Vísir - 18.08.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 18.08.1970, Blaðsíða 16
r---- ' VISIR M^uða@Br 18. Sgöst 1970. Ók utan í 3 bíla • íbúar við Laufásvcg og Skál- holtsstíg vöknuöu í morgun við skarkala mikinn á götunni, og þegar að var gætt, sást að einhver framúrskarandi óheppinn ökumaður hafði ekið bifreið sinni utan í þrjá kyrrstæða bíla, hvem á eftir öðr- um. Einn bíllinn slapp með litlar skemmdir, en tveir bíiamir skemmdust talsvert og svo bíll ökumanns. Lögreglan var kvödd til og þeg ar hún kom á staðinn, beið öku- maður hennar í bíl sfnum, og hafði enga tilraun gert til þess að laum- ast á burt. Ýmisiegt, eins og vín- lykt o. fl. vakti grun um, að öku- maður hefði ekið undir áhrifum á- fengis, og var hann fluttur til lækn. isrannsóknar og síðan til gæzlu í fangageymslunni. — GP Bensínleysi sennilegn orsök flugslyssins Öll rök virðast hníga að því að það hafi verið bensínleysi, sem orsakaði flugsiysið á Keflavík- urflugvelli á sunnudaginn. Að sögn fulltrúa Loftferðaeftirlitsins virðist < ekki hafa verið eftir dropi á tankn- ! um þegar vélin bjóst til lendingar. í Bílarnir hafa ekki fundizt, sem [ bent gætu ti'l annarra orsaka slyss- >ifis. Hins vegar mun rannsókn hafa íverið mjög torveld þar sem vélin 'var svo illa farin, mótorarnir voru ftil dæmis báðir mjög illa klesstir. [Samkæmt flugreglum eiga fluig- jmenn ætíð að hafa bensín til 45 jmínútaa flugs þegar þeir lenda, ieða þegar lending er áætluð, svo {að eittihivað sé upp á aö hlaupa, ef iá þarf að halda. Þarna virðist hins ívegar hafa verið flogið á síöasta i dropanum, hvernig sem á því istendur. — JH Mikið af ungkarfa / hafinu milli íslands og Grænlands — Fjórar þjóðir senda leiðangra til seiðarann- sókna kringum Island i haust • Verulegt magn af karfa virðist nú vera í uppvexti í hafinu milli íslands og Grænlands, en niðurstöður seiðarannsókna, sem fram fóru núna í ágúst á þessu svæði, sýna, að þar er mjög mikið magn af ungkarfa og karfaseiðum. Það voru rann- sóknarskipin G. O. Sars frá Noregi og Árni Friðriksson, sem notuð voru til þessara rannsókna, en þær munu standa fram á haust og alls munu fjórar þjóðir taka þátt f þeim. f hafinu milli fslands og Grænlands fannst einnig tals- vert af loðnu og grálúðuseið- um. Mikið fannst af spærlings- seiðum út af Snæfellsnesi og Látrabjargi. Að öðrum fiskteg- undum fannst minna. Athyglis- vert er að ekki skuli hafa fund izt neitt sem heitið gat af þorski og ýsu, algengustu nytja fiskunum, en Hjálmar Viihjálms son, sem stjórnaði leiðangrinum af fslands hálfu sagði í viðtali við Vísi í morgun, að fiskifræð ingamir hölluðust helzt að því, að þorsk- og ýsuseiðin hefðu verið komin norður fyrir land, þegar rannsóknin fór fram. Leiðangursmenn héldu með sér fund á Akureyri í vikunni. En Ámi Friðriksson varð að fara til viðgerðar vegna þess aö togvinda bilaði og skipiö getur ekki stundað rannsóknir f 10 daga eða svo. Norska rannsókn arskipið mun hins vegar halda áfram rannsóknum úti fyrir Norð urlndi. Um 20. ágúst koma hing að Þjóöverjar, sem munu eink- um kanna svæðið milli íslands og Grænlands og þá aðallega út af Vestfjörðum.- Englending ar koma svo í október og halda þessum rannsóknum áfram. AÖ sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, verður eftir þessar tilraunir hægt að segja til um, hvenær ársins hentugast er að stunda þessar rannsóknir, en reiknað er meö að þær verði árlega hér eftir. — JH "^íslenzka listafólklð vinnur að gerð íslenzku veggskreytingarinnar. íslenzk veggskreyting á Jótlandi • Um þessar mundir eru þrír íslenzkir listamenn, búsett- ir í Danmörku, að ljúka við gerð einhverrar þeirrar stærstu vegg- skreytingar, sem unnin hefur verið af íslenzku listafólki er- Iendis. Er skreytingin gerð á húsgafl byggingar einnar í bænum Brande í Mið-Jótlandi, og er það Menningarsjóður Norður- landa, sem stendur allan straum af kostnaðinum við gerð vegg- skreytingarinnar, sem og þrem til: einn gerðri af norskum listamanni og tveim gerðum af sinum Svíanum hvor. Næsta sumar er svo fyrirhugaö að fá finnskan listamann til að mvnd- skreyta einn húsgaflinn til „Svona nokkuð mundi aldrei ná fram að ganga heima á Islandi, »-»- bls. 10. Stáliðjan hefur flutt um 2000 skrif- stofustóla á Bandaríkjamarkað Erfiðleikar á bandariskum peningamarkaði hafa orðið til trafala, segir Helgi Halldórs- son forstjóri Stáliðjunnar ■ Töluverð umsvif hafa ver- ið i útflutningi Stáliðjunn- ar í Kópavogi undanfarna mánuði, en fyrirtækið hefur nú flutt út um 2000 skrif- stofustóla af þremur gerðum á Bandaríkjamarkað frá þvi í október í fyrra. Stólgerðirn- ar, sem fyrirtækið fiytur út, eru vandaður skrifstofustóll, vélritunarstóll og stóll, sem ætlaður er viðskiptavinum. Að þvi er Helgi Halldórsson, forstjóri Stáliðjunnar, sagði í viðtali við Vísi hefur þessi út- flutningur gengið ágætlega. Það Stáliðjan er nú að ganga frá nýrri 300 stóla sendingu á Banda- ríkjamarkað, en framleitt hefur verið af krafti nú í marga mánuði fyrir útflutning. hefur þó oröið til nokkurs traf- ala, að slæmt ástand hefur ver- ið á peningamarkaði í Bandarlkj unum eins og kunnugt er og hef ur verið nokkuð erfiðara að byggja upp markaðinn af þeim sökum. Erfitt hefur t.d. verið að fá lánafyrirgreiðsiu í bönkum. Auk útflutningsins til Banda- ríkjanna hefur verið nokkuð flutt út til Noregs, en pantanii bárust þaðan eftir húsgagnasýn inguna, sem nokkrir íslenzkii framleiðendur tóku þátt f i Kaupmannahöfn í vor. StáliÖjar er nú að ganga frá nýrri send ingu stóla á Bandarikjamarkað en um 300 stólar munu fara í þeirri sendingu. — VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.