Vísir - 24.08.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 24.08.1970, Blaðsíða 3
VÍSIR . Mánudagur 24. ágúst 1970. 31 I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND I IViORGUN UTLÖND Friðarviðræður hefíast í vikunni Umsjón: Gunnar Gunnarsson. — SÞ fulltrúar deiluaðila þinga í New York í gær samþykktu fsraels- menn að hefja friðarvið- ræður við Egypta og Jórd- jani í New York. Um leið |og sú ákvörðun var tekin, | samþykkti ísrael óbeint aðra kröfu Arabaríkjanna, þ.e. að láta fulltrúa ríkj- anna hjá Sameinuðu þjóð- unum annast friðarvið- ræður. Reyndar er utanrík isráðherrann, Abba Eban, tilnefndur af ísrael sem að- alsamningamaður fsraels- manna í deilunni, en am- bassadorinn hjá Samein- uðu þjóðunum verður full- trúi hans í viðræðunum, og mun eflaust sitja fyrstu fundina. Fulltrúi fsraels hjá SÞ er Yosef Tekoah. í New York er rætt um það að SÞ fulltrúr ríkjanna þriggja muni koma til fyrsta samningafundarins þegar á miðvikudag, en ekki sé líklegt að utanrík- isráðherrar ríkjanna komi til New York fyrr en í september. Ritari ísraelsstjóimar upplýsti svo í gærkvöldi, að Abba Eban færi ekki til New York fyrr en um miðjan september, þegar þing Sþ kemur saman. Tekoah fulltrúi ísra- els hjá SÞ er 45 ára gamail maður og er þekktur sem helzti sérfræð- ingur lands síns í málefnum Sovét- ríkjanna. Hann var ambassador í Moskvu ’64. Tekoah er ekki álitinn sérlega eftirgefanlegur samninga- maður, hefur t. d. lengst af haldið á iofti, að ef til sovézkrar árásar kæmi á ísmael, þá yrði slíkri árás svairað af krafti. Jórdanski utanríkisráðherrann er Anton Atallah, og hefur hann lagt mikla áherzlu á að fulitrúar ríkj- anna þriggja hjá SÞ sætu fyrstu samningafundina. I New York er það skoðun manna, að hin snöggu viðbrögð ísraelsmanna við að út- nefna samningamenn hafi flýtt mjög fyrir viðræðum, en sennilega mun Gunnar Jarring i dag tilnefna stað og tfrpa viðræðnanna, og þann ig geta viðræður undir stjóm Jarr- Agnew á ferðalagi um A-Asíu SPIRO AGNEW varaforseti Banda- ríkjanna kom í dag til Seoul, höf- ^uðborgar Suður-Kóreu, og er koma Jhans þangað fyrsti áfangi feröa- lags til fjögurra Asíulanda. Fer 4Agnew i heimsóknir þessar til þess J aö koma í veg fyrir misskilning, ■ sem rísa kynni af þeirri fyrirætlan i Bandaríkjamanna aö minnka mikiö | herstyrk sinn í Asiu. u í Suöur-Kóreu tók Kwon Chung forsætisráðherra landsins á móti honum, en Agnew mun aðallega eigi viðræður viö forseta S-Kóreu um brotthvarf 20.000 af 60.000 bandarfskra hermanna sem í land inu eru. Er það verkefni Agnews að fullvissa foirsetann, Chung-hee Park, aö Bandaríkjamenn hvggist ekki láta vamir Suöur-Kóreu lönd og leið, heldur taka þátt í þeim eft- ir sem áöur. í Norður-Kóreu er mikiö rætt um heimsókn Agnews og hún sögð vera ögmn sem geti leitt til annarrar styrjaldar á þessum slóðum. Eftir I ur hann til Formósu, Thailands og að Agnew hefur verið í Kóreu held | Suður-Víetnaim. Bandaríkjamaður sakaður um and- sovézkan áróður — sendiráð USA / Moskvu mótmælir meðferð á 2 Bandaríkjamönnum Bandaríska sendiráðið f Moskvu hefur mótmælt því við sovézk yf- irvöld að þau hafi visað bandarísk- um borgara úr landi og ofsótt ann- an eftir ,,stalín£skri fyrirmynd“, eða með pólitískiun aðferðum ung- kommúnista, eins