að keyra af hamagangi fólksfjöld- ans, og einstaklingurinn er ein- ungis núll. Með eiturlvfiunum er stórborgaæskan að reyna að flýja þennan kolbriálaða heim inn í annan og ósnortinn heim, þar sem hægt er að vera einn meö sjálfum sér. í fámenninu heima á tslandi er ekki þörf fyrir eiturlvf til bess eins og skilja má. íslenzku krakkarnir fikta við eiturlyfianevzlu einung is vegna þess að það er f tfzku. og þeir halda aö það sé fínt og því fylgi mikill álitsauki, aö hafa orð á sér fvrir að vera eitur- lyfjaneytandi. — Er ekki mikið um það aö Iandinn komi hingað til Hafnar f þeim erindagerðum einum saman að lifa innan um hipp- ana hér með greiðan aðgang að eiturlyfjum? — Þess eru svo’ sannarlega mýmörg dæmi. Mér finnst það blátt áfram sárgrætilegt hve oft það á sér staö, að hingað komi íslenzkir krakkar til lengri eða skemmri dvalar og hafa með sér stórar fjárupphæðir, sem þeir svo verja nær eingöngu í eitur- lyfjakaup. Síðan kunna þeir sér engin læti og dæla strax sem allra mestu f sig til að komast nú í almennilegt ,,rúss“, hvort sem til þess er notað „gras“, pillur eða þá heróín eða „speed“ úr sprautu, — jafnvel margt af þvi eða allt f senn. Og oft hitt- ir maöur þetta fólk f því ásig- komulagi, að einna helzt mætti líkja þvf viö gangandi apótek. Endirinn vill svo oftast verða sá, að lögreglan hirðir þetta fólk upp af götunni, þar sem það er í umhiröuleysi og sendir það síðan heim — með skömm. — Hversu almennt skyldi eit urlyfjaneyzía vera orðin meðal ungmenna Kaupmannahafnar? — ískyggilega almenn. í aug- um danskra ungmenna er hash- ið iafnsiálfsairður hlutur og alkóhól f augum fslenzkra og ekki farið lanmuleear með notk- un þess en sígarettureykingar. Ég hef heyrt gizkað á það, að allt að því átta af hverjum tfu ungmennum hér í borginni und- ir tuttugu ára aldri hafi ein- hvern tíma prófað hash og nærri helmingur þeirra róið áfram á mið enn sterkari o<? þá um leið hættulegri lvfja. Ée gæti vel bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.