Vísir - 01.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 01.10.1970, Blaðsíða 16
„Útgerðin kostar 350 þúsund pund — segir Peter Hemmings, framkvæmdastjóri Skozku óperunnar, sem sýnir i Þjóðleikhúsinu VÍSIR Fimmtudagur 1. október 1970. Þjófar athafnasamir Þjófar hafa verið athafnasamir og komið viða við, en hvergi haft neitt erindi sem erfiði. Alls var brotizt inn á 10 stöðum í borginni í fyrrinótt. Brotizt var inn i skrifstoifu Raf- veitu Reykjavfkur í BHiðávogi og rótað þar í hirzlum í ledt að verð- mætum, og eins var farið í skrif- ctofu Banana h.f, á sama stað. Einnig var brotizt inn í Sfldar- réttj s.f. og efnalaugina Hraðhreins- un að Súðarvogi 7 og í Vogakaffi. Tvö innbrot voru framin í Súðar- vogi 16 og 18 og enn eitt innbrotið var framið f verzlunina Laugarnes- kjör við Laugamesveg. AHs staðar höfðu þjófamir rótað mikið til og dreift skjölum um gólf í leit að peningum eða öðru fé- mæti, en hvergi var saknað neinna íj'ármuna. — GP Fófbrotnaði og sknrst á rúðugleri l.Iaður fótbrotnaði í sendibíl, þegar glerrúða féll á fótinn á honum. Stóð maðurinn aftur í sendibílnum, sem flutti glerrúðuna á millj bæj- arhluta. En þegar sendibfllinn ók af stað, eftir að hafa áður numið staðar við umferðarljös, féll rúðan, sem staðið hafði aftur við gafl í bílnum, studd af manninum. Lenti hún á fæti mannsins, sem féll líka f gólfið, Auk þess að fótbrotna, skarst maöurinn iHg á læri. - GP „Við erum hér 42 saman frá Skozku óperunni“, sagði Pet- er Hemmings, framkvæmda- stjóri óperuflokksins við Vísi í morgun. „Við ætlum að sýna fjórum sinnum í Reykja vík. í kvöld sýnum við óper- una Albert Herring og Albert verður líka sýndur á sunnu- dagskvöldið. Föstudags- og Iaugardagskvöld sýnum við svo The turn of the Screw (Snúningur skrúfunnar). Báð- ar þessar óperur eru eftir Benjamin Britten“. Skozka óperan er mjög ung, sagði Hemmings okkur. „Hún var stofnuð árið 1962 og er ein af 4 slíkum óperuhópum á Bretlandseyjum, en iangsamlega yngst. Otgerðin kostar árlega 350.000 pund og við fáum 150.000 pund sem styrk úr Listasjóðj rfkisins.“ Heimaborg óperunnar er Glasgow og sú er einnig heima- borg Magnúsar Magnússonar, fréttamanns hjá BBC. Magnús kom hingað ti'l ísiands með ó- peruflokknum og annast kynn- ingarstarfsemi hér, en Magnúsi mun öðrum fremur að þaikka að þessi ágætj flokkur kemur nú hingað til íslands. „Þetta er þriðja utanferð okk- ar“ sagði Hemmings, „1968 fórum við til Italíu og 1969 til Þýzkalands — en yfirleitt sýn- um við aðeins í 5 borgum í Skotlandi og 1 enskrj. borg“. Sem fyrr segir koma hingað 42 menn á vegum Skozku óper- okkur a ari unnar, en aðeins 25 manns eru fastráðnir hjá f'lokknum. Hinir eru lausráðnir og ganga inn í hópinn eftir þörfum. Auk söng- og leikkrafta er í hópnum hljómsveit sem í eru 11 manns og stjórnandi. — GG Tveir Israelsm'enn á fyrstu sinfóníutónleikum vetrarins „Sko, við bara byggjum nýja kofa næsta vor í stað þeirra, sem við erum búin að rífa,“ sögðu börnin og unnu af mikilli eljusemi við að hlaða bálköst úr sumarvinnu sinni. II Sinfóníuhljómsyeitin er að fara af stað með vetrarstarfið. 1 kvöld verða fyrstu tónleikar vetr- arins haldnir í Háskólabíói og hefjast klukkan 21.00. Stjórnandi verður Uri Segal og einleikari Joseph Kalichstein, píanóieikari. Uri Segal er nokkuð kunnur hér lendis. Hann stjómað; Sinfóníu- hljómsveitinnj á tónleiikum í Laug- ardalshöllinni á Listahátíðinni í vor. Hann er talinn rneðal fremstu stjórnenda af yngri kynslóðmni, enda aðeins 26 ára að aldri. Hann var ráðinn aðstoðarhljóm- sveitarstjóri Fílharmónuhljómsveit- ar New Yorkborgar 1968, en þá hafði hann nýverið fengið 1. verð- laun í svonefndr; Mitropoulis- keppni. í New York vann hann með Leonard Bernstein og George Szell og hefur síðan stjórnað sem gestur í USA og Evrópu. Joseph Kailichstein fæddist 1946 í Tel Aviv en nam við Juillard tón- listarskölann í New York. 1967 hélt hann þar sína fyrstu tónleika og fékk frábæra dóma gagnrýn- enda — urðu margir þeirra til að líkja honum