Vísir - 17.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 17.08.1970, Blaðsíða 9
i? f S I R . Mánudagur 17. ágúst 1970. 9 fisatiw Hvernig leggst það í yð ur að fá alþingiskosning ar í haust? Jón Jónsson: — Bara vel. Tel þaö vera mjög heppilegt fyrir stjómina, sem og stjómarand- stöðuna. vel { mig. Þær mættu bara vera tíðari, því ég er þeirrar skoðun- ar, aö kjörbímabilið sé of langt, fjögur ár í senn, því þannig gefst hverri ríkisstjóm of langur tími til að vasast með almenn- ingsfé. Ssevar Magnússon, neoii: — Mér er svo s em alveg sama um ( allilar kosningar. Mér finnst bara að þær mættu vera a'llt að því árlega. eða þá að minnsta kosti á tveggja ára fresti, því ef svo væri, væri líklega meiri fram- kvæmdasemi af hálfu þeirra, sem em við stjóm bverju sinni, og þeir þannig undir stööugra aðhaldi. Júlfus Sigurjónsson: — Mér finnst það hreinn og klár aumingjaskapur af stjórninni, að halda ekkj út allt kjörtíma- biiið. Það má vel vera, aö það stafi af einbverjum knýjandi á- stæðutm en það er engu að síð- ur aumingjaskapur. Hilmar Biering, Mltrúi: — Ég get ekki sagt annað en það leggist bara vel í mig, að næstu alþingiskosningar verði látnar fara fraim strax i haust. Útlit fyrir minni bókaútgáfu í ár Bókaútgefendur svartsýnir — Verbhækkun á bókum — Prentaraverkfall gæti tafib útgáfuna □ Allar líkur benda til þess að bókaútgáfa verði nokkru minni í ár en verið hefur árin á undan. í viðtölum, sem Vísir átti við forsvarsmenn nokk- urra bókaforlaga, kemur fram að víða verður um talsverðan samdrátt að ræða í útgáfunni. Ástæðan fyrir þessari þróun er að einhverju leyti fólgin í auknum útgáfukostnaði og óhjá- kvæmilegri hækkun á bókaverði í ár. Upplag bóka hefur farið minnkandi undanfarin ár, og þó hefur útgáfan ekki aukizt að eintakafjölda, ekki verulega að minnsta kosti. \ , TTugsanlegt prentaraverkfall á næsta leit; skýtur mörgum útgefanda skelk I bringu. Alla vega myndi langt prentaraiverk- fiall seinka útgáfu vemlegs hluta þeirra bóka, sem ætlað er að koma á markaðinn í haust, og eflaust gæti verkfallið orðið tli þess að útgefendur yrðu að skilja handrit að margri bók- inni eftir í skrifborðsskúffum sínum í stað þesis að koma því út í bók á „jólamarkað- inn“. Vísir ræðir í dag. við nokkra útgefendur í , Reykjavfk, um,4- standið og horfumar, þótt enn sé að visu langt I aðalbókaver- tíð ársins. Og útgefendur á ís- landi haifa fengið hól fyrir margt fremur en forsjálni við undir- búning og vinnslu bóka sinna. Langt verkfall? — Ef verður af prentaraverk- failiii, veruilegu, sagði Valdimar Jóhannsson í Iðunni, verður sáralltii bókaútgáfa hjá mér. Ég reikna raunar meö löngu preint- araverkfalli. Bftir því sem manni heyrist, fara prentarar fram á nýja samninga, breytt form á samningunum. Um s'líkt ætti auðvitað að þinga löngu áður en samningar em útrunn- ir. Ég hef þess vegna ekkert að tiíunda enn sem komið er og alla vega reikna ég með að útgáfan verði minni hjá mér í ár heldur en I fyrra. það er að segja þess- ar „jólabækur“. Ég hef hins vegar verið að gefa út kennslu- bækur eins og áður. Og það er I sjá'llfu sér ágætt. Er ekki ver- ið að taia um að alltoif mikið sé •®ef1?