Vísir - 18.08.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 18.08.1970, Blaðsíða 1
ít^Sr, VISIR 69. árg. — Þriðjudagur 16. ágúst 1970. — 185. tbl. Veldur moldaruppfyllingin veiðitregðu í Elliðaánum? . - . . _ _ . . , i i , Laxveiði hefur verið heldur Aðems 670 loxot komnir por O lono I Sllfnot treg í Elliðaánum í sumar ____________________________°8 hafa margir leitt að því get- Hvergi bensínafgreiðsla fyr■ ir flugvélarnar úti á landi — Aðeins á Akureyri, Keflavik og Reykjavik jí sambandi við flugslysið á Keflavíkurflugvelli hafa ;augu manna opnazt fyrir |því að bensínafgreiðsla er hvergi til staðar úti á landi jfyrir flugvélar nema á Ak- ureyri, þar sem Shell er með tank fyrir flugvéla- bensín. Annars staðar er ekki hægt að fá bensín á vélarnar undir venjulegum kringumstæðum. Flugfélag íslands hefur aö vísu fcantoa á þremur sfcöðum, ísiafiröi, Eg ilsstöðum og Hornafirði, en þar er ekki um afgreiðslu að ræða, þótt oft hafi verið hægt að fá bensín úr þessum tönkum á einkavélar, þegar svo hefur staöið á. Flugmenn litlu flugfélaganna hafa hins vegar litiö svo á oft á tíð um sem þama væri um bensínaf- greiðslu að ræða, en að sögn Ein- ars Helgasonar hjá Flugfélaginu er þar um misskilning að ræða. Þetta getur hins vegar orðið til þess að flugmenn á litlu vélunum tefli á tvær hættur með því að fljúga á síðasta dropanum. Bensínafgreiðsla er að sjálf- sögðu í Reykjavík, þar sem Shell er með tanka á vellinum og i Keflavík, þar sem Shell og Esso sjá um afgreiðsluna. —JH '............................................ .......................................................... um, að moldaruppfyllingin út með ósnum hafi dregið úr laxa- gengd. Hafi moldin litað vatnið frammi við ósinn og þar meö dregið úr laxagengdinnL Al- mennt virðast menn vera síður trúaðir á, að brúarframkvæmd- irnar hafi haft áhrif á laxinn. Aðeins um 670 laxar höföu veiðzt í ánum í gærkvöldi, en til samaniburðar má geta þess, að f fyrra veiddust um 1330 laxiar allt sumarið. Um mánuður er enn eftir af veiðitímanum í ánum, en hæpið er að veiðin verði neifct svipuð í sumar og í fyrrasumar. Ámar hafa verið mjö.g vafcns- litlar í sumar, sem einnig gæti verið ástaeða fyrir veiðitregðu, en töluverður lax virtist vera í ánum í gær, þó aö lítið hefði veiðzt. Talið er sennilegt, að árnar jafni sig affcur, þegar mold hætti að berast út í ámar úr uppfyil- ingunni, en ekki eru veiði- menn á einu máli um þaö, hvort ós árinnar hafi batnað eöa versnað við tilkomu hólmans. — VJ Þetta er kannski dálítið óvenjulegt kirkjuhús, enda er þama aöeins um að ræða hluta kirkjubyggingarinnar allrar, það er að segja safnaðarheimilið. Safnaðarheimilið bíður fokhelt eftir nýja prestinum — Prestskosningar i Grensássókn i haust ic í Grensásprestakalli standa fyrir dyrum prestskosningar f haust. Umsóknarfrestur um prestakallið er útrunninn þann 20. ágúst. Séra Felix Óiafsson, sem verið hefur prestur Grens- ásbúa frá því söfnuðurinn var stofnaður er nú á förum til Nor- egs, tii þess að taka við prests- embætti þar. Ný og glæsileg kirkjubygging, eða safnaðar- heimili, bíður nýja prestsins í Grensássókn. Að sögn Guðmundar Magnús- sonar, skólastjóra, formanns sóknamefndarinnar er húsið nú fokhelt og næsta stig byggihg- arinnar verður að einangna og leggja hita í húsið. Safnaðar- heimilið á að verða tilbúið haustið 1972 samkvæmt áæfclun. Hér er aðeins um að ræða bluta kirkjubyggingar sem þama á að rísa, það er safnaðanheimiKð. — JH Kjördæmisráð Vesturlands j velur 5 menn í prófkjör Prófkjör Sjálfstæðisflokksins i Vesturlands- kj'órdæmi 23. ágúst •k Kjördæmisráð Vesturlands- kjördæmis ákvað á fundi sín- um s.l. laugardag, að prófkjör skyldi fara fram í kjördæminu 23. ágúst. Verður framkvæmd þannig hagað, að kjörstaðir verða opnir í þéttbýll kjördæmisins, en kjör- gögn send heim í strjálbýlinu. Þátt- taka í prófkjörinu verðuð miðuð sjálfstæðismenn og aðra stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins. Kjördæmisráðið lét fara fram skoðanakönnun á fundi sínum um 5 væntanlega frambjóðendur til prófkjörsins, en síðan munu hin einstöku ful'ltrúaráð kjördæmisins gera tillögur um fjór menn hvert til viðbótar. Þeir fimm sem efstir urðu í skoðanakönnun kjördæm- isráðsins voru Friðjón Þórðarson, sýslumaður í Stykkishólmi, Jón Ámason, alþm. á Akranesi, Kal- man Stefánsson, bóndi í Kalmans- tungu, Skjöldur Stefánsson í Búð- ardal og Ásgeir Pétursson sýslu- maður í Borgamesi. Förmáður kjör- dæmisráðs er Gunnar Bjarnason, kennari á Hvanneyri. — VJ Það er einhver hrekkjalómur, sem gabbar slökkviliðið og fleiri að húsi einu við Ásgarð æ ofan í æ — en hver það er, veit eng- inn — nema viðkomandi gefi sig fram. Sápukúlur í hush-skýjum Blaðamaður Visis lýsir áliti sinu á Höfn — sjá bls. 9 ^VWNAAAAAAAAA/VWNAAA . Hver stendur að gabbinu? Sendir leigu-, sendí-, rútubila og sl'ókkviHð á sama staðinn • Lögregla, slökkvilið og sjúkralið var í gærdag kvatt að húsi einu við Ás- garð, en þegar til kom reynd- ist þetta vera gabb. Sá, sem gabbaði, var þó greinilega að- stæðum eitthvað kunnugur þarna, því að hann tilgreindi nafn húsráðanda, þegar hann bað um aðstoð ofannefndra aðila. Svo kom í ljós, að þetta var reyndar ekki í fyrsta skiptið, sem einhver hefur gert það að leik sinum að gabba menn að þessu sama húsi. í öðrum til- íelium hafa það verið sendi- ferðabílar, leigubílar, rútubllar og því um 'líkt, sem beðnir hafa verið að koma að þessu á- kveðna húsi við Ásgarð. En húsráðendur kannast ekk- ert við þaö að hafa nokkum tíma beðið um neitt af þessu. 1 öll skiptin hefur verið beðið um þjónustu þessara aðila í gegnum síma, og engan grunaði neitt misjafnt, fyrr en á staðinn var komið. Svo að engum getum verður að því leitt, hver prakk arinn er, sem að þessum hrekkj um stendur, en líklega er það þó sá sami í hvert skipti. — GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.