Vísir - 29.08.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 29.08.1970, Blaðsíða 7
V í SIR. Laugardagur 29. ágúst 1970. N O TLBS VERIÐ FULLKOMNIR „Verið þér því fuHkomnir eins og yðar himneski fað- ir er fallkominn“. Matth. 5.48. Þessi áminningarorð eru sem framhald og skýring á 1. kapi- fala 1. Mósebókar 27. versi, sem greinir oss frá því, að Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Guð setur manninum það martk og mið að Ifkjast sér og ge&r honum strax vit, viilja og mátt umfram aðrar skapaðar síkepmir. Tilhneiging manna til þess að öðlast ýmiss konar gæði og vald er þannig eðlileg, en getur komizt og kemst því mið ur út á háskalegar brautir, gleymi menn hinu seðra tak- marki lífsins að Ifkjast Guði í vizíku og kærleika. Guð sendi mönnum sína miMu spámenn Amos, Jesaja, Jerimia og fleiri til þess að minna menn á þessi æðri sannindi og son sinn Jes- úm Krist, sem með sinni kröft ugu kennimgu í orði og verki hefur opinberað mönnum bezt Guðs heilaga sannleika og kær- lei!bsiv®ja. Vit manna og dóm- greiníd tiíl þess að greina rétt æðri andleg sannindi og tileinka sér þau almennt réttilega hefur því miður frá því fyrsta verið mjög af skornum skammti, hug ur manna er fremur skeytingar- lítill um þau og bundinn við efnisleg gæðj og ýmis fánýt efni og hefar slíkt leitt til ó-, heilla á marga lund. Mikil nauð syn er á því, að dæmi Jesú að setja mönnum sem bezt fyrir sjónir hið æðra mark og mið Mfs þeirra, og að þeim ber að gera sér sem bezta grein fyrir réttri framkvæmd þess. ígrund un, festa og gætni eru öruggari til réttra framkvæmda en ofsi og fum. Vér dáum himinljósin og lítum up>p til þeirra, en í ljósi þeirra gerum vér og oss grein fyrir hvar vér göngum hér á jörð, til þess að foröast hvers kyns hættur. Mönnum ber að treysta Guði, sem er höfundur liífs þeirra og fullkomnari og gef ur þeim alla þess möguleika æðri og lægri. Lífinu ber því að haga samkvæmt hans heilaga kærleiksvilja eins og Jesús svo fa’gurlega og alvarlega benti mönnum á í dæmisögunni um pundin. Þessi sannindi koma mönnum í skilning um þeirra ýmsu hæfi Laugarneskirkja 20 ára vígsluafmæli hinn 18. desember 1969. Þú tignar Lávarö lífs og leitar dyggða, og eflir bræöralag íslands byggða. Kross þinn leitar langt og lýsir starfi, sem stefnir himinhátt i helgum arfi. Klukkurnar kaila á hjörö, ósk hins hæsta: eining um alla jörö, aðstoð þeim smæsta. Ingólfur Bjarnason. Friður færðist í sál mína Kvöld eitt fór ég á samkomu í Getsemanekirkju á Vesturbrú, en þar ætlaði söfnuöurinn að kveðja prest sinn, sem Mygind hét og var á förum til Austurlanda sem trúboði. Ég var ekki neitt hrifinn af ræðuhöldun- um, en að lokinni guðsþjónustunni var þeim sem vildu boðiö að vera við sambænastund í litlum sal hjá kirkj- unni. Aldrei fyrr haföi ég komið á slíkan bænafund, en fylgdist nú með fólkinu, sem eftir varö. Þessi fundur er mér ógleymanlegur. Ég gat lítið fylgst með bænun- um, sem fluttar voru, en sál mín gerðist óróleg og synd- ir mínar urðu mér ljósar. Ég haföi mesta löngun til aö hverfa af fundinum, en gat það ekki. Ég reyndi að biðja, en einnig það var mér um megn. Allt í einu færð- ist friður í sál mína. Enginn maöur talaði við mig þarna á fundinum og ég heldur ekki viö neinn, enda var allt íólkiö mér alveg ókunnugt. Eftir þetta gaf ég mig guði á vald og setti allt mitt traust á Jesúm Krist, sem frelsara minn. Smám saman þroskaöist ég í trúnni og líf mitt breyttist. í stað óróa og kvíða ríkti nú gleði og friöur í sál minni. Guð hafði tekið í taumana og gert mig að sínu barni. í þá rösklegu hálfu öld, sem síðan er liðin, hef ég lifaö undir hand- leiöslu guös, og tel ég gæfu lífs míns í því fólgna. Knud Zimsen (Við fjörð og vík). leika og getu til hins og þessa og hvernig beri að þroska þessa hæfiieika og fara rétt með þá til framkvæmda æðri hugsjön- um lífs þeirra og með mönnum þroskast rétt víðsýni, drengskap ur, samúð og félagshyggja. Þess ar göfugu dyggðir forða mönn- um frá eigingjarni togstreitu á hinum ýmsu sviðum og röngu mati á efnisiegum og andleg- um verðmætum. Forðast ber að þrengja upp á fölk andlegum eða efnislegum verðmætum, sem það hefar eigi áhuga á eða hæfileika og getu til að nottfæra sér eins og vera ber. Sé þessa eigi gætt sem skyldi geta óheill blotizt af. Rétt uppöldi miðar að því að þroska og göfga sem bezt þá góðu hæfileika og gáfar, sem með sérhverjum kunna að vera og beina þeim inn á sem allra réttastar brautir til heilla ein- staklingum og félagsheildum og til þess að hver og einn