Vísir - 28.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 28.08.1970, Blaðsíða 9
9 ftri'S7R . FÖstuffagur 281 Sgust ramajkvein í bandarískum blöð um. Svo hörð er mótspyrnan gegn því, að Bandaríkin taki nokkrar nýjar skuldbindingar á sig. Þvert á móti er stefnt að því að skera sem flestar eldri skuWbindingar af sér, og til- kynna smáríkjunum, að þau verði að sjá um sig sjál'f. 1^n Þá gerist einkennilegur atburður nú fyrir nokkrum dögum. Sá hinn samj William Fnlbright hélt ræðu í öldunga- deilldinni, þar sem hann tók sér- staklega til meðferðar vanda- mál a' Botnalöndum og hdna miklu styrjaldarhættu sem staf- aði frá hemaðarkapphdaupi Gyðinga og Arabaþjóðanna. Hann gerði ýtariega grein fyrir hinni gagnkvæmu tortryggni andstæðinganna. Inn í þessar deiluj- toguðust svo æ meira stórveldin tvö. Bandaríkin og Rússfland. Og áður en við væri litið, væri þetta ekki orðið vopnakapphlaup miili Gyðinga og Araba, heldur milli stórveld- anna sjáffra. Nú væri ástandið orðið svo alvarlegt, að Rússar væru að koma fyrir viö Súez- skurð fullkomnustu eldiflauga- vopnum sem þeir ættu til, en Bandaríkjamenn myndu svara aiftur með þvu' fuilkomnasta sem þeir ættu til, hinum flóknustu rafeindatækjum og fulikomn- ustu orustufiugvélum. Hann gat þess þó um leið að margt benti til þess, að hvorugt stórveld- anna værj sériega hriðið af þess um Zorba-dansi, sem alitaf væri stiginn hraðar og hraðar. Þau hefðu bæði viljað spyma við broddum og reyna með góöu aö fá deiluaðitjana til aö hætta þessum leik. Nú taldi Fúibright, að kom- inn væri tiímj til aö segja stopp. Og hann lagði til, að það væri gert með óvenjulegum hætti, að Sameinuðu þjóðirnar og stór- veldin tvö kæmu sér einfald- lega saman um að leysa þessar deilur, hvort sem Gyðingar eða Arabar vildu, og yrðj valdi Sameinuðu þjóðanna beitt, ef á þyrfti að halda til að þvinga deiluaðilja til sátta, Sama ráði viildj hann iíka beita austur í Víetnam. Að það yrðj nú hið bráðasta bundinn endi á þessa tilgangslausu styrjöld, en að stórveldin með Sameinuðu þjóð- irnar að tæki, þvinguðu fram lausn. Tj’n að lokum kom þó það merkilegasta við tillögur hans, að hann lagði til, svo að liðka mætti fyrir samkomulagi, að Bandaríkin gerðu sérstakan samning við ísraelsríki, þar sem þau ábyrgðust formlega öryggi landsins og tilverurétt. Þessi hyigmynd þykir koma úr hörð- ustu og óvæntustu átt, að sjálf- ur Fulbright hinn mikl; and- ’stæðingur ailra alþjöðlegra skuldbindinga, skuii nú koma fram og leggja til, að Baudarík- in taki á sig ef til vill alvariegri skuldbindingu en nokkru sinni áður. Hefur þessi hugmynd valdið taisverðum heilabrotum og menn velta því fyrir sér, hvort Fuibright hafi tekið algera kollveltu í skoðunum sínum á alþjóöamálum. Hann hefur ver- ið meðal þeirra, sem haröast hafa gagnrýnt ægiáhrif stór- veldanna og tillitsleysi þeirra til smáríkja. Nú snýr hann blað- inu við og heldur fram þeirri skoðun, að stórveldin eigi að koma fram og hafa vit fyrir stríðsóöum smáþjóðum, — og það sem mest er, — þessi erki- andstæðingur þess að Bandarík- in taki á sig alþjóölegar skuld- bindingar, vill nú gera afdrifarík an öryggissábtmála við ísrael, sem sjálfur Dulles gamli hefði mátt vera hreykinn af. Þorsteinn Thorarensen. I97Ö. Starfsstúlkur matstofunnar f.v. Kristín Úlfljótsdóttir, Indiana Sturludóttir, Þóra Einarsdótt- ir, Halldóra Gunnarsdóttir og forstöðukonan Áslaug Kristjánsdóttir. Einn disk af blómkálssúpu, — Spjallab v/ð Önnu Matth'iasdóttur, formann NLFR og litið inn á matstofu félagsins / Kirkjustræti Anna Matthíasdóttir, formað ur NLFR ávaxtaréttum, sem þeir geta valið úr. — T>að eru margir sem telja sig hafa endurheimt heilsu sína með sifku fæði, segir Anna. Það