við Horowitz. Að þessum tónleikum loknum réði Leonard Bernstein hann einleikara með Fnharmóníuhiljómsveit New York. Síðan það var hefur hann víða leikiö og er nú á leið til Bret- lands en á laugardaginn lék hann einleik með Sinfóníuhljómsveit Lundúna. — GG 22 teknir ölvaðir á „þurra' deginum iSumarstarfið’l : fer a bálköstinn Þótt „þurr“ dagur væri í gær og vínveitingahús flest lokuö í gærkvöldi, eða aö minnsta kosti vínbarirnir, eins og venja er á miðvikudögum — þá var ölvun Tekur keppni þátt í fegurðar- j í 3. sinn á árinu ® Tvær íslenzkar stúlkur héldu í fyrradag til Finn- lands þar sem þær munu taka þátt í keppninni um tit- ilinn ungfrú Skandinavía á morgun. Voru það þær Guð- munda Kristjánsdóttir, sem varð númer tvö í Fegurðar- samkeppni Islands 1970, og Kristín Waage, sem varð númer fjögur í þeirri sömu keppni. _,Á leiðinni,,til. Finnlands áttu stúlkurnar'' að hafa viðkoniu í ' Kaupmánnahöfn, þar sem þser munu hitta ungfrú Danmörku, sem mun slást í för með þeim stöllunum tii keppninnar í Finn landi. Kristínu ætti það ekki að vera orðið neitt sérstakt ný- næmi að koma til erlendra borga. Hún var t.d. ekki fyrr komin heim frá sumarvinnunni í Kaupmannahöfn, en hún var drifin til Grikklands, þar sem hún keppti fyrir íslands hönd um titilinn Ugfrú Evrópa 1970. Þar kynntist Kristín fegurðar- drottningu Skotlands og að Evrópukeppninní afstaðinni fór Kristín með henni heim til Glasgow, þar sem hún sá undir hennar leiðsögn allt það mark- verðasta, sem borgin hefur fram að færa. Það eftirminni- legasta segir hún vera söngleik inn „HAIR“. Þess má loks geta, að í hinni 18 manna dómnefnd Evrópu- keppninnar átti m.a. sæti Sig- ríður Gunnarsdóttir, forstöðu- kona Tizkuskólans, en hún hef ur sem kunnugt er haft með höndum umsjá fegurðarsam- keppninnar hérlendi'S. —ÞJM svo mikil í bænum, að lögreglan tók alls 22 menn úr umferð. Pljótlega eftir kl. 22.00 f gærr kvöldi tók að bera á ölvuðum mönn um í miðborginni og sumir hverjir ofurölvi. Kom að því, að lögreglan varð að fjarlægja suma þeirra, og var hún síðan í stöðugum flutning- um ölvaðra manna í „Hverfisstein- inn" — fangageymslu lögregiunnar f nýju lögreglustöiðinni við Hverf- isgötu. 1 Hverfissteininum fengu gist- ingu aMs 20 menn, en tvo flutti lögreglan til heimila þeirra. Það ber sjaldan við á virkum dögum, að lögreglan hafj afskipti af svo mörgum mönnum vegna ölv- unar á almannafæri, en hins vegar ekki sjaldgæft um helgar. En fá- heyrðari er þó enn slík ölvun á „þurrum" degi. — GP Drukknaði i Húnaflóa Það slys varð s.l. laugardags- kvöld, að maður drukknaði í Húna- flóa. Maðurinn hét Hörður Jó- hannsson vélvirkj frá Hvamms- tanga. Lætur hann eftir sig konu og tvö börn. — SB 2 9 Það fer ekki svo ýkja J J mikið fyrir „smáhúsa-J Jhverfi“ barnanna í Kópavogi, • • eftir að það hefur verið rifið a Jog því hrúgað upp. 2 2 Kofaþyrping barnanna hafði 2 • risið í sumar á afgirtu svæði, • osem Æskulýðsráð Kópavogs* ^hafði útvegað börnunum í þeim 2 • tilgangi, að koma f veg fyrir „ o kofabyggingar inn á milli íbúð- • 2 arhúsanna þar í bæ. • • Börnin kunnu vel að meta 2 2 þennan skika, sem þeim var * J veittur til „húsnæðismá'la" og 2 • í allt sumar hafa stóru hópam- J 2 ir unnið viö að byggja sér kofa • • og sumir fieiri en einn, og fleiri 2 • en tvo. Nokkur barnanna áttu • ^iafnvel fjögur eða fimm hús, —• • sannkallað stóreignafólk! 2 2 Núna hafa svo al'lir kofamir • •' “rið rifnir sem fyrr segir. Og * 2 1 sem meira er: Börnin gerðu • • að sjálf. Timbrinu hafa þau • 2 svo hlaðið upp í bálköst, sem 2 2 þau segja sjálf geta verið ágæt- 2 • an vísi að næstu áramótabrennu • 2 þeirra. 2 • Börnin voru hin hressustu, er • • blm. og ljósm. Visis bar að« 2 garði þeirra, er þau voru að 2 • ljúka við niðurrifsstarfið nú um • 2 siðustu helgi. „Við urðum að 2 2rífa kofana til að geta byggt 2 • nýja næsta vor“, útskýrðu • 2 þau og var ekfci að greina 2 • hina minnstu eftirsjá í orðum • - þeirra. — ÞJM 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.