Vísir - 02.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 02.10.1970, Blaðsíða 9
VlSIR . Föstudagur 2. október 1970. 9 Jemen-málinu, þar reyndi Nass- er að stuðla að þjóðfélagslegri byltingu, sem var nákvæmlega ! sama sfcil og hann hafði sjálfur Tamkvæmt gegn Farúk ístru- >eig. Annað dæmi má lika tefna, að hann studd; niú í fyrra ;ams konar uppreisn gegn hinu Srelta konungdæmi Libyu, sem leppaði þar í landi fyrir evrópsk áhrif. AILt er þetta sama þjóð- féJagshreytfingin. Hún er að verki í öllum Arabalöndunum og hún hefur fyrst og fremst sóGt kraft sinn til Nassers, þó hún þurfj ekki sjálfkrafa að leiða til sameiningar Araba- heimsins í eifct riki, atf þvf að ólíkar landfræðiilegar aðstæð- ur eru í hverju landsvæði og sterk miðstjóm víðátfcumikils svæðis kannski ekkj affara- sælasta leiðin í löndum sem eru á lágu samgöngu- og tækni- sfcigi heldur kannskj auðveldast að kljást við vandamálin á hverjum stað fyrir sig. jþað má Ifka færa sterk rök að því að Nasser hafi aldrei verið sá Rússa-leppur, sem vestræn blöð hafa stöðugt reynt að stimpla hann. Það hefur síð- ast verið talinn Ijótasti blettur- inn á honum, að hann skyldi fá Rússa til þess að koma upp víð- tæku loiftvamakerfí í landi sínu, en setjum ofckur í spor Egypta, hvað áttu þeir til bragðs að taka? ísraels-menn hafa ail'lt fram tiil þessa haft alger yfir- ráð í lofti yfir Egyptalandi. Þessj yfirráð sín notuðu þeir :M daglegra árásarferða yfir TOardálinn. Það gef-ur auga leið, íð sh'kt var ekki viðunandi fyrir Egypta, og Nasser hafði engin önnur ráð en að leita á náðir Rússa til að breyta þessu niðuriægjandi ástandi. Það hef- ur að vísu haft þau áhrif að auka veldi Rússa og skapa þeim sterka aöstöðu á Miðjarðarhafi og kannski einnig Indlandshafi. AJveg sama sagan var með að- gerðir hans til að koma upp Aswan-stíflunnj miklu. Hann leitaðj fyrst tál vestrænna þjóða eftir aðstoð, en þegar þær bmgðust honum í því hrapal- lega og í rauninni svivirðilega, þá var honum engin önnur leið fær en að leita á náðir Rússa. Svo er hann fyrir það kallaður Rússaleppur. Þannig er hægt að framkvæma mannorðsmyrð- ingu, og er framkoma vest- rænna þjóða í þessum efnum eigi málsbótaverð. í hroka sín- um gagnvart Arabaþjóðunum hefur þeim fundizt sjálfsagt að hægt væri að skammta þeim rétt og viðhalda erlend-um yfir- ráðum í loftii yfir landi þeirra, og síðan er rekið upp ramakvein yfir því að Arabaleiðtogi sfculi leyfa sér að snúa sér annað en til gömlu nýlenduherranna, sem vilja aðeins halda áfram að einoka og drottna. T-^að hefur verið hægt að sýna fram á það f vestrænum blöðum, að Nasser væri striðs- æsingamaður, með þvi að slíta setningar úr ræðum hans út úr samhengi. Hið rétta var senni- lega að Nasser var fyrst og fremst félagslegur byltingar- maður innan hins arabíska heims, en eftir að bylting hafði verið framkvæmd þráði hann öllu fremur frið til að geta unn- ið að hinum stórfelldu uppbygg- ingarstörfum sem biða lands hans. Nú eru hjölin í Aswan- stíflunni farin að snúast og framieiða raforku og áveitu- vatnið dreifist yfir eyðimerkur- sandana. Þetta var sennilega sú framtíð sem Nasser vildi vinna að, fremur en að standa f sí- felldu stúnabraki við Gyðinga og Evrðpiútíetm. Þorsteínn Thorarensen. íslandskjöt á 8 kr. kílóið! og jboð kostar 40.000 kr. á ári oð aka leigubil Ferjan á Vestmanasundi er eins konar „Akraborg“, nema hvað skipstjórinn siglir hvenær sem einhver þarf að fafla utan áætlunartíma. • „Jæja, herrar mínir“, sagði tollþjónninn á flugvellinum á Vogey í Færeyjum, er við lentum þar nokkrir íslenzkir fréttamenn, „hafið þið eitthvað meðferðis af tollskyldum vörum, t-d. áfengi, tóbak o.s.frv.?