Vísir - 26.09.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 26.09.1970, Blaðsíða 1
Prófkjörin um helgina að. En þeir dóu ekki ráðalausir, heldur fóru að hugmynd þeirra félaganna Bjössa og Óla í félaginu, að hefja *sölu pop-korns, strok- leðra, tindáta og annarra nauð- synja. Er ijósmyndari Vísis var á ferð um Nýbýlaveginn í gærdag urðu hinir ungu fjáröflunarmenn Al- menna dúfnaeigendafélagsinsávegi hans, þótti honum þá ekki annað til greina konia en að mynda þessa ungu athafnamenn — þó að það reyndist honum raunar hægara sagt en gert, því þeir kaupmenn- irnir höfðu svo mikið að gera við söluna, að þeir máttu ekki vera að því aö stilla sér upp fyrir mynda- töku. — Þ JM • Það geta verið töluverð fjár- útlát því fylgjandi að eiga dúf- ur og sðmasamlegan dúfnakofa yfir þær. Og fyrir marga þeirra ungu, sem stunda þann búskap er ekki alltaf svo auðvelt að verða sér úti um aura til þeirrar starfsemi. „Við græðum örugglega nóg á þessu til að geta keypt efni í að minnsta kosti einn nýjan dúfna kofa“, fullyrti Bjössi, En svo mátti hann ekki ver a að meira masi við okkur, því hann átti eftir að afgreiða svo marga* Af þeirri ástæðu tóku nokkrir strákanna viö Nýbýlaveginn í Kópavogi sig saman um aö stofna með sér félag, sem þeir völdu ekki áhrifaminna nafn en Almenna dúfnaeigendafélagið hf. En það var vitanlega ekki nóg að stofna félag ið og gefa því nafn, því fjárhagur- inn var jafnbágborinn eftir sem áð ur — því komust þeir félagar fljótt Prófkjör sjálfstæðismanna um skipan framboðsliista þeirra við alþingiskosningarnar í vor hefst á morgun og lýkur á mánudags- kvöld, en alla þessa viku hefur staðiö yfir atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar vegna prófkiörsins. Á atkvæðisseðlinum eru nöfn 25 líklegra frambjóðenda, sem ÁHRIF Á SÖLUNA Á FISKSTAUTUNUM — segir Ottar Hansson hjá lceland Products — engin yfirlýsing frá SH ennþá Henzkir fiskstautar, framleiðsla SÍS-verk- smiðjunnar í Harrisburg og Coldwater-verk- smiðju Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Scarsdale fengu óvæga dóma í málgagni banda rísku neytendasamtak- anna fyrir skömmu. í niðurstöðu rannsóknar á fiskstautum frá 20 fyr irtækjum, sem neytenda samtökin bandarísku létu gera lentu íslenzku fiskstautarnir í óhæfum flokki og flokki, sem ekki nær mati. I fiskstautum frá Iceland Products, dótturfyrirtæki Sam- bandsins, fundust bein, sem neytendasamtökin töldu vera veruleg og skaðleg. — Blaðið hafði samband við Óttar Hans- son forstjóra Iceland Products og spurðist frétta af málinu. „Eins og kom fram í þessari sýnishornakönnun hjá banda- rísku neytendasamtökunum, Consumers Union, fannst mik- ið af beinum í fiskstautunum. Þessir fiskstautar eru framleidd ir úr hakkblokkum, sem við fá- um frá frystihúsunum heima. í fyrravetur gerðist það, að við fengum blokkir, sem of mikið var í af beinum. Við skrifuðum þá okkar viðskiptavinum og sögðumst ekki geta afhent vör una. Framleiðslan á vörunni var stöðvuð og vélarnar athug aðar Varðandi rannsókn banda- rísku neytendasamtakanna er ómögulegt að finna út hvar jsessi sýnishom voru tekin, sem kannski gæti hjálpað okkur. — Okkar stærstu kaupendur höfðu vitneskju um þessa erfiðleika og síðan niðurstöður þessarar rannsóknar birtust höfum við orðið varir við mikla samúð hjá okkar viðskiptavinum. Fram- leiðsla „Iceland Products“ er ó- veruleg á fiski í neytenda- pakkningu og ég býst ekki við að niðurstöður rannsóknarinnar muni hafa nein alvarleg áhrif á okkar sölu. Það er ekki hægt að gera samanburð á fiskstaut unum, sem við notum Norsea- merkið á og fiskstautum, sem eru framleiddir úr venjulegum fiskblokkum. Þessir fiskstautar okkar hafa ekki neinn standard á þeirra markaði. Við höfum talsvert nákvæmt gæðaeftirlit í verksmiðjunni og höfum ekki orðið varir við neitt athugavert, en það er aldrei úti lokað að eitthvað sleppi í gegn.