Vísir - 24.08.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 24.08.1970, Blaðsíða 6
6 V1 SIR . Mánudagur 24. ágúst 1970. i i f f f i y LJÓSRITUN MEÐ REMINGTON R-2 LJÓSRITUNAR- VÉLINNI LJÓSRITUM VIÐ SKJÖL, TEIKN INGAR O. FI. MEÐAN ÞÉR BÍÐIÐ. BREIDD: ALLT AÐ 29,7 cm (A-3 DIN) LENGD: EINS OG ÓSKAÐ ER. Orka h.f. Laugavegi 178. — Sími 38000. MGMég fivili með gleraugumfm Austurstræti 20. Stmi 14566. (SLENZKANIÐNAÐ VELJUM fSLENZKT wXvX'X'lvIv JBP-GATAVINKLAR ' •»» , í::? ' m m «•:•: •:•:•:•: :•:•:•: m •V.V JBP-HíIIup SS» Þegar Hermaim slapp frá Ólafí var allt í hættu Hermann skoraði 2 mörk fyrir Akureyri i Eyjum • Það má með sanni segja, að leikurinn á laugardaginn í Vestmannaeyjum hafi verið leikur markvarðanna. Þeir sýndu báðir afbragðsieik, eink- um þó Páll Pálmason í marki Vestmannaeyja, hann forðaði sínu Iiði frá enn stærra tapi en 3:0 með frábærri markvörzlu hvað eftir annað. Þrjú skot Hermanns Gunnars- sonar, þess hættulega leikmanns, sem að þessu sinni sýndi á sér allt aðra og hættulegri hlið en nokkru sinni fyrr hér Eyjum, varði Páll, enda þótt þau væru af örstuttu færi, — en tvívegis skor- aöi Hermann samt aö þessu sinni. I fyrri hálfleik áttu bæði liðin fjölmörg tækifæri, en markverðim- ir sáu um að markatalan hélzt ó- breytt. Greinilegt var að heimamenn óttuðust Hermann Gunnarsson mjög, enda ærin ástæða til. Ölaf- ur Sigurvinsson var látinn fylgja Hermanni eins og skugginn, en að þessu sinni var Hermann honum oft yfirsterkari, og í hvert skipti, sem Hermanni tókst að rífa sig lausan, skapaöist stórkostleg hætta af. Bezta tækifæri Vestmannaeyinga í fyrri hálfleik var vítaspyrna, sem Haraldur Júlíusson framkvæmdi, — hún lenti í stöng utanverðri. Á 9. mínútu seinni hálfleiks kom fyrsta mark norðanmanna. Þaö var gefið vel fyrir markiö, vamarmaöur hugðist skalla frá, en tókst ekki betur en svo, að knöttur inn fór beint fyrir tæmar á Her- manni, sem var ekki í minnsta vafa um hvað gera bæri við knött inn. Skot hans úr miðjum vítateig fór rakleiöis I netið. Tíu mínútum síðar skallaöi Val- steinn Jónsson í netið ágæta fyrir- sendingu frá Magnúsi Jónatans- sjmi, 2:0. Og þegar tæp mínúta var eftir af leiknum, varði Páll gott skot, — en knötturinn hrökk frá honum til Hermanns, sem notaöi sér tæki- færið og skoraði 3:0. Páll hafði varið stórkostlega í seinni hálfleik, m. a. skot frá Magnúsi Jónatanssyni efst uppi í markvinklinum. Það var ekki beint falleg knatt- spyrna, sem liðin sýndu 1 þessum leik, en marktækifærin og góö markvarzla gerðu leikinn skemmti-. legan á að horfa á köflum. Þaö ■ verður ekki heldur sagt að 3:0 endurspegli þennan leik, tölur eins ' og 4:2 eða 5:3 voru mun nær sanni. Akureyringar voru sterkari og áttu að sigra, en Vestmanna- eyingar áttu hiklaust að skora a. m. k. 2 mörk. Hermann Gunnarsson var góður, og á ég erfitt að ímynda mér hvemig lið Akureyringa hefði litiö . út án hans. Ólafur Sigurvinsson, sem hafði það erfiöa verkefni aö gæta Hermanns, stóð sig vel, en segja má að markverðimir hafi , verið afgerandi í þessum leik fyrir bæði liðin. , Óli Ólsen dæmdi leikinn og gerði ; það mjög vei. — alexander. — Hittnin var ekki sú sama og skotgleðin og jbví tókst Vikingum ekki oð hindra enn einn 1:0 heimasigur Keflvikinga • Keflvíkingar sigruðu Vík- inga á laugardaginn, á sín- um raunverulega heimavelli, grasvellinum i Keflavík, sem er aftur kominn í gagnið, með einu marki gegn engu, juku að mun líkurnar á því að þeim takist að verja meistaratitilinn í ár, þótt hin þunglamalega