fái sem heppilegust störf í lífinu. Að skapa sem traustasta möguleika til göfugra og heil- brigðra starfa fydr einstaka menn og allan almenning og góða afkomu er hin mesta þjóð félagslega nauðsyn sem mönn um almennt ber að vinna kapp- samlega að i kristilegu bróð- emi, en forðast sem unnt er aflar deilur og erjur um menn og málefni, sem geta ieitt til alls konar vandræöa. Öll mál-- efni ber að ræöa, sem' bezt“ með svo ljósum og réttum rök- um sem frekast er unnt, en forðast allan einhliða málflutn ing og áróður, sem tíðast er af illum toga spunninn og getur leitt af sér ýmislegt illt, jafn- vel þótt hann eigi að þjóna góð um tilgangi. Guð og hans eilífu sannindi eru það hjálpræðisbjarg sem þjóðfélög og einstaklingar eiga að byggja á. Guðstrúin og hin ar æðri eiilífu hugsjönir, sem hún blæs þeim í brjóst, veitir mönnum von og þrótt til þess að standast hvers konar erfið- leika lífsbaráttunnar. Guð legg ur mönnum Iíkn með þrautum og stráir g-leði og fegurð á líf þeirra á ýmsa lund, meðal ann- ars í hinum ágætustu listaverk- um sem mannsandinn nær að skapa. Ot atf harla ömurlegum og átakanlegum atburði yrkir Jónas Hallgrímsson sitt frábæra kvæði. Fýkur yfir hæðir. Fegurð og ti-gn hinnar ytri náttúru ber hinum mikla og al- valda skapara hennar hið ótvf- ræðasta vitni og veitir mönnum heilbrigðan unað, von o-g þrótt. í sínu ágæta kvæðj til Alberts Thorva-ldsens myndhögg-vara, kemst Jónas Hall-grímsson með al annars svo að orði: „Tign býr á tindum — en traust í björgum — fegurð í fjalldö-I- um, — en í fo-s-sum afl“. í þessu sama kvæði kemst og Jónas Hallgrímsson þanni-g að orði: „Veitti þér fulla — fegurð að skoða — himna höfandur, — heimi veittir þú“. Hugvit manna og þeirra marg vísleg sni-lili. o-g samstillt fé- la-gsátök með æðri hugsjónir að leiðarljósi og Guðs bl-essun, verða tif þess að skapa með mönnum sanna hamingj-u og farsæld. En gleymi menn hinu æðra markmiði lffs 'þéhfa; leiðir slíbt til tjóns eins óg "sagá rúaflrtkyrisins ljðslega sýnir. Til æðra frelsis o-g guðs barnalffs kaliaði Kristur menn- ina og hans hei-Iaga boði ber þeim að hlýða og biöja Guð um sirm heilaga náðaranda til þessa. Guö vi-11 að menn verði hólpnir og komist tiil þekking- ar á sannleikanum. Guðs hei-1- aga orð og and; geifur öllu hið sanna gildi, hann veitir hið sanna Iff og fa-rsæld þessa og annars heims. Sæ-11 er því sá í hópí stúdentanna þjóðhátíð arvorið 1930 voru nokkrir sem tóku próf utanskóla. Allir höfðu þeir bó nema einn, notið einhverrar skólagöngu fyrr eða síðar á námsferli sínum. Þessi eini sem aldrei hafði í skóla komið var Finnbogi Kristjáns- son frá Leirubakkahól í Land- sveit. Hann hafði lesið allt heima undir handleiðslu og með góðri aðstoð þeirra kunnu kenn ara og kennimanna feðganna i Fellsmúla, sr. Ófeigs prófasts og sr. Ragnars sonar hans. Sú undir visun, ásamt hans heimanámi, dugði Finnboga til að ná stúd- entsprófi. Því Iauk hann 7. júní fyrmefnt vor. Sex árum siðar varð hann guðfræðingur og kennarapróf tók hann árið 1938. Hausið 1941 gekk hann í þjónustu kirkjunnar er biskup vígði hann til Staðar í Aðalvík, þann 23. nóv. sem hann hafði fengið veitingu fyíir 4 dögum áður að lokinni lögmætri kosn- ingu. Þar var sr. Finnbogi í tæp 4 ár síðastur presta í því norðlæga kalli, sem nú er í auðn komið eins og alkunna er. Næsta vor, eða 7. júní 1946 fékk hann svo veitingu fyrir Hvammi í Laxárdal, sem hann hefur þjónað síðan. maður, sem í raun o-g sannleika treys-tir hinum alvalda og ai- góða Guði og gerir sér alt far um aö ganga á hans vegum. Felum Guði öll vor efn; i bæn og trúartrausti í anda þessara orða hins góða sálmaskálds, Páils Jónssonar. Vort traust er allt á einum þér, vor ástarfaðir mi-ldi. Þín náð o-g mis-kunn ei-líf er, það alla hu-gga skyldi. Kiricjan á Ketu á Skaga Um hana segir svo í Árbók Ferðafélags ís lands 1946 eftir Hallgrlm Jónasson: „Á lágri hæð utan við bæinn stendur kirkjan, njörfuð niður með gildum akkerisfestum. KirkjulykiIIinn er geymdur á næsta bæ. Inn um gluggana má sjá óvenjufagran Ijósa- hjálm, sem hangir ofan úr miðju lofti. Ein stöku sinnum er messað á þessum eyðibæ en margir eru kirkjugestirnir naumast, — svo fámennt er á bæjunum í sókninni.“ Þetta var skrifað 1946 eins og fyrr er sagt. Nú er Keta aftur komin í byggð, því að 1. desember sl. voru þar taldir 6 manns til heimilis. I^^^S^^^^^^^AAAA^AA^^^^AAAA^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^NAAAAAAAA^AA^AAAAA^^AAAAAAAAAAA^AW^^^MA/!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.