Vísir - 18.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 18.08.1970, Blaðsíða 9
! V1S IR . Þriðjudagur 18. ágúst 1970. ie(t9«89ií90í»?ee8«»Jt'. {• (• IO í • \m i • 19 !: *: : ‘a I !• í: {• '1 "i* HASH-SKÝJUM Hipparnir og Sigvaldi á Strikinu, klám fyrir ferðamennina, úti pop-hljómleikar og islenzk- ar stúlkur / sumarvinnu . . . Q Hún heitir Kaupmannahöfn og var um alllang- an aldur sameiginleg höfuðborg íslands og Dan- merkur. Núna er hún ekki lengur höfuöborg ís- lands, en er aftur á móti orðin uppspretta þeirrar klámbylgju, sem nú hellist yfir hinn siðmenntaða heim, auk þess sem hún dregur æ meira til sín af hippagimpum víðs vegar að úr heiminum, því í kóngsins Kaupmannahöfn fá þess konar úrhrök frið til þess að neyta sinna fíknilyfja án teljandi afskipta lögreglunnar. : Hippi í spariklæðnaði leiðir sér við hönd litla dóttur sína, á útisamkomunni í Fælledparken. Þegar gengið er eftir Strik inu, þeirri vel þekktu verzlun argötu, og litazt um á Ráö- hústorginu, blasir alls staðar viö sama sjónin, rolulegir hippar í furðufatnaði og hvíld arstellingum, sem maöur hef ur á tilfinningunni að eigi aö hvíla limi þeirra á komandi árum, án nokkurra breytinga nema þá þeirri hreyfingu einni, sem fylgir því að troöa sér í pípu, eða til annarra lífs nauösynlegra aðgerða af sama tagi. Hvað furðufatnaöinum viðvík ur er það samt ekki hippi, sem ber höfuð og herðar yfir hóp- inn, heldur risavaxinn bóksali, sem býður vegfarendum sölu- vaming sinn til sölu úr rauömál uðum barnavagni. Er þama á ferðinni íslendingur, sem um áraraöir hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn og starfrækt þar bókaforlag og ber fyrirtækið nafn hans: Bókaforlag Sigvalda. Eru bækur þær, er hann hefur, að mestu skrifaðar af bömum, er einnig hefur Sigvaldi á boð- stólum þýðingar sínar á ljóðum eftir ýmsa fræga skriffinna, en af þeim er Grikkinn Theodorak- is í einna mestu uppáhaldi hjá honum. Einna forvitnilegastar af ljóða bókum þeim, sem Sigvaldi gef- ur út, eru þó án efa ljóðabækur þær, sem hann hefur sjálfur rit aö á bæöi ensku og dönsku, þar sem hann gerir góðlátlegt grin að mannfólkinu og tilfinningum þess. Er undirritaöur blaðasnápur Vísis fékk Sigvalda fyrst augum litið ekki alls fyrir löngu, átti hann í fyrstu erfitt með að kyngja þeirri staðreynd að þessi tötrum klæddi götusali byggi með konu sinni og barni í 3ja milljón króna villu, þar sem ekk ert skorti til neins. En þegar málið er íhugað nánar, kemst maður fljótlega að þeirri niður- stöðu, að það hlýtur einmitt að vera hinum ræfilslega klæða- burði Sigvalda að þakka, hve éfnaður hann er. þegar Sigvaldi hefur verið yfirgefinn og göngunni hald ið áfram niður eftir Strikinu vek ur athygli allur sá urmull af klámvamings margs konar, sera stillt er feimnislaust út í glugga verzlananna. Klámbæk- ur, klámblöð, klámveggspjöid og veggfóður, klámskrautmunir, klámspil, klámhljómplötur og klámdúkkur (fyrir blessuð böm in) blasa við í öllum búöarglugg um. Og þeir kaupmenn, sem ekki selja klámvaming, nota klámútstillingar engu að síður til að auka viöskiptin. Það væru kannski helzt kjöt- og nýlendu- vöruverzlanir, sem láta klámið eiga sig í útstillingum sínum. — Maður skyldi ætla að kynferöis- mál þurfj ekki að vera eins mik ið feimnismál til umræðu á dönskum fölskylduheimilum og þeim íslenzku, og ungdómurinn þar þurfi ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvaðan litlu bömin eru komin ... ^nnað, sem gleður augað — eða hneykslar — í Kaup- mannahöfninni, eru hinar barm miklu stúlkur, sem þar gefur að líta, en þær nota fæstar orðið brjóstahaldara, þegar heitt er í veðri, og einni mætti hann ég meira að segja peysulausri á Ráðhústorginu og þótti þá full mikið komið af svo góðu, — en bar þó ekki fram nein mót- mæli. Þó furöulegt megi telj- astj VeittKég þyj^eippig ^tliy^H, Jslenzku stúlkurnar tvær, sem að unga,f:_týtor} v^einjii^s^" "-í~ í'-'W.