leikaðferð þeirra gefi raunar ekki slík fyr- irheit. Staða Víkinganna fer að verða í- skyggileg, þeim hefur aðeins tek- izt að næla sér í 4 stig, og fallið blasir við, ef þeim tekst ekki aö finna sér leikmenn, sem geta skor að möric. Það sýndi sig glöggiega á laugardaginn. Allan fyrri hálfleik inn léku þeir skinandi vel og sóttu nær stanzlaust að marki heima- manna, en hittnin var eikki að sama skapi og skotgleðin því knötturinn fór í flestum tilvikum víðsfjarri markinu. Að venju færðu KePlvíkingarnir sig upp á skaftið í seinni hálfleik. Strax á 4. mínútu munaði minnstu að hinum sannkallaða gim steini ÍBK, Friðriki Rag>' 'vrssyni tækist að vippa knettinum yfir Diö rik markvörð, sem hætti sér held úr langt, en Jósteini Kristjánssyni tókst að bjarga á línu. En Friðrik átti, eins og í flestum leikjum sin um eftir að koma meira við sögu. Eftir að Hafsteinn Tómasson, sem gætti.hans mjög vel, hafði yfirgef ið vöilinn, fékk Friðrik meira svig rúm og þá var ekki að sökum að spyrja. Rétt eftir miðjan hálfleik missa Víkingar, i einu af sinum hröðu upphlaupum knöttinn til Guðna Kjartanssonar, sem sendir mjög nákvæma sendingu fram með vinstri hliðarlinu, tiil Friöriks, sem skoraði meö eldsnöggu skáskoti. Litlu seinna var það snilld Diðriks Ólafssonar markvarðar að þakka að Guðna tókst ekki að skora, úr hörkuskoti af stutitu færi. Þrátt fyrir nokkum sóknarþunga ÍBK, er líða tók á leiMnn, fengu Víkingur tivö tækifæri til að jafna. Eirífcur Þorsteinsson féfck knöttinn óvænt inn fyrir vítateig, en gat ekki lagt hann nógu vel fyrir sig, svo að mátitlaust skot hans hafnaði f höndum hins furðurólega en ör- ugga markvarðar ÍBK, Þorsteins Ólafsonar. Keflvfkingar sluppu með skrekkinn, þegar aukaskyma Gunn ars Gunnaresonar, smaB 1 þver- slánni, rétt fyrir leifcslok. Eftir tækifærum að dæma var þetta réttlátur sigur, en ef litið er. á gang leiksins f heild, hefði jafnr teflld verið sanngjamt, en það er gamla sagan, mörkin ráða úrsiitum. Leifcur KeflvíMnga minnti mest á! vél, sem pínd er í of háum gír, en kemst þótt hægt fari, en hjá Vfk- ingum var vinnsla og hraði mifciffl, * en ,,feilpústin'‘ slegin. þegar mest, reið á. Veður var hið hlýjasta og logn, en sólarlaust. Dómaratrióið Guð- mundur Haraldsson, Einar Hjartar- son og Rafn Hjaltalín. stóð sig með afbrigðum vel og gerir vonandi sHfct hið sama d Evrópukeppninni, hinn 16. sept. f Manchester. —emm . Staðan í ■ 1. deild •k Vestmannaeyjar—Akureyri 3:0 (0:0) ★ Keflavík—Víkingur 1:0 (0:0) k KR —Akranes 1Æ (1:1) Kópavogur vann nágrannana 11:0 • Breiðablik vann sigur um helg ina i bikarkeppninni í knattspymu, liðið sigraði 3. deildalið Stjöm- unnar i Garðahreppi með 11 mörk- um gegn engu. Eins og sjá má af lokatölunni, voru yfirburöir Kópavogsmanna yf ir nágrannaliðinu algjörir á öllum sviðum leiksins. Leik þessum hafði veriö frestað frá síðasta má.iudegi, en það var gert þar eð Kópavogs- liöið var að leika 1 undankeppni Landsmóts UMFl, og vann Breiða- blik Húnvetninga 5:0 og Stranda- menn með 7:2 í þeirri keppni. Akranes 10 6 3 1 18:9 15 Keflavík 10 7 1 2 15:8 15 1 Fram 10 6 0 4 19:1412 KR 10 3 4 3 13:1210 Akureyri 9 3 3 3 17:12 9 Vestrn. 10 3 1 6 9:19 7 Valur 9 2 2 5 9:13 6 Víkingur 9 2 0 7 9:21 4 Markahæstu leikmenn: Hermann Gunnarsson, Akure., 8 Friðrik Ra‘>n.rrs«r>n Keflav 7 Kristinn Jörundsson, Fram, t> Guðjón Guðmundsson. Akran 5 Ásgeir Eliasson, Fram, 4 Vlatthfas Hallgrimss., Akran.. 4 Teitur Þórðarson Akranesi 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.