Vísir - 26.09.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 26.09.1970, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 26. september 1970. • Að vera tannlæknir í Lapplandi og upp til sveita á íslandi halda kannski einhverjir að sé svipað hlut- skipti. Eftir að hafa heimsótt íf^azkan tannlsakni. sem bú- settur er í Suður-Lapplandi og skoðað vinnustað hans, fer ekki hjá því að mann gruni að allmikill munur sé á þessu tvennu. Raunar eru tannlæknar til sveita á ís- Iandi fáséðir, aðeins stærri bæir geta státað af tann- læknastofu. Og líklega eiga Lapparnir, sem búa í fjöllum Lapplands mun greiðari að- gang að tannlækni en íbúar margra afskekktra sveita á Islandi. Gott að vera tannlæknir í Lapplandi v/ðfo/ v/ð islenzkan tannlækni, Loft Ólafsson Islenzka tannlæknafjölskyldan í Lapplandi: Óli litli, Loftur og Hrafnhildur. J^öftur ÓLafsson, tannlæknir, býr í litlum bæ í Váster- botten, sem heitir ekld verra nafni en Vilhelmína (eftir sænskri prinsessu). Eftir 4ra ára nám í tannlækningum við Há- skólann í Reykjaví’k héit Loftur utan til þess að ljúka náminu við tannlæknaháskölann í Stokkhólmi, sem er sá stærsti á Norðurlöndum. „Vegna húsnæðisskorts viö háskólann heima var sótt um fyrir 5 ísl. tannlæknanema við háskóla á Norðurlöndum. Fóru 2 til Danmerkur, 1 til Noregs og tveir til Svfþjóðar, ég og Sigurgeir Ingvason. Sigurgeir fór til Umeá og réð sig svo hingað til Vilhelmínu um svipað leyti og ég, svo að við erum hér tveir fslendingarnir með fjöl skyldur okkar,“ segir Loftur, er við spvrjum hann um nám hans hér í Svíþjóð, og hann heldur áfram: „Eftir því sem ég dvaldist lengur hér í Svíþjóð kunni ég betur við mig. Þegar ég var á fimmta og síðasta misseri við háskólann, var mér boðið hing- að norður ásamt konu og syni til þess að kynna mér þetta landsvæði með það fyrir augum að ráða mig hingað að námi loknu. Ég ákvað strax að ráða mig og fékk styrk til að Ijúka náminu. Hingað fluttum við svo í janúar 1969“. „Hvemig hafði tannlækning- um verið háttað hér í Vilhe'lm- •nu áður en þú komst?“ „Hér hafði ekki verið hægt að framfylgja skipulögðum tann- veKningum vegna tannlaekna- skorts, en bamatannlækningar látnar sitja í fyrirrúmi. Við er- um ráðnir hingaö á vegum heil- brigðismálaráðuneytisins og það skipuleggur okkar vinnu, en 55% hennar er viö barnatann- lækningar en 45% við fullorðna. Við höfum einnig tannlækna- stofur uppi í fjöllunum og far- um þangað tvisvar á ári og dveljumst í 3 vikur í senn. ÖIl böm á aldrinum 4—16 ára eru skoðuö tvisvar á ári af lækni, sem hefur aðsetur f sama húsi og við tannlæknamir. Um leið skoðum við tennur bamanna og gemm við eftir þörfum. Bömin em frædd um tennurnar og tannhiröingu um leið, en á næsta ári verður komið á skyldu tannlækningum fyrir böm og unglinga 3—19 ára. Þá er sér- stök þjónusta fyrirverðandimæð ur, og mæður koma með böm aJlt frá sex mánaða aldri til tanneftirlits og em þær þá fræddar um bamatennumar og hirðingu þeirra. Síðan þessi skipulagða þjón- usta komst á þetta svæði hefur árangur orðið mjög jákvæður, og við getum sinnt öllum sem til okkar sækja. Okkar vinna er ekki háð framboði og eftirspurn, eins og víða er