í.íí. • ,.«xi — laus, en ’slffct telst nú lcanns' Sigvaldi á Strikinu, íklæddur appelsínugula kyrtlinum sínum, sem eiginkona hans (sem er dönsk listakona), hefur saumað á hann. ekki til eins mikilla tíðinda, þvi flest þeirra ungmenna, sem um götur borgarinnar fara, eru ber fætt oig þau sem ekki eru það, dauðlangar vafalaust til að veita sér þá ánægju. Að minnsta kosti dauðlangaði mig til að ganga um götumar berfættur, þegar hvað heitast var í veðri, meðan ég dvaldist í borginni. — Ég gaf bara allar slíkar bollaleggingar upp á bátinn, er ég haföi farið úr sokkum og skóm og komizt að því, aö sumir hafa of krækl óttar tær tiil að geta veitt sér þá ánægju. ns>Hi^g ákst'a'fyrií'ufáh eina verzlunina á Strikinu, höfðu þó nær sannfært mig um það, að það væri alger misskilningur að hafa áhyggjur af því hvað fólk ið, sem maður mætti á götunni kynni að hugsa, því maður mætti sjaldnast sama fólkinu nema einu sinni og auk þess væru möguleikarnir á því, að draga að sér athygli vegfarend- anna, einn á móti þúsund, næst um sama, hvað þú kannt að taka þér fyrir hendur, — þvl borgarbúar væru orðnir flestu vanir og létu sér ekki bregða við hvað sem er. Þessar tvær íslenzku stúlkur „Við söknum Glaumbæjar einna mest að heiman“, sögðu þær vinkonurnar Odda og Eva, en þaer vinna í Kaupmannahöfn i sumar, en fara svo í skóla hér heima i vetur. kváðust annars heita Oddfríður Steindórsdöttir og Eva Jörgen- sen og vinna á hóteli þama í borginni ásamt sjö öðrum ís- lenzkum stúlkum. Sögðu þær það hafa verið ævintýraþrána eina, sem hvatt hefði þær til að sækja um vinn- una, er þær sáu auglýsingu frá hótelinu i fslenzku dagblaði. — Létu þær vinkonumar vel af dvölinni í Höfn og starfinu á hótelinu. Þeim hefði mjög fljót- Iega tekizt aö koma sér upp nægum orðaforða til að geta bjargað sér viðunandi áfram. — Kaupið, sem þær fengju, söigðu þær ekki vera neitt sérstakt, en það hrykki þó fyrir helztu nauö synjum og skemmtunum. Svo fengju þær húsnæði og fæöi ó- dýrt á hótelinu, sem þær ynnu á. Þó aö þær vinkonurnar væru sammála um það, að skemmti- staðimir hefðu flest til að bera fram yfir skemmtistaðina heima sögðust þær hafa verið farnar að sakna stemmningarinnar frá Hressó og Glaumbæ næstum strax eftir fyrstu vikumar f Kaupmannahöfn. Með þeim vinkonunum, Oddu og Evu, lauk ég deginum, með þvf að slást f för með þeil-t á úti hljómleika í Fæliedpark, einum stærsta almenningsgarði borgar innar, og þar nutum viö þess að hlýða á hlióöframleiðslu tveggja vinnsælla pop-hliómsveita danskra, innan um tæplega 3000 hippa og barnaníur, sem höfðu haft með sér bömin, sem þær áttu að gæta. Svifu sánukúlum- ar, sem börnin blésu frá sér úr pfpum sínum fagurlega um loft ið, sem mettað var hræðilegum óþef af austurlenzku reyktóbaki þeirra eldri A meöan hljómsveitaskipti fóru þarna fram, stóð amerísk- ur gítareutlari og rithöfundur fyrir nokkurs konar upnákomu, til aö minna á, að bennan sama dag (miðvikudamnn 5. ágúst) voru liðin rétt 95 ár frá bví að sprengjan fræga sprakk f Hiro- sima. — ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.