Vísir - 28.08.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 28.08.1970, Blaðsíða 5
3 v-. '’Sm&g&i TVO emiN stk m VlKINCA 16ÆRKVÖLDI — Hötbu yfirhóndina allan timann i leiknum gegn KR-ingum VÍKINGAR settu heldur betur fjör í baráttuna í 1. c-cild í gærkvöldi, þegar þo‘r sigruðu KR. Það fór eins og okkur grunaði, Vík ingar reyndust í essinu sínu, strax og þeir sáu svörtu og hvítu, röndóttu KR-búningana. Þeir voru frá upphafi mun frísk ari og léttari. KR-ingar furöu þung ig og silategir. Ekki bætti það úr skákað KR-ingar uröu að mæta án EWerts Sohram, stfns styrkasta manns, en hann meiddist á hné ný- lega á æfingu og gat ekki verið með í þessum leik. Það voru erfið skilyrði að leika við á Laugardalsvellinum í gær, og reyndar sorgleg sjón að sjá. hvem ig völlurinn spændist upp, en und anfarið hef-ur hann gróið mjögvel og sýnt góðan bata. Lei'kmenn áttu i erfiðleikum með að fóta sig og knötturinn spýttist áfram á vell inum, þegar hann kom viö yfir borðið. Víkingar áttu mun fleir; tæ'ki- færi í ileiknum, og lei'kur þeirra var allur mun jákvæðari en KR- inganna sem sýndu nú mun lak- ari knattspyrnu en á sunudags- kvöidið gegn Skagamönnum. Á 32. mínútu fengu Vikingar laun erfiöis síns. Þetta var fallegt mark, alveg eins og bezt gerizt í erlendum sjónvarpsmyndum úr enskri knabtspyrnu. Jón Karlsson gaf fyrir markið utan af hægri kanti, en Eiríkur Þorsteinsson kom á fleygiferð aö vítateignum og kast aðj sér áfram til að ná til knatt- arins með skalla. Boltinn þaut sem hólfi væri skotið og lenti á góöum stað í horninu óverjandi fyrir Magnús Guðmundsson, markvörð KR. Rétt á eftir munaði minnstu að Eiríkur skoraðj annað mark, þá komst hann einn inn fyrir, átti aöeins markvörðinn eftir, en greini lega var það ieðjan, sem truflaði hann og eyðilagði tækifærið. Á 7. mín. í seinni háifleik skor- aðj Vfkingur annað mark sitt. Þetta var 'há'lfgert klúðurmark, en rnark engu að stföur. KR skoraði sibt mark á 36. mín. einnig klúðurmark, markvörður Víkings missti knöttinn frá sér, Baldvin sótti aö og sópaði honum inn. Víkingar fóru því með bæðj stig in og voru vel aö þvtf komnir. Áberandi finnst mér það hvað KR-tliðið virðist mesta þungavigtar liðið. Eru leikmenn ekki í sem beztri æfingu? Þungamiðja liðsins eru varnarmenn -síðustu ára í meist araflokki, og nú er horfið að mestu þetta fína spil, sem svo oft sefur sett svip sinn á KR-liðin. Mér finnst að liðið sé í ótrúlegri aftur- för. Þórður Jónsson lék ekki með liðinu, og það einnig hefur sitt að segja. Þórður er farinn utan ti'l náms hjá IBM og mun síðar taka við 'Starfi hjá SÍS, en KR mun þar sakna góðs krafts. Víkingsliðinu spái ég að það hafi ekkj safnaö þarna stfnurn síðustu stigum. Liðiö á eftir að leika við Vestmannaeyinga og Valsmenn i Laugardainum og Akureyringa nyrðra. Það eru möguleikar á 6 stigum, þeir ættu hiklaust að geta náö a. m. k. 3 og bjargað sér, e. t. v. fileirum. —JBP r r ■ » Agæt afrek á Laugarvatni ■ Frjálsíþróttakeppni vina- bæja Kópavogs fór fram að Laugarvatni s. I. sunnudag og tókst með ágætum, mörg góð afrek voru unnin og stemning meðal keppenda góð, enda tví- sýn keppn; í flestum greinum. Einna mesta athygli vö'ktu finnsku spretthlaupararnir, Ra- imo Nieminen sem hljóp 100 m á 10.7 sek., (rneðv.) og Rut'h Lindfors, sem h'ljóp 100 m á 12.1 sek. og 200 m á 24.9 sek. Þá var 'langstöfcksfceppni kvenna afar jöfn og spennandi. Að keppni lokinni var hald ið í Kópavoginn, þar sem bæj arstjómin hédt Sþróttafól'kinu og starfsmönnum mótsins veizilu. Þar fór einnig fram verðlauna afihending. Þessari vinabæjaheimsókn er nú dokið að þessu sinni en þær eru árlegur viöburður í íþrótta lífi þessara bæja. Næsta keppni fer fram í Þránd heimi 1971. Eftir stööuga sókn að marki KR-inganna skoruðu Vlkingarnir Ioks í Ieiknum í gærkvöldi. Eirikur Þorsteinsson, hinn marksækni framherji Víkinga, fær hér góðar móttökur hjá Jóni Karlssyni, er gaf honum sendingu fyrir markið. Eiríkur skallaði í netið og skoraði eitt glæsilegasta mark, sem Iengi hefur sézt á vellinum. MARK! Laugardalsvöllurinn spændist upp í rigningunni í gærkvöldi. Hér sækja Víkingar að Magnúsi Guðmundssyni, markverði KR. Áhorfendur voru með fæsta móti, og þegar flugsveitin Rauðu örvamar hóf að fljúga yfir borginni, virtust flestir hafa mun rneiri áhuga á fluginu en fótboltanum. PRENTNEMI Óska eftir að komast að sem prentnemi (pressum.) Get byrjað strax — Algjör reglusemi — Uppl. í síma 81349. VEIÐILEYFI 2 stengur dagana 31. ágúst til 3. sepíember eru lausar í Laxá í Dölum. Lfpplýsingar gefur Garðar Sigurðsson í sima 38888.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.