og talsmaður sendiráðsims kallaði það. Talsmað- ur sendiráðsins sagði í gær, sunnu- dag, að sovézka utanrikisráðuneyt- Kínversk-banda- rískar viðræður? • Kinversk stjómarvöld lýstu 'yfr í gær, að útnefndur heföi verið nýr ambassador Kínverja í Varsjá og þar með er opnaður möguleiki á að Bandaríkjamenn og Kínverjar taki aftur upp við- ræður þær er fram fóru milli þessara aðiia í Varsjá. í skeyti, sem fréttastofan Nýjg Kína sendi frá sér segir að nýi ambassadorinn f Varsjá yrði Yao Kuang og hefði hann þegar farið frá Peki/ng á sunnu- dag til þess að taka við sinni nýju stöðu. Ambassadorinn í Varsjá verð- ur hinn 269. er Kínastjóm skip- ar frá flokksþinginu f apríl 1969. Fyrir viku útmefndu Kínverjar nýja ambassadora í Júgóslavíu, og Ungverjalandi. Er það skoö- un manna í þeim löndum, að með þessu séu Kínverjar að treysta áhrif sín f þessum lönd- um. ið hefði beðizt afsökunar á meöferð ipni á mömnunum tveimur, sem átti sér stað í júlímánuði s.l. og nú í ágúst. Bandaríkjamennimir tveir, sem um ræðir eru frú Ludmilla Kohler, sem er foringi æskulýðsnefndar við háskólann í Pittsburg, en henni var vísað úr landi, og John B. Thune, en hann var fararstjóri í ferð unglinga frá Kaliforníu um Sovétríkin. Er sagt að lögreglan hefði þjarmað mjög að Thune í yf- irheyrslum. Talsmaður bandaríska sendiráös- ins segir að þeim Thune og Kohler hefði verið boöiö sérstaklega til æskulýðsbúöa á vegum sovétstjóm arinnar, og er þangað hafi verið komið, hafi þau veriö yfirheyrð. Búðimar em i Jalta við Svartahaf- ið og komu Bandaríkjamennimir þangað þann 8. júlí s.l. Eftir atburðina f Jalta, en þar voru einnig æskumenn frá Ung- verjalandi og Tékkóslóvakíu og mótmæltu þeir harðlega meðferð- inni á Bandaríkjamönnum, voru þau Thune og Kohler flutt til Moskvu. Þaðan var Kohler send til Búdapest, en Thune haldið eftir í frekari yfirheyrslum. sökuðum um andsovézkan áróður. ings hafizt ekki seinna en á miö- vikudag. William Fulbright, formaður ut- anríkismálanefndar Bandaríkja- þings kom fram í sjónvarpi I gær, og hvatti hann þá Israelsmenn og Araba til að taka sér Þjóðverja og Rússa til fyrirmyndar. Benti hann Aröbum á að fyrst Þjóðverjar, svamir fjendur Rússa fram til þessa, hefðu getað gert við þá griða sáttmála, væri ekkert sem hindraði samninga Araba og ísraelsmanna. Þá lagði Fulbri’ght áherzlu á, að friðairviðræður í New York gætu bundið enda á það sem hann kall- ar „minnkandi traust manna á Sam einuðu þjóöunum." Edward Heath kemur til Downingstreet 10 að kosningabaráttunni afstaðinni sl. vor. Hann hét því fyrir kosníngarnar að lækka skatta og hækka kaupgreiðslur. Nú fer því víðsfjarri að hann geti uppA fyllt loforð sín — neyðist sennilega til að lækka gegið í haus J YFIRVOFANDI J GENGISLÆKKUN f í BRETLANDI Frá London bárust þær fregnir í nótt, að stjórn Heaths kynini að neyðast til að fella gengið í haust, þar eð allt útiit væri fyrir að ekki réðist við verðbólguna í Bretlandi. í skýrslu sem Hagfræði- og félags- málastofnun Bretlands sendi frá sér um yfirlit yfir fjármálaþróué- ina i Bretlandi fyrsta ársfjórðung* inn segir, aö vafasamt sé að r£kis-j stjómin fái ráðið við verðbólguna með venjulegum ráðum og kunni gangislækkun að verða nauðsynleg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.