heldur bvggist hún á fyrirbyggjandi tannvið- gerðum og tanneftirliti. Við sitj- um sem sagt ekki við símann og bíðum eftir viðskiptavini." „Hvað er fjölmennt starfslið á stofunni?" „Við emm fjórir tannlæknarn ir og höfum 7 sérmenntaöar hjúkrunarkonur, auk tannsmiða og nema. Við höfum 7 meðhöndl unarherbergi auk sérstaks her- bergis á læknamóttökunni fyrir mæður og ungböm. Fræðsla fer fram fyrir alla aldursflokka á tannhirðingu, mataræði og fleiru, og við sýnum kvikmyndir og skuggamyndir. Veröandi mæöur fá einnig sérstaka fræðslu." Við gengum nú með Lofti inn i tannlæknastofuna og fengum að skoða þar öM húsakynni. Sér- staka athygli vakti tannlækna- stóllinn, sem var alls ólikur þvi sem við eigum að venjast á ís- landi og líktist helzt skurðar- borði. „Þetta er n<r gerð af stölutn", fræddi Loftur okkur. ,.Hér var skipt um öil tæki í fyrra. Þetta em mjög hentugir stólar, sjúkl- ingurinn liggur endilangur og slappar alveg af. Tannlæknirinn situr við vinnu sína og þreytist mikhi minna. Við höfum mjög sterk sogtæki, sem hreinsa allt vatn og óhreinindi iafnóðum, svo að sjúklingurinu þarf aldrei að skvrpa. Þetta er geysiiegur tímaspamaðúr, því að það hefur verið reiknað út að 3 ár af starfs ævi tannlæknis fari í að láta sjúklinginn skyrpa og skola“. „Hvernig er háttað greiðslu fyrir tannviðgerðir hér í Sví- þjóð?“ „Tannlæknar á vegum rikis- ins þurfa ekkert að skipta sér af daglegum rekstri tannlækna- stofanna. — Aðstoðarstúlkurn- ar eru menntaðar í sh'ku og sjá um aMt bókhald og taka viö greiðslum af sjúklingum. Ég vinn aöeins við þaö starf sem ég hef verið menntaður í. Laun tannlækna eru föet, auk upp- bóta fyrir sérþjónustu, sjúklinga fjölda og í mínu tilfelili fyrir staðsetningu í landinu. Miðaö við kaupgetu fólks, eru tannlækningar á vegum sænska ríkisins mjög ódýrar, böm og unglingar fá alla tann- læknaþjónustu ókeypis, t. d. tannréttingar, sem víða eru for- réttindi þeirra sem eiga efnaða foreldra. Verðandi mæður greiða aðeins 25% af kostnaði á meðgöngutímanum og 9 mán- uði eftir bamsburð. — Þess má geta að eitt helzta kosningalof- orö sósíaldemókratanna í kósn- ingabaráttunni var aö koma öMum tannviðgeröum inn í sjúkrasamlag.“ „Hverjir eru helztu kostimir við ríkisrekna tanniæknaþjón- ustu?“ „Heilbrigðisyfirvöld hafa heildaramsjón og yfirsjón yfir tannlæknaþjónustuna og stýra sérfræðingar starfsemi tann- læknanna. Þannig verður um sameiginlegt átak okkar allra að ræða og þannig nýtist starfs- krafturinn betur og tannlækna- þjónustan verður ódýrari. Hér í þessu byggðarlagi höld- um við fundi með fuMtrúum frá heilbrigðisyfirvöldum og gefum skýrslur um alia okkar starf- semi. Þeir leggja svo fram áætl- anir í samráði við okkur. Öll starfsemin miðast að því að koma í veg fyrir. tannskemmdir. Hér í Svíþióð er tannlæknir á hverja 1200 íbúa, og stendur til að stórfjölga þeim á næstu áram, t. d. meö því að stækka háskólann í Stokkhólmi um helming. Til samanburðar má geta þess að á íslandi er aðeins 1 tannlæknir á hverja 2000 íbúa, samkvæmt nýjum tölum.“ „Hefur ekki verið til umræðu að blanda fluor í drvkkjarvatn hér í Svfþjóð?