Vísir - 29.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 29.08.1970, Blaðsíða 8
s VÍSIR Otgefanli: Reykjaprent hf. framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson ftitstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Vaidimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 iínur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vlsis — Edda hf. Blekkingar Tímans Tvennt viröist ritstjórum Tímans efst í huga þessa dagana: í fyrsta lagi, að sjálfstæðismenn skyldu ekki fara að dæmi Framsóknar og svíkja gerða samn- inga við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni. í öðru lagi, að á árunum 1967 og 1968 hafi ekki verið við neina efnahagsörðugleika að etja, og það sé því til- búningur hjá ríkisstjórninni, að henni hafi þá verið nokkur vandi á höndum. Um fyrra atriðið skal ekki rætt að þessu sinni. Það var gert í forystugrein Vísis í gær og sýnt iram á, að ritstjórar Tímans hafa sjálfir með skrifum sínum undanfarið staðfest, að loforðum Framsóknar er aldrei að treysta og að þeir telja sjálf- sagt að rjúfa gerða samninga þegar henta þykir. Um síðara atriðið er það m.a. að segja, að öll þjóð- in veit, að Tíminn fer með staðlausa stafi þegar hann segir að árin 1967 og 1968 hafi verið „góð meðalár“. Það er dæmafá blekking að taka krónutöluna, sem fékkst fy?ir útflutninginn og bera hana saman við önnur ár, en nefna ekki þær breytingar, sem orðið höfðu á verðlagi og öllum tilkostnaði, né gengisfelling una. Það er engu líkara en ritstjórar Tímans haldi að þeir séu að skrifa fyrir tóma heimskingja. Sú var tíðin, að annað hljóð var í strokknum hjá framsóknarmönnum. Þegar efnahagsmálin voru til umræðu á Alþingi í febrúar 1969, viðurkenndu þeir að atvinnuvegirnir ættu við mikla örðugleika að etja og fyrst og fremst af óviðráðanlegum, utanaðkomandi á- stæðum. Þá sögðu þeir líka að ráðstafanir þær, sem gerðar hefðu verið atvinnuvegunum til hjálpar væru algerlega ófullnægjandi. Getur það verið að atvinnu- vegirnir hefðu þurft svona mikla aðstoð, ef góðæri hefði ríkt til lands og sjávar — ef þetta hefðu verið „góð meðalár“, eins og Tíminn segir nú? Ef einhver nennti að leggja á sig þá ógeðfelldu fyr- irhöfn, að lesa samfellt stjórnmálaskrifin í Tímanum síðasta áratuginn. rr,indi hann verða furðu lostinn yfir því stefnuie^bi, hringlandahætti og mótsögnum, sem þar er að finna. Þessir menn geta ekki einu sinni verið sjálfum sér samkvæmir frá degi til dags, og stundum blasa mótsagnirnar við augum lesenda í sama tölublaðinu. Það er skiljanlegt að eyðimerkurganga framsókn- armanna síðustu 12 árin sé farin að taka á taugar þeirra, en fæstir mundu hafa trúað því fyrirfram að þeir yrðu eins ráðvilltir og raun ber vitni. Og þeir eru ekki að verða það fyrst núna síðustu árin. Þeir urðu svona strax og þeir misstu valdaaðstöðuna. Líklega hafa þeir verið búnir að telja sér trú um að þjóðin gæti ekki komizt af án þess að þeir væru í ríkisstjórn. En reynslan hefur sannað hið gagnstæða svo rækilega að landsmenn óska tæplega eftir þeim í ráðherrastóla næstu árin, auk þess sem enginn hinna flokkanna vil ótilneyddur með þeim vinna. VíSÍR. Laugardagur 29. ágúst 1870. Uppbyggingin þar sem áður var Bíafra gengur vel — en tækjaskortur hamlar fæðudreifingu O „Það er sem heil öld hafi liðið í Enugu frá stríðslokum og fram til þessa dags“. Þetta eru orð eins æðsta manns í her Bíaframanna, en hann er nú smásali í þessari borg sem áður var höfuðborg aðskilnaðarríkisins. Og það er raunar erfitt að trúa þessum ummælum, því Enugu varð aldrei fyr- ir verulegum skemmdum í stríðinu: Markaðssvæðið var eyði- lagt og vissuiega voru kúlnagöt á húsveggjum, en sé á heild- ina Iitið ber borgin lítil merki átaka. „Mismunurinn", útskýrir hann, „Iiggur í lífi borgarinnar." Fyrir sjö mánuðum var Enugu draugaborg. Núna er hún fjölmenn og fjörug verzlun fer fram á hinu endurbyggða markaðssvæði og á verzlunargötunum. Fólk hefir aftur flutt í hvert einasta hús borgarinnar, og stjórnaraðsetrið morar af önnum köfnum mönnum. Enugu er höfuðborg Mið-Austur-ríkisins, sem er heimaríki hinna 7 eða 8 milljóna íbóa. íbóarnir dreifðust víða um Níger- íu vegna þess að heimaríki þeirra megnaði ekki að brauðfæða þá alla, jafnvel ekki fyrir stríð. Er Ibóamir voru dreifðir orðn- ir um alla Nígeríu, gerðist það að fjöldamorð vom framin á íbóum í Norður-Nígeríu