Vísir - 01.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 01.10.1970, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmtudagur 1. október 1970, 9 riSBSm: — í hverju þykir yður dagskrá sjónvarpsins vera ábótavant? Þorgeir Sigurðsson, endur- skoðandji: — Þegar mönnum finnst „Hoilywood Palace" vera orðinn einn bezti þáttur sjón- varpsins, Mýtur einhjverju að vena þar ábótavant. Guðmundur Ásmundsson, lei'gubílstjóri: — Ég sé nú sjón- varpið ek'ki svo oft, en reyni þó oftast aö sjá sakamálamyndirn- ar og þættina, af þeim finnst mér vera alveg nóg ' — og gleðst yfir því. Hins vegar vildi ég gjarna fá meira af góðum fslenzkum þáttum. Sigurður Benediktsson, verk- fraeðingun — Mættu vanda betur myndavalið. Sérstaklega finnst mér vanta meiri fjöl- breytni í frambaidsmyndaflokka fsienzka sjónvarpsins. Manni finnst maöur alltaf vera að sjá sömu myndirnar upp aftur og aftur. Reynir Matthíasson, verka- maður: — Ég horfði mikið á sjónvarpið, en dauðsé yfirleitt eftir því að hafa eytt tíma í það, í hvert sinn sem ég stend upp frá þwí. Framhaidsmynd- irnar finnast mér einna mis- heppnaðastar. Svo veit ég að ég mæli fyrir munn ma-rgra jafn- aildra minna er ég óska eftir að fá þáttinn „í góðu tómi“ aftur. Sigrún Ólafsdóttir, húsmóðir: — Mér fannst sjónvarpiö fara vel af stað og fyrstu fram- haldsþættirnir vera mjög góðir, eins og t.d. Saga Forsyteættar- innar og svo Melissa. Núna finnast mér aftur á mót; frh.- þættirnir vera að daprast og verða ákaflega torskildir, sem og raunar öll dagskráin. Það vantar fleiri góða skemmtiþætti. Það telst ekki til dag- legra viðburða, að 5100 manna bæjarfélag ráðist í 200 milljón króna verk, og stórhugur Vest- mannaeyinga þegar þeir 1967 réðust í samninga um lagningu vatnsleiðsl unnar úr Landeyjum og út í Eyjar, þótti ýmsum stappa nærri fífldirfsku. „Glæfraleg fjárfesting! Allt of mikið í fang færzt“, sögðu þeir svart sýnustu og spáðu því, að úr þessu yrði kollsigl ing. En vatnsleiðsludraumurinn rættist og varð aö veruieika,- Vestmannaeyingar ætla þó ekki að láta þar við sitja, því að þeir horfa fram á það, að 1800 smá- lestir af vatni á dag hrökkvi Fulltrúar bæjarstjórnar á fundi meö útflutningsstjóra Nordiske kabel- og traadfabrikker s.f. Frá vinstri talið: Gísli Gíslason, stórkaupmaö ur, Wegner Clausen, útflutningsstjóri (fyrir endanum á borðinu), Magnús Magnússon, bæj arstjóri o{- Guðlaugur Gíslason, alþingismaður. Ósalt kaffí og ömur þægimfí önnur stærri leiðsla verður lógð á næsta ári sikammt, þegar fram líöa stund- ir. Og þeir eru þegar setztir að samningum um lagningu ann- arrar vatnsleiðslu, sem geti flutt þeim daglega um 5QOO smálestir af vatni til viðbótar. „Já, reynslan sýndi okkur það í vetur, þegar vertíðin stóð yfir og notkun vatnsins var í hámarki — hún kornst i 1650 smál. á d>ag, þegar bræðsiurnar voru í gangi — að við svo búið má ekkj standa mikið lengur," sagði Magnús Magnússon, bæj- arstjóri f Vestmannaeyjum, þeg- ar við færöum þetta i tal við hann. „Við reiknum með því að sleppa næstu vertíð, án þess að skortur verði, en ef við höf- urmst ekkert að, horfum viö fram á, að vatnsskortur verður vertíðarmánuðina þrjá 1972,“ sagði Magnús. Fulltrúar bæjarstjómarinnar i Vestmannaeyjum áttu í byrjun þessa mánaðar fund með fyrir- tækinu Nordiske kabel- og traadfabrikker s/f, þar sem ræddir voru möguleikar á lagn- ingu nýrrar vatnsleiðslu. „Það var gert ráð fyrir þvi í upphafi, að önnur leiösla yrði lögð árið 1970. Þessi, sem lögð var 1968, er 4 tommur að inn- anmáli og hámarksflu>tnings>geta hennar er 1800 smá'lestir á sól- arhring,“ sagði Magnús. „Síðan hafa þær breytingar orðið að menn treysta sér nú til þess að gera sverari lagnir en þedr áður gátu, og eftir við- ræður okkar við danska fyrir- tækið á dögunum virðast tveir möguleikar aðgengiiegastir. Ann- ar er sá, að leggja leiðsiu, sem yrði 6 tocnmur að innanmáli og gæti flutt um 4000 smá'lestir á dag. Áætlaður byggingarkostn- aður hennar nemur um 57 miLljónum ,króna. Hinn er að leggja leiðs'lu, sem er 6 tommur að jnnanmáli, fjórðung leiðarinn ar. en 7 tommur að þrem fjórðu hilutum. Hún gæti flutt upp und ir 5000 smálestir af vatni á dag og áætlaður byggingarkostnað- aður hermar nemur um 60 millj- ónum kr. “ „Hvenær er áætlað aö hefjast handa við lagningu nýju leiösl- unn>ar?