Vísir - 28.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 28.08.1970, Blaðsíða 8
8 VÍSIR. Föstudagur 28. ágúst 1970. Otgefanli Reykjaprent hí. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Slmi 11660 f5 linur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hf. Skýlaus játning Tíminn heldur áfram að deila á forsætisráðherra og aðra forystumenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að halda gerða samninga. Eins og margoft er búið að skýra frá, var svo umsamið í upphafi milli stjórnarflokk- anna, að samþykki beggja þyrfti til að rjúfa þing og efna til kosninga áður en kjörtímabil væri útrunnið. Við þetta loforð segir aðalmálgagn Framsóknar, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki átt að standa. Því hef- ur löngum verið haldið fram af hinum flokkunum sem allir hafa einhvern tíma verið í stjórnarsamstarfi við Framsókn, að framsóknarmenn víluðu ekki fyrir sér að svíkja gerða samninga, þegar þeim þætti það henta. Nú hafa tveir af ritstjórum Tímans staðfest þetta svo rækilega með skrifum sínum, að ekki ætti að þurfa að fara í grafgötur um það framar, að framsókn- armenn líta á samninga sömu augum og Hitler, sem sagði, að þá bæri aðeins að halda meðan hagkvæmt þætti. Enda þótt öllum þorra landsmanna sé löngu kunnugt um þessa starfshætti framsóknarmanna, er gott að fá svona skýlausa yfirlýsingu frá þeim sjálf- um um það, að þeim sé aldrei hægt að treysta. Sjálfstæðismenn fóru ekki dult með þá skoðun sína, að þeir teldu rétt, vegna breyttra aðstæðna að rjúfa þing og efna til kosninga í haust. Ástæða var til að ætla, að forráðamenn Alþýðuflokksins væru sama sinnis, enda þvertóku þeir ekki fyrir það strax. Þeir hugsuðu sig um, en niðurstaðan varð sú, að þeir höfn- uðu hugmyndinni. Þá var ekki um annað að ræða fyrir Sjálfstæðisflokkinn en standa við gerðan samning, því að auðvitað kom ekki til mála, að hann færi að hegða sér eins og Framsókn. Þetta virðist ritstjórum Tímans ofvaxið að skilja. Þeir eru orðnir svo vanir því, að flokkur þeirra gangi á gerða samninga, að beím finnst það eðlilegur og sjálfsagður hlutur. I\ umsóknarflokkurinn átti aðild að allmörgum samstjórnum á löngu tímabili. Hann fékk þann vitnisburð allra samstarfsflokka sinna, að hann væri með eindæmum óheill í samstarfi og alltaf mætti eiga von á því að hann sviki gerða samninga og hlypist undan merkjum, þegar hann teldi sér hag að því. Þetta er harður dómur, en reynslan hefur sann- að að hann er réttur. Þegar vinstri stjómin hrökklaðist frá völdum var svo komið, að enginn flokkur vildi vinna með Fram- sókn, og sú afstaða mun vera óbreytt enn. Að sönnu er ekki hægt að fullyrða, hvað komið gæti fyrir á taflborði stjórnmálanna, en ef svo ólíklega vildi til, að Framsókn kæmist í ríkisstjóm, er víst, að sú stjórn yrði ekki langlíf í landinu. Þegar á samstarf við Fram- sókn er minnzt, er viðkvæðið hjá mönnum úr öðrum flokkum venjulega þetta: „Það er ekki hægt að vinna með framsóknarmönnum. væntar tíllögur Fulbríghts Ðandaríski öldungadeildar- þingmaöurinn Wiiliam Fwl- bright sem hingað kom í hitti fyrra, hefur lengi verið eins konar slæm samvizka Bandaríkj anna. Hann er einn aif mörgum merkismönnum, sem hafa risið upp til sérkenniiegra áhrifa og fraegðar í bandarísku öldunga- deildinni. Þessi þingdeild hafur álkaflega sikrftna aðstöðu, sem