Vísir - 31.08.1970, Side 5

Vísir - 31.08.1970, Side 5
’flSI R . Mánudagur 31. ágúst 1070 5 Martin Chivers, til vinstri, skoraði fyrir Tottenham á laugardag. Þarna er hann í leik gegn Newcastle, og það er David Craig, sem flýgur þarna milli Chivers og Bobby Moncur, fyrirliða Newcastle. Það er erfítt að vera meistarar á Englandi — Everton hefur enn ekki unnið fleik í 1. deild Derek Dougan hjá Úlfunum. Þessi írski lands- liðsmaður er nú orðinn formaður Samtaka brezkra atvinnuknattspyrnumanna, tók við af landa sínum, Terry Neil, sem nú er fram- kvæmdastjóri Hull City. □ Það er erfitt að vera meistarar því að allir vilja sigra þá, og á því fá leikmenn Everton nú að kenna. Eftir fimm um ferðir í ensku deilda- keppninni hefur Ever- ton enn ekki unnið leik og á laugardaginn tap- aði liðið á heimavelli, fyrsta leik sínum þar síð an keppnin hófst, gegn öðru Lancashireliði — Manch. City. Það var Colin Bell, enski lands- liðsmaðurinn, sem skor- aði fyrir City eftir að- eins fimm mín. á Goodi- son Park og það gaf liðs- mönnum hans öryggi. Þeir léku eins og þeir, sem valdið hafa allan fyrri hálfleikinn. í síðari hálfleiknum sótti Ever- ton meira, en framherj- arnir ógnuðu sjaldan verulega, nema hvað Tommy Booth bjargaði eitt sinn á marklínu, og Manch. City sigraði því mtð þessu eina marki Bell. Og nú þegar fer að verða óhætt að afskrifa Everton hvað það snert- ir, að leikmönnum liðs- ins tekst ekki að verja meistaratitilinn sinn á leiktímabilinu. Það er ef til villi táknrænt fyrir hina miklu keppni f 1. deildinni, að síðasta áratuginn hefur engu liði tekizt að verða meistari tvö ár í röð og þó hafa félög eins og Tottenham, Man. Utd. Liverpool og Leeds átti frábærum liðum á að skipa flest ár áratugsins. Úlfarnir urðu síðast meistarar tvö ár í röð 1958 og 1959 — og 1956 og 1957 sigraöi hið fræga lið Man. Utd., sem splundraðist í Miin- chen-slysinu f febrúar 1958. Og þriðja liðiö, sem tvívegis hefur ;sigrað í röð eftir síðari heims styrjöldina, er Portsmouth, sem vann 1949 og 1950. Milli heims- styrjaldanna var nokkuð al- gengt að liö sigruöu ár eftir ár t.d. bæði Huddersfield og Arsen al þrívegis. En snúum okkur nú að úrslit unum á laugardag. 1. deild. Bumley — Leeds 0—3 Chelsea — Arsenal 2—1 Everton — Manch. Citv 0—1 Huddersfield — Derby 0-0 Manch. Utd. West Ham 1—1 Newcastle - — Blackpool 1-2 Nottm. For. — Wolves 4—1 Southampton — Ipswich 1—0 Stoke — Crystal Palace 0-0 Tottenham — Coventry 1-0 W.B.A. — Liverpool. 1—1 Leeds heldur enn strikinu og sigraði í fimmta leiknum í röð. Leikmenn liðsins sýndu sniild- ar-knattspyrnu gegn Burnley og hafa nú þegar náð tveggja stiga forustu í deildinni. „Ef Leeds sýnir slíka knattspyrnu áfram tekst engu liði að brúa það bil, sem það hefur þegar náö“, sagði þulur BBC. Leeds fékk óskabyrjun í Burnley og eftir aöeins 23 sekúndur sendi Alan Clarke knöttinn í mark Burnley — og þegar Mike Jon- es skoraði annað mark með skalla eftir aðeins sjö mínútur voru úrslit ráðin. Clarke skor- aði þriðja markið fyrir hlé, en í síöari hálfleik var ekkert mark skorað. Það er langt síðan lið hefur byrjað jafn vel og Leeds nú, maöur verður að fara aftur til haustsins 1960, þegar Tott- enham sigragði 1 fyrstu 11 leikj unum, en tókst þó ekki að skapa sér neitt forskot að ráði, því þegar liðið tapaði 12. leikn- um fyrir Sheff. Wed. var aðeins eins stigs munur á liðunum. En Tottenham varð þó meistari næsta vor, eftir hörku keppni viö „miðvikudagsliðiö“. í hinum mikla ,,derbie-leik“ í Lundúnum, milli Chelsea og Arsenal á Stamford Brigde sigr- aði Chelsea