“ stjórann. „Þetta eru alilt saman bráða- birgðaáætlanir, því að eftir er að leggja þær fyrir bæjarstjórn- ina til ákvörðunar. — En þaö er áætíað að hefja lögnina í júdí 1971,“ svaraði Magnús bæjar- StjÓTÍ. „Er brýn þörf stækkunar á vatnsleiðslunni?“ „Það teljum við vera tvi- mælalaust. Notendum fer fjölg- andii, og þeir sem fengið hafa lögð inntök til siín, fá ekki allir eins mikið og þeir vildu. Til dæmis fá fis-kiöjuver ekki nærri því allt það vatn, sem þau telja sig hafa not fyrir.“ Undir það tök Stefán Runólfs- son yfirverkstjóri hjá Fiskiðj- unni h.f., þegar við töluðum við hann í sírúa. „Það hefur verið takmarkað við okkur vatnið, og við fáum rétt til ísframileiðslunnar og á nokkrar vélanna, flökunar- og roðflettingarvélamar,“ sagði Stefán. „Bæði frá hreinlætis- sjónarmiði o>g svo viöhaldssjón- armiði séð þá komum við til með að þurfa meira vatn. Sjór- inn fer illa með vélarnar. Hann tærir málminn. Hreinlætiskröfur kaffla liíka á meirj not'kun vatns.“ Stærstu notendur vatnsins eru fiskimjölsverksmiðjurnar tvær i Eyjum, en þær notiuðu báðar samtals, þegar notkunin var mest á ioðnuvertíðinni, rúmlega 700 smálestir á da-g. „Nýja vatmiö hefur komið okkur vel eins og öðrum. Okkar framleiðsluajfköst ha>fa auðvitað aukizt þegar við iosnuðum við allar þær tafir, sem við urðum fyrrum fyrir vegna vatnsskorts,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, f ramkvæmdast jóri Fiskimj öls- verksmiðjunnar. Betri nýting og ending á tækj- um, eins og kötlum (20 milljón króna stykki), fylgir betra vatn- inu. Katlar bræðsluverksmiðj- anna í Eyjum hafa enzt þeim örfá ár, meðan endingin er allt upp í 20 ár hjá bræðsLum ann- ars staðar á landinu. ' , ’Er' ékki vancífafíé' með þess- Magnús bæjarstjóra enn. „Það er svoLeiðis frá þessu gengið að það kem&t ekki fluga að vatninu. Vatnsleiðslan er al- gerlega lokuö og steypt er kring- um vatnsbólið, svo að hvergi kemst lotft að einu sinni. Sarnt er tiltöMega auðvelt að kom- ast að leiðslunni uppi á landi, til þess aö skipta um asbeströr- búta, ef þörf þykir, og ef bil- anir verða.“ „Hvaö mun kostnaður nema miklu a>f leiðslunum?" „Hann mun nema miil'li 180 og 200 milljónum króna, að dreifingarkerfinu meötöldu og þetta er vitaskuld þungur baggi á bæjarfélaginu," svarað; Magn- ús. „Þetta hefur í för með sér greiöslubyrði upp á ca. 25 miLljónir króna árlega næstu árin. Við reiknum okkur tekjur sem nema 8 miLljónum þurfum viö að afla okkur 17 milljóna kr. til þe>ss að brúa bilið. Ríkið hef- ur aðstoðað okkur um 15 millj. krón>a.“ Hver vatnsnotandi í Eyjum greiðir, auk hins venjulega vatnsskatts, sem nemur 2,5% af fasteignamati á húsi vatns- notandams, kr. 10.— fyrir hverja smáfest, en vatnið er selt gegn- um mæla. En menn hafa ekki sett það fyrir sig, vegna þæg- indanna af nýja vatninu. AuMn afköst hjá bræðslumum og betri ending tækja, betri framleiðsila hjá frystihúsinu og að ekkj sé nú minnzit á lúxus á heimilum, eins og ósalt kaffi o.s.frv. — GP af vatnsveitunni, spurðum við bæjar- - ar vatnslagnir, svo alls heil- munu í mesta tegj brigðis sé gætt?“ spurðum við króna á ári, og’þá Rörbútur úr vatnsleiðslu Vestmannaeyinga, sem hyggja nú á lagningu enn sverari leiðslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.