“ „Nei, nei“ svöruðum við, „má bjóða þér að siá í töskumar?" — „Þetta er allt í lagi“, sagði sá gamll þá, „á ég ekki að panta fyrir ykkur hótelpláss og viljið þið ekki að ég hringi á leigu- bíl (hyruvogn) fyrir ykkur?" „Fyrirtak“ sögðum við og fengum okkur sæti í ágætum biðsal flugstöðvarhússins. Leigubílstjóri — áætlunarbílst j óri Við vorum 5 saman auk flug mannsins, EMesers Jónssonar frá Flugstöðinni og sjónvarps- menn þurftu að dragnast með heilmikið af tækjum með sér, því var ékki um annað að ræða en biðja um sendiferöabíl — og hann kom, eins konar „rúg- brauð“ sem tók 10 manns í sæti. Glaðhlakkalegur hyruvogns- stjórinn setti farangurinn í bíl inn og bauð tollþjóninum aö fljóta með inn i Sórvog, en Þeir komu með ferjunni yfir Vestmannasund. Færeyskir karlmenn klæðast mjög oft þjóðbúningunum — einkum þó þeir eldri. þar ætluðum við að spjalla við bátseigendur um möguleika á að fá bát á leigu. Sórvogur er ekki nema 5 minútna akstur frá flugvellin- um, en vegurinn er mjór eins og þvengur og viðlíka sléttur og bárujámsþak. Samt er hann malbikaður, en skóflur hafa veriö látnar nægja til að slétta úr. Á leiðinni mætum við heil- miklu af Færeyingum akandi í bílum sínum, því hversu undar legt sem það kann að virðast, þá er bílaeign mikil og almenn þar á eyjunum, þótt vegir séu lítilfjörlegir ög raunar finnst manni aö bílstjórar verði að standa með fótinn tilbúinn á hemlunum, svo farartækið hend ist ekfci út af eyjunni sfcömmu eftir að lagt er upp hinum meg in. Við ókum um Sórvog fram og aftur og áttum spjall við nokkra innfædda. Síöan urðum við að fara aftur upp að flug- vellinum og þar ætluðum við að bíða áætlunarbíls sem fara átti út að ferjunni sem gengur yfir Vestmanasundið. Undirritaður bauð því hyru- vognsstjóranum að koma meö reikning sinn: „Við ætlum nefnilega að fara með rúíunni niður að ferjunni. Getum við þá ekki fengið að borga þér núna?“ „Nei, nei. Ekki borga núna. Borgið bara á eftir. Ég er nefni lega lika rútan.“ Og svo ókum við í „rúgbrauð inu“ að ferjustaðnum og greiddum fyrir smávægilegt sætagjald — er það var greitt innheimti hann svo greiöslu fyrir klukkutíma akstur fyrr um daginn á hyruvognstaxta ... 150 hyruvognar í 10.000 manna bæ Til þess að komast frá,flug- vellinum á Vpgey til Þórshafnar Þarf að aka hálftíma í bíl. Fara þá ytfir Vestmanasundið f ferju og aka ioks frá bænum Vestmana til Þórshafnar, en það er um klukkustundar akst- ur. Landslagið á þessari ieið er ekki ósvipað og á Vestfjörðum, nema hvað landið er ekki eins stórbrotið og gróður er meiri. Aliar hlíðar eru grænar svo langt sem sést fyir þokunni eða skýjaþykkninu efst í hlíö- unum. Vegurinn hlykkjast eftir fjallshlíðinni. Stundum stefnir hann beint upp fjallið. Stundum ekur maður á