Vísir - 26.09.1970, Page 3

Vísir - 26.09.1970, Page 3
V í SIR . Laugardagur 26. september 1970. Markverðar hljómprótuuppfókur á vegum Fálkans: Óðmenn og Trúbrot til HAFNAR, Ríó / Háskóla- bíói á þriBjudaginn — fyrirhugað er að taka upp tvær LP plótur með Oðmönnum — LP plata Rió hljóðrituð að viðsfóddum áheyrendum — rætt við Ólaf Haraldsson Þessi mynd var tekm af Gunnari Þórðarsyni, er fyrsta LP. plata Trúbrots var hljóðrituð, það var í London, en nú verður haldið til Kaupmannahafnar. upptöku, aö ógleymdu klappi og öðrum votti um ánægju frá þeim tæplega þúsund manna á- heyrendahópi, sem að öilum lik indum mun sitja í hljómleikasal Háskólabiós þetta markverða haustkvöld. Miðasalan er jjegar hafin i hljómplötudeild Fálkans og er verði miðanna mjög stillt í hóf, en það hefur verið ákveð- ið 100 kr. Fálkinn stendur að þessari hljóðritun, og útgáfan hefur fleiri tromp á hendinni. Innan skamms halda Trúbrot og Óð- menn utan til hljómplötuupp- töku og í báðum tilfellum verða hljóðrituð frumsamin lög. Þetta og ýmislegt fleira kemur fram I eftirfarandi viðtali við Ólaf Haraldsson, forráðamann hljóm plötuútgáfu Fálkans. — Hvaöa hljómplata hefur sélzt bezt af þeim, sem komið hafa út á þessu ári? — Það er 2ja laga platan með Trúbroti. Platan með Roof Tops fékk ágætar móttökur, og Ríó platan gengur alveg skínandi ve! og ekkert lát er á sölunni. Platan með Engilbert Jensen selst jafnt og þétt, en engin reynd er komin á sölu hennar þar sem platan er tiltölulega ný komin út. — Hvaða hljómplötur eru væntanlegar? — Núna upp úr mánaðamót- unum kemur út þriggja laga plata með Trúbroti, sem var tek in upp í Kaupmannahöfn um leið og tveggja laga platan. Er sú hljóðritun fór fram, var hljómsveitin skipuð eins og hún var, er hún var stofnuð. Shady syngur ivö laganna, en Rúnar eitt. í þessum sama mánuði sendir útgáfan frá sér fimm laga plötu með söngflokknum Fiðrildi. Það eru löig sérstáblega valin viö hæfi yngstu hlustendanna og Næstkomandi þriðjudags- kvöJd kl. 21.30 verður Háskóla bíó vettvangur mjög sérstæðra hljómleika. Þeir, sem verða þar í eldlínunni eru Ríó-tríó. Allt, sem fer fram á þessum hljóm- leikum veröur tekið upp á segul band, og þeir, sem þama verða viðstaddir, verða um leið þátt- takendur í fyrstu LP-plötu Ríó. Hver hósti og stuna fer beint inn á þessa sérstæðu hljómplötu Kynnir á Ríó skemmtuninni verður Ómar Ragnarsson, og hann mun sjá um að ófyrir- sjáanlegar tafir verði áheyr- endum léttbærari. jafnframt er þetta fyrsta plata Fiðrildis. Nýlega var lokið við að taka upp þrettán lög með Heimi og Jónasi, en með þeim á plöt- unni syngur Vilborg Ámadóttir. Fyrsta platan þeirra „Fyrir sunnen Frfkirkjuna“ fékk ákaf- lega góðar viðtökur. Á þessari væntanlegu plötu verða mest- megnis þjóðlög, þar af meira en helmingurinn íslenzk þjóðlög. — Hvað geturðu sagt mér af fyrirhuguðum hljómplötuupptök um? N.k. þriðjudag verður bljóðrit uð fyrsta LP plata Ríó-tríósins. Sú upptaka verður noklruð frá brugðin öðrum slfkum upptök- um að því leyti að hún fer fram að viðstöddum áhevrendum, slikt var að vísu gert fyrir nokkrum árum, en þá var áheyr endahópurinn mörgum sinnum M ' '11 - ... 