Evrópu- menn eiga erfitt með að s'kilja. Bandaríkin skiptast nú sem kunnugt er niður í fimmtíu fytlki og frá hverju þeirra, hvort sem þau eru stór eða smá, eru kosnir 2 menn til öldungadeild arinnar og eiginlega hefur allt- af verið litið á þá sem nokkurs konar ambassadora, sem fylkin senda til stöðva sambandsstjórn arinnar í Washington. Það er líka erfitt fyrir Evrópumenn að skilja hvert er vald bandarísku öldungadeildarinnar. Það er til dæmis sérkennilegt, að forset- inn, sem leiðir kosningu sína og vaid beint frá þjóðinni þarf ekkert að vera upp á öldunga- deildina kominn um meirihiluta stuðning, hann getur haldið á- fram að stjórna landinu. þó öld ungadeildin sé honum fjand- samleg.-'.*^••“• Öldungadeiidin hefur löngum gert utanríkismálin aö nokkurs konar sérgrein sinni og heifur frá upphafi verið gert ráð fyr- ir því, að þessi ambassadora- samkunda hefð; sérstakt eftir- lit með því, hvemig forsetinn meðhöndlaöi utanríkismáiin. Samt er persónulegt vald Banda ríkjaforseta í utanríkismálum miklu meira en forsætisráðherr ar í Evrópu fá í hendumar. Ef hann telur sjálfur nauðsyn bráðra aðgerða til að tryggja hagsmuni og öryggi landsins, er hann næstum sjálfráður um það. Nær allar hernaðaraðgerðir og margvíslegar aðgerðir Banda- ríkjanna um vopnasöiur og stuðning á ýmsum sviðum á ámnum eftir heimsstyrjöidina hafa verið ákveðnar án þess að fyrir lægj nokkur samþykkt öldungadeildarinnar í hverju til felli. Og út af þessu óvenjulega skipulagi þurfa menn ekki að kippa sér upp við það, þó frétt ir berist um að öidungadeildin sé andvfg ýmsum aðgerðum for setans, eins og f Kambodju á dögunum, Forsetinn er ekk; að brjóta nein stjórnarskráriög né fara út fyrir valdsvið sitt, bó hann sendi bandarfskar hersveit ir jnn i Kambodju í óþökk öld ungadeildarinnar. sérkennilegu vaidasamspili forseta og öldunr>adeildar hefur deiklin þó sterk áhrif, en það er mjög undir sterkum per sónuleika og skapgerð mann- anna komið hverju sinni, hverju hún fær áonkað. Það er taiið nauðsynlegt fyrir forsetann, ef hann vill koma ýmiss konarlög gjöf fram, að kunna að spiia vel á „Senatið". Það voru hin miklu mistök Wilsons forseta á árunum kringum 1920, að hann hafði ekkj samráð við öld ungadeildina og bráðlega sner- ist hún harkalega gegn honum og yfirbugaði hann. Langa tíð eftir það var áhrifum forseta- embættisins hnekkt og Banda- ríkin snerust til einangrunar- stefnu undir forustu fhalds- samra öldungadeildarþing- manna. Á hinn bóginn einkenndj það valdaferil Trumans forseta upp úr Iokum seinni heimsstyrjaldar innar, hvað hann kom á góðu samstarfi við öldungadeildina og átti hann þvf mikið að þakka sve vel honum varð ágengt aö styrkja samstarf vestrænna þjóða og koma á fót stofnun- um eins og Marshall-hjálp og Atlantshafsbandalagi. 1 hinum ölfku samskiptum for seta og öldungadeildar hafa margir öldungadeildarþingmenn risiö upp sem mikilmenni, ým- ist í samstarfi eða mótspyrnu við forsetann. William Fulbright er einn þeirra, sem hefur öðl- azt áhrif og frægð í stöðugri gagnrýni og mótspymu við að- gerðir Bandaríkjastjómar, og má segja að hann haf; sífelt harðnað f mótspymu sinni. Stundum hefur verið litið á hann sem hálfgert vandræða- bam, sem stjómin hefur varla vitað, hvernig hún ætt; að með höndla, alltaf með urg og óá- nægju út í hana eins og öfug- uggi, og