Vísir - 31.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 31.08.1970, Blaðsíða 9
VI SIR . Mánudagur 31. ágUst l»/0 9 ÞAÐ ER HELITAÐ VERÐI — segir Alfreð Jónsson, oddviti i Grimsey — Steypf ker verða sett niður i stað garðsins, sem týndist — Það eru alltaf einhverjir örðugleikar að glíma við hérna hjá okkur. Lífið væri víst lítils virði öðru vísi, sagði Alfreð Jónsson, oddviti í Grímsey, þeg- ar Vísir ræddi við hann í fyrradag til þess að for- vitnast um hafnarmál og fleira. — Ástandið í hafnarmálum hérna skapar mikla örðugleika á vetrarútgerð, því er ekki að neita. Lík- lega verða menn að draga báta sína á þurrt land núna með haustinu, þegar veður fara að versna. Gott ef hægt verður að halda úti helmingnum af flotanum. Hinir verða geymdir í nausti. V S SS ... Það verður ævinlega ládeyða, þegar ísinn nálgast, en helzt vildum við vera lausir við hann. Viö eigum hins vegar von á að hér veröi steypt ker í haust, sagð; Alfreð, og sett niður á næsta ári. Þeir hafa lofað okk- ur því höfðingjarnir hjá Hafn- armálaskrifstofunni. Geri þeir það ekki förum við að hvessa okkur heldur betur. Og þeim þykir við víst hafa tekið stórt upp í okkur áður þegar því hefur verið að skipta. Af garðinum fræga, sem riðl- aðist sundur á einni óveðurs- nóttu í fyrra, sést nu ekki urm- ull eftir. Hann er löngu horfinn. þaö stóð lengi smá rönd af hon- um upp úr sjónum, en nú hefur honum öllum skolað burt. Okkur þykir að sjálfsögðu súrt í broti, hvemig þetta fór. Við héldum aö við værum að búa þarna í haginn fyrir okkur fyrir langa framtíð. Við erum búnir að leggja aMa okkar pen- inga I þetta og al'lt okkar iáns- fé. Ég er hræddur um aö erfitt verði að verja bátana í höfninni í vetur. Það er þá einna helzt að skjól verði að ísnum. Hér verður- ævinlega lygna. þegar hann nálgast. algjör ládeyða, en helzt vildum við vera lausir við hann. Þetta er þeim mun sárgræti- legra fyrir það að við vorum búnir að vara þá háu herra við því að gera garðinu svona. En á okkur var auðvitaö ekkert mark tekið. Og það er kannski ekki von til þess að spreng- lærðir verkfræðingar taki mark á ómenntuðum eyjaskeggjum sem einu sinni voru fermdir upp á faðirvorið og kunnu það kannski ekki aWtof vel. Annað er það, sem okkur er tii armæðu héma — og það eru samgöngurnar. Einkum er mjög erfitt með aðdraetti úr kaupstað. Við höfum öll okkar viðskipti við Akureyri. KEA er hér með útibú, en það gengur oft erfið- lega að fá hingað vörumar. Flugferðir eru einu sinni í viku. Einhverra hiuta vegna hefur ekki náðst samkomulag um vöruflutninga í loftj og þess vegna verður að flytja þetta allt á sjó. Flóabáturinn Drangur hefur komið hingað stöku sinnum, en hann hefur engar reglubundnar ferðir. Við eigum helzt von á að Skipaútgerðin hlaupi undir bagga með okkur og látj skip- in sín koma hérna við. En það verða ekki feröir fram og til baka eins og við þyrftum að fá, heldur aðeins viðkoma. Og skip- in munu ekki taka á sig þennan krók, nema hafa hingað ein- hvem lágmarksflutning eins og gefur að skilja en ekki viljum við lasta þá bíessaða, þótt o«ft sé erfitt að snúa þeim. — Flytur eitthvað af fól'ki upp á land í vebur? — Það er alltaf eitthvað sem fer upp á land. Aðallega eru það samt skólabömin. Við getum ekki fullnægt fræðsluskyldunni hérna. Við höfum héma kennslu fyrir börn fram að fermingar- aldri, en enga unglingadeild. Það er auðvitað vonlaust að halda uppi skóla fyrir svona fáa krakka. Það fermast hér ekki nema svona eitt og upp í fjögur böm á ári. Og það em alltaf eilifir erfiðleikar að koma þeim fyrir. Þeir höfðu reyndar fögur orð um það hjá Fræðslumála- skrifstofunni að vera okkur inn- an handar við þaö, en annað höfum við ekki haft af þeim að segja. Það er ekki minna um- stang hér heldur en i Mývatns- sveitinni. Við eigum hins vegar bara ekki eins vel heiman- gengt í kröfugöngur og til ann- arra stórræða. — JH TÍSBSPfB' — Ætliö þér til berja- tínslu? Jóna Valdimarsd., húsm.: — Já, ég geri fastlega ráð fyrir þvi. Það eru nefnilega ágætis berjalönd í námunda við sveita- býli það, sem ég bý á og þangað er ég vön að fara til berjatínslu á haustinu, ef ég sé mér mögu- lega fært. geri ég ráð fyrir að reyna að fara að minnsta kosti eina ferö, eins og venjulega. Sverrir Briem: — Já, ég hef hug á að fara titl berja. Og ef ég fer „ferðast ég eins og gand- inn“ eins og segir í vfsunnj ...“ María Halldórsd., húsm.: — Mér finnst ég alltaf verða að fara til berjatínslu á hverju hausti og hugsa að ég láti það einnig eftir mér að þessu sinni — ef það verður þá einhver ber að finna. Halla Bogadóttir, skólanemi: — Já, það hugsa ég. Við heima erum aWtaf vön að fara eina eða tvær ferðir. Grímseyingar verða að draga helminginn af bátaflota sínum í naust, þegar veður versna með vetrinum, líkt og þessa lösnu fleytu, sem liggur þar á malarkambinum við höfnina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.