hefur sannprófaö læfcningarmátt og hollustu val- inna fæðutegunda. Við reynum að hafa aðeins bezta fáanlegt grænmeti hvers árstíma. Mikið aif grænmetinu fáum við frá Náttúrulækningafólagshælinu í Hveragerði. Brauðin eru bökuð í bakaríi, sem Náttúrulækninga- félagið rekur og þar er aðeins bakað úr nýmöluðu komi. Það grænmeti, sem ræktað er fyrir austan fær ekki eiturúðun til vamar skordýrum, en nú er einmitt verið að berjast mikið á móti notkun þessara eiturefna. Náttúrulækningafélögin hafa um langan aldur barizt á móti þess- um efnum. Það er vissulega erfiðara aö losna við venjumar en koma þeim á. Ég er viss um að fólk gáir ekki nándar nóg að matar- æði sinu. Gamlar óhollar matar- og drykkjuvenjur eiga að vfkja fyrir aukinni þekkingu á réttri næringu, aflváka heilbrigðf og næringu. Matstofau er r€jkin ,tii þess aö ýta undir jákvæða þró- un í þeim efnum. Hún hefur ekki verið rekin sem gróða- fyrirtæki. Fyrstu árin var tap á henni og á siðasta ári var ágóð- inn eitthvaö 10 þúsund. Viö vibum ekki hvernig það veröur í ár, en aðsóknin hefur sífellt verið að aukast. Þaö er jafnvel svo að skrifstofufólk sem fær mjög ódýran mat í stofnunum, þar sem þaö vinnur, kýs heldur að koma á matstofuna. Og margir ungir menn hafa borðað hjá okkur svo til daglega síðan matstofan var opnuð. — JH — Við þurfum víst að verða veik til að fara að hugsa um hollustuhætti í mat aræði. Það þýðir ekki aö pre dika þetta fyrir fólki, segir Anna Matthíasdóttir, formað ur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur. — Annars finnst mér upp á síðkastið sem fólk sé að vakna meira til meðvitundar um þetta. — Það er auðvitað ekki þar með sagt að fólk þurfi að leggja niður sínar fyrri matarvenj- ur. Það er bara að fólk láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er fleira matur en feitt kjöt eins og þar stendur. IV'áttúrulækningafélagið hefur siðan 1966 rekiö matstofu í húsinu, þar sem einu sinnj var Hótel Skjaldbreið. Vísismenn lögðu leið sína þangað fyrir skemmstu, en þar eru á boö- stóium einvörðungu mjólkur- og jurtafæða og ávextir. Og þang- að leggja ýmsir leið sína dag- lega í hádeginu og um kvöld- matinn til þess að borða og yfirieitt má sjá þar sömu and- litin dag eftir dag. Staðurinn lætur hins vegar lítið yfir sér. Hann er sjaldan auglýstur, menn vita af honum þarna og láta sig hafa það að vera kall- aðir grasætur og öðrum niðr- andi nöfnum — einfaldlega vegna þess að þama fá þeir bezta matinn. Fólk stillir sér upp í biöröð úr því klukkan er oröin tólf. Þar má sjá kunna listmálara, jarölfræðinga, for- stjóra og skrifstofufólk, bíða eftir . baunabuffinu sínu og blómkálssúpunni, en þessu fylgir grænmeti, margar tegund- ir og á sunnudögum bíður gest- anna hlaðborö með fjölmörgum réttum, brauði grænmetis- og FLEIRA MATUR EN FEITT KJÖT TÍSIESm: — Borðið þér nógu mik- ið grænmeti, að eigin áliti? Auður ÁsbergSdóttir, starfsst.: — Það gæti kannski verið meira en ég held samt aö það sé nóg, sem ég borða af því. Smári Ragnarsson, gagnfræða- sk.nemi: — Já, já, það gerj ég sjálfsagt. Sígfús Lárusson, viðskipta- fræðinemi: — Nei, þaö held ég ekki. Ég hef alla tið verið svo áhugafítill fyrir grænmeti. Birgir Pálsson, matsveinn: — Almennt mundi ég segja, aö fólk borðaði ekki nóg, en hvað mig sjálfan varðar, reyni ég alltaf: að hafa nóg grænmeti með mín- , um mat. Friðrik Ottesen, stöðumæla- vörður: — Það má kannskj deila um það, hvort ég borði nóg af þvi, en hins vegar er það áreið- anlegt að mér finnst grænmeti gott. Honny Breiðfjörð, húsmóðir: — Nei, það held ég ekki. Mað- ur gæti sjálfsagt notað mun meira en maður gerir af græn- meti með öðrum mat.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.