“ Fluor hefur verið geysi- lega mikið til umræðu hér í Sví- þjóð undanfarið og .ipenn ekki á einu ni'álli, hvort æskilegt sé að bfanda því í drykkjarvatn. Telja sumir ófróöir om þetta, að þar meö sé vatnskraninn orðinn að meðalaglasi. Menn vilja rugla þessu saman við hina altöluðu mengun og segja aö hér sé um nýtt og hættulegt efni aö ræða. Svo er þó alls ekki, enda er fluor í öllu drykkjarvatni, að- eins í mismunandi miklum mæli. Það hefur sýnt sig að í Uppsöl- um og Eskilstuna, þar sem fluor- magnið er talið hæfilegt í vatn- inu (1 mg pr. lítra) eru tann- skemmdir miklu minni en ann- ars staðar. Hins vegar hefur fluor ti’Itölulega litla þýðingu fyrir fullorðna og því telja marg ir sérfræðingar æskilegra að gefa börnum fluor inn í töflu- formi eða með vítamínum. Við höfum skýrslur yfir flluormagn á flestum landsvæðum á okkar umráðasvæði og gefum börnum fluormagn í samræmi við það. ,.Og að lokum Loftur, hefurðu hugsað þér að halda til íslands á næstunní?" , Það er allt óráðið. Ég hef aldrei unnið við tannlækningar á fslandi og samkAræmt skýrsl- um um tannskemmdir og eftir þvi sem ég hef kvnnt mér er ástandið miöig slæmt á fslandi svo sem fjallað hefur veriö um f fjölmiðlum heima. Það er að sjálfsögðu ekki tilviljun að fs- land skuli vera einna verst á vegi statt af- öllum löndum heims á þessu sviði. Mér virð- ist tannlæknaskortur og skortur á skipulagningu vera eitt helzta vandamálið, auk þess sem sjá þarf um að tannlækningar séu ekki forréttindi“. Og með það kveðjum viö Loft og þökkum honum fyrir spjallið. Sömuleiðis kveðjum við Hrafn- hildi konu hans og sonkn Öla og bæinn Vilhelminu í Lapp- landi. —• ÞS * « a • 0 P 0 • © e « 0 0 0 0 e • 0 9 — Hvert er álit yðar á prófkjöri? Jakob Þorsteinsson, leigubíl- stjóri: — Ég var nú ekki hriifinn af hugmyndinní um prófkjör fyrst, þegar ég heyrði hennar getið. En núna er ég kom- inn á þá skoðun, að hún eigi mikinn rétt á sér, sérstaklega styrkir það þá skoðun mína, að flestir stjórnmálaflokkanna skuli hafa tekið upp prófkjör. — Því er samt ekki að neita, að prófkjör gefur þeim stóra mögu- leiika sem vilja ota fram sínum tota. Ólafur Oddgeirsson, leigubíl- stjóri: — Prófkjör tel ég vera mjög Iýðræðislegt og það geti ekkj verið annað en eðlileg þróun að taka það upp. Benedikt Benediktsson, kenn- ari: — Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að efna til prófkjörs á niðurröðun frambjóðenda á endanlegum framboðslista hvers flokks. Sem flestum þarf að gefast kostur á að taka þátt í prófkjöri, þá getur það örvað áhuga alniennings á þjóðmálum og þar með aukið lýðræðið. Birgir Harðarson, viðskipta- fræðinemi: — Ég hef nú ekki myndað mér neina gallharöa skoðun á þeim rnálum, en er þó frekar á því. að prófkjör sé nauðsynlegt. Það getur ekki verið annað en lýðræðislegt að gefa alttienning; kost á aö sýna vilja sinn svo berlega. Sveinn Guðbjartsson, heil- brigðisfulltrúi í Haifnarfirði: — Práfkjör er mjög stórt skref í átt að auknu lýðræði og þvi ekki nema eðlileg þróun. Það útvíkkar hringinn og gerir það að verkum, að ekki er nú lengur hægt að kvarta yfir þvi, að það sé þröngur hópur manna, sem ræður málum almennings.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.