þegar hann hefur geng ið lengst í andstöðu sinni, hef- ur jafnvel verið tilhneiging til að stimpla hann sem hálifgild ings landráðamann. Þessara sjónarmiða hefur gætt i afstöðu hans til styrjaidarinnar í Viet- nam, þar sem hann hefur stund um þótt draga ótrúlega mikið taum kommúnistanna f Hanoi. Eru margir þeirrar skoðunar, að uppgjafarsönglið í honum jaðri við landráð á sama tíma og bandarískir hermenn eru að berjast og hætta lífi sinu á víg- vellinum. T-Támarki náðj þessi andspyrna Fuibrigths nú f sumar, þeg ar hann barðist eins og grenj- andi ljón á móti öllum hernað- araðgerðum í Kambojdu. Hann gekk jafnvel svo langt að hann vildi nota þessa atburöi til að framkvæma allsherjar valdaupp gjör mildi forsetaembættisins og öldungadeildarinnar. Nú skyldi kippa klær og vængi af forseta-erninum og hann ekki fá að hreyfa legg né lið til hern- aðaraðgerða né skuldbindandi aðgerða neins staðar í heimin- William Fulbright, öldunga- deildarþingmaður. um. nema fyrir lægi fyrinfram samþykkt öldungadeildarinnar. Var mikii stemmning fyrir þess- • um tiliögum Fulbrights um tírna, þó ekki hafi þær náð fram ■ aö ganga. Það hefur verið meginþráður í utanríkismálaskoðunum Pul-: brights upp á síðkastið að Bandarfkin ættu að losa sig við. sem mest af hervarnaskuldbind- ingum sfnum. Þessar hugmyndir þýða f rauninni, að Bandaríkin eigi að draga sig sem mest út úr því stórveldishilutverki, sem þau hafa gegnt heiminum. ÁÖ- ur fyrr á tímum Trumans og • Dullesar áiitu þau sig skyld að beita sérstakri stórveldisað stööu sinni til að stuðla að kyrrð og öryggi f öllum hlutum heims. Þau komu sér upp herstöðvum út um nærri allt yfirborð jarðar og gerðu óteljandi öryggissátt- mála, sem áttu að skapa smá- ríkjum vinnufrið og lífsöryggi. Sennilega var meiningin undir niðri, aö slíkur ægikraftur fylgd; hinu bandaríska veldi, að .■ þegar það legöj lóð sitt þannig á metaskálamar, ætti aldrei að þurfa að koma til neinna átaka. .■ En raunin hefur orðið önnur, f stað þess hefur afleiðingin af öllum þessum öryggissáttmálum og ábyrgðum orðið sú, að Banda ríkin hafa um löng árabil þurft að taka þátt f kostnaðarsömum styrjöldum með mannfalli sem því hefur fylgt og er almenning ur heima fyrir orðinn ósköp þreyttur á þessum sffelidu strífte ■’ fréttum. Því á Fulbright marga og öfluga fylgjendur, þegar hann berst fyrir þvf, að Banda ríkin afsali sér aö miklu leyti stórveldisaðstööu sinni hætti að vera með nefið niðri í allra koppi, takmarkj og segi sem mest upp alþjóðaslkuldbinding- um, en snúi sér meira að eigin heimavandamálum. jþessi barátta Fulbrights hef- ur í rauninni orðið aö hreyf ; ingu, sem þegar hefur mikil á- hrif á stjómina. Sérstaklega hef ur barátta hans beinzt að Viet- nam og haft sín áhrif á það- að nú er sem óðast verið að flytja bandaríska herliðið í land inu heim. Og þessi nýja stefna skapar nú breyttar aðstæður. einkanlega í Suðaustur Asíu, þar sem smáríkin á þessu svæði munu ekki með sama hætti og áður geta treyst á liðsinni Banda ríkjanna. Og það er einnig ver ið að flytja burt og fækka í her liði Bandaríkjanna í Suður Kór- eu og draga úr stuðningi við Japani, Filippseyjar og Thai- land. í hvert skipti sem grun- semdir koma upp um hemaðar- stuðning við Kambojdu og Laos má nú segja að rekið sé upp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.