Vísir - 01.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 01.10.1970, Blaðsíða 8
s VISIR . Fimmtudagur 1. október 1970. VÍSIR Otgefanli Reykjaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltriii: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla • Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 ð mðnuði Innanlandfl I iausasöiu kr. 10.00 eintaldð Prentsmiðia VIsis — Edda hf. Fórnarlamb sáttastarfs það var táknrænt fyrir Arabaleiðtogann Abdel Nass- er, að sáttastarf skyldi verða honum að aldurtila. Nasser reis upp af sjúkrabeði til að miðla málum í borgarastyrjöldinni í Jórdaníu. Hann hafði um langt skeið ekki gengið heill til skógar, þótt umheimurinn vissi minnst um það. Nú lágu tugþúsundir í valnum í Jórdaníu. Nasser, sem taldi sig sjálfkjörinn leiðtoga allra Araba, tók af skarið. Hann knúði hina stríðandi aðila í grannríki sínu til að slíðra sverðin. Þetta varð honum ofraun, og hann var látinn jafnskjótt og þeir Hussein konungur og skæruliðinn Arafat höfðu tekizt í hendur. í þessu föðurhlutverki var leiðtoginn allur. Fáir hefðu ætlað í Súezstríðinu árið 1956, að hinn róttæki byltingarforingi mundi fjórtán árum síðar vekja vonir um sættir Araba og Gyðinga við botn Miðjarðarhafs. Þá þjóðnýtti Nasser Súezskurðinn, og margir vestrænir menn fullyrtu, að með því hefðu kommúnistar fengið yfirráð þessarar mikilvægu sam- gönguleiðar. Hann talaði digurbarkalega gegn „auð- valdi“ og „heimsvaldastefnu“. Þó fór svo, að beztu vonirnar um frið í Mið-Austurlöndum voru árið 1970 bundnar persónu Nassers forseta. Hér kom margt til. Nasser var óneitanlega „faðir“ allra Araba í þeim skilningi, að allur þorri þeirra í öllum Arabaríkjum leit til hans sem hins „mikla“ Arabaleiðtoga, Margir dýrkuðu hann sem guð. Hann var eini sterki Arabaleiðtoginn, þar sem flestir aðrir þjóðarleiðtogar Arabaríkja eru ótraustir í sessi, og enginn þeirra hefur haft slíkt traust þjóðar sinnar sem Nasser. Það var einmitt vegna þess að Nasser var „sterkur“ leiðtogi og traustur í sessi, að hann gat í vor rétt fram hönd sína til sátta. Enginn annar Arabi gat leyft sér það. Þeir Arabaleiðtogar, sem fylgdu í fótspor Nassers og samþykktu friðartillögur Banda- ríkjanna, hefðu aldrei þorað það án leiðsagnar hans. EkkPri hefur verið jafnmikill þrándur í götu allrar friðarviðleítni við M’ð:''»'«orhafsbotn og einmitt það, hversu lítils leiótogar Arabaríkjanna hafa mátt sín. Ekki gæti Hussein Jórdaníukonungur samið við ísraelsmenn, eða leiðtogar Líbanons eða Sýrlands. Það er jafnvel vafasamt, að Hussein væri nú við völd í Jórdaníu, hefði hann ekki verið talinn bandamaður Nassers síðustu vikur. Hinir róttækustu meðal Araba trúa aðeins á útrýmingu ísraelsmanna, „þótt hún tæki fimmtíu ár“, eins og þeir segja. Þessir menn hafna hvers kyns friðarsamningum, hversu mikið sem ísra- elsmenn mundu gefa eftir. Hinn róttæki byltingarforingi sjötta áratugarins reis öndverður gegn arabísku öfgamönnunum. Vegna ör- uggrar valdastöðu sinnar heima fyrir og bættrar víg- stöðu vegna hernaðarlegs stuðnings Rússa við Egypta samþykkti Nasser bandarís&u tillögumar um vopna- hlé og fríðarumleitanir við ísraelsmenn. Aðalumræðuefni fréttamanna erlendis frá því að lát Nassers spurðist, hefur einmitt verið, í hvert óefni frigarvllilcltnin er komin vegna fráfalls hans. j \ j Ferð Apollo 13 sýndi mátt tækninnar — ibrátt fyrir uggvænlega bilun bjargaði hinn fullkomni búnaður geimförunum úr háskanum 0 Langt utan úr him- Ingeimnum, 328 þús- und kílómetra frá jörðu, bárust til jarðar þessi hversdagslegu orð: „Halló, við erum í vanda hér“. Þetta var fyrsta boðið um hinn mikla háska, sem geimfaramir á Apollo 13 áttu við að etja. f 87 klukkustundir eftir það börðust geim- fararnir fyrir