“ Blaðið náði einnig tali af Böðvari Valgeirssyni hjá Sjávar afurðadeild SÍS. Hann sagði, að fréttatilkynning yrði gefin út um málið innan tíðar. Guðmundur H. Garóarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna sagði í viðtali við blaðið, að fyrirtækiðheföihaftsamband við skrifstofu sína í Bandaríkj- unum og beðið um nánari upp- lýsingar, en erfitt væri að segja um málið að svo stöddu. -Blaðið reyndi að ná tali af Þorsteini Gíslasyni forstjóra Coldwater í Bandaríkjunum og Geir Magnússyni, skrifstofu- stjóra, en í hvorugan þeirra ná’ð ist. — SB kynntir hafa verið kjósendum, en kjósa skal sjö þeirra með því að setja ‘krossa í reitina framan við nöfnin — hvorki fleirj né færri en 7. Til þess að úrsilitin geti orðið bindandi fyrir kjömefnd þarf fjöldi þeirra, sem þátt tekur í próf- kjörinu að vera y3 af kjörfylgi Sjálifistæðis'flo'kksins við síðustu alþingiskosningar, eða minnst 5.873. Auk þess þurfa einstakir frambjóðendur að hljóta miinnst 50% greiddra atikvæða ti'l þess að kosning þeirra verði bindandi. Kjörstaðir verða á sjö stöðum í borginni á morgun — opnir frá kl. 9.30—12.00 og kl. 13.30—22.00. En á mánudaginn fer kosningin fram í Sigtúni við Ausiturvölil og verður kjörstaðurinn opinn frá bl. 15.00-20.00. Kjörstaðirnir á sunnudag fyrtr hvert kjörhverfi eru þessir: Nes- og Melaihverfi — KR-heimiliö viið Frostaskjól. Vestur- og miðibæjarhverfið — Valhöl'l, Suðurgötu 39. Austurbæjar- Norðurmýrar-, H'líða- og Holtahverfið — Templ- arahöllin við Eikriksgötu. Laugarnes-, Langholts-, Voga- og Heknahverfi — Samkomesaiur Kassagerðaránnar h.f. við Klepps- veg. Háaleiíis-. Smáfbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfj — Danssikóli Hermanns Ragnare viö Háaleitfs- braut. Árbæjarhverfi — Verzlunarmið- stöð Halia Þórarins, Hraunbæ 102. Breiðholtshvenfi — Víkurbakki 12. I dag hefst prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjanesfcjördæmi, sem lýkur annað kvöld. Ðirfur hefur verið listi 18 'líklegra frambjóð- enda, sem f stafrófsröð taldir eru þessir: Axel Jónsson, fuMitr., Benedikt Sveinsson, hrl., Eggert Steinsen, verkfr., Blín Jósefsd., húsm.. Ein- ar Haltdórsson, bóndi, Ingvar Jó- hannsson framkv.stj., Jón H. Jóns- son, forstj., Mattbías Á. Mathiesen, brl., Oddur Andrésson, bóndi, Odd- ur Ólafsson, læknir, Óilafur G. Ein- arsison, sveitarstj._ Páll V. Daníels- son, forstjóri, Salome Þorkelsd., húsmóðir, Sigurður Helgason hrl., Sigurgeir Sigurðsson, sveátarstj., Snæbjörn Ásgeirsson, iðnrekandi, Stefán Jónsson, forstj., og Sæ- mundur Þórðarson, sjómaður. Önnur kosning fer jafnlframt fram á S'ama tíma í Reykjanesfcjör- dæmi þar sem er skoðanakönnun framsóknarmanna, en hún hefst í dag og lýkur á sunnuidagsfcvöid. — GP Þessi unga stúlka var að nota síðasta tækifærið í gærkvöldi að greiða atkvæði í prófkjörinu utan kjörstaðar. Selja pop-korn, stro leður og tindáta — til styrktar Almenna dúfnaeigendafélc

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.