fleygiferð í átt fcil sjávar, en alian tímann hend ist maður til og frá, því það er engu líkara en frændur vorir, Færeyingar hafi tekið íslend- inga til fyrirmyndar hvað vega- gerð snertir. Þrátt fyrir lftilfjörlega vegi eru í Þórshöfn einni starfandi um 150 leigubílstjórar og tjáði okkur einn þeirra, að þeir væru allt of margir, „þaö er eins og þetta sé í tízku hérna“, sagði hann, „allir vilja aka stöövarbíl, en maöur veröur að hafa sultar- ólina vel strengda ef maöur á að lifa af þessu harki". Sagöi bílstjórinn einnig aö bensín væri dýrara þar en á íslandi og þýrfti hánn áö borga sem j svaraöl 40.000 ísl. krónum á ári í tryggingagjöld og skatta af bíl sínum. Meira um vegi Þjóðleiðin frá Vestmana til Þórshafnar er nokkuð fjölfarin, þrátt fyrir það að venjulegum Sunniendingi finndist vegurinn stundum allglæfralegur. Bíl- stjórinn ók greitt á einhverri örmjórri syllu í fjallshlíðinni og um götulýsingu er ekki aö ræða þarna, ekki einu sinni í næsta nágrenni bæjanna. Leiöin liggur um nokkur byggðarlög, þar sem 20—30 hús hnappa sig saman eins þétt og mögulegt virðist og vegurinn krækir síðan á milli þeirra, þar sem því er við kom- ið. Er nálgast tekur Þórshöfn snarbatnar vegurinn allt í einu, og síöustu 20 mínúturnar ekur maður eftir rennsléttum og breiðum „keflavíkurvegi“ en nokkuð dregur þaö úr notagildi vegarins, aö engin lýsing er á honum. Höfuðstaðurinn Mjög margir íslendingar hafa komið til Þórshafnar og ber vist flestum saman um að það sé hlýlegur bær. Götur eru þar ótrúlegar hlykkjóttar og þröng- ar, minna um sumt á götur í borgum Suðurlanda, svo sem á Spáni og víöar. Er okkur íslenzku fréttamenn ina bar að garði í Þórshöfn var mikill mannfjöldi á götum bæj- arins vegna komu danska her- skipsins, Hvítabjörn, til staðar- ins meö farþegana úr Flugfélags vélinni sem fórst á Mykinesi og vegna þess hafði öllum skemmt- unum veriö aflýst f bænum. Engin böll voru haldin og kvik- myndahúsin voru lokuö. Var okkur tjáð að yfirleitt væri þama dansað á hverju kvöldi og greinilegt var af götuauglýs- ingum að danskir láta Færey- inga ekki fara varhluta af klám- myndum sínum. „Rúntur" Þó engar skemmtanir væru í Þórshöfn á sunnudagskvöldið eð var, þá voru allar göfcur krökkar af unglingum sem ráf- uðu um fram yfir miönættið — og undu sér helzt í kringum pylsusalana. Var andrúmsloftið ekki fjarri því sem gerist á „rúntinum" í Reykjavík um helgar. Vörur virðast fremur dýrar í Færeyjum. Við sáum á einum stað íslenzkar bækur í búðar- glugga. Kristnihald undir Jökli trjónaöi í heiðurssessi og „Suð- austan 14“ eftir Jökul Jakobs- son var þar og boöið til sölu á 63 færeyskar krónur. Það reikn ast okkur til að muni jafngilda um 750 ísl. kr. Og úr því verðlag er til umræðu, er ekki úr vegi að geta þess að það kann að borga sig fyrir íslendinga af fara ti) Færeyja og birgja sig þar upp af íslenzku lambakjöti. í einsi kjötbúðinni var auglýst: íslands- kjöt — bógar, síður o. s. frv. á 8,00 kr. kg. Sem sagt innan við 100 kr. fsl. - GG Sórvogur. Þaðan er talsverð trilluútgerð, og æv inlega eru karlamir tilbúnir að sigla með ferðamenn — ef sjólagið hindrar það ekki, en það er oft.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.