-i‘fií’i'>R yKMÍti i 1'J aíiiiuiH Ekki nóg gert fyrir bókina Það er ekkert launungarmál að bókaútgáfa hér á landi er mjög erfið og það er ekki nóg gert fyrir bókina af h^lffu hins opinbera, sagði Örlygur Há'lf- dánarson sjá bókaútgáfúnni öm og Örlygur. Verðlag á bók- um hefur ekki fylgt þeim verð- hækkunum, sem orðið hafa og er engan veginn í samræmi við tilkostnaöinn. Við höfum verið aö koma frá okkur Peröahandbókinni og Lögfræðihandbókin efltir Gunn- ar Sohram kemur út hjá okkur á næstunni í annarri útgáifu, endurskoðuð. Hún seldist upp. Pólik virðist hafa haft not fyrir þetta. Nú svo verðum við með frasnhald á bðkum, sem stofnað var til í fyrra. Þannig kemur annað hefti af Iþróttabókinni hans Frimanns Helgasonar, einnig kemur annað hefti af Björgunar- oig sjóslyeasögu. Nú svo eru bamabókaflokkar, svo sem eins og Dagfinnur dýralæknir. Það má geta þes-s, að kvikmyndin um hann kemur hingað á næstunni. Auk þess kotnum við svo með bók eftir nýja Isienzka skáidkonu. Ef á- ætilanir standast verður útgáfan s em sagt ölilu meiri í ár en í fyrra þrátt fýrir allt. Ekki af vantrú Ég reikna með að okkar út- gáfá verði ekki tiiltakanilega mikil í ár, sagði Ambjörn Krist- insson hjé Setbergi. En það stafiar ekki af vantrú á bóka- markaöinum, síður en svo. Við höfum einungis kosið að sinna öðrum verkefnum, sem við erum að vinna fyrir aðra í prent- smi^junni. Ég hef eikki ástæöu tii þess að ætia að bókasala veröi minni I ár en hún var í fyrra. Þvert á móti held ég að sú bjartsýni, sem nú rikir þó meiri heldur en tvö undanfarin ár, leiði það af sér að bóka- salan verði öllu meiri. — Verður sama verð á bók- um í ár og í fynra? Enda þótt toiiar haifi verið af- numdir af pappír, læfckar verð á bókum ekki, vegna þess að söluskattshækkunin gerir meira en að vega það upp. Hins vegar hygg ég að of fljótt sé að segja mikið um verðlag bóka í haiust, Hætt er við aö dynur pressanna hætti að kveða við í september, a. m. k. em margir útgefendanna smeykir um það. n « Valdimar Jóhannsson. Gunnar i Leiftri. verklfaM prentam og kauphækk- un þeirra, kann til dæmis að setja þar strik f reikninginn. Meira ef guð lofar Ég væri iffla settur. ef ég væri ekiki byrjaður að vinna þær bæfcur, sem ég ætla að gefla út í ár, sagði Gunnar Einarsson f Ledlfltri. Bf eitthvað er, þá hugsa ég að útgáfan verði öllu meiri I ár hjá mér heldur en í fyrra, eða eitthvað um 30 bækur. Á næstunni mun koma út hjá Leiftri ný ensk-íslenzk oröa- bók. Þá veröur á ferð- inni 1. bindi af ætitum Vest- ur-Skaftfelilinga, sem Bjöm Magnússon prófessor hefur tek- ið saman. Þá kemur út saga Fjalila-Eyvindar, þar sem tínt er til alt sem fundizt hefur um þessa frægu útlaga, Eyvind og Hölilu. Bókin er skrifuð aff Guðna Guðmundissyni. Áratog heitir bók eftir Bergsvein Skúlason, og svo kemur Guð- rún frá Lundi með sfna 24. bók, Utan frá sjó, heitir hún. Nú það væri hægt að telja upp miklu fleira. En ég vona sem sagt „ef guð lofar og ekki verð- ur væta“ eins og séra Ólafur sagði, aö útgéfa verði allavega ekki minni £.ár en í fyrra. • : • ! S! • ■ O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.