lífi sínu, og allur heimurinn fylgdist með baráttu þeirra. — Þetta voru þeir Lovell, Haise og Swigert, sem nú heimsækja ísland. Aldrei meiri bjartsýni Engin geimferð hafði byrjað með jafnmikilli bjartsýni og för ApoMo 13. Þetta var 38. geim- ferð með mönnum, sem farin var, 23. mönnuð geimferð Banda ríkjamanna. Mennimir þrír höfðu árum saman búið sig und- ir siika för. Lovell hafði verið lengur úti í geitnnum en nokkur annar geimfari heims, 572 klukkustundir samtals. Þetta var fjðrða geimferð Lovells. En hæfctan var á næsta leiti og kom mönnum í opna skjöldu. Aðeins átta mínútum áður hafði verið tilkvnnt, að geimfarið færi með 978.9 metra hraða á sek- úndti, nákvæ'nlega eins og p- ætlað vnr. Förin hafði nengið nærri fuMkomlega. A1!t benti til þess. ?ð tveir geimfarar mundu innan skamms stíga fæti á tungl Svvigert. til viðbótar þeim fjórum, sem þegar höfðu gert það. Ný hætta, nýr búnaður til að mæta henni Eftir fáeinar mínútur varð geimförunum og starfsmönnum geimstöðvarinnar f Houston ljóst, að mikil hætfca var á ferð- um. Rafmagnsmótorinn var bi‘1- aður, súrefni fór minnkandi og lak greinilega úr súrefnisgeym- unum. Vatnsbirgðir mundu Haise. illlllllllll mmm iBIIIBIIIIIl Umsjón: Haukur Helgason. þrjóta. Dularfuíl bilun var að lama geimfarið. Við geimförun- um blasti sú hætta, að þeir mundu kafna eða frjósa í hel úti í geimnum. Verið gat, að bilunin hefði áhrif á sjálf stjóm- tæki farsins, og þeir kæmust ekki á rétta braut til jarðar. Ef til vili mundu þeir berast stefnuiaust um sólkenfið. Enginn nrtður hafði dáið á þann hátt. Það var strax deginum ljós- ara, að hætta varð við að lenda á tungli. Háski sá, er yfir vofði, var Lovell. nýr í sög'Uimi, en búnaðurinn til að bjarga þeim var einnig fullkomnari en nofckru sinni fyrr. Tíu þúsund manns tóku þátt f björgunarstarfinu. Eitt þúsund þeirra lagði nótt við dag í aðalstöðvunum í Houston. Aldrei áður hafði alit mann- kyn verið jafnsamtaka í bænum símum. PáM páfí og Kosygin for- sætisráðherra fluttu sömu óekir. Arabar, Gvðingar og Hindúar heyrðust biðja fyrir geimförun- um í guðshúsum sínum. Ein hliðin sprakk Á meðan stýrðu geimfaramir fari sínu til jarðar án þess að nota aðalaflvél farsins. Óttazt var, að þreyta mundi minnfca nákvæmni þeirra við stjóm. Hitastigið í stjómfarinu féll. Tveir geimfaranna hírðust í tunglferjunni, þar sem varla var rúm fyrir tvo. Einn var jafnan í stjómfarinu sjálfu í kúlda og myrkri. Þeir losuðu sig við tækjafarið, sem hafði sprungið og vaidið biluninni. „Það vant- ar alveg eina blið tækjafarsins,** sagði Lovell, þegar þeim tókst að losa sig við það. Er geimfaramir nállguðust jörðu, losuðu þeir sig við tungl- ferjuna ,,Aquarius“, sem hafði bjargað þeim. Þegar inn í and- rúmsloft jarðar kæmi, urðu þeir að vera f stiómfarinu einu. „Vertu sæll, Aquarius", sögðu þeir, „og þakka þér fyrir.“ Stjómfarið sex tonn að þyngd var nú á leið til jarðar með 40 þúsund kilómetra hraða á klukkustund. 1 120 þúsund metra hæð kom farið inn í and- rúmsloft iarðar. í þrjár mfnút- ur rofnaði sambandið, og menn biðu með öndina í hálsinum, hvort eitthvað hefði gengið úr- skeiðis. Farið lenti einhverri ná- kvæmustu lendingu í sögu geim ferða. Lokið var milljón kfió- metra ferðalagi. Nixon Banda- rfkjaforseti lýsti yfir hátiðisdegi. „Mesta verkfræðiafrekið“ Appollo 13 hafði aldrei kom- izt tii tungls. Samt sýndi ferðin vegna bilunarinnar og háskans einmitt, hversu Iangt vfsindin höfðu náð undanfarin ár. Hinn fullkomni búnaður var fær um að leysa úr þessum vanda. Vís- indamenn kváðu ferðina hafa sýnt betur en hefðu þeir komizt klakklaust til tungls og heim, að tunglferðir Bandaríkjanna væru mesta verkfræðiafrek mann- kynsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.