að venju, fimmti sig urleikurinn á heimavelli gegn Arsenal í röð. Framherjarnir voru ekki á skotskónum í þess- um leik — það voru varnar- menn, sem skoruðu mörkin. John Hollins skoraði fyrsta mark Chelsea, Edward Kelly jafnaði fyrir Arsenal, en írski landsliðsmaðurinn Mulligan skoraði sigurmark Chelsea. — Hann hefur tekið stöðu Davids Webb í Chelsea-liðinu, en ekki er víst að hann haldi bakvarðar stöðunni lengi, því. Chelsea er búið að semja við Sheff. Wed. um bakvörðinn Wilf Smith, sem leikið hefur fjölmarka unglinga landsleiki tvö síðustu árin. — Kaupverð er ákveðið 100 þús- und pund, og það stendur að- eins á samþ. Smith, sem ekki er hrifinn af Lundúnaborg. Um aðra leiki í 1. deild er það að segja, að Geoff Hurst skor- aði eftir aðeins tvær mín. gegn Manch. Utd., en John Fitz- patrick jafnaði fyrir United eft ir sendingu frá Dennis Law, sem sagt hálfgert Aberdeen- mark, því báðir þessi skozku leikmenn eru fæddir í hafnar- borginni Aberdeen. Newcastle skoraði eftir aðeins 90 sek. gegn Blackpool og var nýliö- inn Gordon Hindson að verki en Newcastle tapaði samt leikn um. Ron Davies skoraði eina mark Southampton gegn Ips- wich og Martin Chivers eina mark Tottenham gegn Coven- try, en þessi mörk nægðu til sigurs. Ray Clemence, hinn nýi mark vörður Liverpool, var hetja liðs síns gegn WBA og varði t.d. fjórum sinnum á ótrúlegan hátt. Alan Evans skoraði fyrir Liverpool í fyrri hálfleik og lengi vel leit út fyrir, að það mark mundi nægja til sigurs, en 10 mín. fyrir leikslok tókst Jeff Astle loks að koma knett- inum framhjá Clemence og í mark — fimmta mark þessa enska landsliðsmiðherja í þeim umferðum, sem leiknar hafa verið. Flest gengur nú á aftur- fótunum hjá Úlfunum og liðið, sem lék án Derek Dougan, hafði aldrei neina möguleika : Nottingham. Leikmenn Forest, sem hafa komiö talsvert á ó- vart með góðum leik, skoruðu fjórum sinnum og voru Ian Moore, Hindley, Rees og New- ton þar að verki. Staðan i 1. deild eftir um ferðirnar fimm er nú þannig: C. Palace 5 13 1 2-2 5 Huddersfield 5 2 12 6-6 5 Blackpool 5 2 12 5-7 5 Coventry 5 2 0 3 3-4 4 Stoke 5 12 2 5-7 4 West Ham 5 0 4 1 5-8 4 Southampton 5 12 2 3-5 4 Manch. Utd. 5 12 2 3-6 4 Everton 5 0 3 2 7-9 3 Newcastle 5 113 5-9 3 Wolves 5 10 4 6-14 2 Burnley 5 0 2 3 2-8 2 Ipswich 5 0 2 3 0-5 2 Leeds Manch. City Liverpool Derby Nottm. For. Chelsea Arsenal Tottenham W. B. A. 5 5 0 5 3 2 5 2 3 5 3 1 5 2 3 5 2 3 5 2 2 5 2 2 5 1 3 0 12-2 10 0 5-1 8 0 8-3 1 9-4 0 10-5 0 8-6 1 8-4 1 6-4 6 1 10-9 5 Leeds er eina liðið af hinum 92 í deildunum fjórum, sem hef ur unnið alla sína leiki. Nýja liðið í deiidinni frá háskóla borginni frægu, Cambrigde United, sigraði í sínum fyrsta leik I deildakeppninni á laugar daginn, vann Oldham — útborg Manchester — með 3 — 1. 1 2. deild urðu úrslit þessi á laugar dag: Birmingham — Luton 1—1 Bolton' — Bristol C. Millvall Sheff. Wed. — Blackbum 1—1 Swindon — Sunderland 2—0 Watford — Hull City 1—2 Flest liðin hafa leikið 3 leik og Birmingham, Oxford, Hull, Bristol hafa öll fimm stig, en Bolton og Cardiff 5 stig eftir fjóra leiki. Skozka detldakeppn- in hófst á laugardag og var þar merkilegast, að Rangers gerði aðeins jafntefli í Paisley gegn St. Mirren. Ekkert mark var skorað. Celtic sem sigrað hefur síðustu fimm árin, vann Morton 2—0 á heimavelli, og missti Murdock þó vítaspyrnu og bak vörðurinn Gemmell var borinn af velli. — hsfm. Q. P. R. 2—2 — Cardiff 1-0 — Carlisle 2-2 > — Oxford 0—2 - Portsmouth 0—0 - Sheff. Utd. 1-0 Charlton 0-0

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.