og varð það til þess, að Ojukwu hershöfðingi kallaði alla sína meðbræður af Ibóakyni til austurhluta landsins, að leita þar skjóls. Það landsvæði varð seinna Bíafra. Í stríðinu voru íbóarnir síðan hraktir þaðan og inn í Mið-Austur-ríkið, og þar er mikill meirihluti þeirra ennþá. li JJreytingarnar frá'”sfMðslokufiv 'eru’jafnvel enn meira áber- andi í borgunum Awka og Onitsha en f Enugu. Þessar borg ir urðu nefnilega fyrir talsivert meiri skemmdum en Enugu, en einnig þar er Mfið að taka við sér að nýju og náigast þaö að verða eðlilegt. Markaðurinn hefir verið end- urbyggður, og á götunum er aragrúi smásala sem selja mat- vöru plastskálar og blað dags- ins, „Nigerian Observer" — og sígarettur sem smyglað hefur verið frá Englandi. Auðvitað hefir 30 mánaða stríð sett sín merk; á landið: Vegirnir eru víða sundurskotnir og næstum hverri einustu brú var eytt — en núna hafa tals- verðar endurbætur verið gerðar á samgöngukerfinu, þannig að hægt er að aka eftir flestum vegum, og herinn hefir unnið mikið endurbyggingarstarf á brúnum. Þær eru nú flestar not- hæfar. Húsin með fram bjóð- vegunum sluppu við verulegar skemmdir, helzt var að her- menn rifu af þeim þökin til þess að ná sér i járn til að gera úr skála. Þeir búa enn í þessum skálum sínum. Eggjahvítuskortur Og sömu sögu er af fólkinu að segja. I borgunum og úti við þjóðvegina virðast allir sæmi- lega aldir. Fjöldi manns sést ganga um með sáraumbúðir eöa styðjast við hækjur og stafi en enginn getur gengið gegnum Aba eða Enugu án þess að koma auga á fómarlömb eggjahvítu- skortsins. Þeir sem eggjahvítu- vöntun hrjáir fá sjúkdóm sem kallast „kwashiorkor“. í sveit- unum ber og mikið á fæðu skorti. einkum í suðurhéruðuri • um. Engar tölur eru fyrirliggj- andi, en ástandið i þessum efn- um mun Vera verst í Owerri og umhverfi. Þar i kring eru 5000 "nl' ’75ö6 rrtáí&s sém þjá$t af vöntunarsjúkpómnum kwashior- kor og gengur seint að berjast við hann. Á filestum sem þennan sjúk- dóm fá, blæs kviðarholið út, út- limir verða sem splrur og ánd- lit jafnt bama sem fulloröinna verða eins og á öldungum. Að- eins fáir þessara sjúklinga eru á spítala en sjáJfboðaliðar Uta eftir þeim á sérstökum stöðvum ... til að flytja fæðuna frá Port Harcourt og um allt Mið-Austur- ríkið, en það er svæöi sem mæl- ist 8.750 fermílur. Fyrir utan þessa 12 bfla, verður Uppbygg- ingarnefndin að reiða sig á Ieigð flutningaitæki til fæðu- miölunarinnar. Yfirmaður fæðu- dreifingarinnar segir að öll þau flutningatæki sem Nígeríumönn- um hafi borizt hafi dreifzt út meöal hinna ýmsu fylkisstjóma og þau séu yfirieitt rlla nýtt, eða þá að fleiri skortir. Vöruhúsin yfirfuU Plutningamir em vissuiega veikasti hlekfcurinn í uppbygg- ingarstarfinu. Vöruhúsin í Port Harcourt rúma naumast lengur allt það magn fæðu sem þarf að komast út til sjúkra og sveltandi, og skipafélögunum er bráðnauðsynlegt að þau verði fljótlega rýmd þar eð þessi neyzluvamingur teppir allt rými M vöruhúsunum, sem annars á að nota undir alls konar farm. Fýrir um mánuði var tekið til þess bragðs að dreifa vörunum beint frá Port Har- oourt um sveitimar í stað þess að flytja fæðuna og hjúkmnar- vörur fyrst þaðan til Enugu og dreifa þvf síðan þaðan. Þessi ráðstöfun hefur heldur bætt úr, en sem fyrr segir strandar þetta allt mikið á fliutningatækja- skortinum. . > - Þaö tekur langan tíma að dreifa þessu. út um sveitimar. og starfslið þessara stöðva fer daglega inn í þéttbýlið og sækir þá sjúklinga sem það rekst á — sumir koma af sjálfsdáðum. Vantar flutninga- tæki Uppbyggingarnefndina sem á að sjá um aila flutninga á fæðu til sjúkrastöðvanna skortir mjög flutningatæki. Mikill fjöldi vöru bifreiða var sendur til Nigeríu eftir stríðið, til dæmis sendu Bretar 100 vörubila, en Upp- byggingarnefndin hefir aðeins yfir að ráða 12 af þessum bflum Atvinnuleysi Atvinnuleysi er enn næstum algjört I Nígeríu, nema fyrir ’. opinbera starfsmenn og skóla- kennara, en slíkt ástand er ekki ailgengt í Afríku. Síðan stríðinu lauk hafa tbó-. arnir hægt og hægt verið að flytja aftur til fyrri heimkynna sinna og starfa. Margir hafa farið aftur tjl Lagos. en aðrir til norðurhéraöanna. en enn sem fyrr er þeim tekið með mikiili varúð og tortryggni — sumir gefast reyndar upp á að flytja og kjósa að vera ðfram I Biafra — sem áður var. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.