1 ' UMSJÓN BENEDIKT VIGGÓSSON minni en sá, sem verður í Há- skólabíói nú ef allt gengur sam kvæmt áætlun. — Hvemig verður efnisskráin hjá Ríó þetta kvöld? — Hijómleikamir standa yfir í einn og hálfan tíma, og á þess um tífna verða flutt um tuttugu lög, en þetta lagaprógramm má heita þverskurður af því, sem Ríó tríóið hefur flutt að undan- fömu. Fjölbreytnin er mikil, lög in bæði ný og gömul, öll flutt með íslenzkum textum, sem eru flestir eftir Jónas Friðrik. Auðvitað vonum við, að stemmningin verði upp á það bezta, því að þeir, sem verða þama umrætt kvöld, munu vissulega leggja mikilvægan skerf til plötunnar. Úr þessari hálfsanrsars tíma upptöku verður síðan valið af kostgæfni, en endanleg lengd hljóðritunarinnar, tilbúin til vinnslu á LP plötuna, verður 40 mínútur. Hljóðritað verður í stereo, en um þá hlið málsins mun Pétur Steingrímsson sjá, Jón Þór Hannesson verður hon um til aðstoöar. — Verða einhverjir hijóðfæra leikarar Ríó til aðstoöar? — Gunnar Þórðarson mun að stoða í nokkrum laganna með flautu og gítarleik, en þau lög hefur hann útsett ásamt Ríó. — Tveir aðrir hljóðfæraleikarar munu koma lítillega við sögu, Ari Jónsson trommari Roof Tops og Reynir Sigurðsson píanóleikari. Kynnir verður Úm tuttugu lög verða á efnisskránni þriðjudagskvöld. Ómar Ragnarsson, og hann mun sjá um, að viðstöddum lciðist ekki, ef einhverjar tafir verða í sambandi við upptökuna. Við stefnum að þvf aö fylla húsiö, þess vegna var miöaverö ið ákveðið svoxa lágt, þannig að sem flestir heföu tækifæri til að vera viöstaddir. Höfuötilgangur inn er að fá samstilltan hóp I Háskölabíó á þriðjudagslcvöld, hitt er aukaatriði hvort hljóm- leikamir standi fjárhagslega undir sér. Þá er rétt að geta þess aö hver miöi er jafnframt ávís un á 10% afslátt af plötunni, er hún kemur á markaðinn. — Em ekki einhverjar LP- plötur með pop-„grúppum“ fyrir hugaöar? — Óömenn fara til Kaup- mannahafnar næstu daga og i athugun er að taka upp tvær LP plötur með hljómsveitinni I Höfn, sem verða þá gefnar út saman í albúmi. Komi þetta til framkvæmda, verður hér um nýjung að ræöa í íslenzkri híjómplö. nitgáfu og verðið á þessum tveim plötum verður einkar hagstætt. Alilt, sem hljóðritað verður, er frumsamið af Óömönnum, bæði lög og textar, megnið er eftir Jöhann Jóhannsson. Þaö verður lögð mikil áherzla á aö hraða sem allra mest vinnslu í sam- bandi við pressunina úti og ann að, því víð stefnum að því að þetta framlag Óðmanna komi á markaðinn I byrjun nóvember. Mér láðist að minnast á Til- veru, er við ræddum tveggja laga plöturnar, en seinni part- inn I október koma út tvö af þeim sex lögum, sem tekin voru upp meö hljómsveitinni I júll I sumar. Lögin eru öil'l eftir Axel Einarsson. Trúbrot fara til Kaupmanna- hafnar sjöunda' október, og yrsta hálfa mánuðinn spila þeir í klúbbnum, sem þeir komu fram I siðast, er þeir voru 1 Höfn. Síðan hefst hljómplötu- upptakan. Á þessari annarri LP- plötu Trúbrots verða eingöngu lög og textar eftir þá sjálfa, flest laganna eru eftir Gunnar Þórðarson. Gert er ráð fyrir, að plata Trúbrots komi út í desem ber. Við höfum orðið margs vís- ari af þessu spjalli við Ólaf Har aldsson og áður en við fórum, sýndi hann okkur inn í hljóm plötuverzlun, sem Fálkinn mun opna I hinu nýja húsnæði að Suðurlandsbraut 8 innan skamms, en verzlunin á Lauga- veginum mun starfa áfram eft- ir sem áöur. Hin nýja verzlun verður innréttuð á hinn smekk- legasta máta, en þama veröa á boöstólum pop, létt millimúsík og klasslsk. Oðmenn eru á förum til Danmerkur til hljómplötuupptöku, í athugun er að gefa út tvær LP. með hljómsveitinni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.